Vísir - 08.06.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 08.06.1968, Blaðsíða 3
V1 § IR . Laugardagur 8. júní 1968. SKÓLAGARÐAR REYKJAVÍKUR HEIMSÓTTIR þaö eru ekki nema örfáir dagar síðan innritun í Skólagarða Reykjavikur var lokið, og enn- þá færri dagar siðan fyrstu hóp- arnir byrjuðu aö starfa. Mynd- sjáin brá sér inn í Laugardafc í blíðviðrinu fyrir nokkrúm dög- um, en þá voru börnin að maéta til starfs í Skólagörðunum i fyrsta sinn 1 sumar. Það var iðinn hópur sem mætti augum blaðamannsins þegar hann stiklaði inn að svæð inu, þar sem börnin voru aö vinna. Þau voru svo iðin, að þau litu varla upp þegar ljós- myndarinn smellti af nokkrum myndum.' ,,Ekki strá yfir á minn blett'* — heyrðum við að ein stúlkn- anna sagði, þegar vaskur dreng ur lét áburðinn fjúka í allar átt- ir, alveg yfir til hennar og gus- urnar gengu út um allt. Og við héldum áfram inn eftir stóra moldarbeðinu, sem búið var aö hluta niður f óteljandi smáskika, merkta og afmark- aða. Við hvert beð var bam, ýmist að bera á áburð eða að mylja moldarkögglana. Fyrir endanum var myndar- legur skúr, og þar hittum við Indriða Jóhannesson en hann hefur þann starfa m. a. að skammta börnunum áburð. „Ég er búinn að vinna við þetta f ein 14 sumur og kann vel við það. Maður yngist upp við það að vera innan um ung- viðið. En stundum láta þau nú líka illa, og þá hastar maður bara á þau og allt dettur í dúna logn“ sagði Indriði, og um leið kom piltur til hans að sækja sér áburð. Og við yfirgefum börnin með skikana sína, sem enn eru bara mold, en verða von bráðar falleg ir garðar með marglitum blóm- um og nytjajurtum. Það þarf að ganga vel um áhöldin og þvo þau rækilega. Hér eru þrjú barnanna við vatnskranann að skola af hrífunum sín- um og fötunum. Indriði Jóhannesson íefur unnið undanfarin 14 sumur með ungviðinu í Skðlagörðunum og hér er hann að skammta einum drengjanna áburð. OGREWDIR l REIKNINGAR LATIÐ OKKUR INNHEIMTA... Það sparat yður t'ima og ójbægindi INNHEIMT USKRIFST OFAN Tjarnargötu 10 — 111 hæð — Vonarstrætismegm — S'imi 13175 (3linur) Þær eru stundum þungar föt- umar fyrir litlar telpur, cn þessi lét sig ekki muna um að spígspora garðinn « enda með fötuna sína. Þessi litli maður lagði sig allan fram við að slétta blettinn sinn. Hann var langminnstur allra barnanna, og hafði feng- ið lítinn skika úti I kantinum. Daði heitir hann og er sonur Hafliða Jónssonar garðyrkjustjóra borgarinnar. Einn - tveir - og - ? Það þarf sannarlega að leggja sig fram, ef áburðurinn á að dreifast jafnt og vel um allan garðinn. Þar á hver sinn skika

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.