Vísir - 31.08.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 31.08.1968, Blaðsíða 8
8 VIS IR . Laugardagur 31. ágúst 1968. VISIR Otgefandi: Reykjapfent h.t. Framkvaemdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aöstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Augiysingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aöalstræti 8. Simi 11660 Ritstjóm: laugavegi 178. Slmi 11660 (6 linur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í lausasölj kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f.__________________ „Óðapólitík" IJngir Framsóknarmenn hafa nýlega lokið þinghaldi og birt stjórnmálaályktun í Tímanum. í inngangi hennar er sagt að Framsóknarflokkurinn hafi í upp- hafi verið „þjóðmálalegt baráttutæki nýrrar kynslóð- ar“, en skilja má á framhaldinu að ungu mennirnir telji að flokkurinn hafi ekki nú upp á síðkastið gegnt þessu hlutverki sem skyldi, enda tala þeir um nauð- syn á „endurmótun“ stefnuatriða og starfsaðferða. Þá er og tekið fram að „höfuðverkefni ungra Framsókn- armanna á næstu misserum hlýtur að verða, að beita sér bæði fyrir nauðsynlegri endurnýjun innan Fram- sóknarflokksins á sviði stefnumála og starfshátta, auk þess að flokkurinn velji yngri menn til forustu- starfa“. Þeir sem hafa fylgzt nokkuð með framlagi Fram- sóknarflokksins til þjóðmálanna síöustu árin, eiga ef- laust auðvelt með að skilja það, að ýmsir í þeim her- búðum séu farnir að sjá að nauðsyn sé þar á „endur- nýjun stefnumála og starfshátta“. Um stefnumálin er það skemmst að segja, að þau hafa engin verið, nema að vinna gegn þeirri uppbyggingu og endurreisn efna- hagslífsins, sem viðreisnarstjórnin hafði forgöngu um þegar hún tók við þrotabúi vinstri stjórnarinnar. Þessu eina stefnumáli sínu hafa forustumenn Fram- sóknarflokksins flestir reynzt trúir og geta því miður séð þar talsverðan árangur verka sinna. Það er því ekkert undrunarefni, að til skuli vera innan flokksins fjölmennur hópur, sem hefur áttað sig á því, að það er ekki hlutverk stjórnmálaflokka að vinna þjóðhagsleg skemmdarverk, jafnvel þótt það geti aflað þeim fylgis einhverra fávísra sálna um stund arsakir. Þeir sem hafa gert sér grein fyrir þessu í Framsóknarflokknum, er eflaust fólk á öllum aldri, þótt hentugt hafi þótt að láta yngri mennina kveða upp úr um nauðsyn breyttra starfshátta. En jafnframt er víst, að sterk öfl innan flokksins vilja engar breyt- ingar og láta sér fátt finnast um „brölt“ þeirra yngri. En hvað vilja svo ungu mennirnir? Þeir vilja komast að sjálfir, og það er kunnugt að sumum þeirra liggur reiðinnar ósköp á. Þeir eru sannfærðir um eigið ágæti og halda sennilega sumir að þeir séu fæddir til að frelsa landið. Þeir segja að flokkshagsmunirnir séu látnir ráða of miklu á flestum sviðum og flokksvald- ið sé í höndum örfárra manna. Þetta kalla þeir „óða- pólitík“. Þeir ætla svo sem að laga þetta, ef þeir kom- ast sjálfir til valda, og ef til vill er ástæðulaust að rengja þá um að sá sé ásetningur þeirra. En þeir hafa alizt upp í flokki, sem kunnur er að því að láta „skef ja- lausa flokkshagsmuni“ ráða á flestum sviðum og mis- beita pólitísku valdi allra flokka mest, þegar hann hefur aðstöðu tíl. Þeir ætla sér kannski að gjör- breyta siðferðinu í flokknum, og vel sé þeim þá fyrir það. Vonandi er áhugi þeirra ekki aðeins „óðapólitík“ — b.r '•'"s löngun til þess að komast sjálfir sem Þ' ^naforráða. Horfur í Tékkóslóvakíu aldrei ískyggilegri en nú I Moskvu varð Svoboda að hóta sjálfs- morði, ef ekki fengist framgengt, að Tékkóslovakia fengi að halda sjálfstæði „að vissu leyti" — Cernik á óopinberum fundi nteð fréttumönnum. — Hæfustu sonum lundsins rúðlugt uð flýju lund meðun tækifæri er til — Horfur í Tékkóslóvakíu virðast verða æ ískyggi- legri og ekki annað sýnna en að þar verði allt keyrt í viðjar ófrelsis og harð- neskju og margt kemur nú í Ijós varðandi hinn ljóta forleik innrásarinnar og það sem síðar gerðist. NTB-frétt í gær hermdi, að Cernik forsætisráðherra heföi á óopinberum fundi með ríkis- starfsmönnum, bent þeim á að láta þaö berast „til gáfuðustu manna landsins". að þeir ættu að koma sér úr landi meðan enn væri tækifæri til. Hann skýrði frá því á fundinum, að Rússar hefðu gengiö frá lista meö nofnum 2000 manna, sem á að flytja úr landi. Á fundinum / ar Cernik spuröur um persónulegt öryggi ráðherra og svaraöi hann: ÞaÓ getur enginn ábyrgzt. . Cernik sagði, að hann og Alexander Dubcek, flokksleið- toginn, reyndu aö vera eins mik- ið saman og þeir gætu, en Rúss- ar reyndu að hindra það. I Moskvu voru þeir ekki beitt- ir líkamlegu ofbeldi. Hann kvaö Ludvik Svoboda hafa komið fram af miklu hugrekki við samkomulagsumleitanirnar og það var hann, sem bjargaði landinu frá yfirvofandi vá. Leiðtogar Rússa sögðu í við- ræðunum, að þeir myndu „eyði- leggja landið", ef þeir teldu nauðsyn bera tii, og héldu því fram, að þeir hefðu rétt til þess að hernema landið allt til vest- urlandamæra þess. Þegar þetta gerðist risu samningamenn á fætur og bjuggust til útgöngu, en Brjezhnev kom viðræðum af stað aftur. Það var harmsögulegasta augnablik viöræönanna, þegar Svoboda rikisforseti hótaði að fremja sjálfsmorð, ef ekki næðist samkomulag um að landið fengi að halda sjálfstæði sínu að vissu leyti. Hann hótaði þessu, er sov- étleiðtogarnir virtust vera staðráðnir í að hernema landið og stjóma þvi sem eins konar verndarriki. Aftur lá viö, að samkomu- lagsumleitanir færu út um þúf- Brezhnev — forðaði viðræðu- slitum í Moskvu. Svoboda — hótaði að fremja sjálfsmorð. ur, en Brjezhnev kom þeim aí stað enn á ný. Cemik er sagður líða furðu vel eftir atvikum, svo mjög sem á hann hefir reynt, en Al- exander Dubcek úttaugaður, og hefir hann fengið yfirlið nokkr- um sinnum seinustu daga. Samkvæmt heimildum frá þeim, sem sátu fundinn, er talið hyggilegast fyrir alla þá, sem tóku virkan þátt í að efla hreyf- inguna fyrir auknu frjálsræði, að fara úr landi. Cemik á að hafa sagt: — Sjálfur bý ég ekki við neitt öryggi. Hvernig ætti ég þá að geta hjálpað öðmm. Cernik sagöi frá því, er hann var fluttur til Moskvu. Viðkoma var á mörgum stööum. Á sein- asta staðnum var hinum tékkn- esku leiðtogum blátt áfram hent inn f vélina. „Þúsundára hatur“. Emil Zatoptek, íþróttahetja Sovétríkjanna, sagði í gær að meö innrásinni í landið hefði ást Tékka á Sovétríkjunum breytzt í hatur, sem ef til vill yrði ekki upprætt á þúsund árum. Fleiri innrásir? Blaðið Kommúnist i Júgó- slavíu segir, aö Sovétríkin muni „trúlega beita hernámsaðferð- inni í fleiri löndum". Ftokkur demokrata klofinn Vafasamt, að Humphrey takist að sameina hann Þótt Humphrey sigraði og yröi valinn forsetaefni demokrata með yfirgnælandi meirihluta at- kvæða er flokkurinn klofinn og að áliti stjórnmálafréttaritara verður bað meginhlutverk Hump hreys á komandi tfma, hvort sem hann verður kjörinn forseti eða ekki, að sameina flokkinn, og Muskie varaforsetaefni mun að sjálfsögðu veita honum sem hann má. Eugene McCartliy beið ósigur meiri en búizt hafði verið við, en hann fékk þó 601 kjörmanna atkvæöi. Hann sagði á fundi með fréttamönnum í fvrradag (fimmtudag), að hann hefði ekki tekið ákvörðun um þaö, hvort hann myndi styðja Humphrey, en hann kvaöst hafa samráð við þá, sem litu sömu augum á mál- in og hann sjálfur. Mun Víet- namstefna Humphreys — veröi hann kjörinn forseti — ráða mestu um afstöðu McCarthys, og einkanlega er að því kann að draga innan tíðar, að vopnahlé verði gert f Víetnam. Nokkrir óánægðir fulltrúar á flokksþinginu hafa hótaö að ganga úr flokknum og stofna nýjan flokk. Humphrey virðist bjartsýnn á, að honum takist að sameina flokkinn, en ýmsir fulltrúar á flokksþinginu efast um, að hon- um takist þaö. I ræðu þeirri, er Humphrey flutti til þess að taka viö út- nefningu, harmaði hann, aó grípa hefði orðið til slíkra öf yggisráðstafana sem í Chicago og einnig harmaöi hann, hve mikilli hörku var beitt gegn þeim sem komu saman til þess aö mótmæla Vfetnamstefnu stjórnarinnar. Þyrla hefði verið í notkun til þess að flytja þátt- takendur á milli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.