Vísir


Vísir - 06.08.1968, Qupperneq 9

Vísir - 06.08.1968, Qupperneq 9
V í SIR. Þriðjudagur 6. ágúst 1968. I * \ s \ \ \ V * I ! \ \ \ \ \ \ s „Við verðum að hætta að vinna“ HVAÐ BIÐUR MANNANNA, SEM NEYDOIR ERU TIL AÐ HÆTTA AÐ VINNA HJÁ FYRIRTÆKJUM SlNUM? 4 Ólafur Halldórson: Fékk tveggja ára „gálgafrest“. ■ ■ ................................................................................................................................................................................................. - ■ ■::: •:W ■ séð viðkomandi fyrir nægilegu brauði síðustu ævidagana. \7’iö röltum niöur aö höfn á ~ dögunum, og ræddum við nokkra af eldri verkamönnun- um þar. Sumir hverjir voru mjög hressir og unnu sína vinnu af engu engu minni árvekni og dugnaði en yngri mennimir. Oft varð manni á að hugsa, hvort ekki væru einhver léttari störf fyrir þessa menn að starfa við, en þeim höfðu verið fengin. Sjá mátti yngri og líkamlega hraustari karlmenn við störf, sem virtust mun auðveldari. Er hér komið að öðrum athyglis- verðum þætti þessa máls, sem sé, hvort ekki sé unnt aö útvega þessum mönnum önnur léttari störf, eftir því sem árin líða og árverknin og snerpan minnkar. í fljótu bragði virðist manni, að vinnuveitendum ætti að bera skylda til að sjá þeim mönnum, sem hafa unnið vissa tímalengd hjá þeim, einhvem farborða. a. m. k. vissan tima eftir að þeir líkamlega em þannig á sig koinnir, að heilsan leyfir ekki lengri vinnudag. Þá er og þjóð- félagið sjálft, sem einhvem bagga ætti að bera í þessu sam- bandi. Mönnum ber að vísu ellilífeyrir, eftir að vissum aldri er náð, en allir vita, að hjón lifa vart mannsæmandi lífi meö tæpar fjögur þúsund krónur i lífeyri á mánuði. Hér vaknar því sú spurning, hvort frá félags legu sjónarmiði sé æskilegt, að starfsmönnum sé sagt upp vegna elli, fyrr en fyrirtækið og þjóðfélagið í sameiningu geta ‘p1n hvað bíður þeirra manna, ■L< sem árum saman hafa unn- ið fyrir sér meö dagstriti, en sjá nú allt-í einu fram á, að þeir, að mati vinnuveitenda sinna, eru nú ekki lengur hæfir til að gegna þessum störfum lengur, vegna aldurs. Þessir menn í langflestum tilfellum hafa engan lífeyrissjóö, aðeins verkstjórar við hafnarvinnu hafa stofnað lífeyrissjóð, en ekki verkamennirnir sjálfir, sem helzt þyrftu slíks fyrir- komulags með. í mörgum tilfell- um er hér um að ræða menn, sem þrá það eitt að fá að vinna Þeir gefa hinum yngri ekkert eftir, sumir hverjir. ■ Nú um nokkum tíma hefur vandamál hinna öldruðu á vinnumarknðnum verið mikið vandamál. Borið l.efur á uppsögnum eidri starfsmanna nokkurra fyrirtækja, einkum Sambands ísl. samvinnufélaga og Eimskipaféiags Islands, og þá á þeim starfsmönnum þessara tveggja félaga, sem vinna að lestun og losun skipa félaganna. Margir af þeim mönnum, sem sagt hefur verið upp, hafa unnið hjá félögunum um langt árabil, og eru meðal elztu og traustustu starfsmanna félaganna. 'Miðað hefur verið við ákveðinn aldur, er verka- mönnum þessum hefur verið sagt upp, og var þá í fyrstu miðað við aldurinn 70 ára. Nokkru síðar gerði Eimskipafélag íslands nokkra tilslökun í þessum efnum, og ákvað þá að segja hinn 1. júlí í ár upp þeim starfsmönnum við hafnar- vinnu, sem voru 72 ára, og síðan á næsta ári þeim sem eru þá 71 árs og á næsta ári, þeim, sem eru 70 ára. Samband ísl. samvinnufélaga ákvað hins vegar, að miöa strax við 70 ára aldurinn og frá því ákvæði var ekki hvikað. 1 sannleika sagt er hér um mikiö og margþætt vandamál að etja, sem hefur sínar mörgu flóknu hliöar. Fyrst í stað virö- ist mjög erfitt að ganga út frá ákveðnu aldursmarki, er mönn- um er sagt upp, vegna þess að þeir séu orðnir of aldnir til að vinna ákveðin störf, er krefjast snarræðis og árvekni, sem vinna við upp- og útskipun ó- neitanlega krefst. Menn á sama aldri eru svo misjafnlega ár- vakrir, elli kerling vinnur ekki jafnt á öllum einstaklingum. Þess vegna er hér um dæmi að ræða, sem t.d. er ekki hægt að vinna úr með aðstoð rafreikna eða skýrsluvéla, heldur verður að meta hvert einstakt tilfelli. En það getur líka verið erfitt, eins og auövelt er að sjá, en víst er að algild regla er ekki til. áfram, og margir hverjir hafa örugglega heilsu til þess, svo vel eru þeir í mörgum tilfellum á sig komnir líkamlega séð. Sigursteinn Jónasson: Maður vonar i lengstu lög. p’inn þeirra manna, sem viö röbbuðum við niðri á höfn, er 63 ára gamall. Hann kveðst hafa unnið víöa undan- farin ár, f frystihúsum, pakk- húsum og að lokum fengiö vinnu á eyrinni. Hann sagði, aö vinnan hefði mikið minnkað upp á síðkastið, og viðburður væri, ef eftirvinna og næturvinna væri. En vonaðist til að fá vinnu áfram. — Talaðu við hann Óla, sagði hann, ham. er 70 ára, og var eitt sinn meö krafta í kögglum. Þeir segja að ekki hafi þýtt að reyna sig við hann, þegar hann vann f verinu í Eyjum. — Við skulum ekki minnast á þetta, segir hann, Ólafur Halldórsson, fjörlegur náungi, samanrekinn. Hann segist hafa fengið tveggja ára „gálgafrest", eins jg hann oröar það, verður ekki að hætta fyrr en hann er orðinn 73ja ára gamall. Þau eru r.-.ýmörg dæmin um þessa menn, sem það eitt þrá að fá að nudda eitthvað áfram. Það er staðreynd, að þessir menn, sem sagt hefur verið upp vinnunni, standa ekki allir á köldum klaka í lífinu, sumir hverjir eru bjargálna, en aðrir eiga varla ofan í sig að éta, hvað þá meira. Þeir hafa kannski eytt meiri hluta lffsins i að koma upp bömum sfnum, og þá síð- an barnabörnum f sumum til- fellum, og loksins þegar þeir eygja auöveldari Iffdaga, er þeim sagt upp. Nöpur stað- reynd. p^n ekki er nóg, að farið sé að bera á uppsögnum á elztu mönnum fyrirtækja, heldur er farið að sniðganga roskna menn við ráðningar. Hér kemur efna- hagslífið einnig inn f dæmið. Skiljanlegt er, að atvinnurek- endur vilji ráða sem beztan eða arðsamastan verkamann, og sé efnahagsástandið það erfitt, að verulegt framboð sé á verka- fólki, horfir málið þannig við, að samtök þarf til aö koma hinu rétta til hafnar. Hér er máliö enn erfiðara viöfangs, og von- andi kennir ástandið eins og það er f dag, okkur að svo illa getur arað, að á samstöðu og samháldni reyjj j. ti] að mann- úðlegu sjónarmfðín fái að rAöa. — af —

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.