Vísir - 31.08.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 31.08.1968, Blaðsíða 3
▼ Vísitazíuferð á niyndlistarsýn i ngar ▼ VlSIR . Laugardagur 31. ágúst 1968. 3 'WVWWWWSA/VWWWWWWWWWWNA'WWWWVWVWWWWVS/WWWWWW'/WWWVAA/WVWWWVWW/WWWWW' TVTYNDSJAlN komst að því, . að það er næstum fullt dagsverk að skoða myndlistar- sýningar þær, sem nú eru í gangi í höfuöborginni. En óneit- anlega er það góð skemmtun að fara í eina allsherjar yfirreið um borgina og lita viö hjá lista- mönnunum. 1 Hliðskjálf, hinum nýja sýn- ingarsal við Laugaveg, sýnir Sveinn Björnsson myndir sínar. Hann var sjálfur á staðnum, þegar okkur bar að garði, því að sjónvarpsmenn voru þar til að filma á sýningunni. Sveinn er sennilega vanari því að tala við lögreglufréttaritara blaðanna, heldur en óbreytta blaðamenn — ekki svo að skilja, að hann sé afbrotamaður, þvert á móti vinnur Sveinn við að upplýsa glæpi, þar sem hann er rannsóknarlögreglumaöur. Sveinn vildi sem minnst um sínar eigin myndir tala, sagði að þær skýröu sig sjálfar, en aftur á móti lauk hann miklu lofsorði á húsnæðið og ýmsar nýjungar, sem gera uppheng- ingu myndanna auðveldari. Steingrimur Sigurðsson tók sjálfur' á móti okkur í Casa Nova, eða nýbyggingu Mennta- skólans. „Mikið er gaman að sjá ykkur. Ég var aö tala áðan við stúlku frá Alþýöublaðinu, blondínu eins og Marilyn Mon- roe, það hljóta einhver ill öfl að hafa sent hana á mig.“ Hann leiddi okkur um salinn og útskýrði myndirnar, flug- mælskur. „Ég stend og fell með þessari sýningu. Nú gildir al- varan. Ég er spenntur aö sjá hver niðurstaðan veröur.“ Úti í horni í salnum stendur lampi. Skermurinn er máluð gríma. Þetta er verndargripur. Blóm í vasa standa hjá lampan- um. „Flower power,“ segir Steingrímur. Gestir koma inn. Steingrímur snýst í kringum þá. „Skrifa í gestabókina, frú,“ segir hann. Þótt gaman sé að staldra við hjá Steingrimi er ekki til setu boðið. 1 Bogasal Þjóðminja- safnsins er sýning, sem við eig- um eftir að koma viö á. Þar sýnir Jón Jónsson — bróðir Ásgríms. Listamaðurinn er ekki sjálfur við. „Hann er hérna ákaflega sjaldan," segir roskin kona, sem er við innganginn. „Hann kom héma eftir hádegið í smástund. Kom ekkert í gær og kemur ekki aftur í dag.“ Þetta er kyrrlát sýning. Fólk- ið gengur hljóðlátlega milli myndanna og skoöar. Allar myndirnar eru seldur nema fjórar. Ljósmyndarinn, sem er mikill fjármálamaður, reiknar saman í skyndi. „Hann er búinn að selja fyrir 144 þúsund." Verö myndanna er lágt. Frá 2800 upp í 14000. „Ég þakka ykkur fyrir kornuna," segir konan viö inn- ganginn um leiö og við förum, hafandi skoðað sýningar þriggja gerólíkra myndlistarmanna á einum og sama eftirmiðdegi. En þó er ekki öllu lokið enn- þá. Enn er eftir að koma við í Unuhúsi, þar sem Hafsteinn Austmann er að búa sig undir að opna málverkasýningu. Hann er enginn nýgræöingur í kúnst- inni, því aö þetta er sjötta sjálf- stæða sýningin hans í Reykja- vík, en þar aö auki hefur hann sýnt á samsýningum á Norð- urlöndunum og í Þýzkalandi og Frakklandi. „Ég mála eins og Rembrandt," segir Hafsteinn og glottir. Viö hváum. „Já, ég nota sömu að- ferð og hann notaði við að ná vissri litaáferð," útskýrir hann, „og þar meö er skyldleikanum lokið“. Sýning Hafsteins er sölusýn- ing með nokkuð nýstárlegum hætti, því að málverkin eru seld með afborgunarskilmálum og verð þeirra er mjög mismunandi — frá 4000 til 40.000 kr. 1. mynd. Á sýningu Sveins Björnsson- ar var sjónvarpið að mynda. Listamaðurinn sjálfur stend- ur við málverkið, en ungur myndlistarunnandi stendur í hæfilegri fjarlægð og virðir fyrir sér ævintýraheim mál- verksins. 2. mynd. „Ég mála eins og Rembrandt“ sagði Hafsteinn Austmann. 3. mynd. Á þessari mynd sést, talið frá vinstri: Málverk, Steingrímur, verndargripurinn og „Flower- Power“. 4. mynd. „Mikið asskoti er þetta vel málað,“ sagði maðurinn um leið og hann sneri sér við, en þessi mynd er frá sýningu Jóns Jónssonar í Bogasal.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.