Vísir - 31.08.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 31.08.1968, Blaðsíða 12
12 V1 S IR . Laugardagur 31. ágúst 1968. Þegar kom í helilisskútann, uröu fyrir manni afkimar meö boröum og stólum, og á borðunum loguöu kertaljós í flöskustút, hvert minnsta hljóð vakti draugalegt bergmál, þegar glösum var klingt , við uppljómaðan barinn, jafnvel hvíslkenndur rómur gamla þjóns- • ins, sem dró á eftir sér fæturna, þegar hann kom til móts við þau. Hann vísaði þeim að borði f ein- um afkimanum, Gail og Christian settust öðrum megin við það, hún • og Firmin gegnt þeim. Hún lét þess . getið, að sig langaði í eitthvað að drekka og Firmin leit á hana með • ótta og furðusvip. . „Drekka?" endurtók hann. Ákvað svo að láta eins og ekkert væri, ' og brosti til þeirra, hinum megin við 4 borðið. „Vitanlega ... gerum okkur ; dagamun í tilefni þess að töku kvikmyndarinnar er lokið. Viö drekkum kampavín. Hún hefur lagt hart að sér, telpan, megið þið trúa. Þið haldið það kannski auðvelt að gera kvikmynd, en það er misskiln- ingur. Erfitt fyrir alla, sem að því standa .. . á fætur klukkan 6 á hverjum morgni — endurtaka, tafir, vinna fram á rauðanótt...“ Hann klappaði Lauru á handarbak iö. „Darryl hrósaöi þér mikið, alltaf stundvís, skilningsgóð og samstarfs fús“. Firmin hafði ekki haft tíma til að vera sjálfur viðstaddur töku kvikmyndarinnar, þótt hann væri framleiðandi hennar. „Já, þú ert dauðþreytt, það er allt og sumt“. Hann leit á þjóninn og brosti vin- gjarnlega. „Hvað heitir þú?“ „George“, svaraði þjónninn. Hann var þreytulegur og mjög við aldur með rómverskt arnarnef og grátt, hrokkið hár. Rauði einkennisjakkinn hans var með blettum hingað og þangað, svörtu buxurnar hans gljáðu og svart þverbindið hallað- ist. Firmin leit yfir til barþjónsins. Barþjónninn sá það og kinkaði kolli á móti. „Hvað heitir hann?“ spuröi Firmin. „Þeta er Tony“, svaraði gamli þjónninn. „Hvað heitir matreiðslumaður- inn?“ „Frank heitir hann“. „Mig langar í koníak“, sagði Laura viö þjóninn. „Óblandað". Firmin hristi höfuðið. „Nei, nei ... við drekkum kampavín" „Mig langar ekki í kampavín". Christian kom henni til aðstoö- ar. „Ég held aö ég verði líka að biðja um koníak. Óblandað .. .“ sagði hann og hallaði sér aftur á bak í stólnum. „Nei, nei. ..“ Firmin leit biðj- andi augum á Gail Kerr. „Fyrir alia muni, þiggið þér kampavín", sagði hann. „AHt í lagi“ samþykkti Gail. „Skiptir ekki máli þótt ég geri mig seka um snobbhátt. Freyðandi kampavín, segjum það“. „Franskt kapmavín, George, ef þú vilt gera svo vel“, sagði Firmin við þjóninn. „Umm ... umm kann- ski Perrier-Jouet, skilurðu". „Já, herra minn“. George hélt af stað. „Þarna sérðu“, sagði Firmin við Lauru og leit sigri hrósandi á Gail. „Þessi vinstúlka þín, hún hefur smekk. Bretarnir segi ég alltaf, þeir eru smekkmenn umfram aðra. Darryl George til dæmis . ..“ Þjónninn, sem hélt aö hann ætti við sig, þegar hann heyrði nafniö nam staðar. „Já, herra minn?“ spuröi hann. Firmin starði á hann og skildi í ekki neitt í neinu. „Hvaö nú? Komdu með glösin, maður“. Maturinn þarna var ítalskur, mik ið af sjávarréttum. Laura athugaði matseðilinn, heyrði rödd Firmins í fjarska, þegar hann spurði þau i Gail Kerr og Christian, spjörunum 1 úr um störf þeirra og annað, því að það var eitt af sérkennum hans, að hann vildi allt vita. Og þótt Laura geröi sér fyllilega Ijóst hve mikið hún átti honum upp að unna, og þótt henni væri mjög vel til hans, óskaði hún þess heitast þessa stund ina að hann hyrfi norður og niður, og tæki með sér skjalatöskuna og allar þær endurminningar, sem hann hafði vakið meö henni. Henni fannst, sem Aldo sæti þarna í námunda við þau, heyrði ftalskan hreiminn í röddinni, sá þjóninn lúta honum og kalla hann „ma- estro“ í hverju orði. Þjónninn hafði sett koníaksglas- ið á boröiö fyrir framan hana, og þeim varð öllum litið til hennar. Röðin var komin að henni að velja sér rétt, og hún bað um humar, til þess að segja eitthvað. Þegar hún lyfti glasi sínu mættust augu hennar og Christians, þaö var ann- arleg glóð í augum hans og hún spurði sjálfa sig hver mundi hafa átt röddina, sem honum barst til eyrna í símaklefanum hverjar þær hræðilegu fréttir heföu verið, sem fengu svo mikið á hann. Hann dreypti á koníakinu og brosti til hennar, rölega og alvöruþrungið, þá vissi hún að hann var kominn til sjálfs sín aftur, gerði sér grein fyrir nálægð hennar, og þaö gladdi hana samtímis því að hún fann koníakið svífa á sig. Þreytt, hugsaöi hún, já, mjög þreytt... vakna til starfa klukkan sex á hverjum margni og vinna fram á rauðanótt, vonbrigöin, sársaukinn, svefnleys- ið. . . » Á veggitjn bak við barborðið var rháluð mvrid af allstórskorinni haf- mey, en til hliðar við hana var kom ið fyrir glerbúrum með lifandi fisk- um og spegilgler í bakhlið þeirra. Lauru varð litiö fram hjá Firmin i og í sömu svipan féll skuggi á það | fiskabúrið, sem vissi beint viö henni og fiskarnir hrööuðu sér felmtri slegnir í fylgsni á bak viö j þangbrúsk í því horni búrsins, sem fjærst var. Dökkklæddur maður tók sér sæti á einum stólnum við barborðiö og andlit birtist í spegli búrsins, hvikult og óskýrt fyrir sjóinn í búrinu, Lauru fannst það vera ásjóna drukknaðs manns, aug un uppglennt og hálfbrostin að sjá, h'kt og í fiski, störðu á hana í speglinum. Munnurinn hreyfðist, öl flaska og glas var sett á barborðið, ÆTTAKTÖLtnt Tek aiS mér aS gera eettartölur, 4-8 œtt-- liði, á sérstök eyðublöð. Hófleg greiðsla. Stefán Bja rnas on Pósthólf 1355 - sfmi.34611 á kvöldia Ráðið hifanum sjálf með Meö BRAUKMANN hifastilli á hverjum ofni getið þór sjálf ákveð- ið hitasfig hvers herbergis — BRAUKMANN sjálfvirkan hitastilli er hægt að setja beint á ofninn eða hvar sem er á vegg í 2ja m. rjarlægð frá ofni Sparið hitakostnað og aukið vel- líðan yðar BRAUKMANN er sérstaklega hent« ugur á hitaveitusvæði <££>----------------- SIGHVATUR EINARSSON&CO SÍMI 24133 SKIPHOLT 15 Auglýsið í Vísi Bíleigendur! Bílstjórar! Nýtt verð á stýrisvafningum fólksbíla, 200 kr. vörubíla, 250 kr Seljum líka efni, kr. 100 á bíl. Siýrisvafningar Uppl. 34554 Er á vinnustað í Hœðargarði 20 ERNZTZIEBERT WE are even, now, WARRIORl 1 HAVE REPAIP YOU FOR RESCUIN6 ME FROA\ THE QIANT BIRP! Bu-Tar hefur hræðilega kúlu á höfð- — Við munum fljótlega komast að Luta! Ambáttin. Þá erum við jöfn að inu en hann mun lifa.. Hver kastaði þess- því. skiptum. Ég hef endurgoldið þér fyrir um steini? að bjarga mér frá risafuglinum. aas* REIKNINGAR LÁTIÐ OkKUR INNHEIMTA . öoð sparar yður timo og óbægmdi INNHEIMT USKRIFST OFAN Tjarnargötu 10 — 111 hæó — Vonarstrætismegin — Simi 13175 (3linur)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.