Vísir - 06.08.1968, Page 12
V-
12
"Zrfssm
V í S IR . Þriðjudagur 6. ágúst 1968.
' ■ * -P w»u juwgjw— '
ANNE LORRAENE:
— Undireins og ég hef fundið hús
sem mér líkar, sagði hann og
horfði fast á hana. — Það ætti ekki
aö vera erfitt. Mary, hvað er þetta,
sem þú ætlar að segja? Heldurðu,
að þú sért ómissandi hérna f sjúkra
-húsinu?
— Nei, vitanlega ekki, svaraði
hún. — Ég veit, að aðrir geta
unnið mitt starf, en það er ekki
ÞAÐ, sem er aöalatriöið. Heldur hitt
að ég get ekki hætt við það, Tony
— það er hluti úr sjálfri mér! Ég
hélt ekki, að þú ætlaðist til aö ég
afsalaði mér ÖLLU.
Hann hallaði sér aftur í sætinu
og varp öndinni. — Enginn biöur
þig um að „afsala þér öllu“, sem
þú kallar, sagði hann óþolinmóöur.
— En þú skilur, aö mitt starfi verð-
ur að sitja fyrir, þegar við erum
gift. Það er alltaf starf, hvar sem
er, fyrir konu með þá menntun og
reynslu, sem þú hefur. En mitt
starf er staðbundið. Sjúklingar eru
alls staðar, og ég amast ekki við,
að þú sinnir lækningum í tómstund
um þínum. Það er alls staðar hægt
að finna þess konar starf, hvaða
sjúkrahús sem er, yrði fegiö að
fá þig stund úr degi, ég er viss um
það. Ég vil ekki sýna þér yfirgang.
— Nei, sagði hún, og varir hennar
þrýstust saman. — Þú munt ekki
vilja það. En hefurðu gert þér grein
fyTir, hverju ég ætti að sleppa, Tony
Ég hef ýmsar skyldur hérna, sem
mér dytti ekki I hug að hlaupast á
burt frá í marga mánuði. Afsakaðu,
ef þér finnst ég vera erfið, en þetta
er ekki eins einfalt og þú heldur.
Hún þagnaði og hann rumdi af
gremju.
Hann bað strax afsökunar, en
hún heyrði að hann var æfur.
— Ég hef fyrir iöngu skilið, að
i það er erfitt aö fá þig til að fallast
! á nokkuð af því, sem ég sting upp
á, sagöi hann biturlega. — Hvað
gengur að þér, Mary? Eina stund
ina segir þú, aö þú elskir mig og
að þú óskir einskis annars en að
elska og vera elskuð — en eftir
nokkrar mínútur ertu komin aftur
þangað, sem þú byrjaðir, og farin að
leggja út af þínu starfi. Þú neitar
að afsala þér nokkru mín vegna,
og þú hugsar aðeins um sjálfa þig
— þitt dýrmæta ÉG og bitt dvr-
mæta starf. Þaö er svo afar áríð-
andi — en kannski ekki eins áríð
andi og þú telur þaö vera. Það er
Hefi opnað lækningastofu
í Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 11684.
Viðtöl eftir umtali.
Guðmundur Bjarnason læknir.
Sérgrein: Barnaskurðlækningar
— almennar skurðlækningar.
I líklega þess vegna, sem þú talar
svo mikiö um það. Þú ert alveg eins
og hann faðir minn ...
SANNLEIKURINN
UM FÖÐUR MARY?
Hann þagði og tók höndun-
um fyrir andlitið.
Henni datt sem snöggvast í hug,
að hann væri að gráta. Hún studdi
hendinni á handlegginn á honum til
aö hugga hr .n. — Ég er kannski
lík honum föður þínum, byrjaði
hún klaufalega. — Tony, það er
svo erfitt aö skýra þetta allt, en
ég elska þig af heilum hug. En
það er aðeins þetta, að ég elska
starfið mitt líka. Mig langar til
að halda því áfram, nokkra stund
enn. Mér er það svo mikilsvert,
góði — skilurðu það ekki?
— Ég skil það allt of vel, sagði
hann þyrrkingslega. — Mary,
hvers vegna varð ég ástfanginn af
þér? Ég hefði átt að hafa lært fyrir
löngu, að það er ekki hægt að njóta
ástar í samvistum við fólk eins og
þig eða fööur minn. Hann lét móð
ur mina liggja og deyja — einmana
og hrædda. Þú gætir hafnað ást-
inni, án þess að sakna nokkurs, ef
starf þitt krefðist þess. Þetta er
sannleikurinn, er það ekki rétt?
— Nei, það er ekki rétt andæfði
hún. — Þú ert ekki réttlátur við
mig núna. Annað fólk giftist og
heldur áfram að starfa fvrir því —
hvers vegna skyldi ég ekki gera
það líka? Faðir -minn giftist,
skömmu eftir að hann hafði lokið
læknisprófi ....
Hún þagnaöi með tárin í augun-
um Hann horfði hugsandi á hana.
— Já? sagði hann. — Og iðraðist
þess, var ekki svo?
Hún kinkaði kolli, en gat ekkert
sagt. Þegar hann ætlaði út úr bíln
um, greip hún í handlegginn á hon-
um. — En það yrði öðru vísi hjá
okkur, sagöi hún ósjálfrátt. —
Mamma revndi aldrei að skilja
pabba?
Tony leit á hana. — Ertu viss
um, að það hafi verið móðir þín,
sem ekki skiidi? spuröi hann rauna
lega. — Þér hefur kannski aldrei
dottiö sá möguleiki í hug, að það
hafi verið faðir þinn, sem spillti
lífi móður þinnar? Hefurðu nokk-
urn tíma hugsað málið frá hennar
sjónarmiði? Móðir þín var ung og
kát og elskaði lífiö — og föður
þinn. Hana langaði til að gera
lífið bjartara og gleðilegra fyrir
hann — hún vissi, að hann mundi
aidrei komast á hæsta tindinn, og
svo ....
— Hvað veizt þú um föður
minn? spurði hún æst.
Hann hló lágt. — Faöir minn
I þekkti föður þinn einu sinni, sagöi
hann. — ’lann sagði mér frá því
kvöldið eftir að við hittum þig
hérna. Hann sagði, að flestir lækn
ar á föður þíns aidri vissu, að hann
hefði haft margar hugmvndir en
litla hæfileika. Faðir þinn vissi,
að hann var misheppnaður, og þess
vegna faldi hann sig á bak við
móður þína og kenndi henni um,
að honum varð ekki ágengt. í
raun réttri var það móður þinni
að þakka þetta litla, sem honum
vannst á sem sveitalækni. Hún
hjálpaði honum og stappaöi í hann
stálinu, þegar hann var aö byrja.
Mary hriöskalf og gat varla kom
ið upp nokkru orði. — Þetta er
ósatt! sagði hún lágt.
— Sannleikurinr. er oft sár,
sagði Tony hægt. — Mary, segðu
ekki meira núna, góða. Nú skaltu
sofa á þessu, og svo segirðu mér,
hvaö þú afræður. Ég elska þig
alltaf, hvort sem þú kemur rheö
mér til Devon eða ekki. Mér þykir
slæmt, að ég hef sært þig, en ég
þoli ekki, aö þú spillir ævi þinni,
vegna þess að þú hefur gert þér
i rangar hugmyndir um föður þinn.
| Þú getur elskað hann áfram, ekki
af þvi að þú vorkennir honum,
j heldur af þvf, að hann elskar þig.
Láttu þér þykja vænt um ástríkið,
sem hann hefur sýnt þér, þó að
það hafi komið fram í rangri mynd.
Hann brosti og tók um höndina
á henni. — Farðu nú inn og farðu
að sofa. Hugsaðu ekkert um okk-
ur — ég veit, að þetta fer allt vel.
Á morgun muntu skilja, að ekk-
ert skiptir máli nema þetta eina,
að við slskum hvort annað. Góða
nótt, elskan mín!
Hún stóð við bílinn og horfði á
hann eins og í leiöslu. Hún þráði
að fá aö hugsa í einrúmi, en um
leið þráði hún að vera hjá Tony.
Það var líkast og hann skildi, að
hún væri á báðum áttum, og hann
sneri frá og gekk í áttina að deild
inni með eins-manns herbergjun-
um. Hún horfði á eftir honum, sár
| og leiö. Svo gekk hún upp í lækna
I bústaðinn.
I
ALLIR ÞURFA HJÁLPARHÖND.
Mary sat á rúmstokknum og
starði út í bláinn. Henni fannst sem
hún væri í afturbata eftir þung
veikindi. En ætti hún ekki að vera
glöð og sæl núna? Það var aö. vísu
rétt, að Tony haföi eyðilagt fyrir
I henni hugsjónir, sem henni höfðu
I verið helgar iengi, meö því sem
hann sagði um fööur hennar, en
var þetta ástæðan til þess, aö hún
var svona bág núna? Hún hafði
sagt Tony, aö hún elskaði hann og
vildi giftast honum. Tony elskaði
Ambáttimar munu færa þér mat og
drykk, stríðsmaður... á meðan sendi ég
eftir maka þínum.
Við skiljum ekki. Qes-at.
Við höldum engri konu hér sem sam-
svarar þessari lýsingu.
Nema hvað viðkemur rófunni. Hver
gæti samsvarað þeirri lýsingu?
HVER? Ha Dóttir yðar! JAR-ZA - sú
undarlega.
Einmitt - færið mér Jörsu strax.
hana og hún elskaöi hann — gat
hún þá verið i nokkrum vafa?
Hvað ást hennar snerti, var ekki
um neitt „ef“ að ræða. Hún var
innilega ástfangin af Tony, og hún
vissi, að líf hennar vrði fátæklegt
án hans. Hvers vegna gat hún ekki
fært fórnina, sem hann baö um?
Hann haföi sagt, aö alls staðar
væri nög aö starfa fyrir lækna, og
það var rétt. Ef henni þótti jafn-
vænt um starf sitt og hún sjálf
sagði, hlaut henni að vera ljúft að
gegna því, hvar sem þess var þörf.
Hvað var það, sem aftraði henni?
Hún stóð upp og gekk eiröarlaus
um herbergið. Var eins mikil þörí
á henni í Devon og hérna? Starf
hennar hjá Carey var áríðandi, og
hún dugði vel í því. Ef hún giftist
Tony og færi að vinna part úr
degi, - hvernig yrði það? Nokkurra
klukkutíma vinna á næsta spítala
— ef og þegar hún iosnaði frá heim
ilisstörfunum. Og ef þau eignuðust
barn — hvernig færi þá um starfið
hennar?
HagstæSusíu verö.
Greiðsluskilmálar.
Verndið verlcefni
íslenzkra handa.
FJÖLIÐJANHF.
Sími 21195
Ægisgötu T Rvk.
Maðurinn sem annars
aldrei ies augfýsingar
auglýsingar víSlsT
lesa allir
QGREIDDIR f
REIKNINGAR ‘I
LÁTIÐ OXKUR INNHEIMTA..
Oad sparar vður t'rma og óbægmdi
INNHEIMT USKRIFST OFAN
Tjarnargötu 10 — lll hæd — Vonarstrætismegin — Sím/13175 (31'mur)
B53CV.1