Vísir - 13.06.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 13.06.1968, Blaðsíða 1
 58. árg. - Fimmtudagur 13. júní 1968. - 128. tbl. ísl. karlmenn fá ekki að sýsla með kvenréttindi — en norræn kvenréttindafélög eru jafnt iyrir karla og konur — einn karlmabur situr norræna kvenréttindafundinn á Þingvöllum • Fundur norrænna kvenrétt- indafélaga fer fram á Þingvðll- um um þessar mundir oe sitja hann auk íslenzku fulltrúanna 23 konur frá Norðurlöndunum og einn sænskur heimspeking- ur, dr. Steen Berg. Tveir aðrir karlmenn komu hingað til lands ins í tilefni þessa fundar, og eru þeir báðir f samtökum nor- ræna kvenréttindafélaga, en þeir sitja fundinn ekki formlega. Islenzka kvenréttindafélagið er eina kvenréttindafélagið á Norðurlöndum, sem ekki leyfir inngöngu karlmanna, en á lands fundi Kvenréttindafélags ls- lands, sem haldinn var í Reykja vík nýlega, var borin fram til- laga um inngöngu karlmanna í félagið, en tillagan var felld. samkvæmt upplýsingum frú Láru Sigurbjörnsdóttir, for- manns félagsins. Fjölmörg erindi verða flutt á þessum norræna þingi, m. a. um endurskoðun sifjalagabálkanna, fjölskylduáætlanir, fæðingaror- lof og fleira. Fundinum lýkiy 16. júní. t-tm. Fljótlega munu fram- kvæmdir hefjast við að rífa gömlu sundlaugarnar og fylla þær upp. Áætlað er að breikka Sundlaugaveginn og verður þessi gamla laug að víkja og leysir hin glæsiiega sundlaug i Laugardal hana af hólmi. Þeir eru ófáir sem sakna laugarinnar og minnast gamalla tima þaðan og þeirr ar dýrðar að geta legið dá- lítinn tfma í heita karinu þar. En laugin er löngu orðin mjög fúin og gamaldags og fullnægði vart kröfum tím- ans. En gömlu laugina á sem sagt að rífa og blessuð sé minning hennar ©g undir það taka umhugsunarlaust eflaust flestir Reykvíkingar, þó sér- staklega eldri kynslóðin. fiest dauðaslysin á drátt- arvélum verða á börn&m • Helmingur af þeim dauða- slysum, sem hafa orðið við land- búnaðarvélar undanfarin 10 ár, hafa orðið á undanförnum rúm- lega tveimur árum. Dauðaslys- in síðan 1958 eru 25, en 1966, 1967 og það sem af er þessu ári hafa þau orðið 12, sem sýn- ir að þeim fer uggvænlega fjölg- andi. 15 af þessum dauðaslysum hafa orðið á börnum og unglingum und ir 20 ára aldri. Þetta sýnir að börnum er miklu hættara við að slasast en fullorðnum, þegar þess- ar vélar eru annars vegar. Þarf það varla að koma neinum á óvart. Það er ekki einungis að þroski barna og unglinga er minni, held- ur hafa flest börn undir 14 ára! um. Þetta kemur fram í viðtali við aldri og jafnvel eldri, ekki líkam- Sigurð Ágústsson, framkvæmda- legt afl til að stjórna dráttarvél-1 »->- 10. sfða. Island í 9. sæti — eftir 6:14 tap gegn Hollandi íslenzka sveitin á olympíumót- inu í bridge vann stóra sigra f gær, en hún vann Moxíkó 20: -s-4. og Belgfu 20:0. Hins vegar tapaði hún fyrir Hollandi 6:14. Eftlr það er staða efstu liða þessi: 1. Italía 273, 2. Kanada 262, 3. Holland 260, 4. Sviss 258, 5. Bandarfkin 248. 6. Frakkland 237, 7. Svíþjóð 235, 8. Ástralía 234, 9. lsland 233, 10. Venezúela 208. f kvennaflokki hef- ur Suður-Afrika forystu með 156 stig. Svfþjóð hefur 148 og Banda- ríkin 128. 1 dag spila íslendingar við Berm uda, ísrael og Danmörku. KALSKEMMDIR EKKI EINS ÚT- BREIDDAR SÍÐAf! 1952 — Fregnir berast um alvarlegar kalskemmdir hvabanæva oð af landinu. — llla horfir fyrir fjöldamörgum bændum D Búnaðarfélaginu eru nú óðum að berast fleiri fréttir um kalskemmdir um land allt. Á þessu stigi málsins er ekki hægt að fullyrða um hversu miklar skemmdirnar hafa orðið, en óhætt mun þó að full- yrða, að kalskemmdir hafa ekki verið eins útbreiddar Veðurguðir óhagstæðir forsetaefnum 9 Veðurguðirnir hafa verið heldur betur andsnúnir forseta- efnunum þessa dagana, en stuðn ingsmenn beggja frambjóðend- anna hafa þurft að aflýsa áður auglýstum fundum vegna þess að frambjóðendurnir hafa orðið veðurtepptir fjarri þeim stöðum sem framboðsfundina átti að halda. Þetta gerist á versta tíma, því að nú rtendur undirbúningur forsetakosninganna sem hæst og báðir frarhbjóðendurnir leggja höfuðáherzlu á dreifbýlið. Seinna í mánuðinum munu þeir halda fund' f þéttbýli. Valur Valsson á skrifstofu stuðn ingsmanna dr. Gunnars Thorodd- sen skýrði frá því, að dr. Gunnar hefði nú ferðazt víöa og haldiö fundi, og heföi aðsókn og undirtekt I ir verið eins og bezt er á kosið. j 1 gær ætlaöi dr. Gunnar Thor-! ; oddsen að halda fund á Horna- ; j firði, en þeim fundi varð að aflýsa, | ! þvi að ekki var unnt að komast i bangað vegna veðurs. 1 kvöld mun | dr. Gunnar Thoroddsen koma á almennan fund á Akranesi svo og á Suðurnesjum og um Suðurland. ! I-'jóðkjör kemur út á morgun, og j ungir stuðningsmenn dr. Gunnars ] halda fund í Háskólabíói í næstu ! vikq. Valur nefndi til marks um mótttökur þær, sem dr. Gunnar hefur hlotið, að fundurinn á Akur- eyri hefði verið einn sá fjölmenn- m~-> 10. síöa. síðan 1952, sagði Jónas Jónsson, jarðræktarráðu- nautur Búnaðarfélagsins í viðtali við Vísi í morgun. — Okkur eru nú sífellt að berast fregnir af stöðum, sem við höfðum litlar á- hyggjur haft af áður. Allar nýjar fregnir, sem berast eru slæmar fregnir. Kalskemmdir í austanverðri N- Þingeyjarsýslu eru miklu verri en búizt var við. Sömu sögu er að segja um margar sveitir í Suður- Þingeyjarsýslu. 1 utanverðum Eyja- firði eru miklar skemmdir, en bænd ur þar eru orðnir svo vanir þeim að þeir eru hættir að kippa sér upp við það. í innanverðum Eyja- firði, fyrir innan Akureyri eru hins vegar miklar skemmdir, sem ekki hafa verið áður. Þá eru töluveröar kalskemmdir í Skagafirði og A-Húnavatnssýslu. i V-Húnavatnssýslu hafa allir hreppar orðið mjög illa úti vegna kalskemmda, nema á austanverðu Vatnsnesi, sem hefur sloppið til- tölulega vel. Strandasýsla er mjög illa útleik in, en engar fregnir hafa borizt úr Barðastrandarsýslu og Isafajarö arsýslu. I Dalasýslu er ástandið víða mjög slæmt, sömuleiðis á Snæ fellsnesi, sérstaklega á sunnan- verðu nesinu. í uppsveitum Borgarfjarðarsýslu er ástandið víða slæmt sérstaklega í ofanverðum Norðurárdal. 1 mörgum sveitum sunnanlands hafa bændur oröið fyrir miklum búsifjum, t.d. í Þingvallasveit ölfusi o^ uppsveitum sunnanlands. Fregnir hafa borizt af því að W-> 10. sfða. Ok á vinstra kanti og lenti í árekstri Fyrsti áreksturinn, sem beinlínis stafaði af vinstri villu i hægri um ferðinni á Akureyri, varð I gær, þegar splunkunýjum bíl var ekið á röngum vegarhelmingi. Skemmd ir urðu ekki miklar, því að sá sem á móti kom, nam staðar og beið, en líklega hefur hinn ökumaðurinn verið blindaður af sterku sólarljós- inu, því að hann ók samt beint á hann. Síðustu viku hafa aðeins orðiö þrír árekstrar, en sex ökumenn hafa verið stöðvaðir á of miklum hraða. Flestir voru þeir á 50 til 60 km hraða, en einn, sem stöðvaður var innan við bæinn, ók á 80 km á klukkustund.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.