Vísir - 20.07.1968, Síða 9
V í S I R . Laugardagur 20. júlí 1968.
9
» VIÐTAL
DAGSINS
— 'X'ala við mig og setja í
blaö. Ertu frá þér, mað-
ur. Hvað heldur þú að ég hafi
að segja, ekki nokkurn skap-
aðan hlut. Það hefur ekkert
gerzt markvert hjá mér. Ónei,
það held ég nú ekki.
— Heyröu, Björn minn, við
skulum r.ú láta okkur koma
saman. Ég þekki nú dálítið til.
Ekki átti ég svo sjaldan leiö
yfir hálsinn hér á mínum yngri
' árum, þegar foreldrar þínir,
Guömundur Guðmundsson og
Ragnheiður Halldórsdóttir
bjuggu í Bæ.
— Já, ég var nú 11 ára þegar
þau fluttu þangað. Ég fæddist
þegar foreldrar mínir bjuggu
„Hjátrúarfullur. Það er eftir því, hvað þú kallar hjátrú. Ég
trúi á huldufólk, drauga og álagabletti.“
þær nálguðust kind. Tófan gekk
beint framan að henni og stökk
svo alltaf til hliðar sitt á hvaf
fyrir framan hana, og svo virtisi
sem skepnan dáleiddistafþessu.
Þetta sama sá ég einu sinni í
göngum fram á Selárdal, þar var
refur að bíta lamb, og enda þótt
hann væri búinn að naga snoppu
þess og kjálka, hreyfði lambið
sig ekki.
— Var auðvelt að veiða refina
aö vetrinum?
— Það tðk oft talsverðan
tíma, sérstaklega með þá síð-
ustu. Þeir voru mjög varir um
sig, en aldrei var gefið upp fyrr
en fullvíst var að enginn væri
eftir.
— Var ekki góður hagnaður at
þessu meðan refaskinn voru i
verði?
— Jú, dálítið var upp úr því
að hafa meö þvf þó aö reikna
ekki hátt hvem snúning viö
þetta, en svo féllu skinnin í verði
í verbúðinni á Drangsnesi. Eyin
stóð niðri á kambinum þaö
nærri sjó, að þegar brim var
þá gekk það alveg upp að dyr-
um. Og þama höfðust þau við
f 11 ár með alla krakkasúpuna
og stundum eitthvað af hásetum
föður míns. Þessi búð geymdi
því nær allar eigurnar nema
bátinn í vörinni. Fjölskyldan
hafðist við á búðarloftinu en
niðri var beitt og gert að lóð-
unum. Eina vertfð reri Stefán
skáld frá Hvítadal hjá föður
mínum, ekki veit ég hvort hann
var þá farinn að yrkja, en hitt
man ég aö hann vildi láta baka
fiskstqppuna á pönnu og þaö
fannst mér skrítið, ekki sizt
þegar hann vildi líka hafa sykur
út á. Það fyrsta sem ég man
eftir að ég væri látinn gera, það
var að slíta lifur og stundum
kútmaga. Ég man þetta kannski
mest af því að mér var stundum
svo kalt að fingurnir stóðu út
í loftið eins og dofnir staurar.
— Í Jvenær förstu fyrst að
fara á sjó?
— Sjö ára.
— Sjö ára?
— Ójá, ég var nú ekki eldri,
en þetta voru nú ekki fiski-
róörar. Afi minn, Guðmundur
Magnússon, var þá hjá foreldr-
um mfnum, og hafði það starf
á hendi að sækja salt til Hólma-
víkur. Farkosturinn var lipur
norsk skekta. í þessum ferðum
var ég meö honum. Hann valdi
sér ætíð gott veður, svo þetta
urðu engar svaðilfarir, en ég
vandist árinni og læröi ýmis
handbrögð gamla mannsins.
Þegar ég var níu ára fór hann
vestur til ísafjaröar, en þá tók
annar maður við þessum flutn-
ingum, sá hét Guðmundurog var
Torfason, en ég var áfram há-
setinn. Leiðin milli Drangsness
og Hólmavfkur er um tveggja
tíma róður í logni. Ég man eftir
einni ferð okkar Guðmundar.
sem nálgaðist það að vera sögu-
leg. Við vorum þá á leið frá
Hólmavík út eftir. Með okkur
var þá sem farþegi roskin kona,
sem Ingibjörg hét og var ævin-
lega kölluð Stóra-Imba, því hún
var flestum konum meiri að
vallarsýn, hvernig sem mælt
var. Þegar við erum komin
nokkuð út á fjörðinn, gerir út-
norðan bráðastorm, svo yfir
gekk skektuna. Ingibjörg skelfd
ist mjög og lét það f ljósi með
háværum hljóðum. Guðmundur
Torfason var maöur hversdags-
hægur og brá sér lftt við smá-
muni. En nú hefur hann raust
sína og segir Ingibjörgu, að ef
til hennar heyrist hljóð þá muni
hann dýfa henni í sjóinn svo
hún hafi eitthvað um að fást.
Gömlu’konunni brá svo að ekki
heyrðist til hennar meir.
En við komumst við illan leik
þvert yfir fjörðinn að Kleifum.
Var þá hvergi þurr þráður á
neinu okkar, var ég þarna af-
klæddur, hverri spjör og pakk-
aður ofan f rúm.
— Á þessum árum voru oft
góð aflabrögð á Stein-
grfmsfiröi?
— Já, sérstaklega kæmi smokk
fiskur. Svo mátti heita að þá
væri síldin árviss í fjörðinn.
— Þú kynntist konu þinni,
þegar þú varst námssveinn á
Hólaskóla?
— Já, hún var frá Göngu-
staðakot' í Svarfaðardal, eða
réttara sagt Skíðadal, Sigrún
Björnsdóttir.
— Og svo fluttir þú þangað
norður?
— Já, og var þar í 9 ár,
maður.
— Þaö hefur nú verið um
ýmislegt ólíkt því sem þú varst
alinn upp viö á mölunum inn
við Steingrímsfjörð?
— Já, það var ólíkt. Þaö trúir
því ekki nokkur maður, sem
ekki er þar innfæcjdur, þegar
ég er að segja frá fannkynginu
— hvað hann getur aulað þar
niður í logndrífu. Ég skal segja
þér eina sögu til merkis um
þetta. Ég fór ríðandi út á Dal-
vík, ætlaði aö vera þar tíma,
sleppti hestinum, og átti hann
að strjúka heim. Svo skellur á
norðan hörkuhríð og þegar upp
birti fór ég aö vitja bús míns.
Þegar ég kom rétt fram fyrir
Auðnir geng ég fram á klárinn.
Hann hafði þá ekki komizt
lengra, en var svo í kaf fennt-
ur að aðeins sá á hrygg hans.
Nú var ekki nema 6—7 mfn-
útna gangur heim til mfn, en
svo mikið var djúpfennið aö
alveg vonlaust var að koma
klárnum þá leið, varð ég þvi
að biðja fyrir hann á Auönum.
— Fjú varst i Svarfaöardal
þegar jarðskjálftarnir
miklu 1934 gengu þar yfir?
— Já, ég fór meira að segja
um sveitina ásamt öðrum og
lagfærði ýmislegt sem úr lagi
hafði fariö. Þegar jarðskjálftans
varð vart heima hjá mér, fannst
mér sem jörðin gengi í bylgjum
og allt lauslegt á hillum og
veggjum fór úr skorðum.
— Þig langaði alltaf aftur til
áttliaganna á Ströndum.
— Já.
Þótt sé á landi Svarfaöar
sviptur grandi og trega,
stekkur andi á Strandirnar,
stöðvast fjandalega.
— Láttu mig heyra meira af
slíku.
— Þetta er ekkert til að flika.
Nú er langt síðan ég hef gert
vísu. Ég fiktaði stundum viö
þetta í gamla daga. Einhvern
tíma var ég á ferð f Svarfaöar-
dal í blíðu veðri á sumardegi
og fór þá þar um sem piltur
og stúlka voru að láta blítt
hvort að öðru, og höfðu valiö
sér skemmtilega skjólbrekku.
Um leið og ég fór fram hjá
datt mér í hug þessi staka:
Saman tvinna Iífs í lið,
leyndu'finna ráðin.
Eðlið vinnur ívafið,
ástin spinnur þráðinn.
Svo var þaö einhvern tfma,
eftir aö ég var kominn að Bæ
aftur aö ég var að slá úti við
Kjalarvatnið síðla dags í blíöu-
veðri, þá kom mér þetta í hug:
Grundu málar gróðurband
glitrar stál á engi.
Aldan rjálar létt viö land
leikur á sálarstrengi.
— XTeyröu, Björn. Segðu mér
eitthvað frá refaeldinu í
Grímsey?
— Nú, það voru keyptir yrðl-
ingar á vorin, og þeir sóttir víða
um land allt austur á Jökuldal.
vestur á firði og suður um Borg-
arfjörð og svo auðvitaö fyrst og
fremst í allar þær sveitir og
sýslur, sem nær lágu. Flest held
ég þetta hafi oröið eitthvað á
þriðja hundrað. Yrölingarnir
voru svo hafðir í húsum heima
þangaö til f 17. viku sumars eða
um það leyti sem lundakofan
var fullstrokin f eyjunni og fór
að fara úr holunum. Þá voru ref-
irnir fluttir fram og þar voru
þeir f sjálfræði fram f janúar
næsta vetur. Þá var farið að
skjóta þá.
Æti fiskúrgangur og annað,
sem til féll, var alltaf flutt fram
öðru hverju.
— Gengu refirnir ekki nærri
fuglalífi í eyjunni?
— Ekki uröum við þess varir
aö fuglinn minnkaöi og.ekki held
ur þaö litla æðarvarp, sem þar
var En þess urðum við varir
eftir að féð var flutt fram, að
einstöku refur sýndi sig í að
nálgast kind, þótt aldrei yröi
það að tjóni, því fjárins var vand
lega gætt og það hýst allar næt-
ur meðan tófa var í eyjunni. En
það var dálítið lærdómsríkt aö
sjá, hvernig þær höguðu sér er
og þá var ekkert við það átt
meir.
— Þið voruö með refi í eyj-
unni 1918, þegar ísinn rak inn.
Vildu þeir þá ekki leita til
lands?
— Ekki urðum við þess varir,
enda þá mikið æti, þvf geysimik-
ið af fugli var í vökum þar úti,
og auk þess talsverður fugl, sem
fraus niöur á fsnum. Eftir að
aöalísinn var farinn var haft frá
eyjunni upp í Malarhorn. Þar
voru settar upp hræður. ísinn
rak inn eftir áramótin og þá
var auðvitað strax byrjað að
skjóta. Að því er ég bezt veit
urðu þar ekkert meiri vanhöld
en venjulega, og ekki meira vart
við refi á landi.
— |7rtu nokkuð hjátrúarfullur.
Björn?
— Hjátrúarfullur. Þaö er eftir
þvf hvað þú kallar hjátrú. Ég
trúi á huldufólk, drauga og á-
lagabletti.
— Hefur þú eitthvað fyrir þér
í þessu, eitthvað raunverulegt?
— Fyrst og fremst orð þeirra,
sem ég hef enga ástæðu til 'að
væna um ósannsögli. Ég hef
sjálfur ekkert séð, en ég finn á
mér hvar huldufólk er, þegar
ég er á gangi. Með álagablettina
er ekkert deiluatriði, það er al-
veg öruggt mál.
Heima í Bæ er móbergsklett-
ur f svokölluðum Einbúa, sem
stendur rétt við innri bæjarlæk-
inn. Þar er grasgefin brekka og
bakkar. Þarna má ekki slá, þvi
þar er huldufólk. Faðir minn sló
þar einu sinni, skömmu seinna
handleggsbrotnaði móðir mín
þar innfrá. Guðmundur Ragnar
bróöir minn "sló þarna sfðar,
skildi eftir orfiö í slægjunni. Tvö
böm hans voru þar aö leik, ann-
nð skaðaðist á fæti af ljánum.
Sfðast sló svo Halldór bróðir
minn þama og um haustið hrap-
aði bezti hesturinn hans til bana
þar fram af bökkunum.
Svo var huldukona í Forvaö-
anum á Drangsnesi. Merkur mað
ur, sem þar var lengi búsettlir.
sasði mér að þær hefðu verið
- ‘ - Hann sagðist hafa orðið
var við þegar þær fluttu þaöan.
— Og nú ert þú orðinn bú-
settur hér á Akranesi.
— Já, búinn að vera hér í 13
ár og steinhættur að hnoða sam-
an vísu.
— Þú leyfir mér nú samt að
heyra eina að skilnaði.
— Já, en hún er gömul.
Skáldin kynda bragabál,
bögur mynda snjallar.
Við að binda stuðlastál
streyma lindir allar.
Þ.M.
ÞETTA ER ALVEG ÖRUGGT MAL
IESIKDIR
Mnmtt
HVAÐ ER KLUKKAN?
S.P.Á. skrifar okkur alllangt
bréf um klukkuna, og eins og
oftast vill verða, neyöumst viö
til að birta einungis aðalinnihald
bréfsins, en látum minni atriði
eiga sig:
„.. ég hefi staðið 1 þeirri
meiningu að það væri skylda,
eöa jafnvel lö.g að skrifa tfma-
tákn t.d. þannig að klukkan væri
6 að morgni en 18 aö kvöldi
Nú sé ég t.d. auglýsingu í Vísi
mánudaginn 15. júlí um heim-
sóknartíma í sjúkrahús. AÖeins
Landspítalinn og Borgarsjúkra-
húsið nota það, sem ég álft rétt-
ara ... Fæðingardeild Landspít-
alans hefur heimsóknartfma
milli 3 og 4 og 7.30 til 8, meö
öðrum orðum um miöja nótt og
eldsnemma morguns. í auglýs-
ingunni kemur f ljós, að önnur
sjúkrahús hafa sama hátt á. Ég
er forviða á aö þeir, sem sjá um
þetta f blaðinu skuli ekki sjálfir
breyta þessu fyrir sjúkrahúsin
og bið ég ykkur nú endilega um
að sjá um að svo verði gert“.
FJANDANS NÓGU GOTT
Ferðalangur skrifar:
„Þið fitjið upp á mörgu nauð-
synlegu í bréfaþættinum. Þaö er
skemmtilegt að sjá, aö „penna-
gleði“ manna verður stillt f hóf.
Því vind ég mér að minni sögu.
Ég kom síöla vetrar f veitinga-
stofuna í Geithálsi og keypti rán
dýrt smurt brauð og kaffi. Nú
reyndist brauðið gjörsamlega ó-
ætt og eins og allir vita, er
mayonnaise hættulegt, ef þaö
er orðið gamalt. Ég skilaði því
brauðinu, en krafðist þó ekki
endurgreiðslu, en lét orð falla á
Iátlausan hátt, að menn gætu
fengiö hastarlega magapínu af
mat sem þessum. Konan tók
þessu vel, þó að endurgreiðsla
væri ekki boðin. Stráktittureinn
í afgreiðslunni tók þessu öllu
verr og kvaddi okkur ferðalang-
ana með þvf að segja: „Ég held
þetta sé fj....fullgott handa
þér“.
Erum við alltaf á sama lág-
kúrulega sjoppustiginu, íslend-
ingar? Hvað er til bóta?“
ÞJÓÐARMORÐ í BIAFRA
Ingjaldur Tómasson skrifar
okkur m. a. um Biafra:..marg
ir spyrja nú, hvernig afstýra
megi þjóðarmorði og aiheims-
svívirðingu í Biafra, og hverjir
bera þyngstu sökina á þessu
glæpsamlega framferði. Tvær
stórþjóðir, sem kenna sig við lýö
ræði, önnur sósfalistísk, hin
kapitalísk, hafa báðar gerzt sek-
ar um glæp, þær selja Lagos-
stjórn gnægð vopna til að murka
lífið úr fólkinu í Biafra. Án vopn
anna hefði mátt vænta einhvers
jafnvægis eða samkomulags ..
margar kröfugöngur eru farnar
hér f Reykjavík, hvers vegna
ekki kröfugöngu til erlendra
sendiráða hér f borginni, þar
sem krafan verði STÖÐVIÐ
VOPNASÖLU TIL NlGERÍU? ís-
lenzka þjóðin mundi örugglega
taka hraustlega undir þá sjálf-
sögðu kröfu.“
^ SNIGLAR I
PÓSTÞJÓNUSTU
Snarfari í Kópavogi skrifar
stutt og laggott: „Ég er orðinn
dálítið þreyttur á „sniglinum"
sem sér um póstþjónustuna f
Kópavogi. Ég hef annars heyrt.
að ein manneskja stundi bréfa-
burðinn með húsverkum sínum.
Getur þetta gengiö? Hvað eftir
annað fær maður fundarboð og
annað löngu eftir að fundurinn
—:
hefur verið haldinn.