Vísir - 08.06.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 08.06.1968, Blaðsíða 8
3 VIS IR . Laugardagur 8. júní 1968, VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri : Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Sfmar 15610 og 15099 Afgreiðsla : Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn : Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Skálmöld \ i það er ekki ofsögum sagt, að mikið hafi gengið á í ) heiminum undanfarið. Alltaf er verið að berjast ein- ) hvers staðar. Vesturlandaþjóðir kalla að friður ríki, \ ef þær eru ekki að berjast sjálfar í sínum löndum. ( Það er samt öðru nær en hægt sé að segja slíkt með ( sanni. Frá því að heimsstyrjöldinni síðari lauk, hafa ; alltaf staðið yfir blóðugir bardagar víðs vegar um ) heim, og enn er ekkert útlit fyrir að þeim ósköpum ) linni næstu árin. ( Mannkynið á enn mikið ólært í því að leysa deilur í1 án ofbeldisaðgerða. Og hið versta er, að þær þjóðir, / sem lengst eru komnar í svokallaðri menningu og vís- / indum, eiga oft megin sökina á því, að hinar vanþró- ) aðri eru að berjast. Og meðan svo gengur, er lítil von \ um frið og bræðralag á þessum hnetti. Þrátt fyrir starf \ Sameinuðu þjóðanna og annarra góðra stofnana og l1 samtaka hefur ofbeldishneigð fjöldans sjaldan verið í meiri en nú. Og skrílsæðið er jafnvel hvað mest hjá / þjóðum, sem byggja skipan sinna mála á grunni gam- ) alla og rótgróinna menningarerfða og ættu að hafa ) fengið æma þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum. \ Einhver uppreisnaralda flæðir yfir löndin og unga ( kynslóðin kýs sýnilega fremur að beita hnefaréttinum í en lýðræðislegum viðræðum og rökum. / Við íslendingar höfum, sem betur fer, lítið þurft að ) glíma við þessi vandamál enn sem komið er. Eigi að \ síður hafa gerzt hér atburðir, sem ótvírætt benda til \ þess, að hér sé til eitthvað af fólki, sem hefir tileink- ( að sér þennan hugsunarhátt og muni jafnvel hafa hug / á að beita ofbeldisaðferðum til þess að koma skoðun- ) um sínum og vilja á framfæri. Og því miður verður \ ekkert um bað fullyrt, að þessi öfl láti ekki jafnvel \ fyrr en varir, til sín taka með svipuðum hætti og ( gert hefur verið víða erlendis undanfamar vikur. ( í löndum þar sem fullt málfrelsi og ritfrelsi ríkir / virðist lítil ástæða til að efna til skrílsuppþota og ) skemmdarverka skoðunum sínum til framdráttar. O Þeir sem eru óánægðir með ríkjandi skipulag, í hvaða \ efni sem er, geta látið álit sitt í Ijós í blöðum og á v1 mannfundum og þannig reynt að vinna áhugamálum ( sínum fylgi. Séu menn t. d. óánægðir með aðild ís- / lands að Noto, er með öllu óafsakanlegt að efna til j) uppþota út af því. Um 80% þjóðarinnar hafa marg \ sinnis lýst sig samþykk aðild íslands að þessum sam- \ ókum. Það er því skrílsháttur af þeim litla minni- ( hluta, sem er aðildinni andvígur, að efna til ofbeldis- ( aðgerða, til þess að sýna vilja sinn. Hann hefur bæði / rit og málfrelsi, og dugi honum það ekki til þess að / fá meirihluta landsmanna á sitt mál, er hann skyldug- \ ur að sætta sig við vilja meirihluta þjóðarinnar og fara \ þar í einu og öllu eftir lýðræðisreglum. ( Áhorfendur fylgjast með skákskýringunum í Tjamarbúð. nlWWU Tjegar þetta er ritað hafa ver- ið tefldar 4 umferðir á Reykjavíkurmótinu 1968. Taim- anov, Vasjukov og Byrne hafa tekið forystuna en litlu er hægt að spá um endanleg úrslit. í 1. umferð vann Addison Jón Krist- insson í erfiðri skák. Addison fékk rýmri stöðu út úr byrjun- inni, en komst lítt áleiöis gegn öruggri vörri Jóns. Vörnin var þó tímafrek og er Jón lék sín- um 40. leik féll hann á tíma, en staðan var þá nokkuð jafnteflis- leg. Andrés Fjeldsted veitti Taimanov hart viðnám og mátti lengi ekki á milli sjá. Beitti Andrés lokaða afbrigðinu gegn Sikileyjarvörn Taimanovs. Tefld ist skákin líkt og skákir Spassk- ys og Gellers, framan af, og var Taimanov sýnilega ekki ánægð- ur með framvindu mála. Þó kom að lokum að reynsla Taimanovs varð þyngri á metunum og mátti Andrés gefast upp. Þá voru úr- slit nokkuð óvænt í skákinni Bragi: Ingi R. Bragi tefldi upp- skipta afbrigðið í spánska leikn- um og fékk þægilega stöðu fram an af. En með snjallri peðsfórn tókst Inga að ná betri stööu um stundarsakir. Þetta hafði þó kostað mikinn tíma og í hrað- skákinni í lokin valdi Ingi skakkt framhald og tapaði drottningunni. Var þetta óneit- anlega góð byrjun hjá hinum unga skákmeistara Reykjavíkur. I' 2. umferð beindist athyglin aðallega að skákinni Vasjukov: Benóný. Var töluverð spenna hvort Benóný hefði enn sama lagið á Rússunum og foröum. En eftir að Benóný missti peö í byrjun var sýnilegt hvemig fara myndi þótt hann þráaðist við upp í 40 leiki. Ingi og Szabo gerðu jafntefli eftir rólega skák og stutta. Bragi átti allgóða jafn- teflismöguleika gegn Taimanov en missti tökin í tímahrakinu i lokin og tapaöi. I 3. umferð mætti Friðrik til leiks og tók þá að færast líf í tuskumar. Vasjukov var hrein- lega yfirspilaður eftir allum list- arinnar reglum og virtist nú ekki annað eftir fyrir Friðrik en innbyrða bókaðan vinning. En nú kom annar andstæðingur til sögunnar, sá andstæðingur sem Friðrik hefur löngum átt einna erfiðast'meö. Var það tímahrak, svo feiknarlegt, að þegar Friðrik féll á tíma var staðan einnig komin f rúst. Þama hafði tíma- hrakið enn einu sinni eyöilagt glæsilega skák. En Jón og Frey- steinn bættu nokkuö úr þessum harmieik, með því að vinna Uhl- mann og Addison. Freysteinn yfirspilaði Addison hreinlega og mátaði hann síðan. Jón fékk stakt peð í skák sinni gegn Uhl- mann. Reyndi Uhlmann að not- færa sér þennan veikleika, en komst lítið áleiðis. í tímahrak- inu í lokin skeöi það merkilega að Jón felldi stórmeistarann á tíma og fékk þar sannarlega góð- an vinning. Hér sjáum við þá viðureignina. Hvítt: Uhlmann. Svart: Jón Kristinsson. Nimzoindversk vöm. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4 4. Rbd2 b6 5. g3 Bb7 6. Bg2 0—0 7. 0—0 d5 8. a3 Be7 9. b4 dxc 10. Rxc Rbd7 11. Bb2 a6 12. Dd2 c5 13. dxc bxc 14. Hfdl Bd5 15. Re3 Be4 16. g4 Rd5 17. Rxd5 exd5 18. bxc5 Rxc5 19. Rd4 Bxg2 20. Kxg2 Bf6 21. Hacl Re4 22. Dd3 Dd7 23. f3 Rd6 24. Hc2 Hfe8 25. Bpl g6 26. Rb3 Hac8 27. Hxc8 Dxc8 28. Kfl Rb5 29. Hd2 Dc7 30. Kg2 d4 31. Hc2 De5 32. Rc5 h5 33. Rd7 Dd6 34. Rxf6 Dxf6 35. gxh5 gxh5 36. Hc5 He5 37. Hxe5 Dxe5 38. f4 Dd5 39. Df3 Dc4 og hér féll Uhlmann á tíma. Jóhann Sigurjónsson. Vorsýn- ingunni að Ijúka í dag og á morgun eru síð- ustu forvöð að sjá sýningu Myndlistarfélagsins í Mennta- skólahúsinu við Lækjargötu. Sýningin var opnuð 1. júní og á henni eru myndir eftir 14 fé- laga í Myndlistarfélaginu, auk þess sem Kjarval sýnir þar eina mynd, sem heiöursgestur — heitir hún Álfabjörg. Sýningin er sölusýning og hefur eitthvaö af myndunum þegar selzt. Þetta er árlegur við- burður í myndlistarlífi borgar- innar og hafa slíkar sýningar oft verið umtalaöar. Meðal þeirra, sem myndir eiga á sýningunni að þessu sinni eru þjóökunnir listamenn og má þar nefna Finn Jónsson, Pétur Frið- rik, Sigurö Kr. Árnason og Svein Björnsson. cn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.