Vísir - 28.06.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 28.06.1968, Blaðsíða 2
2 V í S IR . Föstudagur 28. júní 1968. Ármann vann 10 af 17 meistarastigum ■ Ármenningar virðast hafa góða undirstöðu í yngri flokk- um frjálsra íþrótta. Á drengja- meistaramóti Reykjavíkur, sem fór fram á Laugardalsvellinum nýlega unnu Ármenningar 10 meistaratitla af 17 og urðu lang hæstir í stigakeppninni með 128 stig, ÍR fékk 77.5 stig og KR 66.5 stig. Rúdolf Adolfsson er efnilegur hlaupari og vann hann 100 metra hlaupið á 12.3 sek., en Finnbjörn Finnbjömsson fékk 12.4 sek., en hann er sonur hins góðkunna Finnbjarnar Þorvaidssonar, sem eitt sinn geröi garðinn fræg- ann í þessari grein. Rúdolf vann 400 metra hlaup, 200 metra hlaup og 800 metra hlaup, svo ekki virðist sérgrein hans á hiaupabrautinni enn liggja fyrir, enda e.t.v. ekki eölilegt hjá svo ungum hlaupara. Rúdoif varö þannig 6-faldur meistari, þvl að hann varð sigurvegari meö boð- hlaupssveitum Ármanns í 4x100 og 1000 metra hlaupum. ÞORSTEINr J FRIÐÞJÓFSSON hefur reynzt hinn nýtasti maður í Val. Hér er hann í leik (til vinstrl) gegn KR. Sigurður Dagsson er í markinu. Fram-sigurim stóð / jórmim Easkur golfkemmri hjá Golfklúbbi Ness Það hefur gefizt vel hjá golf- klúbhunum að ráða hingað enska golfkennara. Vestur í Golf klúbbi Ness á Suðurnesi yzt úti á Seltjamarnesstánni er enskur atvinnugolfkem.ari um þessar mundir að leiðbeina og hefur þegar öðlazt miklar vinsældir. Þetta er Robert McWhinney og er hann þriðji golfkennarinn, sem klúbburinn fær hingað og hafa allir verið með kennsluréttindi frá enska atvinnugolfsambandinu. Kemur McWhinney hingaö frá Royal Berkshire-golfklúbbnum. Kennarinn er á vellinum allan daginn og er kennsla hans ekki einskoröuö við meölimi kiúbbs- ins, því aö allir þeir sem áhuga hafa á að læra meira í golfi, eða ieiðrétta villur sínar, mega koma og fá tima hjá McWhinney. — V'ikingar höfðu yfir fram undir leikslok að Fram komst yfir Framarar komust í hann krapp- an í fyrrakvöld í handknattleiks- mótinu utanhúss á Melaskólasvæð- inu, Vikingar reyndust nefnilega sterkari en beir höfðu búizt við, þótt þeir hafi í vetur fallið i 2. deild. Víkingar reyndust sterkari iengi vel og undir lok leiksins virt- ist allt benda til hins óvænta, — Víkingssigurs. Sigurður Einarsson og Ingólfur sáu þó svo um að Fram fór með sigurinn af hólmi, og bæði stigin, fyrir 25:24 sigur, en þama skall hurð sannarlega nærri hælum. 1 leik Vals við Ármann sýndi Valur álíka yfirburði og FH sýndi gegn Val fyrir nokkrum kvöldum. Valur vann með 25:12 og átti allan leikinn. í kvennaflokki urðu úrslit þau að Ármann og Víkingur gerðu jafn- tefli með 7:7. Unglingalandslið gegn B-landsliði í kvöld 1 kvöld fer fram leikur á Laug- ardalsvellinum milli unglingalands- liðsins og B-landsliðsins. Leikurinn hefst kl. 20.30. Undanfarinn mánuð hefur ungi- ingalandsliðið æft vel fyrir Norður- landamót unglinga, sem fram fer hér i næsta mánuði. Liðið hefur verið i æfingabúðum í Reykholti um eina helgi og leikið marga æf- i: ..-leiki gegn félagsliöum. Liðið er skipað leikmönnum úr 2. aldurs- flokki og leika flestir með meist- araflokksliöum sinna félaga. 1 síðarl hluta júlí fer B-landsliðið til Færeyja og verður leikurinn því æfingaleikur fyrir bæði liöin, sem eiga fyrir höndum mikilsverö verk- efni í næsta mánuði. Nýlega var dr. Halldðr Hansen kjörinn heiðursfélagi í félagi Einherja á íslandi, en hann varð fyrstur goifleikara hér á landi að vinna það afrek að leika holu-í-höggi (hole-in-one). I því til- efni sæmdi aðalumboðsmaður OMEGA á Islandi, Sveinn Björnsson, ræðismaður Sviss, dr. Hell- dór OMEGA verðlaunastyttu ásamt OMEGA Seamaster armbandsúri og var þessi mynd tekin við þá athöfn, að viðstöddum Páli Ásg. Tryggvasyni, formanni Einherja. ÞORSTEINN KEMUR INN í „14:2 VORNINA ' FRÆGU — Sigurður Dagsson boðar forföll gegn Þjóðverjunum Vöminni góðu, sem lék í 14:2 leiknum gegn Dönum í fyrra var gefið líf að mestu, — inn kom Þor steinn Friðþj'ófsson, sá á- gæti knattspyrnumaður úr Val, en út fór Jóhannes Atlason, sem hefur staðið sig af stakri prýði í sumar og var búizt við að hann mundi verða fyrir valinu. Sigurður Dagsson mun hins vegar ekki leika með í þessum landsleik á þriðju dagskvöldið gegn áhuga- mannaliði Þjóðverja á Laugardalsvellinum, en inn kemur Þorbergur Atla- son, markvörðurinn, sem hvað mesta athygli hefur vakið hér syðra í sumar. Markvörðurinn, sem aðeins hef- ur einu sinni oröið að fara inn f markið til að sækja knöttinn í 4 leikjum i 1. deild var valinn vara- markvörður b-liðsins, sem leika á gegn unglingalandsliöi í kvöld. Markvörðurinn mun hins vegar veröa forfallaður, hvaö sem veldur. Úr vöminni, sem hefur leikiö fyrir framan þennan ágæta markvörð, Samúel í Akureyrarmarkinu, hefur // landsliðsnefnd ekki þóknazt að velja neinn leikmann. Já, einhvern veginn lítur þetta ágæta landslið okkar heldur illa út á pappírnum. En eins og oft hefur verið sagt, þá þarf það ekki endilega að þýða að liðiö standi sig ekk: í leiknum, sem framundan er. Oft hefur það einmitt gerzt aö heldur ótótieg liö á pappírnum reyndust hið bezta á grænu gras- mottunni í Laugardalnum. Alia vega veröum viö aö vona hið bezta. íslenzka landsliðið á þriðjudags- kvöldið verður þannig skipað: Markvörður: Þorbergur Atlason, Fram — til vara Páll Pálmasoo. Vestmannaeyjum. Varnarmenn: Ársæli Kjartans- son, KR — Þorsteinn Friðþjófsson, Val — Anton Bjarnason, Fram — Guðni Kjartansson, Keflavík. — Varamenn fyrir vörn: Jóhannes Atlason, Fram og Viktor Helgason, Vestmannaeyjum. Tengiliðir: Þórólfur Beck, KR — Eyleifur Hafsteinsson, KR. — Varamaður: Magnús Jónatansson, Akureyri. Framlína: Reynir Jónsson, Val — Hermann Gunnarsson, Val — Kári Árnason, Akureyri — Elmar Geirs- son, Fram. — Varamaöur: Matthías Haligrimsson, Akranesi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.