Vísir - 08.06.1968, Blaðsíða 5
VÍSIR . Laugardagur 8. júní 1988.
— ---rnmiÉimmtiMUmm
5
Afgreiðsluborðin í verzlunum borgarinnar svigna undan fjöldamörgum tegundum af nýju
grænmeti, og hér sjáum við nokkrar tegundir af vorgrænmeti í verzlun.
Nu er græn-
metið hollast
og ferskast
i — Flestar tegundir af vorgrænmetinu
komnar á markahinn
ASflestar tegundir vorgræn-
metis eru nú komnar á
markaðiim hér í höfuðborginni
og er grænmetið yfirleitt rækt-
að hér á landi, en eitthvaö er
fáanlegt af innfluttu grænmeti,
svo sem hvítkáli, rauðkáli, gul-
rófum o. fl. Nýja íslenzka græn-
metið er upp á sitt allra bezta
núna, ferskt og glænýtt og að
sjálfsögðu auðugast af vítamín-
um meðan það er alveg nýtt.
Það sem nú er komið á mark-
aðinn af nýju grænmeti er
agúrkur (25 kr. stk.) tómatar
(77 kr. kg.) rabarbari (15 kr. kg)
blaðsalat (13.50 hausinn) stein-
selja (12 kr. búntið) gulrætur
(24 kr. pokinn) dill (15 kr. búnt-
ið) og paprika (150 kr. kg) Inn
flutta grænmetið er yfirleitt ó-
dýrara, hvítkálið kostar 14.45
kg. púrrur kosta 43.10 kg.
og rauðkálið kostar 11.65 kg.
Piparrót hefur einnig fengizt
og kostar kílóið 435 krónur,
en hún er seld í iitlum bitum.
Það er full ástæða til að
brýna fyrir húsmæðrum aö nota
sér þetta nýja grænmeti meðan
það er hollast og ljúffengast.
Grænmetisneyzla íslendinga hef
ur aukizt geysilega mikið á und
anförnum árum, eins og sést
bezt á því hversu vel það selst
í verzlunum og fyrstu sending
arnar í vor seldust yfirleitt upp
um leið og þær komu.
Vorgrænmetið er yfirleitt ljúf
fengast hrátt og þannig er það
líka langhollast. Það er gott
í hrásalöt, með brauði eða rifiö
hrátt og ókryddað með kjöti og
fiski. Áður en við förum út i
uppskriftirnar ætlum við aö
rifja upp þýðingarmestu atriðin
í meðferð hrás grænmetis:
Munið að geyma grænmetiö
á köldum stað og ef það er á
stilk, þá í köldu vatni. Brauð-
hólfið í ísskápnum er yfirieitt
mátulega kalt fyrir grænmetið,
en bezt er að sjálfsögðu að
þurfa ekki aö geyma það þar
lengur en nokkrar klukkustund-
ir. Hreinsið greenmetið aldrei
úr volgu eða heitu vatni, alltaf
vel köldu. Þurrkið það með
mjúkum klút eða „eldhúspapp
ír“, og reyniö að merja það
ekki. Rífiö aldrei meira græn-
meti en þið þurfið, þvl þaö
geymist mun ver niðurrifið en
heilt. Og hér eru svo að lokum
uppskriftir á þremur ijúffeng-
um vorsalötum.
GULRÓTASALAT.
Rífið nokkrar nýjar gulrætur
fremur smátt. Skerið salatblöð
í mjóar ræmur. Klippið eina
grein af steinselju gróft og
blandiö þessu öllu saman. Ot á
þetta er síðan hellt súrmjólk og
(ekki nauðsynlegt) rjóma og
sykrað vei með púðursykri. Gott
að borða tómt, eða með köld-
um réttum.
G R/Æ NKÁLSSALAT.
Klippiö grænkál fremur gróft,
svo og salatblöð og steinseiju.
Rífið epli og gulrætur saman við
og hellið út á grænmetið sósu
úr sítrónusafa, olíu og olíusósu
(mayonaise), krydduðu með
papriku. Gott meö heitum kjöt-
réttum.
BLAjíDAD
VORSALAT.
Skerið tómata í báta. Flysjiö
gúrkubita og brytjið fremur
smátt. Skerið bita af papriku
í mjóar ræmur. Klippið niöur
dálítið af steinseiju og dilli og
biandið öllu saman, og hrærið
sítrónusafa, örlitlu af ediki og
jurtaolíu saman við. Kryddið
eftir smekk og berið fram í litl-
um skömmtum á saltablöðum.
Gott með fuglakjöti og léttum
réttum.
Reiðhjólaskoðun
í Reykjavík
Lögreglan í Reykjavík og Umferðarnefnd
Reykjavíkur efna til reiðhjólaskoðunar og
umferðarfræðslu fyrir böm á aldrinum 7—14
ára.
Mánudagur 10. júní.
Langholtsskóli
Laugalækj arskóli
Miðbæjarskóli
Þriðjudagur 11. júní.
Laugarnesskóli
Melaskóli
Vesturbæ j ar skóli
kl. 09.00—11.00
kl. 14.00—15.30
kl. 16.00—18.00
kl. 09.00—11.00
kl. 14.00—15.30
kl. 16.00—18.00
Miðvikudagur 12. júní.
Vogaskóli kl
09.00—11.00
kl. 14.00—15.30
kl. 16.00—18.00
kl. 09.00—11.00
kl. 14.00—15.30
kl. 16.00—18.00
Austurbæjarskóli
Breiðagerðisskóli
Fimmtudagur 13. júni.
Hlíðaskóli
Álftamýrarskóli
Hvassaleitisskóli
Föstudagur 14. júní.
Árbæjarskóli kl. 09.00—11.00
Skoðun fer fram við félagsheimili Framfara-
félags Árbæjarhverfis.
Börn úr Landakotsskóla, ísaksskóla, Höfða-
skóla og Æfinga- og tilraunaskóla Kennara-
skóla íslands mæti við þá skóla, sém eru
næst heimilum þeirra.
Þau börn, sem hafa reiðhjól sín í lagi, fá viður-
kenningarmerki lögreglunnar og Umferðar-
nefndar fyrir árið 1968.
LÖGREGLAN í REYKJAVÍK
UMFERÐARNEFND REYKJAVÍKUR
HLUTA VELTA
Knattspyrnufélugið VALUR
heldur hlutaveltu á morgun, 9. júní, kl. 2 e. li. í íþróttahúsi félagsins að Hlíðarenda.
MARGT GÖÐRA MUNA ENGIN NÚLL EKKERT HAPPDRÆTTI. VALUR