Vísir - 31.08.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 31.08.1968, Blaðsíða 2
2 V í S IR . Laugardagur 31. ágúst 1968. mm heyja mikla baráttu í væntanlegri kvikmynd me5 Monkees. Sonny Liston og Davy Jones 100 kiló á móti 55! Monkees eru nú að leika i kvikmynd í Los Angeles i Banda ríkjunum. Ekki hefur verið á- kveðið hvað myndin muni heita en hún verður nú senn fullbúin. Auðvitað leikur Davy Jones aöal hlutverkið í myndinni, en hinir „aparnir“ eru að sjálfsögðu með. Davy leikur rólyndan náunga er Iendir í klónum á glæpamönnum og leikur Mike Nesmith einn þeirra. Eitt atriði myndarinnar er hnefaleikakeppni og eigast þar við Davy Jones og fyrrver- andi heimsmeistari i hnefaleik, Sonny Liston. Sú keppni er að dómi þeirra sem til upptökunnar þekkja hápunktur myndarinnar, sem talin er eiga möguleika á miklum vinsældum. En það er ekki allt sem sýnist því það þurfti mikinn andlitsfarða og töluvert magn af „tómatsósu“ til að Davy Jones gæti sannað væntanlegum áhorfendum aö það er ekkert grín að lenda i klónum á Liston, sem að lok- um slær Davy litia í gólfið, þrátt fyrir aö Davy hafi gert margar heiöarlegar tilraunir til að ráða niöurlögum „tröllsins“. Fyrir þátt sinn í myndinni fær Liston upphæð sem jafngildir 250 þús- undum íslenzkra króna. DANMÖRK: 1.(1) Vi skal gá hánd i hánd Keld Heick. 2.(3) Hurdy Gurdy Man, Donovan. 3. (6) My name is Jack, Mannfred Mann. 4. (2) Lille sommerfugl, Björn Tidmand. 5. (4) Things, Nancy og Dean Martin. 6. (9) Lovin* Things, Marmalades. 7. (7) Young Girl, Union Gab . 8. (8) Help Yourself, Tom Jones. 9. (5) Baby come back, Equals. 10. (10) A Girl I Knew, Savage Rose. SVÍÞJÖÐ: 1. (1) Things, Nancy og Dean Martin. 2. (2) Delilah, Tom Jones. 3. (3) Happy birthday sweet six- teen. Flamingo Kvartetten. 4. (4) Min greve af Luxemburg, A.L. Hansson 5. (5) Only sixteen, Supremes. 6. (8) Blue eyes, Don Partridge. 7. (G) Vilken harliy* dag, Eve Roos 8. (9) When I was six years old, Paul Jones. 9. (10) Baby come back, Equals, 10. (7) Honey, Bobby Goldsboro. TÁNINGA- SÍÐAN Hljómlistin er alltaf að verða betri og betri - SEGIR STEFÁN STEFÁNSSON VERZLUNARMAÐUR Viðtalið að þessu sinni er við ungan verzlunar- mann Stefán G. Stefánsson. Stefán er tuttugu og tveggja ára gamall, en hann lauk prófi frá Verzl- unarskóla íslands vorið 1966. Að loknu námi hóf Stefán störf hjá Gísla Halldórssyni verkfræð- ing, en í ágúst ’66, er Gísli lézt, fór hann yfir til Vef- arans þar sem hann starfar nú sem fulltrúi. Stefán tók strax I æsku miklu ástfóstri viö KR og iðkaöi um langt skeið bæði knattspyrnu og handknattleik með félaginu. Stef án lék með meistaraflokki KR í handbolta í tvö ár en á s.l. ári tók hann sér frí frá íþróttunum þar sem hann hafði tekið við ábyrgðarstöðu hjá fyrirtæki sínu og þurfti að aðlagast vaxandi verkefnum. Stefán hefur nokkuö fengizt við ritstörf og hafa birzt eftir hann smásögur í nokkrum tímaritum hérlendum en hann skrifar jafnan undir dulnefni. Til aö byrja með Stefán. Þú hefur nú lagt fyrir þig verzlun og viðskipti sem framtíðarstarf. Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú fórst út á þá braut. — Ég ákvað snemma aö reyna fyrir mér á viðskiptasviöinu þar sem ég tel að með dugnaði ætti sú starfsgrein að geta tryggt manni nokkuð örugga framtíð. Að vísu er nokkuð svart yfir atvinnumálum okkar Islendinga í dag og verzlunin er þar engin undantekning, en við vonum bara að þetta sé einungis milli- bilsástand sem muni lagast þegar fram líða stundir. Tjar sem ég veit aö þú hefur dvalið í Bandaríkjunum, hvað er að segja um dvölina þar? — Ég fór til Bandaríkjanna árið 1964 og dvaidi þar við nám í eitt ár. Ég myndi segja að dvöl- in þar hafi verið mjög skemmti- leg og lærdómsrík. Þar kynnt- ist ég landi og þjóð og mjög heil brigðu og skemmtilegu félags- lífi. Bandaríkjamenn eru aö mín um dómi mjög gestrisnir og vin- gjarnlegir í viðmóti. — Þar sem þú hefur mikið starfað að félagsmálum alls kyns hvert er álit þitt á hinu marg umrædda unglingavandamáli, sem sifellt er á döfinni? t * Stefán starfar við ýmislegt hjá Vefaranum. Hér virðir hann fyrir sér glæsilegt teppi sem hann segist selja fljótlega. — Ég álít æskuna í dag ekkert verri eöa betri en hún hefur ver- ið undanfarin ár. Unglingarnir eru nú miklu frjál9Íegri í fasi og fylgjast vel með öllum málum, meira en þeir hafa áður gert. JJljómlist virðist hrífa marga unglinga mjög nú síðustu árin. Hvert er álit þitt á þess- ari „pop“tónlist? — Hljómlistin í dag er alltaf að batna og hef ég persónulega mjög gaman af „pop“-inu og yfir leitt hljómlist af léttara tagi. Einkum og sér í lagi hefur áhugi minn beinzt æ meira að „souI“ músik og tel þá tegund tónlistar mjög skemmtilega. Af innlend- um hljómsveitum finnst mér Hljómar bera höfuð og herðar yfir allar íslenzkar hljómsveitir. Einnig þykir mér mjög gaman af Roof Tops og ennfremur er mér sagt aö Flowers séu mjög góðir, en ég hef því miður ekki haft tækifæri til aö hlýða á þá enn sem komið er. — Hvernig verð þú frístund- um þínum? — Ég fer á marga knattspyrnu leiki og hlusta mikið á tónlist. Skrepp stundum á dansleiki og hef mjög gaman af útilegum. — Og að lokum Stefán, gam- an væri að fá uppgefið hver væru þín uppáhaldslög og hljóm listarmenn. — Af erlendum hljómlistar- mönnum finnst mér hljómsveit- irnar Amen Corner, Dave Clark Five og Foundations beztar og ennfremur Otis Redding og Ar- etha Franklin. Vinsældalisti Stefáns er þann- ig: 1. High in the Sky Amen Corner 2. I’ve got to get a message to you — Bee Gees 3. Glory of Love Otis Redding 4. Lonly and Sad Foundations 5. Try a little tenderness Percy Sledge VINS/ELDALISTINN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.