Vísir - 31.08.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 31.08.1968, Blaðsíða 9
VÍSIR . Laugardagur 31. ágúst 1968. ss 9 » i t \ \ \ V íM ^ýiÍ^iyWÍiiíiMiW^ &*•'***5 ;: • ' ^!^*.** --'v '■: * < w.vJy.s^vK-: - »-'K'4s>í •• :•<• . v. li#§i! LÆKKUN BYGGINGARKOSTNAÐAR □ Það er eðlilegt að menn velti því fyrir sér í þessu landi nýbygginganna, hvernig hægt sé að byggja ódýrt, án þess þó að slaka á þeim kröfum, sem gerð- ar eru til íbúðabygginga hér á landi. Það á fyrir æði mörgum að liggja einhvern tíma á lífsleiðinni að reisa sér þak yfir höfuðið hér á landi og því skyldu menn ekki leggja hausiim í bleyti, til þess að finna ódýrustu leiðina út úr byggingarógöngunum. J^ækkun byggingarkostnaðarins hefur verið meira rædd síö- ustu misserin en nokkurn tíma áður. Sú hreyfing, sem komizt hefur á umræður um byggingar- mál vegna Byggingaráætlunar- innar og framkvæmda hennar er ekki hvað sízt runnin frá þessu vandamáli. Þessar umræður hafa þó frá- leitt leyst vandann. Hver ein- staklingur og hvert einstakt fé- lag eða stofnun, sem við bygg- ingar.fást, velta byggingarkostn- aðinum, fyrir sér og hvemig hon- um megi koma sem mest niöuf og margir þykjast þeir leysa vandann í hverju einstöku til- felli. En heildarrannsókn á bygg- ingarkostnaöi er ekki fyrir hendi hér á landi ennþá og verður kannski seint. Fræðilega verður því ekki slegið föstu hvort hinn raunverulegi byggingarkostnaö- ur sé of hár hér á landi. Menn hafa hins vegar rétt til þess að tala um eðlilegan byggingar- kostnað miöað við núverandi á- stand, og út frá því er hægt um vik að dæma um óeölilegan bygg ingarkostnaö. 10 manna nefndin. Þetta gerði Vísir á sinum tíma og olli miklum deilum og blaða- skrifum, sem síðar leiddu til þess meðal annars aö iönaðar- menn kröfðust þess aö skipuð yrði nefnd til þess að fjalla úm byggingarkostnaðinn. — Þessi nefnd hljóp af stokkunum í fyrra og skipaði ráöherra í hana tíu menn. Ennþá hefur þessi nefnd ekki sent frá sér neina á- lyktun um byggingarkostnaðinn, en hún mun hins vegar vera bú- in aö viða að sér nokkrum gögn- um til rannsókna á. — Nefnd þessi á ærinn starfa fyrir hönd- um, þar sem t. d. hliðstæðar rannsóknir erlendis eru byggðar á upplýsingum um þúsundir í- búða, tölulegar upplýsingar um raunverulegan byggingarkostnað margra hliðstæðra bygginga. Það sem gerir slíkar rannsókn ir hvað erfiðastar hér á landi er það, hversu mikið af kostnaðin- um er falinn og ekki hægt aö gera viðhlítandi grein fyrir hon- um. Þar kemur einkum til vinna húsbyggjenda sjálfra við bygg- ingarnar og hana er erfitt að meta réttilega. — Þannig mun nefndin hafa takmörkuð not af bókhaldi ýmissa húsa, þó að hún vildi viða að sér gögnum til rannsókna. Margir með lausnina! Og þar sem ekkert ákveðið hefur komið frá hálfu hins öpin- bera um byggingarkostnaðinn og lækkun hans verða menn að halda áfram aö leggja hausinn í bleyti hver fyrir sig. Auk þess eru nú starfandi tvær stofnanir, sem vinna aö vissu marki á lækk un á byggingarkostnaði. Fram- kvæmdanefnd byggingaráætlun- ar og Einhamar, félag bygging- ariðnaðarmanna. Þessar stofn- anir hafa hins vegar hvergi kom- ið sér saman um hlutina, langt í frá, eins og ráða hefur mátt af skrifum þessara aðila í blöð- um að undanförnu. Framkvæmd byggingaráætl- unarinnar hefur sætt mikilli gagnrýni eins og vera ber, en því verður þó ekki neitað að þar er á ferðinni nýjung, sem hvar vetna eru bundnar við miklar vonir um lægri byggingarkostn að. Þetta stórátak í íbúðar- byggingum hér á landi hefur enn þá ekki gefið afleita reynslu, þó aö íbúðirnar í Breiðholts- hverfi yröu ekki eins ódýrar og meijh hugéu. Og þar éru ekki öll kurl komin ti! grafar þar sem eftir er að reisa meiri hluta þess húsnæðis, sem upp haflega var ætlað og Fram- kvæmdarnefndarmönnum hefur væntanlega lærzt mikið á fyrsta sprettinum. Þannig hafa menn velt þessu erfiða dæmi fyrir sér, hver i sínu horni, og lausnirnar eru nærri jafnmargar reiknings- mönnunum, en engin algild. - Og það verður trúlega seint gefin ,,patent“ lausn til lækk- unar byggingarkostnaðinum, hvaö sem öllum rannsóknum og tilraunum líður. Hér skal að- eins bent á nokkur atriöi, sem eru ofarlega á baugi varðandi þetta stóra spurningarmerki byggingarmálanna; lækkun byggingarkostnaöar í Stöðlun Ýmsar bollaleggingar' hafa heyrzt um stölun vissra hluta til húsbyggip;^ og slíkt myndi sjálfsagt leiöa til spárnáðar, ef þaö kæmist á í einhverju mæli. Hér á landi er nær enginn hlut ur framleiddur til bygginga, staölaöur, nema ef vera skyldi hurðir. Gluggar, innréttingar allar og annað slíkt er teikn- að sérstaklega fyrir hverja íbúð, hvert hús, eða í lægsta tilfelli húsa„grúppu“. — Það gefur að skilja, hversu mikill sparnaö- ur yrði til dæmis að því að eld húsinnréttingar yröu staðlað- fyrir fjölbýlishús, svo lítiö dæmi sé tekið. — Þar með væri hins vegar tekiö fyrir frumlegar tiltektir húsbyggjenda sjálfra og arkitektum yröi þrengri stakkur skorinn. Slíkt myndi skapa grundvöll fyrir fjölda- framleiöslu á eldhúsinnrétting um hér á landi og miklu ódýr- Myndin er af stálsteypumótum í notkun. ari framleiöslu væntanlega en hingaö til hefur tíökazt. — Við byggingu húsa framkvæmda- nefndarinnar í Breiöholti hefur að vissu marki verið fariö út fjöldaframleiöslu á mörgum byggingarhlutum með stórum út boðum._— Útboð á eldhúsinn- réttingum u.rðu eitt hiö hagstæö asta, sem kom út úr því. Stór verkefni Menn eru ekki á sama máli um það, hvort stór verkefni, eins og Byggingaráætlunin, sé vel til þess fallin að lækka byggingarkostnaö. sízt ef hið opinbera á að standa algjörlega að slíkum framkvæmdum. Hins vegar hafa slíkar framkvæmdir marga augljósa kosti, sem ó- mögulegt er aö loka augunum fyrir. Þær hljóta að leiöa til hagkvæmni í innkaupum, bæði á byggingarefni og tækjum viö framkvæmdir. Viö þær er ávallt hægt að nota fullkomnustu byggingartækni. Slíkar fram- kvæmdir hljóta og aö ýta undir fjöldaframleiöslu og verksmiðju framleiðslu — og þar meö fækkun vinnustunda á bygging arstað. — Framkvæmdirnar í Breiöholti hafa óneitanlega ýtt undir nýja byggingartækni hér- lendis, til dæmis við uppsteypu húsa og framleiöslu á steyptum einingum og skapað nokkra reynslu í þessum efnum. Hins vegar vilja slíkar fram kvæmdir hlaða á sig skrifstofu kostnaði, ekki sízt bar sem hiö opinbera er annars vegar. Sjálfstæöar byggingarsamsteyp- ur væru sjálfsagt heppilegri aö- ili til þess aö framkvæma slíkt stórverkefni f framtíðinni og þyrftu byggingariðnaðarmenn að taka slíkt til alvarlegrar at- hugunar. Fyrsta skrefið hafa þeir þegar stigið með stofnun Einhamars og þeim áformum, sem þar eru. á döfinni. ins vegar má ekki vanmeta hlut ríkisins, sem hrindir af stað brautryöje: dastarfi á þessu sviði með byggingunum í Bre'ð^f'lti hversu sem til tekst. Iðnaðarmenn hafa réttilega 10. sfða eru færar? ÉinM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.