Vísir - 06.08.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 06.08.1968, Blaðsíða 3
f lSTR. Þriðjudagur 6. ágúst 1968. 3 Galtalækjarskógur: Messa við rætur Heklu • Bindindismenn sönnuðu það í Galtalækjarskógi austur viö Hekluhlíðar að það er hægt að skemmta sér án þess að grípa þurfti til flöskunnar. Það fór fram mjög vel heppnað mót, sem mótsstjórinn Gissúr Páls- son, rafvirkjameistari, og þá ekki hvað sízt ungtemplara fé- lögin Hrönn í Reykjavík og Ár- vakur í Keflavík, mega vera stolt af.'Að vísu spilltist fyrsti dagurinn, laugardagurinn, af völdum veðurs, en engu að síð ur skemmti fólkiö sér, m.a. var dansað inni í gríðarmiklu tjaldi. Á sunnudag og mánudag munu nær 5000 manns hafa veriö í þessum fallega skógi, sem virð- ist svo einstaklega vel til þess fallinn að halda í mót sem þessi. Það má teja til tíðinda að þeg ar ,,hringt“ var tjh messu I sam- komutjaldinu snarfylltist þetta frumlega guðshús á örskammri stundu hjá séra Birni Jónssyni úr Keflavík. Ýmis skémmtiatriði voru þarna, dansarar alla leið frá Mexíkó svo nokkuð sé nefnt, hljómsveitir o.s.frv. en aðallega skemmti fólkið hvert öðru, sem er líklega óbrigðulast af öllu. Mjög áberandi var þarna hvað fjölskyldur komu saman og héldu hópinn. „Litlir arabar“ frá Óiafsfirði — ótrúlega liðugir fimleika- menn — voru vinsælasta skemmtiatriðið i Vaglaskógi. Vaglaskógur: Hifinn var eina vafidamiilið Mannfjöldinn í glampandi sólskini meðan á útihátíðahöldum stóð í Galtalækjarskógi, . / % * .............•••■ ílMIÍlt ■ < - i ; Unga fólkið hlýðir messu séra Björns Jónssonar í tjaldinu í Galtalækjarskógi. Mifr. /Yjfj w1 1 L •' •■' fifflrffi- • • HITI var eiginlega þaö eina, sem varð Norðlendingum og gestum sem hvaðanæVi flykkt- ust að Váglaskógi um verzlunar mannahelgina, tii trafala. Mest ur varð hitinn 23 stig í gærdag, en á laugardag var mjög hlýtt þrátt fvrir sólarlevsi, eða 20 stig og á sunnudag sömuleiðis bezta veður. Öllum ber saman um að mótiö í Vaglaskógi, sem æskulýðs og bindindissamtök á Akureyri, Eyjafirði og S-Þing eyiarsýslu stóðu fyrir, hafði heppnazt með ágætum. Skógur inn er og mjög vel tii þess fall inn að þar sé efnt til slíkra móta, en sameiginlega aðstöðu vantar enn sem komiö er, enda lítið sem ekkert gert enn til aö laga hann til mótttöku á gestum í svo stórum stíl, sem nú varð, en um 7000 manns voru í skógin um að því er talið var, þegar mest var, en það var í gærdag þar af voru um 5000 í tjöldum. Samkoman í Vaglaskógi var í alla staði hin menningarlegasta, vín sást vart á nokkrum manni en samkomur gengu vel, fjöl- breytt dagskrá var og dansaö var í gamla herskálasamkomu- húsinu í Brúarlundi bæöi á laug ardags og sunnudagskvöld. . Þessi mynd sýnir mannfjöldann í Vaglaskógi í glampandi sólskini, I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.