Vísir - 06.08.1968, Side 4

Vísir - 06.08.1968, Side 4
y Josephine Chaplin skoðar Aþenuborg. Honum var mjög í mun að sýna konuefninu fööurland sitt. Hinn stolti, ungi maður hraðaði för sinni ásamt kærustunni og steypti sér út í skemmtanalíf Aþenuborg ar. Brátt varð bouzoukitónlistin villtari, og menn tóku til að dansa og lyfta glösum sínum og fleygja þeim f gólfið í algleymi. Josephine Chaplin, nítján ára dóttir Charlie Chaplin, fór af stað hægt og feimnislega. Eftir nokkrar mis- heppnaðar tilraunir, gaf hún sér lausan tauminn og tók að dansa af sama ákafa og unnustinn. Sá hamngjusami heitir Nicky Sistiv- ariss og stendur á þrítugu. Hann jók enn á æsinginn, er hann velti um koll borði í hita dansins. Til allrar hamingju fyrir eiganda staðarins yfirgáfu þau hann fljótt og fóru í siglingu um grísku eyj- arnar, áður en þau héldu aftur heim til Sviss, Hann fór til Genf- ar, þar sem fjölskylda hans á loðskinnaverzlun, en hún heim til pabba í Vevey. Þess er þó að vænta, aö aðskilnaöurinn verði skammur. Myrti lögreglan þrjá svertingja? — Hrollvekjandi frásögn frá Detroit Bandaríski rithöfundurinn John He^sey hefur ritað bók um einn þátt kynþáttaóelrðanna i Detroit í Bandarikjunum á síðasta ári. Hann heldur því fram, að lögreglu þjónar hafi með köldu blóði myrt þrjá unga svertingja í Alsírhótel- inu þar í borg. Hafi lögreglan kval ið þá á ýmsa lund og síðan banaö þeim i bræði. Tilefnið hafi verið að einn svertinginn skaut úr rás- byssu, eins og þeim, er notaðar eru á íþróttamótum. Það var hinn 25. júlí 1967. Tíu ungmenni, þeldökk, höföu fengið sér herbergi í Alsírhótelinu. Með al þeirra var heil hljómsveit, og einn var nýkominn frá Víet Nam. Svertingjarnir höfðu talsvert fé í fórum sínum og hugðust eiga náð uga daga. Þarna voru einníg tvær hvítar stúlkur, July og Caren. Þær höfðu ekki fasta atvinnu og geröust fljótt félagar svertingj- anna. Einn þeirra, Carl Cooper, var lítið hrifinn af lögreglunni. Þetta örlagaríka kvöld fann hann upp á þvf að hleypa nokkrum skotum úr rásbyssu, sem hann átti. Þetta var dagur mikillar spennu, og var lögreglumaður á verði skammt frá hótelinu. Thomas lögregluþjónn hringdi þegar í stað til aðalstöðvanna og tilkynnti, að skotið væri á sig. Innan fárra mínútna þustu á vett vang lögreglumenn og hermenn. Þeir töldu Ieyniskyttur hafast við í hótelinu og skutu inn um glugga þess af handahófi. Síöan ruddust þeir inn. Ungmennin fleygðu sér í gólfið, er skothríðin hófst. Lög- regluþjónn heyrðist segja: ,,Bölv- aður negrinn.... Ég er búinn að drepa einn þeirra.“ Carl Coop- er var dáinn. Kynfæri hans voru sundurskotin. Lögreglan skipaði nú hinu dauöhrædda fólki að taka sér stöðu við vegginn og biðja um griö hátt og greinilega. Þótt ung- mennin gerðu, eins og þeim var fyrir lagt, var þeim engin misk- unn sýnd. Fötin voru rifin utan af stúlkunum, þar sem þær voru taldar ástmeyjar negra. Þá fylgdi á eftir dauöaleikurinn. Lögreglu- þjónarnir skutu úr byssum sínum á fólkið, fyrst fram hjá, viö fætur þess og út í horn, en síðan fyllt- ust þeir ofsa og skutu svertingj- ana niður. Tveir aðrir, Aubrey Polland og Fred Temple, hnigu dauðir til jarðar. „Segið, að þið elskið lögregluna", var skipun lög reglunnar. Síðar um nóttina var aðstand- endum hinna látnu tilkynnt um atburöinn. Geröi það einn svert- ingjanna, særður af byssukúlum, sem hringdi til þeirra. Rebecka Polland, móöir Aubrey, náði sam bandi viö son sinn, sem var her- maður í Víet Nam. Honum tókst að komast heim með flutninga- vél. Þremur dögum síðar sáu þau lfk Aubrey. Bróðirinn hrópaöi i angist, að svona væru menn ekki leiknir í Víet Nam stríöinu. Hann vildi snerta líkið, en honum var sagt aö þaö hengi vart saman Svo illa var það leikiö. Nú segir Rebecka Pollard, að mestu máli skipti, að lögregluþjónarnir, sem drápu svertingjana, séu enn frjáls ir. Þeir þyrftu að hljóta sömu pr lög, helzt dálítið verri, segir hun. HINIR MYRTU Aubrey, 19 ára. Carl Cooper, 17 ára. Fred Temple, 18 ára. HINIR GRUNUÐU 's'\ } '' i ’í- ''' Ronald W. August. . .vN. » j Robert N. Paille Dave Senak Sonja Henie losar sig v/ð málverk Þegar hinn norski skipakóngur sýndi brúðf sinni íbúðina í fyrsta sinn fyrir tólf árum, leit hún fljótlega á hin nýtízkulegu lista- verk þar og sagði: „Þetta er svo sem bezti staður, en losaðu þig við þessi hræðilegu málverk.“ Brúðurin var engin önnur en skautadrottningin Sonja Henie, og eiginmaðurinn er Niels Onstad. Sonja var þá aðdáandi nítjándu aldar listar og kunni ekki aö meta hina nýtízkulegu. Nú er loks svo komið, að hún fær ósk sína upp- fyllta. Þau hjónin ætla að gefa Oslóborg listasafn, sem er hálfs milljarðs króna viröi og eru í 200 málverk nútímalistar. Samt virö- ist svo, sem Sonju sé ekki alveg sama um málverkin, þvf hún hef ur dálæti á slíkri list f seinni tíð. Það kemur þó ekki að sök, þar sem þau eiga enn 50 málverk og allt rúmið á veggjunum í þremur húsum sínum, þar sem vel mætti hengja á nokkrar myndir f viðbót. Það er oft gott, sem gamlir kveða. Ég hitti á dögunum einn af þessum fjörgömlu mönnum, sem lifað hafa tfmana tvenna, og hafa séð þjóðina hefjast úr sárustu örbirgð og verða bjarg- áina svo að næstum hver ein- asta fjölskylda getur veitt sér þann munað, sem hina eldri gat ekki órað fyrir í uppvexti sínum. Þessi gamli maður hefur eldiegan áhuga á þjóðmálum, og ihugar vandamál líðandi stund- ar, auk þess sem hann hrærist í fortíðinni og minningunum, eins og gömlum mönnum er títt. Hann vitnar giarnan til liöins tíma, þegar hann ræðir vanda- mál okkar í dag. Hann var höstugur við mig, þegar hann sagði að unga fólkið kvartaöi og kveinaöi yfir högum sínum, og yfir þvf að hafa ekki alltaf jafn mikla peninga handa » njsRIuic ,sem í beztu góðær- um. Þetta er reynsluleysið, sagði kann sér ekki læti, þegar mögu hann. Fólkið hefur aldrei þurft leikamir skapast til að veita sér aö reyna neina erfiðleika og ýmis þægindi og skemmtanlr, þekkir þá ekkl, og þess vegna og svo þegar það verður nauð- hrýs þvf hugur við að eiga ef- synlegt aö draga saman seglin tala til allrar þjóðarinnar og vildi sannfæra hana. Hann minntist atvinnuleysisáranna, og þegar það var eftirsótt vinna að bera salt og kol f pokum á J}htufc0} Götu til vill eftir að reyna raunveru lega erfiðleika. En vandamálin eru heimatilbúin flest, sagði hann einnig, því þægindaþorst- inn er svo geigvænlegur, að fólk sóar heldur peningunum heldur en varðvelta þá, og reynir að finna eitthvað, com það ef til vill fyndi einhverja ánægiu eöa þægindi. Þessi einangraða þjóð aðeins, þá getur fólk ekki slegiö af og möglar og barmar sér. Og barlómurinn er smitandi, svo að nú kyrja allir sama barlóms- sönginn án þess að geta breytt um að verulegu leyti og neitað sér um nokkurn skanaðan hlut. Honum var heitt i hamsi gamla manninum og hann talaði til mín, eins og hann væri aö bakinu, og þá dreymdi fólk varla um það, aö tímarnir gætu breytzt nokkuð til hins betra á komandi árum. Og þegar tímarn ir breyttust samt sem áður til hins betra, þá virtist fólkið alls ekki verða neitt ánægðara svo neinu næmi, þvi fólkið vill alltaf meira og meira. Og fólkið nú á dögum er sízt hamingjusamara en áður, þrátt fyrir fatnaöinn, sjónvarpið, bílinn eða Majorca- ferðir. Það barmar sér vegna þess, sem það ekki hefur getað veitt sér, f stað þess að gleðjast yfir því, sem það hefur þó þegar getað veitt sér, þrátt fyrir þessa síðustu og verstu tíma. Og svo klykkti gamli maður- in út með því að segja, að það væri ekki von, ;.5 þeir góöu tfm ar, sem verið hefði, gætu hald- izt endalaust, því að landsmenn hefðu í stað þess að byggja upp aukna framleiðslu útflutnings- afurða, lifað aðallega og bezt á þvi að byggja hverjir yfir aðra á næturvinnutaxta, en skiljan- legt væri, að það gæti ekki hald izt lengi. Það er oft gott, sem gamlir kveða. Þrándur í Götu. I

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.