Vísir - 31.08.1968, Page 4

Vísir - 31.08.1968, Page 4
Stærri mynd: Dirch Passer í einu atriði mynd^ arinnar. Minni mynd: „Góöan dag! Nú er tími til kom inn að rísa úr rekkiu, Dirch!“ — Hinn nýi félagi Passers er mun brattari á morgnana, en hinn fyrmefndi. Hvoð varð af Giinther Sachs? I öllu uppnáminu, sem varö, þegar það var gert kunnugt, aö Giinther Sachs og Brigitte Bardot ætluðu að skilja, hvarf hinn fyrr nefndi næstum alveg í ákafa blaðamanna, sem kepptust viö að segja frá nýjum vinum Bardot. Jörðin gleypti hann þó ekki, né heldur skreið hann I felur, heldur fór hann til Brazilíu, þar sem hann sést hér á myndinni sóla sig ásamt sýningarstúlkunni Marja Larsson, en hún er sænsk að þjóð erni. Þau eru þar að kynna haust- tízku Sachs í Río de Janeiró. DIRCH PASSER OG FIDO Dirch Passer hefur eignazt nýj- an félaga — björninn Fídó. Hann hefur undanfarið unnið með Passer að gerð kvikmyndar, sem ber heitið „Soldaterkammer ater paa björnetjeneste“ og bráð um verður frumsýnd í Kaup- mannahöfn. Björninn Fídó vakti fyrst at- hygli á sér í Munchen, en þar þótti hann meö afbrigðum geð- góður og þægilegur í umgengni. Framleiðendur soldater-myndaser lunnar (þsjr eru nú orðnar sex) voru á höttum eftir einhverju nýju, sem fært'gæti aukið líf -1 kvikmyndaflokkinn, og Fídó varð sem sagt það. í fyrstu voru menn lítið eitt, taugaóstyrkir, áöur en hafizt var handa við kvikmyndina. Eitt var að vera stjarna I flokki bangsa, og annað svo leikur á hvíta tjaldinu. Allt gekk þó vel og þegar tök unni var iokið, þótti starfsfólkinu það leitt, að verða að kveðja Fídó. Ofbeldi þar — ofbeldi hér. Rússnesk ihlutun í Tékkósló vakíu varð til þess að koma af stað óvenjulega mikilli mótmæla öldu víða um heim. Voru mót- mælin látin í ljósi á mismun- andi hátt, eins og kunnugt er. Víðast stilltu hópar sér upp við rússnesk sendiráð, og svo varð einnig í Reykjavík. Fréttir skýrðu frá því, aö nokkrir hefðu látið ófriðlega og því orðið að fjarlægja þá. Yfirlætislítil frétt sagði frá þvf, að einn hefði hand leggsbrotnað í þeim fangbrögð- um hér í Reykjavík. Nú hefur þessi handleggs- brotni komiö að máli viö þátt- inn og segir sínar farir ekki slétt ar. Hann telur sig hafa verið staddan við rússneska sendi- ráðið sem áhorfandi eingöngu, og hafi alls ekki haft í frammi neinar aögeröir né mótmæli, en þrátt fyrir það hafi hann oröiö fyrir harkalegri meðferð af hendi lögreglunnar. Málavextir eru þessir: Ungi maðurinn var staddur á öndverðri gangstétt við rúss- neska sendiráðið ásamt nokkr- um hópi áhorfenda, en ungling- ar nokkrir höfðu haft í frammi köll og brotlð nokkrar rúður. Lögreglan gerir sig líklega til að ryðja götuna, en þessi ungi mað ur ætlar þá að hafa sig á brott og leitar því að vinnuveitanda sínum, sem hann hafði orðið samferða á staðinn, enda voru þeir saman á bil, og ætluðu því saman. í sama bili kallar vinnu veitandinn yfir götuna á unga manninn að koma. Snýr þá sá ungi sér til lögregluþjóns, sem fyllir röð lögregluþj. þeirra sem eru að ryðja götuna, og biður um leyfi til að fara yfir götuna, en sá svarar ekki. Snýr hann sér þá að varðstjóra, sem er þarna á næstu grösum, en í sama bili er honum hrint í fang lögreglu mannsins, og hefjast þá hin ofsa legustu viðbrögð, því lögreglu- menn drífa aö og án þess að nokkrum mótmælum verði við komið er þessi ungi maður dreg inn inn I nærstaddan lögreglu- bíl, þar sem varðstiórinn snýr upp á handlegg unga mannsins, svo hann handleggsbrotnar, jafn framt því sem hann keyrir hnéð í hrygginn á honum en hann lá á grúfu á gólfi bifreiðarinnar. Þar sem ungi maðurinn ligg- ur bjargarlaus er hann síðan barinn í höfuðið þrívegis með kylfu, svo sauma varð áverk- ana saman. Ekki sagðist sá hand tekni vita af hveriu hann var sleginn í höfuðið þar sem hann lá, en sagðist hafa kveinkað sér mjög vegna sársauka í baki und an hné mannsins, þar sem hann er mjög bakveikur og hefur áð- ur átt í veikindum vegna þess. Að þessu loknu er hann hand- járnaður. Þar sem brotni úln- liðurinn bóignaði mjög, bað hann lögreglumenn um að losa um handjárnin, og margítrekaði bón sína um að verða fluttur á slysavarðstofuna, en slíku var ekki sinnt. Var þannig ekiö inn að Síðumúla. Þegar inn á Siðumúla var kom ið, talar þessi ungi maður við fangaverðina oh biður um að fá að komast á slysavarðstofuna, en þeir ætla að athuga málið og bjóða honum að setjast inn i opinn klefa. Ungi maðurinn sem var vankaður og dasaður eftir handtökuna þáði sætið, en þá var skellt í lás. Nú var hann látinn bíða í u. þ. b. klukku- stund, en þá var kominn bíll, sem átti að flytia þann hand- tekna á slysavarðstofu en þar var hann til aðgerðar og mynda töku i fjóra tíma. Læknirinn hringdi á bíl að að- gerö lokinni, svo þessi ungi band ingi kæmist á ný inn á Síðu- múla, en hann bjóst við, að tek- in yrði skýrsla vegna þessara atburða, en enginn vildi kann- ast við, að hann ætti inn á Síðu múla vera. Þegar daginn eftir var spurt um lögregluskýrslu vegna þessarar handtöku, þá var því svarað, að lögregluskýrsla yrði send rannsóknarlögreglu, og var viðkomandi beðinn að snúa sér þangað. Á fimmta deai hafð iengin skýrsla borizt þangað, en ungi maðurinn er sár yfir hrottalegri meðferð að ósekju og vinnutapi, sem hann má ekki viö. Hann sagði ennfremur frá því, að vinnuveitandinn sem horfði á þessar aðfarir, hefði reynt að íeiðrétta misskilninginn með því að snúa sér til lögreglunnar á meðan þessir atburðir áttu sér stað, en honum var vart anzað. Þannig er saga þessa unga manns. Honum finnst hann grátt leikinn sem vonlegt er, enda er það mótsagnarkennt, að slík mis tök £eti átt sér stað. Við for- dæmum ofbeldi í öllum mynd- um gagnvart þjóðum og einstakl ingum, og við skulum ekki líða einstaklingum að skeyta skapi sínu á varnarlausum í nafni laga og réttar. Við skuluts þvf líta okkur næ á sama tíma og við fordæmum ofbeldi annars staðar. Þrándur í Götu. y

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.