Vísir - 28.06.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 28.06.1968, Blaðsíða 9
V1SIR . Föstudagur 28. júní 1968. 9 Jþað er algengt að gefa afmörk- uðum tfmabilum í sögunni ákveðin heiti eftir þeim straum- um sem mest setja svip á þau. Venjulegast eru þá tekin tíma- bil heilla kynslóða eða miðaö við valdatíma þeirra persóna, sem mest setja svip á samtíð sína. En við getum líka tekið styttri tímaskeið meðan atburð- imir eru nýir og ferskir, svo við greinum ennþá smáatriðin. Þannig virðist mér, að við getum næstum því tekiö vissa mánuði á þessu ári og kennt þá við ákveðin viðhorf sem þá virtust ríkjandi. Ef við lítum yfir mánuðina apríl og maí voru þeir viösveg- ar úti í heimi tímabil uppreisnar og ólgu. Þaö var eins og öll grind ráðandi þjóðfélagshátta væri að hristast og liðast i sundur. Hreint æðisgengið bylt- ingarástand virtist ríkja með mestu menningarþjóðum heims. Æðisgenginn múgur æddi um stræti heimsborga, hélt uppi grjótkasti, rændi bifreiöum á götunni og breytti þeim í virkis- garða og stundaði iðju brennu- varganna. Þó að mest bæri á þessu í Frakklandi, þá gætti þessa fyrirbrigðis víðar um lönd. I7n nú í júní-mánuöi verður skyndileg gerbreyting á þessu og nú er það allt annað sem setur mark sitt á tímann. Nú ertT'þáð almennar frjálsar kosningar sem koma til skjal- anna. Júnf-mánuður er fypst og Almenningur hefur kveðið upp sinn dóm í þjóðarkosningum: „Þetta viljum við ekki.“ — Myndln sýnir byltingarsinnaðan brennuvarg að verki : París. / sigur fyrir de Gaulle og fylgis menn hans. En á hinn bóginn gerðist það, aö Mendés-France og Mitterand, sem þóttust ætla að fara í fötin hans de Gaulle náöu alls ekki kosningu í fyrstu lotu og höfðu tapað miklu fylgi í kjördæmum sínum. Það getur að vísu verið að þeir komist að í seinni lotu kosninganna næst- komandi sunnudag og þá má einnig vera að nokkuð dragi úr hinu mikla kjósendafylgi de Gaulles, þegar menn sjá það, að hann er nú aftur orðinn nokkurn veginn öruggur í sessi. Þaö er ekki rétt að ímynda sér, að hið öfluga fylgi kjós- enda við de Gaulle núna byggist á því, að þeir séu sammála hon um almennt f meðferð stjórnar- málefna landsins. Þvert á móti er það greinilegt að fólkið flykk ist til hans þrátt fyrir ýmisS konar óánægju, til þess eins að láta f Ijósi fordæmingu sína vegna skrflslátanna og óeirð- anna á dögunum. Þetta hefur verið orðað svo, að de Gaulle hafi „notfært sér óttann viö kommúnistana til að afla sér öflug- þingmeirihluta". og þeirri umsögn fylgir, að þessar aðferð ir hans sýni hve kænn og undir förull hann sé. Þetta er að vissu leyti rétt, en á hinn bóginn verð ur að gæta þess, að það er hreint ekki óeðlilegt aö alþýðan sé til kvödd að láta f ljósi í þing kosningum álit sitt á þeim stór viðburðum, sem á undan eru gengnir þar sem öll stjórnar-' skipun Frakklands virtist leika á reiðiskjálfi. Og dómur almennings er skýr og ákveöinn. Hann er einhver sú ótvíræðasta fordæming heill ar þjóðar sem til er yfir vald beitingu og skrflslátum. Fólkið hefur talað og það segir það svo ekkf verðpr misskilið, að Dómsr felléir yfír róstuseggjum fremst mánuður kosninganna. Og í þeim kemur það nú glöggt fram, að hinar ofbeldiskenndu og byltingarsinnuðu aðgeröir njóta ekki stuðnings þorra þjóð- anna. Þvert á móti er það greinilegt, að það hafa aöeins verið frekir smáhópar sem belgdu sig út og ætluðu sér langtum stærri hlut en eðlilegt er í lýðræðislegu þjóöfélagi. Og þegar hinir venjulegu friðsömu borgarar, sem vilja lifa og starfa f næöi fá tækifæri til að láta skoðanir sínar f ljósi, þá gera þeir kosningarnar að for- dæmingu yfir framferöi skríls- ins. Þetta virðist mér aö standi að baki úrslitum kanadísku kosninganna. Þar hefur minni- hlutaflokkur frönskumælandi aðskilnaðarmanna f Quebec staðið fyrir ólgu og óeirðum og má minnast þess, að de Gaulle Frakklandsforseti átti sinn þátt í aö píska þá ólgu upp. Þar voru gerðar tilraunir til morðárása á frambjóöendur, skotiö var t.d. á einn fram- bjóðanda frjálslynda flokksins vestur í Albertafylki, sprengju- tilræði voru framkvæmd og enn er þess getiö, að ekiö var senni- iega viljandi á óháöan frambjóöanda sem bauð sig fram sem fulltrúa hinna fá- tæku. Loks endaði þetta með skrílslátum og götubardögum i Montreal á Jónsmessuhátíðinni, þar sem grjót og flöskuhríö dundi yfir Trudeau forsætisráð- herra Kanada. En svo kvað alþýðan upp sinn dóm í þingkosningunum og það má mikið vera ef óeirðirnar áttu ekki einmitt sinn stóra þátt í bakslaginu, þar sem Trudeau og stjórnarflokkur hans fékk glæsilega traustsyfirlýsingu með hreinum meirihluta á sam- bandsþinginu. Árangurinn verð- ur svo að líkindum traustari og betri stjórn en verið hefur und- anfarinn áratug, þar sem eng- inn einn flokkur hafði þing- meirihluta. Það er þó fremur ólíklegt aö kjósendurnir hafi þyrpzt svo að stjórnarflokkn- um vegna þess eins að þeim geöjist betur stefnuskrá hans en annarra flokka. Hitt ræður mestu, hve rík fordæmingin og fyrirlitningin er á skrílnum og ofbeldismönnunum, minnihluta- hópnum sem ætlaði að þröngva sínum vilja fram með frekju og ranglæti. ^uðvitað er þetta ennþá greinilegra í frönsku kosn- ingunum, því að þar voru lfn- umar og andstæöurnar skýrar dregnar. Þar stóðu menn meira að segja á örlagaríkum vatna- skilum. Á einum degi þegar rósturnar og verkföllin náðu hámarki gat brugðið fullkom- legá til beggja vona um það hvert fljót myndu falla. Þá var almennt talið, að de Gaulle hefði gefizt upp. Honum væri sú eina Ieiö fær að segja af sér, hvað sem viö tæki. Þá komu smá- mennin fram, menn eins og Mendés-France og Mitterand og kváðust nú reiðubúnir að taka við stjórn landsins. Þeir gátu ekki ímyndað sér annaö, en að de Gaulle væri búinn að vera. Þess sama gætti í blöðum og tímaritum vfðsvegar úti um heim.. Tveimur heimsfrægum tímaritum, Spiegel í Þýzkalandi og Life í Bandaríkjunum varö það á að setja stórar myndir af de Gaulle á forsíðu með áletr- unum um að nú væri hann bú- inn að vera. „De Gaulle am Endé“ stóö á forsíðu Spiegels. Sjálfur minnist ég þess, að ég var líka búinn að gefa upp alla von um að þessi gamli mað ur gæti rifið sig upp. Um þess ar mundir kom ég fram I sam talsþætti f útvarpinu á móti Ás- mundi Sigurjónssyni frá Þjóð- viljanum. Hann taldi það ein- sýnt, að de Gaulle væri búinn að vera. Ég gat tæplega mald að í móinn, fannst útlitið held ur svart og þó varð mér það á fremur af vilja en mætti að segja, að hversu ólíklegt sem það nú væri þá teldi ég, að de Gaulle myndi standa storminn af sér, vegna þess, aö sterk ráð- rfkisstjórn hans gæti verið svo örfljót að taka ákvarðanir. Og þetta kom síðan einkennilega skýrt fram. ]^ú hafa kosningarnar farið fram og orðið geysilegur það vill ekki slíkt skrílsæði. Á- hrifa þessara kosninga mun þar að auki gæta víöar en í Frakk- landi, þvf að þau sýna á hve veikum þræöi frekjulegar kröf ur stúdenta og annarra róstu- seggja hanga. Þessa hefur jafn vel gætt í Þýzkalandi, þar sem vonleysið hefur nú gripið um sig meðal róstustúdenta og menn eru að hætta að taka jafn alvarlega og áður byltingarstarf semi SDS-hópsins f Berlfn. — Þetta finna þeir sjáfir og kemur þetta greinilega fram 1 yfirlýs- ingu Rauða-Danna, þegar hann var staddur í Berlín, en þar sagöi hann, að nú skyldu þýzkir stúdentar fremur beina geirum sfnum að hinum austur-þýzka stalinista og einræðissegg Ul- bricht og reyna að steypa hon- um. Tjrátt fyrir það að byltingar- stormurinn sé þannig af- staðinn, ættu menn aö gæta vel að því, að ólgan og óánægjan átti sér eölilegar orsakir. Stjórn endur ríkjanna hafa verið svo andvaralausir og íhaldssamir að þeir voru farnir að fmynda sér. að allt gæti setið við hið sama í friðsömum þyrnirósarsvefni. Nú vöknuðu þeir viö vondan draum og þaö er vonandi að þeir sofni ekki aftur. Við lifum n Sfðn TÍSIBSm: Margir urðu ánægðir er þeir heyrðu að ekki ætti að afnema „kosninganóttina“. Við lögðum því leið okkar til nokkurra borgara og spurðum: Ætlið þér að vaka á „kosninganóttina“? Bjarni Th. Guðmundsson, gjaldkerl: Þvf get ég ekki lof- að. Ég reikna aftur á móti með því, að reyna að sofa mjög laust og fara ofan við og við. Georg Hans Jónsson, 10 ára: Vaka, þaö veit ég ekki. Ör- ugglega ekki alla nóttina, en svolítið fram eftir ef ég má. Annars veit ég alveg hvernig fer. Magnhildur stofustúlka hjá Trygging h.f.: Ég ætla aö vaka a.m.k. eitthvaö fram eftir. Þetta verður áreiö- anlega mjög spenr.andi. Það hefði veriö hrein firra að af- nema „kosninganóttina“. Ragnheiður Haraldsdóttir, húsmóðir: Já, ég geri ráö fyrir því að vaka alla nóttina. Það er -ilveg nauðsynlegt að hefja talningu eins fljótt og auöið er Það á aö gilda við allar kosn- Ölafur Jónsson verzlunar- maður: Já, iá. Ég geri alveg ráð fyrir því. Þetta verður senni- lega mjög spennandi og úrslitin ekki ráöin fyrr en undir lokin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.