Vísir - 28.06.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 28.06.1968, Blaðsíða 7
7 t V í SIR . Föstudagur 28. júni 1968. morgun útlönd í morgun útlönd í morgiin útlönd í morgun útlönd Verjandi Rays segir, að ekki þurfi að ’stúkuna og spuröi hann, hvort hann hefði myrt dr. Martin Luther King. „Nei,“ svaraöi Ray með lágri röddu. Hann sagöi einnig, að hann hefði aldrei hitt dr. King, né held- ur boriö neinn haturshug til hans. Fyrr um daginn haföi lögfræöing- ur bandarísku stjómarinnar, Davis Calcutt, sem vinnur aö því að fá Ray framseldan, lagt fram iista yf- ir atburðina, sem geröust fyrir morðið og eftir. Ray var handtekinn á Lundúna- flugvelli 8. júní, þegar hann var á leið til að stíga um borö í flug- vél á leið til Brussel. Eá hafði hann í fórum sér falsað kanadískt vega- bréf, sem hljóðaði upp á nafnið Ramon George Sneyd, og einnig bar hann á sér hlaðna skamm- byssu. íhaldsmenn unnu í uukukosningum í Bretlundi íhaldsflokkurinn brezki sigraði f aukakosningum, sem haldnar voru í kjördæmi einu f norövesturhluta Englands, þar sem verkamenn hafa ávallt sigrað undanfarin 30 ár. Það er haft til marks um óvin- sældir brezku stjórnarinnar og vax- andi fylgistap verkamannaflokks- ins, að síðan í þingkosningunum 1960 hafa íhaldsmenn unnið 11 þingsæti. framselja hann — „Morðið á dr. King var stjórnmálalegs eðlis," segir hann Brezld lögfræðingurinn Roger Frisby, sem er verj- andi mannsins sem banda- rísk yfirvöld hafa grunað- an um að hafa myrt dr. Martin Luther King, sagði Tölfræðilegur ( upplýsingur unt árið 1966 hjá S.Þ. Þrátt fyrir að árið 1966 ein- í . kenndist að miklu leyti af fram- V förum, var bilið miili ríkra og fátækra meira en nokkru sinni fyrr. Þetta var upplýst hjá Sam- einuðu þjóðunum í gærkvöldi Tafið er að íbúar jarðarinnar hafl 1. júfi 1966 verið 3.353 millj. þar af helmingur Asfubú- ar. Matvælaframleiðslan hafði árið 1966 aukizt um 8% síðan 1963. 1 Kuwait voru hæstu meðal- tekjur £ veröldinni, en Bandarík- in voru númer tvö f röðinni. fyrir lögreglurétti í London í gær, að morðið á dr. King hafi verið framið af stjórn- málaástæðum svo að ekki komi til greina að fram- selja skjólstæðing hans. Frisby rifjaði upp dæmi máli sínu til sönnunar, mál allt frá 1890, til þess að sannfæra menn um, að morðið, sem framið var í Memphis f Tennessee hinn 6. apríl, jfalli inn f málaflokk, þar sem ekki komi til greina aö framselja Ray. Lögfræðingurinn lét kalla Ramon George Sneyd eða Eric Starvo Galt eða James Earl Ray inn í vitna- James Earl Ray. Liðsforingjar teknir af lífi í Nígeríu Tveir liösforingjar í nígeríska sam- bandshernum voru teknir opinber- lega af lífi í gær í Barín eftir að hernaöardómstóll haföi á miðviku- dag fundið þá seka um morð á nokkrum mönnum í vesturhluta Nígeríu. Foringi herráðs sambandshers Nígeríu, Hassan Usman Kasína, sagði, aö mennirnir hefðu verið teknir af lífi til þess að leiöa öör- um hermönnum og liðsforingjum fyrir sjónir, að þeir séu ekki guðir, þrátt fyrir að þeir beri vopn, sem hægt sé að drepa menn með. * Kosningabaráttan í Bandaríkjunum heldur áfram, og frambjóö- endur beita ótrúlegri hugkvæmni tii að vinna atkvæðafylgi. Hér á myndinni er Hubert Humphrey varaforseti með Hollywood- kynbombunni, Ann-Margret. Hún er af sænskum ættum og á marga aodáendur, svo að stuðningur hennar ætti að tryggja fá- ein atkvæði. 1 Johnson vill láta lækka \kosningaaldur í 18 ár í USA • • í gær fór Johnson forseti meðhöndlaðir af dómstólum eins • fram á það viö bandaríska þing- og fullorðnir menn. • menn, að lækkaður yrðl kosn- Til þess að þetta mál nái fram • ingaaldur í Bandaríkjunum úr að ganga þarf tvo þriðju at- s 21 árs f 18 ára. kvæða í bæði fulltrúadeild 2 Hann sagði, að ýmsir þeir, bandaríska þingsins og öldunga . sem tækju þátt í stríöinu i Víet- deildinni, og þar að auki verða • nam væru 18 ára, og þeir væru 38 af hinum 50 fylkjum að sam- • þykkja breytinguna. ............................................... Bandaríkjamenn fagna tillögum Gromykos um afvopnun Árásir á stöðvar Vietcong umhverfis Saigon Skotmörk flugvélanna voru 24 km suðaustur og 53 km norðvest- ur af Saigon. Bandarískar orustuvélar felldu einnig f gær 64 norður-víetnamska hermenn á sléttu einni 62 km suð- vestur af Danang. ........................ Bandaríkjamenn eru mjög ánægö ir yfir tilkynningunni um aö Sovét- menn séu reiðubúnir að hefja við- ræður til aö draga úr kapphlaup- inu um smíði kjarnorkuvopna og várnareldflauga, sagði talsmaöur bandaríska utanríkisráðuneytisins. Bandaríkin eru reiðubúin að á- kveða stað og stund fyrir slíkar samningaviöræður við fyrsta tæki- færi. í Hvíta húsinu og utanríkisráðu- neytinu bíða menn nú eftir nánari fréttum af tillögum Sovétstjómar- ihnar, því að ýmislegt er óljóst í ræðunni sem Gromyko fluttiáfundi æðsta ráðsins. Bandárískar sprengjuflugvélar af gerðinni B-52 gerðu harðar árásir í gær og í morgun á herbúðir Víet- congmanna og birgöastöðvar þeirra í grennd við Saigon, að sþgn tals- manns í höfuðstöðvum hersins. ........................ BRUSSEL. Fyrrverandi yfirforingi hvítra leiguhermanna í Kongó, Belgíumaðurinn Jean Schramme, hefur viðurkennt að hafa skotið til bana landa sinn Maurice Quintin, og síðan fleygt líki hans í Kongó- fljót. Schramme, sem þekktari er undir nafninu „Svarti-Jack“ skaut Quintin til bana f maí í fyrra. Sam- kvæmt belgískum lögum er hægt að ákæra hann fyrir morð, þótt glæp- urinn hafi verið framinn í öðru landi. Schramme kom aftur heim til Belgíu í apríl nú í ár, eftir að hann og málaliðar hans höfðu flúið yfir landamæri Kongó til Ruanda og veriö kyrrsettir þar í fimm mán- uði. KAUPMANNAHÖFN. Per Hækk- erup var í gær formlega útnefndur af dönsku ríkisstjórninni til að vera frambjóðandi í embætti aðal- ritara Evrópuráðsins, en lengi hef- ur verið orðrómur uppi um, að Hækkerup sé manna líklegastur til að taka viö því embætti, sem losn- ar í marz 1969, þegar búizt er viö að Englendingurinn Peter Smith ers dragi sig í hlé eftir fimm ára starf. MOSKVA og WASHINGTON. Ut- anríkisráðherra Sovétrfkjanna, Andrei Gromyko lét í það skína í ræðu í gær, að Sovétmenn gætu vel hugsað sér að taka þátt f viöræð- um við Bandaríkjamenn til að binda endi á hiö kostnaðarsama eldflaugakapphlaup milli rikjanna. Gromyko sagöi einnig, að sambúð Sovétríkjanna og Bandaríkjanna geti ekki batnað meðan styrjöldin stendur enn í Víetnam, og Banda- ríkin reyna að snúa því niður, sem veit upp á veröldinni, eins og hann orðaði það. Þessi ræöa Gromykos hefur vakið mjög mikla athygli í höfuðborgum störveldanna. Gromyko utanríkisráðherra Sov étríkjanna vill ræða um afvopn- UB. J3M&

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.