Vísir - 31.08.1968, Blaðsíða 6

Vísir - 31.08.1968, Blaðsíða 6
6 TÓNABÍÓ („Boy, Did I get a wrong Number") íslenzkur texti. Víðfræg og framúrskarandi vel gerð, ný, amerísk gamanmynd í algerum sérflokki enda hefur Bob Hope sjaldan veriö betri. Myndin -r i litum. Bob Hope Elke Sommer Phillis Diller Sýnd kl. 5 og 9. (Elsk din næste) Mjög vel gerð, ný, dönsk gam- anmynd í litum. Myndin er gerð eftir sögu Willy Brein- holts. í myndinni leika flestir snjöllustu leikarar Dana. Dirch Passer Christina Chollin Walter Giller Sýnd kl. 5.15 og 9. BÆIARBÍÓ Frekur og töfrandi Bráðsmellin, frönsk gaman- mynd í litum. — Aðalhlutverk: Jean-Paul Belmondo Maria Paconi íslenzkur texti Ameriska konan ftölsk gamanmynd í sérflokki, litmynd með íslenzkum texta. Sýnd kl. 7. — Síðasta sinn. Árás Indiánanna Spennandi litmynd. Sýnd kl. 5. Bönnuð börnum innan 12 ára. FELAGSLIF K. F. U. M. Almenn samkoma i húsi félagsins viö Amtmannsstig annað kvöld kl. 8.30. Gunnar Sigurjónsson, cand, theol, og að forfallalausu ungfrú Berta Anestad, kristniboði i Eþi- ópíu tala. Allir velkomnir. VIS IR . Laugardagur 31. ágúst 1968. —Listir-Bækur-Menningarmál- qvíuLMJHJVJ f septemberlok munu Spassky og Kortsnoj hafa lokiö 12 skáka einvígi um áskorunarrétt- inn gegn Petroshan, heimsmeist- ara í skák. Sem kunnugt er sigraði Spassky Larsen sannfær- andi, 5y2:2y2 og Kortsnoj vann Tal naumlega, 5y2'Ay2. Spassky tefldi af miklu öryggi gegn Larsen og eftir að hafa unnið þrjár fyrstu skákimar vom úr- slitin ráðin. Það var einkenn- andi fyrir Larsen, að þegar í 1. skákinni tefldi hann stíft til vinnings með svörtu. Spassky sem haföi ætlað sér að byrja einvígið meö rólegri jafnteflis- skák varð að breyta áætluninni og hefja baráttuna þegar í stað. Spassky virðist mjög líklegur til að endurtaka árangur sinn frá 1966, en þá vann hann sér áskorendarétt gegn Petroshan. Spassky virðist tefla allar stöð- ur jafn vel og hefur' stáltaugar. Baráttan milli Kortsnoj og Tal var mjög tvísýn og spenn- andi. Mikií taugaspenna beggja keppenda setti svip á ein- vígiö. í fyrstu skákinni lék Tal drottningarpeðinu í 1. leik, öllum til mikillar furðu. Mikil uppskipti urðu í skákinni og í endataflinu missti Tal af vinn- ingsleið. í 3. skákinni endurtók sama sagan sig. Tal fékk vinn- ingsmöguleika í hróksendatafli, en tefldi ónákvæmt og Kortsnoj slapp með jafnteflið. Þessi skák varð merkileg fyrir þá sök, að í 14. leik hugsaöi Kortsnoj sig um í 90 mínútur, sem líklega mun vera heimsmet. í 4. skák- inni tók Kortsnoj forystuna eftir að hafa komið meö nýjung í byrjuninni. Tal tefldi vörnina ónákvæmt og gafst upp eftir tæpá 40 leiki. 5. skákin réð úr- slitum I einvíginu. Tal lék nú e4 f 1. leik, en Kortsnoj svar- aöi með spánska leiknum. Kortsnoj jafnaði fljótlega stöö- una og til að forðast jafntefli lagði Tal út í vafasamar aö- gerðir, sem kostuðu skákina. 6. skákin varð mikil uppörvun fyrir Tal sem sigraði meö svörtu. Hafði Tal ekki unnið sigur á Kortsnoj í sex ár, eða síðan í Curacao 1962. Var staö- au nú 3y2:2y2 Kortsnoj í hag. Síðustu 4 skákimar urðu allar jafntefli, sú 10. eftir harðvítug- ar vinningstilraunir af hálfu Tals. Eftir einvígið taldi Tal að bezta skák Kortsnojs í einvíg- inu hefði veriö 5. skákin og birtist hún hér á eftir. Hvítt: M. Tal. Svart: V. Kortsnoj. Spánski leikurinn. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Ra5. Leikur Smyslovs 9. ... h6 hefur verið mjög í tízku undan- farið. Kortsnoj velur hér gam- alkunnugt framhald, sem gefur svörtum jafna stöðu. 10. Bc2 c5 11. d4 Dc7 12. Rbd2 Rc6 13. dxc dxc 14. Rfl Be6 15. Re3 Had8 16. De2 c4 17. Rf5 BxR 18. exB Hfe8 19. Bg5 h6 20. BxR BxB Spánski leikurinn er flestum byrjunum betur þekktur og rannsakaöur. Enda er þessi staða vel kunn, þótt búið sé að leika 20 leiki. Tal kemur nú með nýjan leik í stööunni. 21. Rd2 Re7 22. Re4 Rd5 23. b3 Eftir langa umhugsun velur Tal þennan leik. Leikurinn býð- ur upp á skemmtilega fórn og Kortsnoj er fljótur að grípa tækifærið. 23. .. Rxc! 24. RxBt . Ef 24. RxR cxh 251 BxlvÍDxR > og svartur befur unniö peö. 24. ... gxR 25. De3 cxb 26. Bxb Kh7 27. Hecl? Tal álítur 27. Bxf DxB 28. DxR vera of jafnteflislegt og vill forðast jafntefliö. Honum tekst það, með því að tapa skák- inni 27. ... b4 28. a3 e4! 29. axb Hd3 30. Del e3 Þaö er óvenjulegt að sjá Tal jafn aðþrengdan og í þessari stöðu 31. Bc2 Hd2 32. fxe Re2f 33. Khl Rg3t 34. Kgl He2 35. Ddl Db7 36. e4 H8xe! Hér gafst Tal upp. Eftir 37. BxH DxB verður mátið ekki umflúið. Jóhann Sigurjónsson. Málverk Steingríms T> ithöfundurinn Steingrímur Sigurðsson hefur um sinn þokað fyrir málaranum með sama nafni. Eftir sýninguna í desembermánuði 1966 (hún kom mér og mörgum öðrum skemmtilega á óvart) brá hann sér til æskustöövanna við Eyja- fjörð og nú dregur hann fram margar splunkunýjar myndir og sýnir okkur þær í kjallara- sal Menntaskólans. Steingrími fer líkt og tvítugum málara, sem er nýsloppinn úr skóla: Hann verður að tengja starf sit't' lífinu í kringum sig, hinum list- elska hluta borgaranna, markaöi myndlistarinnar. blöðunum og öðrum áróðurstækjum. Sköpun- arástríðan sjálf nægir ekki. Þessi afstaöa, slík umsvif eru bæði heilbrigð og æskileg svo framarlega sem þau skerða ekki dómgreind málarans, eða opna annarlegum sjónarmiðum dyr að huga hans. Enn er þaö litur- inn eða litirnir, sem gefa mynd- unum gildi, afmarka þeim bás í vitund okkar. Ég held, að þeir séu hrein- og klár uppfinning Steingríms þegar bezt lætur. Eða er nokkuð annað hugsan- legt? Litur í málverki er ann- að tveggja dauður eöa lifandi, óhreinn eöa tær. Mig langar til að nefna fjögur heilsteyptustu verkin í syrpu Steingríms: Fuglar koma úr hreiðri, Blóm- röðlar, Marz—apríl og íslands fornaldarfrægð heita þau í skránni. Síðasttalda myndin er hugtækust. Hún er bæöi heit og djúp .. lifandi málverk. í henni gætir hvergi flöktsins eða öllu fremur neikvæðra á- hrifa þess. Þetta flökt er kannski megin-driffjöðurin í starfi málarans. Stundum grefur þaö fallegar og töfrandi verur á fletina, stundum orkar það á hugann eins Qg^sandblettur, sem verið er að græða og blása í nýju lífi. En gleymir. ekki höf- undurinn alloft aö binda þaö viö björgin, svo að það fái notiö sín til fulls? Ég lít svo á, að myndir Steingríms í Casa Nova skeri úr um hæfileika hans og alvarleg vinnubrögð. Fram að þessari stundu hefur hann náð beztum tökum á draumkenndum landslögum og hlýjum stemmningum — en hver veit nema honum takist smám saman aö breikka grunn- inn og færa hugmyndaheim sinn allan út í skærari birtu ... ef hann veröur ekki of bráölát- ur og krefst of mikils á skömm- um tíma. Hjörleifur Sigurðsson. HÁSKÓlABlð Hetjurnar sjö (Gladiators 7) Geysispennandi amerisk mynd tekin á Spáni í Eastman-iitum og Thecniscope. Aðalhlutverk: Richard Harrison Loredana Nusciak íslenzkur texti. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. U 6 A R A $ B 3 Ó GAMLA BÍÓ ROBIN KRÚSÓ liðsforingii, -ó' Bráðskemmtileg ný Walt Disn- ey kvikmynd í litum með: Dick Van Dyke Nancy Kwan íslenzkur texti. Sýnd kl. 5 og 9. HAFNARBIO líili.'þ ÞJOÐLEIKHUSIÐ Gestaleikur Látbragðsleikarinn MARCEL MARqEAU. V Sýfling í kvöld kl. -20.‘ UPPSELT. Sýning sunnudag kl. 20. Aukasýning sunnudag kí. 15. Síðustu sýningar. Aögöngumiðasalan opin crá kl. 13.15 til 20. — Sími 1-1200. Járntjaldið rofið íslenzkur texti. Julie Andrews Paul Newman. Endursýnd kl. 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sautján Hin umtalaða danska litkvik- mynd. — Sýnd kl. 5 og 7. — Bönnuð bömum. Sumuru Spennandi ný ensk-þýzk Cin- emascope-litmynd með George Nader Frankie Avalon Shi 'ley Eaton íslenzkur texti Bönnuð innar 16 ára. Sýnd kl 5, 7 og 9. STIÖRNUBÍÓ Franska aðferðin islenzkur texti. Ný, amerísk úrvalskvikmynd Dean Seberg Stanley Baker ■Sýnd.kl. 5, 7 og 9. ÍÝJA BÍÓ Barnfóstran (The Nanny) islenzkur texti. Stórfengleg, spennandi og af- burðavel leikin mynd með: Bette Davis sem lék i Þei, þei kæra Kar- lotta. Bönnuð börnum yngri en 14 ára.. — Sýnd kl. 5, 7 og F AUSTURBÆJARBÍÓ Pulver sjóliðsforingi Bráðskemmtileg, amerísk gam- . anmynd i litum og Cinema- scope. — islenzkur texti. Robert Walker Burl Ives Sýnd kl. 5 og 9. Sláturhúsið hraðar hendur Önnur sýning kl. 11.30. yftrfMflii

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.