Vísir - 28.06.1968, Blaðsíða 6

Vísir - 28.06.1968, Blaðsíða 6
6 V í SIR . Föstudagur 28. júní 1968. TÓNABÍÓ SCÓPA VOGSBÍO B/EJABBBÓ Farandleikararnir Bráðskemmtileg amerísk mynd um Iandnema og gullleitar- menn. Aðalhlutverk: Sophia Loren Antony Quinn. ÍSLENZKUR TEXTI Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum innan 14 ára. Einkalif kvenna (Venus Berg) Þýzk mynd um konur. Danskur texti. Sýnd kl. 7. Bönnuð börnum. AUSTURBÆJARBÍÓ I skjóli næturinnar Mjög spennandi ensk kvikmynd. Lesiie Caron David Niven. Bönnuð innan 16 ára Sýnd ld. 5 og 9. Verk eftir Belgíumanninn Raveel, sem sýnd voru í Feneyjum. Óvæntar breytingar á F eneyj abíennalnum TPuttugu og tveir Spánverjar fengu að sýna listaverk sfn og af ítölskum listamönnum fengu tuttugu og fjórir inni með verk sín á Bíennalnum í Fen- eyjum. Stærsti sýningarsalur þar tilheyrði þó lögreglunni, að sögn feneyskra stúdenta. Um fimm þúsund lögregluþjón ar, þar á meöal einnig aöstoðar- sveitir úr nágrannaborginni Pa- dúa, komu á vettvang til þess að vemda 34. íistsýninguna eða Bíennalinn í Feneyjum fyrir ung um byltingarmönnum, sem vildu vama listamönnum, gagnrýnend um og listkaupmönnum að skoða sýninguna. Því aö sósíalistiskt þenkjandi listskólanemar, sem höfðu tek- iö listskóla sinn við Canal Grande og haft hann á valdi sínu síðustu þrjá mánuöi, höfðu einnig hug á að hertaka nú líka stærstu listsýningu á allri Ítalíu. Þeir kváðust líta á hana sem við bjóðslegasta krankleikamerki feneysks kapítalisma. Vopnaðir lögregluþjónar voru þess vegna á verði á leiðinni til sýningarsvæðisins. Þeir lýstu með ljóskösturum inn í trjá- runna, og þeir sem heimsóttu sýninguna uröu að fara í gegn um þrenn eftirlitshliö. Hin mikla öryggisvarzla hindraði tæplega 100 mótmælendur úr hópi stú- denta í þvf að ráðast á sýningar salina og ná söfnum borgarinn- ar á sitt vald. En ferðamönn- um á Markúsartorginu var skemmtun að því, að sjá stúdent ana veitast að lögregluliðinu, sem vopnað var gúmmíkylfum. Stúdentamir æptu að lögregl- unni og báru henni á brýn að nota „Gestapo-aðferðir.‘‘ Vfir sýningunni gat ekki verið skemmtilegur blær vegna þess að stúdentar ógnuðu sffellt með óeirðum, og lögregiuliöið var á nálum. Og þaö var eins og púörið vantaði í þennan mikla listaverkakokteil, sem safnað haföi verið saman úr 33 iöndum. Verkin voru blanda einkenni- legs nýstárleika (þannig lýsti Belgíumaðurinn Raveel olíu- verki sínu „Hiö hræðilega fagra líf“, en myndin var af búri með lifandi kanarífuglum), afstrak- sjóna, sem voru seint á ferð og safnverka þekktra manna, sem fengin voru að láni til að heiöra þá. Svisslendingar kynntu hinn 69 ára gamla geómetríumálara sinn, Fritz Glarner, Belgíumenn hinn sjötuga súrrealista Paul Delvaux. í þýzka sýningarsaln- um voru sýnd plastísk verk Seitz, málverk eftir Oelze og teikningar eftir Janssen. Meira að segja Bandaríkja- menn, sem á fyrri Bíennölum hafa veriö framarlega f flokki meö pop-list og framúrstefnur með verkum Rauschenberg, not uðu að þessu sinni mestan hluta sýningarrýmis síns til aö hengja upp verk gamalla landslagsmál- ara. Ný þróun kom aðeins fram í verkum eins manns, mynd- höggvarans Red Grooms. P rooms, sem er þrítugur, sýndi eitt listilega gert mód el af borginni Síkagó, sem hægt var aö hreyfa á ýmsan hátt, þannig að margs konar tákn- myndun. brá fyrir — og í verk inu má greina margt fyrirfólk frá þeirri borg með A1 Capone f broddi fylkingar. Ekki voru allir, sem sýndu á Bíennalnum, samþykkir þeim anda, sem þar ríkti. Flestir ítölsku málaranna, þrír Frans- menn af fjórum, Svíarnir og einn Dani lýstu andúð sinni á „Lögreglu-Bíennalnum" með því að negla verk sín þannig upp, aö myndflöturinn sneri til veggjar, eða þá meö því að harölæsa dyrum að herbergjum þar sem verkin héngu uppi. Þessa samstöðu fundu mót- mælastúdentarnir aöeins hjá fulltrúum vestrænna landa. Listamenn austantjaldslanda, eins og Ungverjalands og Pól- lands opnuðu sali sína á til- skildum tíma. Þannig barst Feneyja-stúdentunum óvæntur liðsauki — og jafnvel liðsauki, sem þeir höfðu ekki áhuga á. Eins og þegar þrír danskir anarkistar ruddust inn í sýn- ingarsal Svía og lýstu því yfir, að nú héti hann „Sýningarsal- ur byltingarafla.“ Með þessu stríði sfnu hafa fen eyskir stúdentar gerbreytt Biennalnum og ríkjandi and- rúmslofti þar. Venjulega hefur verðlaunaafhending verið há- punktur sýningarinnar, en nú verður að fresta henni, þar sem engin dómnefnd fæst til að sitja á rökstólum undir lögreglu- vernd. Þráinn Bertelsson skrifar kvikmyndagagnrýni: Stuttar myndir frá ýmsum löndum Kvikmyndaklúbburinn, Litlabfó. Tjetta smámyndaprógram er boðlegt vandlátustu áhorf- endum. Það er samansett úr þremur smámyndum, og er sú fyrsta leikin mynd: „Ævintýri um lítinn dreng og afmælisfötin hans“. Þessi stutta gamanmynd er gerö af Tékkanum Jan Mora- vec og byggð á sögu eftir Jaro- slav Hasek, sem forðum samdi sögur um góða dátann Svæk. Myndin fjallar um lftinn dreng, sem kemur allsnakinn inn f spor vagn, og þetta óvenjulega at- vik veldur mikilli ringulreiö. Þessi mynd er skemmtileg og áferðarfalleg en tæplega meira en það. Aftur á móti eru hinar tvær myndirnar mun stórfeng- legri. „Myndir frá íslandi“ er kvikmynd, sem danski flugliðs- foringinn kapteinn Dam gerði hér árið 1938. Honum hefur tek- izt að festa á filmu það ísland, sem þá var. Ekki einasta er þessi þriátiu ára gámla fslándsmynd fram- bærileg heimildar- og landkynn GAMIA BÍÓ Njósnaförin mikla (Operation Crossbow) Ensk stórmynd með: Sophia Loren George Pappard tslenzkui texti. Sýnd kl. 5 og d. Bönnuð innan 14 ára. STJÖRNUBÍÓ t-j. LAUCARÁSBÍÓ BRÚÐURNAR íslenzkur tcxti. Sýnd kl. 5. 7 og 9. Bönnuð innan ’4 ára. / KLÓM GULLNA DREKANS HÁSKÓiABÍÓ ISLENZKUR TEXTI TÓNAFLÓÐ Sýnd kl. 5 og 8.30. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð bömum. Gæsapabbi ingarmynd, heldur einnig mikið listaverk, gert af fullkominni tækniþekkingu og listrænu inn- sæi og smekkvisi. Þriðja myndin í þessari smá- myndasyrpu er þýzk mynd frá þessu ári, „Að skrifa með ljósi“ gerð af AGFA-verksmiðiunum. Henni er einkum ætlað að sýna, hvað hægt er að geru með nýrri filmutegund frá verksmiðiunum og þaö er sannarlega ótrúlegt. Stórkostleg litasamsetning, klipping og ryþmi myndarinnar gera það að verkum. að hún er nauðsynleg lexía hverium kvik- myndaáhugamanni og ljósmynda amatör. Stjórnandi myndarinrar heitii Hugo Niebeling og við gerð mynd arinnar hafði hann sex mynda tökumenn sér ti! fuiltingis Um Niebeling og fyrri verk hans veit ég ekki neitt, en er fullviss um. að hefði þessi mvnd verið sýnd á kvikmvndahátíðinni í Cannes eins og til stóð, 'nefði hún þegar í stað aflað hóf pói sfnum verð- skuldaörar viðurkenningar. hAFNARBIO Afar fjörug og skemmtileg gam anmynd f litum. Cary Grant og Leslie Caroll íslenzkur texti. Endursýnd kl 5 og 9. ÉMBEIIRfi MflRBMtEEHl Mjög vel gerð og æsispenn- andi, frönsk sakamálamynd f litum. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð bömum innan 16 ára. serstæö og ógnvekjandi, ný, amerísk mvnd í litum og Pana vision. Peter Fonda Nancy Sinatra Sýnd kl. 5.15 og 9. Bönnuð börnun. innan 16 ára. Ótrúleg furðuferð íslenzkur texti. Amerisk Cinema Scope litmynd Furöuleg ævintýramynd sem aldrei mun gleymast áhorfend- um. . Stephen Boyd Raquel Welch Sýnd kl. 5, 7 og 9. TiiiiHiwiiimBiiinirBMiiinrfiiiiiirMWMHMMBiiiMHMwniriMiMwiMiwrwffii'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiwTfiriírMiii i i iiiiini Listir -Bækur -Menninqarmál

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.