Vísir


Vísir - 11.09.1968, Qupperneq 8

Vísir - 11.09.1968, Qupperneq 8
V í S1R . Miðvikudagur 11. september 1968. 8 VÍSIR Otgetandi: Reykjaprent h.l Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulitrfii: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: ^ðalstræti 8. Slmar 15610 .11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjóra: 1 augavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr 115.00 á mánuöi innanlands I lausasöl j kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f.______________________ Vestfirðingar jborðu Sambúðin í hjónabandi verkalýðssinna og kommún- ista í Alþýðubandalaginu hefur frá upphafi verið slæm og fer stöðugt versnandi. Hinir svonefndu Hannibal- istar virðast hafa gengið í hjónabandið í þeirri sælu trú, að verið væri að stofna lýðræðislegan flokk. Þeir telja með réttu, að meirihluti kjósenda Alþýðubanda- lagsins sé lýðræðissinnaður, og hafa viljað haga starfi og stefnu flokksins í samræmi við það. En slíkt var aldrei ætlun hins aðilans í hjónabandinu, hinna gömlu kommúnista, eins og greinilega hefur komið á daginn. Kommúnistarnir náðu fljótlega undirtökunum í Al- þýðubandalaginu og hafa síðan hert þau smám saman. Þeir eru gagnkunnugir skipulagi slíkra vinnubragða, en Hannibalistarnir eru hins vegar hálfgerðir leik- menn í skipulagsbrellum af þessu tagi. Eftir harðan leik náðu kommúnistar Reykjavíkurdeildinni á sitt vald og hafa síðan haft lykilaðstöðu i Alþýðubanda- laginu. Lýðræðissinnarnir í bandalaginu hafa orðið að þola margar auðmýkingar. Þeir hafa oft verið furðúlegá þolinmóðir, en stundum hafa þeir risið upp gegn kúg- urum sínum. Þeir höfðu manndóm til að bjóða sérstak- lega fram í Reykjavík við síðustu kosningar. En bar- áttan innan bandalagsins er vonlausari en nokkru sinni fyrr. Kommúnistarnir eru fastir í sessi og beita Þjóðviljanum óspart cil að klekkja á Hannibal og Birni og fylgifiskum þeirra. En óskhyggjan er ekki alltaf skynseminni yfirsterk- ari hjá lýðræðissinnunum í Alþýðubandalaginu. Á Vestfjörðum hafa þeir nú gert uppreisn. Á kjördæm- isþinginu, sem haldið var um síðustu helgi á ísafirði, sagði um helmingur fulltrúa skilið við Alþýðubanda- lagið og mótmælti harðlega yfirgangi kommúnista í því. Jafnframt skoruðu fulltrúarnir á alla lýðræðis- sinna að gera slíkt hið sama. í yfirlýsingu þeirra brýzt út gremjan, sem grafið hefur um sig í Alþýðubanda- laginu, einkum úti á landsbyggðinni, vegna gerræðis kommúnista í framkvæmdastjórn bandalagsins. Segja Vestfirðingarnir sjónarmið lýðræðissinna vera fótum troðin og hunzuð í bandalaginu. Alþýðubandalagið hefur því á Vestfjörðum klofnað í meirihluta Hannibalista, lítinn hóp kommúnista og allstóra fylkingu manna, sem hafa ekki enn ákveðið, hvorn aðilann þeir vilji styðja. Með þessari skurðað- gerð hafa lýðræðissinnarnir í Alþýðubandalaginu á Vestfjörðum þorað að viðurkenna þá staðreynd, að ekki er hægt að vinna meo kómmúnistum, án þess að tapa á því. Þeir hafa einnig skorað á skoðanabræður sína í öðrum kjördæmum að horfast í augu við sömu staðreynd. Stjórnmálunum á íslandi væri mikill greiði gerður, ef lýðræðissinnar í Alþýðubandalaginu færu almennt áð fordæmi Vestfirðinga og létu kommúnistana ein- angrast í litlum sértrúarflokki. Slíkt væri veigamikill þáttur í þeirri endumýjun stjórnmálanna, sem nú er svo ofarlega á baugi. JÓNAS KRISTJÁNSSON, ritstjóri: OKKAR ANDANS FORUSTUSAUÐIR amansamur maður sagði einu sinni, að stétt vitanna eða intelligenzían einkenndist af mönnum, sem töluðu valds- mannslega um málefni, er þeir hefðu ekkert sérstakt vit á. Eins og öðru gamni fylgir þessu nokkur alvara. Vitar fylgja gjarna fordæmi Krists og tala eins og þeir, sem valdið hafa, enda eru þeir sér þá meðvitandi um andlegt forustuhlutverk sitt. Þaö einkennir einnig vita, að þeir eru yfirleitt ekki sérfræð- ingar á þeim sviðum, sem þeir fjalla um. , 1 fyrstu grein minni um intelli- genzíuna nefndi ég örfá dæmi um vita á íslandi og nokkur mál- efni, sem slíkir menn hafa unn- ið að. Þar útskýrði ég einnig, að ég kysi að kalla þessa menn „vita“ á íslenzku, vegna þess að þeir vilja vera eins konar vitar, er lýsi upp myrkriö í þjóðlífinu. En nú er tímabært að víkja nán- ar að þvi, sem fræðimennimir segja um þessa stétt manna. Félagsleg gagnrýni T ienn eru sammála um, aö stétt vitanna sé lauslega tengdur hópur manna, sem hafi tekið að sér visst andlegt for- ustuhlutverk í þjóðfélági nútím- ans, vegna menntunar sinnar, sköpunarverka og skoðana. Aðaleinkenni vitanna er hin fé- lagslega gagnrýni þeirra. Vitar eru yfirleitt engir já-menn, held- ur hálfgerðir utangarðsmenn, ó- útreiknanlegir, ónæmir fyrir freistingum valdsins, fullir grun- semdar gagnvart ráðamönnum og telja sig gjarna fulltrúa skyn- seminnar og upplýsingastefnunn ar í þjóðlffinu. Þeir vilja sem sagt lýsa upp myrkrið, sem þeir telja vera í þjóðlífinu. Varhugavert er að rugla hug- takinu „vitar“ saman við hug- tökin „hinir læröu“ eða „menntamenn". Menn geta vel verið vitar, þótt þeir hafi enga skólagöngu að baki. Menntunar- stigið ræður ekki ú^Slitum. Hins vegar er töluverður hluti vita- stéttarinnar háskólamenntaður. Prófessorar eru til dæmis víðast hvar fjölmennir í flokki vita. Margir vitar gegna störfum, sem eru þess eðlis, að þeir eru sínir eigin húsbændur í starfi. Það eru listamenn og ýmsir há- skólaborgarar, svo sem læknar og verkfræðingar. Vitar eru jafn- an fjölmennir í hópi þeirra, er framleiða sjálfstæð, andleg verð- mæti, svo sem skálda, rithöf- unda, listmálara, téiknara, myndhöggvara, tónlistarmanna, tónsmiða, Ieikara, leikstjóra, blaðamanna, bókmenntafræð- inga, arkitekta og annarra slíkra. Ef prófessorum og kennurum er bætt viö upptalninguna, nær hún yfir meginþorra vitastéttarinnar. En að sjálfsögðu eru menn ekki sjálfkrafa vitar, þótt þeir gegni slíkum störfum. Forstjóri \og eigandi milljóna- fyrirtækis getur verið viti og eignalaus Hafnarstrætisróni get- ur einnig verið viti. Oftast skipta peningar litlu máli í lífi vitans. Yfirleitt má segja um vita, að fátt sameini þá. Fjárhagsaðstæð- ur þeirra, menntun og starfsvett- vangur eru of margvísleg til þess, að það tengi stéttina sam- an. Miklu fremur einkennir þaö stétt vitanna, að þeir eru raun- verulega stéttlausir, hversu mót- sagnakennt sem það kann að virðast. Mér hefur dottið í hug, að í tafli stéttanna megi setja vitana til hliðar við stétt forstjóra. Hlutverk forstjóra og sérfræð- inga þeirra er að efla og þróa þjóðfélagið í núverandi mynd þess á hverjum tima. En hlut- verk vitanna er aftur á móti að breyta núverandi mynd þjóð- félagsins. Þannig gegna þessar tvær stéttir, hvor á sinn hátt, meginhlutverki í þjóðfélaginu umfram aðrar stéttir. Tii samans eru þær kjölfesta og hreyfiafl þjóðfélagsins. Afrekaskráin er löng TyTyndun nútima þjóðríkja úr hálfvilltum þjóðflokkum er fyrst og fremst verk vitastéttar- innar. Hún stendur að baki laga- setningar, stjómskipunar og þjóðemisvitundar nútímans. Þaö er hún, sem um langan aldur. hefur verið mesta driffjöður þeirrar þróunar, sem hefur leitt til myndunar hins borgaralega þjóðfélags nútímans, þar sem byggt er á kapitalistískum grunni með ivafi sósíalistískra þátta. Margir telja, að vitar hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið sem stétt í Dreyfusarmáiinu i Frakklandi árið 1894. Þá sam- einuðust andans menn i Frakk- iandi í baráttu gegn dómi her- réttarins, sem dæmdi á fölskum forsendum liðsforingjann Dreyf- us til ævilangrar útlegðar á Djöfiaey. Vitamir unnu sigur. Síðan hafa áhrif stéttarinnar aukizt og margfaldazt. En þró- unin hefur verið breytileg eftir löndum. Um það má taka sem sýnishorn þrjú ríki, þar sem risið hafa upp öflugar stéttir vita, Frakkland, Bretland og Bandaríkin. í Frakklandi veröa vitar gjama frægir menn og dáöir sem heimspekingar. Vettvangur þeirra er oftast kaffihús París ar eða kjallaragreinar blaða og tímarita. I Bretlandi ganga vitar gjarna í yfirstéttina eða verða háttsettir embættismenn rikis- ins. Vettvangur þeirra er starfið sjálft, fremur én greinaskrif og samræður. í Bandaríkjunum eru háskóiamir miðstöðvar vitanna og vettvangur þeirra. Þar hafa þeir nýlega sýnt mátt sinn I bar- áttunni fyrir kjöri McCarthys öldungadeildarmanns i embætti forseta Bandaríkjanna. Vafa- laust verður sú herferð ekki þaö síðasta, sem fæðist í herbúðum vita þar vestra. Svo er það rómantíkin \7'itastéttin hefur fram til þessa fremur einkennzt af hug- vísindalegum bakgrunni en raun- visindalegum. Þessi staöreynd er meginástæða hinnar miklu gagn- rýni, sem fræðimenn hafa beint aö stétt vitanna. Bókmenntalegir menningarvitar, þ.e. höfundar og gagnrýnendur, sem hafa ekki sérfræðiþekkingu á neinu á- kveðnu sviði þjóðlífsins, eiga mikinn þátt í að móta skoðanir menntaðs fólks og meginþátt í að skilgreina og dæma um sið- ferðisstig þjóðfélagsins. Þeir eru hin nýja klerkastétt. Og þessu veigamikla hlutverki valda þeir ekki í tækni- og raunvísinda- þjóðfélagi nútímans. Rómantískir og þjóðemissinn- aðir vitar sviku lýðræðiskerfið, þegar öfgastefnumar nazismi, fasismi og kommúnismi risu tii vegs á fyrri hluta þessarar aldar. Það hefur jafnan fylgt vitum, að þeir gagnrýna miskunnarlaust hina smæstu galla lýðræðisríkj- anna, þar sem þeir lifa, en eru mjög hjartastórir gagnvart hin- um verstu giæpum alræðisrikja. íslenzkir vitar hafa t.d. verið máldrjúgari um byltinguna f Grikklandi en árásina á Tékkó- slóvaklu, sem er þó sjáanlega verri af tvennu illu. Hinum rómantisku vitum hættir oft við rikisdýrkun og al- ræðisdýrkun. Vitar eru og eiga að vera gagnrýnir í garð stjórnmáiamanna. Þessi gagn- rýni ieiðir oft til fyrirlitningar. Þá er skammt yfir í, að vitamir iaðist til fylgis við stjómmála- hreyfingar, sem lofa að „hreinsa út" eftir borgaralega vanstjóm- un. Þannig hafa rómantískir vit- ar átt mikinn þátt f framgangi öfgastefna og rfkisdýrkunar á þessari öld. Að unnum sigri hafa svo hin grimmilegu örlög vit- anna orðið sú að verða stirðnað- ir ídeólógar alræðiskerfa. Kredd- an hefur löngum verið sfðasta athvarf hinna rómantísku vita. En nú era komnar til sögunn- ar nýjar uppsprettur vita. Alls konar vísindamenn, verkfræð- ingar og arkitektar, tölfræðing- ar og stjómunarsérfræðingar, viöskiptafræðingar og hagfræð- ingar, flykkjast í vitastéttina. Þessir menn skiija þjóðfélag nú- tímans að sjálfsögðu betur en gömlu, hugvísindalegu vitarnir. Fyrir bragðið stendur vitastéttin traustari fótum en áður. Farið er að taka meira tillit til hennar en áður og aukizt hefur eftir- spum eftir vitum f 'atvinnulífi, stjómmálum og embættis- mennsku. Af sérstökum ástæðum, sem eru efni næstu greinar, er þessi þróun skemmra á veg komin á íslandi en víðast annars staðar vestrænum löndum. Við búum enn við yfirráð rómantískra menningarvita. Sú staöreynd getur orðið okkur örlagarik, áð- ur en yfir lýkur. Næsta grein birtist hér á morgun Nokkur rit um vita: Aron: L'Opium des intellectu- els, París 1955. Benda: La trahison des clercs. París 1927. Kristol: The troublesome intell- ectuals. Birt í Dialogue 1968. König: Intelligenz. Birt í Soz- iologie. Frankfurt 1958. Shils: The intellectual in devel- oping nations. Dialogue 1968. The torment of secrecy. London 1956. Schumpeter: Capitalism, Social- ism and Democracy. New York 1942.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.