Vísir - 11.09.1968, Side 5

Vísir - 11.09.1968, Side 5
VlSIR . Miðvikudagur 11». september 1968. s Blómaskreytingar og hlutirnir, sem þarf til þeirra Olómaskreytingarnar, sem sýndar voru í Blómahþllinni í Kópavogi um helgiija, drógu að sér hundruð kvenna. Blóm og Þessi skreyting er úr hvítum crysanthemum, bleikum búkett rósum og hvítum nellikum og kostar kr. 435. Undirstaðan er skál, en blómunum er stundið niður „mosy“. konur hafa alltaf verið nátengd eða hvernig stæði annars á því, að konur hafa hingað til nær eingöngu notið þeirra forrétt- inda að fá blóm til gjafa. Kon ur hafa einnig mikinn áhuga á að afla sér þekkingar á blóma- skreytingum bæði á gjöfum og einnig til heimilisprýði. Með ýmsum hjálparmeðulum eru skreytingar nú orönar mjög auð veldar og skýrum viö frá því hér á eftir. Japanir hafa verið þekktir fyr ir blómaskreytingar og hefur engin þjóð komizt í hálfkvisti viö þá í þeim efnum. Þar í landi eru hlómaskreytingar list- grein, sem vandað er til. Aðal- einkenni japanskra blómaskreyt inga er einfaldleiki og ættu kon- ur að hafa það í huga aö of- hleðsla á aldrei við, ef góður árangur á að nást. Jón Björgvinsson í Blómahöll inni gaf okkur nokkrar leiðbein ingar varðandi skreytingarnar og hér eru þær. Þegar skrevtingar eru útbún- ar fyrir borð, er fyrst fyrir að huga að undirstöðunni. Hún get ur verið öskubakki, falleg skál, spegill, kaffibakki með brún og annars allt, sem ykkur dettur í hug. Einkar fallegt er að nota kerti ásamt blómunum til skreyt inga. Einnig má benda á ávexti, sem geta komið mjög ofesssynti- lega út. Þá er röðin komin að því vandamáli hvernig á að festa blómin. Nú má segja að_ þetta vandamál sé úr sögunni. Á mark aönum fæst núna efni, sem kall ast „oasis" eða „mosy“ og er selt í pökkum (má líkja því einna helzt viö harðan svamp). Þetta efni er bleytt í vatni og blómunum stungið í það. Efnið eða köggullinn hefur það mikla festu og þunga að jafnvel blóm, strá og önnur skreytimeöul á háum legg standa í þv£ án þess að þarfnast frekari stuðnings. Einn pakki af ,,mosy“ kostar kr. 18 og á að endast í 2-3 skreytingar. Betra er að stinga blómunum í þetta efni, þegar það er blautt. Ef þið ætlið aö beygja blómin kaupið þið vír, sem fæst einnig í blómaverzlun- um. Gott er líka að hafa hann v við höndina, ef þið hnýtið slauf- ur á skreytingarnar sjálfar. Þá er röðin komin að blómun- um. Þær ykkar, sem hafa eigin garð, ættu nú að nota tækifær- ið meðan blómin skarta sínum fegursta lit og um leið að spara ykkur þann eyrinn. Þá má benda á pottaplöntur. Þegar þarf að klippa þær til eða t.d. skei;a af hengiplöntu er tilvalið að nota afraksturinn til skreytinga. Við minntumst áðan á kerti og á- vexti, sem tilvalið er með blóm- um. En það má nota miklu fleiri hluti og sparið þá ekki £- myndunaraflið. Grænmeti getur verið frumlegt til borðskreyt- inga, slaufur eru ekki óalgeng skreyting og til að spara ykkur tímann og ef einhverjar ykkar eru ekki allt of lagnar við að binda slaufur þá eru til sjálfbind andi slaufur, og kostar metrinn af þeim kr. 10. Þær slaufur eru t.d. tilvaldar til skreytingar á pökkum. Þessar sjálfbindandi Hér sjáum við hvernig hægt er að gera litla gjöf að stórri. Kolan sem hægt er að nota t.d. sem konfektskál er skreytt með baldursbrá og rauðum nellikum. Skreytingin kostar 125—150 kr. slaufur eru á þann veg, að togað er í einn þráöinn £ borðanum og slaufan hnýtist' af sjálfu sér. En höldum áfram, kalviður ei; skemmtilegur til skreytinga, trjábörkur, lyng og ekki má. gleyma grjóti, sem hefur verið notað með góðum árangri £ Blómahöllinni. Ef tiltaka á eina reglu viö blómaskreytingu er hún sú, að láta blómin aldrei standa £ sömu hæð f skreytingu. Og hvernig á að láta blómin endast £ skreytingunni? Setja þau á kaldan staö yfir nóttina og sjá um að þau skorti aldrei vatn. Og £ lokin má bæta þvi við, að litla gjöf má gera stóra með skreytingunni, hvort sem hún er úr blómum eða öðru þvf, sem hugarflugið býður ykkur. Borðskreyting á spegli og með kertum. Söluskattur í Kópavogi Atvinnurekstur söluskattsgreiðenda annars ársfjórðungs 1968 verður stöðvaður að liðn- um átta dögum frá birtingu þessarar auglýs- ingar, ef ekki eru gerð full skil fyrir þann tíma. Sama gíldir um nýálagðar víðbætur sölu- skatts vegna eldri ára. 1 Bæjarfógetinn í Kópavogi. TIL SÖLU Opel Capitan ’62 allur yfirfarinn, góður bíll ekinn 92 þús. km. Skipti á minni bíl koma til greina. Hef kaupendur að Volkswagen ’65—‘68. Bílasalinn við Vitatorg. Sími 12500 og 12600. Byggingarfélag verkamanna, Reykjavík. TIL SÖLU tveggja herbergja íbúð í I. byggingarflokki. Þeir félagsmenn, sem neyta vilja forkaups- réttar að íbúðinni, sendi umsóknir sínar í skrif- stofu félagsins Stórholti 16 fyrir kl. 12 á há- degi fimmtudaginn 19. september n.k. Stjómin. NYKOMIÐ Amerískar molskinnsbuxur 50% terylene með brotum sem ekki fara úr við þvott (Kora tron) einnig vinnuskyrtur, straufríar, amerísk úrvalsvara frá Amvil. Ó. L. Laugaveg 71 TIL SOLU Taunus 12M model ’64 fæst fyrir skuldabréf 2ja—5 ára. Uppl. í síma 12500 og 12600 Bílasalinn við Vitatorg Miðstöðvarketill 25 til 30 ferm. miðstöðvarketill óskast keypt- ur. Uppl. eftir kl. 19 í síma 83294. mmtamm

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.