Vísir - 20.07.1968, Page 8

Vísir - 20.07.1968, Page 8
V í S I R . Laugardagur 20. júlí 1968. s VISIR Útgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aöalstræti 8. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands 1 lausasölj kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Samstarf heimilislækna jjeimilislæknaþjónustan í Reykjavík et margvísleg- um annmörkum háð, eins og margir borgarbúar vita af eigin reynslu. Nýlega komu fram tillögur til endur- bóta á þessu sviði og eru þær samdar af læknisþjón- ustunefnd Reykjavíkur. Tillögur nefndarinnar, sem virðast vera bæði vandaðar og raunsæjar, gera ráð fyrir róttækum breytingum á heimilislæknakerfinu. Nefndin vill, að stefnt og stuðlað verði að því, að borginni verði skipt í læknasvæði og nokkrir heim- ilislæknar taki hvert svæði sameiginlega að sér. Á þann hátt á að vera hægt að veita læknunum betri aðstöðu og borgarbúum betri þjónustu, þótt þeir verði að sjálfsögðu ekki skyldaðir til að velja lækni á svæð- inu. Gert er ráð fyrir, að læknar hvers hverfis hafi sam- eiginlegt húsnæði. Þar á að vera rannsóknastofa og ýmis tæki, sem einstakir læknar eiga erfitt með að afla sér. Þá er reiknað með símaþjónustu og sameig- inlegri aðstoð, hjúkrunarkonu eða ritara, til að létta læknunum störfin. Þessi samvinna gerir læknana frjálsari í starfi og auðveldar þeim að hlaupa í skarðið hver fyrir annan. Þeir hafa aðgang að spjaldskrám hvers annars, svo að sjúklingarnir fá vissa tryggingu fyrir samfelldri rannsókn og meðferð. Nefndin vill, að heimilislæknar verði með ýmsu móti hvattir til að gefa sér nægan tíma til skoðunar og meðferðar hvers sjúklings, í stað þess að vísa hon- um hugsunarlaust til sérfræðings. Þá skipuleggi þeir starf sitt þannig, að sjúklingar þurfi ekki að bíða lengi eftir afgreiðslu. Ennfremur á hverfakerfið að leiða til þess, að læknarnir séu viljugri en áður að sinna út- köllum. Nefndin leggur áherzlu á, að heimilislæknir eigi að tryggja sjúklingi sínum samfellda meðferð. Þess vegna eigi læknirinn að fá afrit af öllum rannsóknar- niðurstöðum, sem varða sjúkling hans. Þótt ýmsir sérfræðingar og sjúkrahús komi við sögu, eiga allar upplýsingar um heilsufar sjúklingsins að safnast hjá einum lækni, heimilislækni hans. Nefndin vill koma á gagnkvæmri og hraðvirkri upplýsingadreifingu milli heimilislækna, sérfræðinga og sjúkrahúslækna. Hér hefur aðeins verið nefnt brot af viðamiklum tillögum nefndarinnar. Með greinargerð fylla tillög- urnar 80 blaðsíðna bók. Nefndin hefur greinilega íhug- að vandamálið mjög nákvæmlega. Þótt tillögur henn- ar séu að ýmsu leyti róttækar, eru þær ekki uppi í skýjunum, heldur vandlega rökstuddar og oft út- færðar í smáatriðum. Borgarstjóm hefur samþykkt þessar tillögur ög mun vafalaust vinna fljótt og vel að framkvæmd þeirra. 'T'augastríó Sovétríkjanna gegn Tékkóslóvakíu náði nýju hámarki i gær í sama mund og miöstjóm flokksins kom saman til fundar i forsetahöllinni til þess að ræða svariö við bréfi leiðtoga Sovétríkjanna, Austur- Þýzkalands, Póllands, Ungverja- lands og Búlgaríu, er sátu „toppfundinn“ í Varsjá. Megin atriði bréfsins uröu kunn I gær og fyrradag, og vakti eigi minnsta athygli kraf- an um, að aftur yrði sett á strangt eftirlit með blööum, út- varpi og sjónvarpi í Tékkósló- vakíu — en annars rann þaö sem rauður þráður gegnum bréfið, að I Tékkóslóvakíu væri verið aö grafa undan samstarfi kommúnistaríkjanna og allt var bréfið I aðvörunartón. 1 kjölfarið komu svo tauga- striðsaðgerðir með greinum í blaðinu Pravda, verksmiðju- fundir voru haldnir til stuðnings við sovétstjómina, verkamenn og kommúnista i bandalags- löndunum, einnig Tékkósló- vakiu eða þá Tékka, sem eru á C-ViA : I A l - .y{\ - ' '.i íi.'.'' * ' ... Þessi uppdráttur sýnir landamæri ríkjanna á meginland- inu. Kommúnlstalöndin eru Varsjárbandalagslöndin: Austur- Þýzkaland, Póiland, Tékkósióvakia, Ungverjaland, Rúmenía og Búlgaría, — Júgóslavía er einnig kommúnistiskt land en fer sínar leiðir. ÓTTINN VIÐ FRELSIÐ réttri línu, en eru ekki undir áhrifum „bandarískra heims- valdasinna“. I gær — um leiö og miðstjórn- arfundurinn hófst — komu upp- lýsingar blaðsins Pravda um bandarísku leyniáætlunina um „ideologisk skemmdarverk" einkanlega i Tékkóslóvakíu o. s. frv. og fréttin um vopnafund í Sudétalandinu, skammt frá landamærum Vestur-Þýzka- lands. Hvað sem sannleiksgildi alls þessa líður, en um það munu að minnsta kosti margir efast, þarf enginn að fara í grafgötur um tilganginn, en hann er að vara tékknesku þjóðina við afleiðingunum af því, að fylgja ekki áfram Moskvu-kommún- ismanum. Dubcek ávarpaði þjóðina í út- varpi og sjónvarpi fyrir fundinn og 4alaöi einarðjega og eins og frjáls maður og boðaði, að ekki yröi hvikað frá frjálsræðis- stefnunni, byggðri á þvi aö tékkneskt fólk geti sjálft ráðiö sínum málum, en sú stefna sem tekin var er „kommúnismi með mannúðlegrl blæ“ en á undanSengnum tíma. Það er vitanlega ekki sízt athyglisvert, eins og nú er ástatt og horfir, að sovétleiðtogar gerö ust ekki ýkja herskáir út af breytingunum i Tékkóslóvakíu fyrst í stað, og hefir komiö fram, að sú afstaða hafi verið skiljan leg, með tilliti til þess, sem gerðist f Ungverjalandi fyrir 12 árum. Þeir hafi talið hyggileg- ast að fara með gát, og reyna með fortölum að afstýra, að Tékkar héldu til streitu hinni nýju stefnu, en er þaö brást harðnaði afstaöan. í erlendum blööum hafa þeir sem um erlend mál rita og al- þjóðahorfur, rætt allmjög -um ótta sovétmanna og Moskvu- klíkukommúnista við frelsið, og hvemig sovétleiðtogamir á- kváðu að beita öllum ráðum öðmm en beinu hernaðarvaldl, til þess að fá hina nýju leiðtoga til að hverfa frá fyrlrætlunum sínum og reyndu aö þjarma að þeim með bréfum og áskorunum fundarboðum og þar fram eft- ir götunum og loks taugastriðs- áróðri í vaxandi mæli. Vafalaust hafa menn um allan heim haft á tilfinningunni, er þeir hugleiddu allt þetta, og hvað gerast kynni á fundinum I forsetahöllinni, að miklar örlagastundir kynnu að vera framundan. En sennilega veröur skýrara hvert stefnir þegar er kunnugt veröur um nið urstöður fyrrnefnds fundar og viðbrögð Rússa þeirra vegna, en þvi er m.a. haldiö fram, að þeir óttist aukið frelsi Tékka og ann arra samherja, vegna þess, aö það veiki þá sjálfa í hugsjöna- stríðinu við Kína. Aðvörun um, að Tékkóslóva kía séá barmi gagnbyltingar Pravda ræðir bandariska „leyniáætlun" og segir vopn frá Vestur-Þýzkalandi hafa fundizt i Tékkóslóvakiu Taugastríðinu gegn hinum nýju leiðtogum í Tékkóslóvakíu var haldið áfram í gær í Moskvu. Pravda skýrði frá því, að sovétstjómin hefði i höndum sínum plagg, sem stlmplað hefði verið sem „höfuð leyndar mál“ (top secret), og fjallar það um áætlun „um hugsjónaleg skemmdarverk gegn socialisman um, einkum í Austur-Þýzkalandi og Tékkóslóvakiu.“ Pravda segir áætlunina eink um nákvæma að því er varðar Tékkóslóvakíu, bandarískir er- indrekar eigi að safna upplýsing ■ i i———w niiiininn um um allt sem gæti hugsan- lega bent til stjórnarbyltingar „CIA og PENTAGON vilji einnig fá að vita“, að hve miklu leyti stjórnarandstööuöfl hafi getað komið sér fyrir innan vé- bahda öryggisþjónustunnar, gagnnjósnastarfseminnar og innan annarra upplýsingastofn- ana og um möguleika þeirra á gagnráðstöfunum vegna að- gerða njósnastarfseminnar. Þá i kemur fram í greinargerðinni, að gert sé ráð fyrir að einhver hluti þjóðarinnar láti ekki til sín taka en kunni undir vissum kringumstæðum að sýna Vestur veldunum samúð, og á þessu byggt nokkuð. Það er vitanlega ekki sagt neitt um hvernig þessi áætlun komst I hendur Rússa, en á því ríkir ekki vafi, að hún er birt sem ný aðvörun um aö Tékkó- slóvakía kunni að vera á barmi gagnbyltingar. Vopnabirgðir eiga að hafa fundizt nálægt Karlovy Vary, skammt frá landamærum Vestur Þýzkalands. — Pravda kveðst hafa þetta frá fréttamönnum, sem vitna í sjónarvotta. — Vopnin eru sögð af bandarísk- um uppruna, og ætluð Súdetum en Súdeta-héruðin eru byggð þýzkumælandi fólki.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.