Vísir - 13.07.1968, Page 8

Vísir - 13.07.1968, Page 8
i oo V1SIR . Laugardagur 13. júli 1968. VISIR Otgetandi: Reykjaprent hí. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólisson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Sfmar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sfmi 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sfmi 11660 (5 ifnur) Askriftargjald kr. 115.00 á mánuðl innanlands 1 lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Farnir að slá úr og í §vo sem kunnugt er hafa Tíminn og Þjóöviljinn hamraö á því sýknt og heilagt, að þeir efnahagsöröug- leikar, sem íslendingar hafa átt við að stríða, væru rangri stjórnarstefnu og engu ööru að kenna. Nú bregður hins vegar svo við, að tekið er að örla á skyn- semi í skrifum þessara blaða og má sjá þar setningar, eins og t. d. í Þjóðviljanum í gær, þar sem játað er að ekki megi „gera lítið úr þeim vanda, sem erfitt tíðarfar hefur í för meö sér og aldrei hefur verið lengra að sækja síldina en nú 700—800 mílur norður í haf.“ Þetta er strax í áttina hjá Þjóðviljanum, og vel má svo fara, að eftir helgina viðurkenni blaðið aö stór- felldur aflabrestur og verðhrun á helztu útflutnings- afurðum okkar á erlendum mörkuðum valdi einhverju um afkomu þjóðarbúsins. Og ekki má gleyma því, að fyrir nokkrum dögum viðurkenndi Þjóðviljinn að stór- framkvæmdirnar við Búrfell og Straum hefðu verið gagnlegar og lét í ljós ugg um að skarð yrði fyrir skildi þegar þeim lyki á næsta ári. Ber helzt að skilja þessi orð blaðsins á þann veg, að það sé að undirbúa árásir á ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki undirbúið nýjar stóriðjuframkvæmdir, sem hefja mætti strax að þessum loknum eða jafnvel fyrr! En ekki er Þjóðviljinn samt enn kominn lengra á vegi skynseminnar en svo, að hann heldur því blákalt fram, að frumorsök allra okkar erfiðleika sé sú, að við höfum fylgt í meginatriðum þeirri efnahagsstefnu, sem nágrannaþjóðir okkar og lýðræðisríkin yfirleitt telja heillavænlegasta, og tryggt hefur þeim þjóðum betri lífskjör og meiri almenna farsæld en þekkist í löndum kommúnista. „Skýringin felst umfram allt í því að kerfið er rangt“ segir í forustugrein Þjóðviljans í gær. Svona geta menn barið höfðinu við steininn, þrátt fyrir þá staðreynd, sem öllum hinum siðmennt- aða heimi er ljós, að hagkerfi kommúnismans stenzt ekki samanburð við hagkerfi Vesturlanda. Þess hefur einnig mátt sjá merki í Tímanum að þar eru ráðamennimir farnir að sjá, að ekki muni lengur tjóa að ganga með öllu fram hjá þeim augljósu stað- reyndum, að aflabrestur, ótíð og verðfall hafi áhrif á afkomu þjóðarbúsins. Það blað gleymir vitaskuld ekki að tala um ranga stjómarstefnu, en telur þó hyggilegt að fara að draga eitthvað úr fyrri fullyrðingum um að allir erfiðleikarnir séu stjómarstefnunni að kenna. Eitt er víst: Hefðu Framsóknarmenn og kommún- ístar farið með völd í landinu undanfarin ár, hefðu þeir í veigamiklum atriðum orðið að fylgja þeirri stefnu, sem núverandi rfkisstjórn hefur fylgt, en ekki hefði útkoman, þrátt fyrír það, orðið betri en nú, eftir þeirri reynslu, sem fengizt hefur af samstjórn þessara flokka. Stjórnar- skiptin í Frakklandi Couvé de Murville, sem de Gaulle forseti fól stjómarmynd- un, haföi nýhafizt handa við það hlutverk, er þessar linur eru ritaðar. Myndin af Georges Pompidou fyrrverandi forsætis- ráöherra sýnir hann koma bros- andi af fundi de Gaulle, eftir að forsetinn haföi gefið í skyn, að hann yröi næsti forseti Frakklands. Hin myndin er líka ný — af hinum nýja forsætis- ráðherra. Neyðinni í Biafra verð- ur ekki með orðum lýsf Bjarga verður 600.000 frá hungurdauða „Neyðin í Biafra er svo mikil, að henni verður ekki með orðum lýst“. 24 biðu bunu í sprengingu Sprenging varö i gær i verk- smiðju í Bllterfeld í Austur- Þýzkalandi. Tuttugu og fjórir menn biöu bana, en 83 meiddust svo mik- ið, aö það varð að flytja þá í sjúkrahús. 1 austur-þýzkri fregn um þetta segir, að ekki sé kunnugt um orsök sprengingarinnar. Mótmæla íhlutun Bunduríkjunnu París: Á fundi 125 lögfræð- inga frá 40 löndum, sem hald- inn var i París, var samþykkt að mótmæla íhlutun Bandaríkj- anna i Vietnam. Þannig komst að orði Elias Berge, framkvæmdastjóri hjálp- amefndar norsku kirkjunnar, er hann hafði viðdvöl í Kaup- mannahöfn síðdegis í gær á leið til Uppsala, þar sem Alþjóða kirkjuráðið er á ráöstefnu, en Berge var að koma frá Biafra, þar sem hann kynnti sér ástand og horfur. Ný risavaxin hjálparáætlun verður rædd á Uppsalaráðstefn- unni. Aöildarkirkjufélögin að ráðinu verða beöin að leggja fram sem svarar til um 168 milljónir króna til starfseminn- ar. Stjórnarvöldin i Lagos hafa lofað að halda opinni ákveðinni flutningaleið til Biafra, en mið- stöð hjáiparstarfsemi Kirkju- ráðsins verður á Fernando Po, spönsku eynni, sem er úti fyrir ströndum Biafra, birgðum safn-, að þar saman, og flogið tii Biafra. Um 600.000 manns í landinu eru bráðrar hjálpar þurfi. Washington: Landvamaráð- herra Bandaríkjanna hefir boð að að smíöaður verði kafbátur af nýrri gerð (super-uboat), sem veröi miklu hraðskreiðari en aðrir ' kafbátar. Hann kvað kafbáta af þessari gerð verða notaöa til sóknar, en neitaöi frekari upplýsingum. Líklegt er að kostnaður við smíði slíks kafbáts verði um 100 milljónir dollara á bát. — Bandaríkja- menn eiga 58 Polariskafbáta í notkun og 35 em 1 smíöum. París: Fulltrúadeild franska þjóðþingsins kom saman 11. þ. m. til fundar í fyrsta sinn eftir kosningar og kaus Jacques Chaban-Delmas forseta og var hann endurkjörinn. — Nokkrir stjómmála-„spámenn“ töldu, að Pompidou kynni aö verða fyrir vali, en f ljós kom, að þeir höfðu rennt blint I sjó- inn. Chaban-Delmas fékk 356 atkvæði. Parfs: Seinustu vikur hefur Frakkland selt gull tfl Banda- ríkjanna fyrir 100 milljónir dollara. Stokkliölmun Stolið hefir ver- ið mörgum merkum gripum úr Nordiska Museet f Stokkhólmi , og er þeirra leitað um alla Sví- þjóð. Bonn: Talsvert tjón varð af 1 ofviðri í Vestur-Evrópu 11. þ. m. 1 Vestur-Þýzkalandi einu meiddust á annað hundrað manns svo alvarlega, að flytja , varð fólkið í sjúkrahús. Ofviðrið , gerði einnig usla í héruðunum í . Frakklandi, sem næst em Þýzkalandi. Saigon: Herdómstóll í Saigon dæmdi 11. þ. m. til lífláts 10 ’ menn að þeim fjarverandi. Meðal þeirra er ein kona. Menn- • þessir voru forsprakkar í nýárs- sókninni gegn Saigon, og var þeirra meðal kunnur lögfræö- ingur í Saigon, Trinh Dinh Thao. Konan, Duong Quynh, er kunn sem læknir. Allt þetta fólk fer huldu höfði einhvers staðar í Suöur-Vietnam. Saigon: Bandarískar sprengju- flugvélar geröu árásir 11. þ. m. á mikilvægar olíu- og birgða- stöðvar á leiðum í Vietnam suður á bóginn. Eldur logaöi á 25 stööum eftir árásirnar. Olíu- stöðvarnar sem eru 27 km. norð austur af Mu Gia skarði voru meðal skotmarkanna. London: Talsvert tjón varð af veöri og vatnavöxtum á Bretlandi í ofviðrinu 11. þ. m. og hermenn voru kvaddir til að- stoðar fólki, sem sums staðar, hafðist við á efri hæðum húsa og þökum. Hundruð húsdýra hafa drukknað. Washington: Clark Clifford landvarnaráðherra Bandaríki- anna, tilkynnti 12. þ. m., að hann færi til Saigon til ráö- stefnu um hernaðinn í Suöur- Vietnam. Clifford mun fund Johnsons og van Thieu forseta S.V., en fundur þeirra verður í Honolulu 20. þ. m. að þvi að áformað er. I

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.