Vísir - 11.09.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 11.09.1968, Blaðsíða 9
VÍSIR . Miðvikudagur 11. september 1968. / REGLUSOM OG BARNLAUS HJON GETA ALLTAF FENGIÐ HÚSNÆÐI VISIR skyggnist um á húsaleigumarkaðinum ■ Fólk þarf að hafa þak yfir höfuðið. Við getum þó í okkar þjóðfélagi hvorki búið í hellum né í snjóhúsum, og við leggjum þunga áherzlu á að koma okkur fyrir í hlýjum og skjólgóðum íbúðum. íslend'ngar byggja* mikið. Samt verða margir að leita til húsaleigumarkaðarins og taka húsnæði á leigu. Þetta eru að sjálfsögðu hinir efnaminni og þá einkum ungt fólk, sem byrjar búskap. Margir standa í ströngu við að fá viðunandi búsnæði og rísa undir hárri leigu. Sagan af basli ungra hjóna Sem dæmi um erfiðleika ungs fólks, sem nýlega hefur fest ráð sitt og hyggst stofna heimili, má segja stutta sögu. Hjón á miöjum þrítugsaldri leituðu sér leiguhúsnæöis, tveggja herb- ergja, þar sem tekjur fyrirvinn- unnar leyfðu aðeins um 4000 kr. mánaöareyðslu til slíkra þarfa. Bamleysi þeirra reyndist þungt á vogarskálinni og bætti hag þeirra í augum leigusala. Þau auglýstu í blaöi. Samt stóö i mánaðarþófi, áður en aðgengi- leg tilboð bárust. 1 þessum verö flokki reyndust falar ýmsar vist arverur, sem naumast gátu tal- izt mannabústaöir. Nálægt sjó í miðbænum var til boða húsnæöi fyrir 4000 krónur á mánuöi. Ibúðin var ómáluð og i algerri vanhirðu, enda treystist eigand inn ekki til að auglýsa hana op- inberlega, heldur pukraðist viö að fá leigjanda. Helzti ágallinn var þó sá, að ekkert salemi var í íbúðinni, heldur þurfti að klöngrast niður krókótta stíga og ganga dimman gang í húsi, þar sem voru 3 hæðir, niöur í kjallara til að ganga nauðþurfta sinna. Urðu hjónin frá að hverfa hnuggin í bragöi. Á hentugum stað í Austur- bænum voru föl á sama verði hýbýli, sem áður höföu verið notuð sem einhvers konar iðnað arhúsnæöi. I „eldhúsinu" var geymir einn mikill, sem vandséð var, til hverra nota væri. Vaskur og eldavél voru ryöguð. Alls konar furðul. skápar vom einnig í þessu herbergi, sem virtust alls óhentugir við eldhússtörf. Bað- ker var uppi á háalofti og þurfti að ganga fram hjá annarri íbúð til þess að komast þangað. Kona sú, er húsnæðið átti, lýsti því yfir, að íbúðin væri að visu ekki fullkomin, en hún hygðist nota leigutekjurnar til aö endurbæta hana. Hvemig henni kom til hugar að framkvæma þessa á- ætlun fyrir fjórar þúsundir á mánuði, þegar tekið hefði nokk- ur ár aö gera húsnæðið íbúðar- hæft, skal ósagt látið, ef til vill ekki ótítt, að leigusalar fái svo „snjallar" hugmyndir. Við skiljum samt ekki við ungu hjónin I þessum vandræð- um, sem betur fer. Vel rættist úr um húsnæöi, og munu þau una glöð við sitt, nokkurri lifs- reynslu ríkari. „Verið frjósamir og uppfyllið jörðina“ íslendingar munu „reglusam- astir“ allra þjóða. Þetta kynni sumum að finnast öfugmæli, en ekki veröur annað séð af aug- lýsingum um húsnæði. Það er sjaldséð, að óskað sé eftir hús- næði, án þess að auglýsandi lýsi yfir algerri „reglusemi". — Leigusalar taka lika gjaman fram að þeir vilji fá reglusaman leigjanda. Þetta er auðvitaö góðra gjalda vert. En er það verð ur svo algengt, sem raun ber vitni, hætta slíkar yfirlýsingar þó að hafa nokkurt raungildi. Næst á eftir regluseminni kem ur barnleysið. Raunar kenna trúarbrögöin okkur, að við eig- um að vera frjósöm og uppfylla jörðina okkar. Þjóðhagslegt gildi margra erfingja er ef til vill ekki eins augljóst í iðnaðar- þjóðfélagi og þaö var í land- búnaðarþjóðfélögum, þar sem fleiri börn táknuðu strax á unga aldri aukið vinnuafl fyrir heim- ilið. Þá teljum við okkur ekki hernaðarþjóðfélag, sem þarf -ð ala unga menn sem fallbyssu fóður handa herforingjum. Allir eru samt samdóma um kosti blessaðra barnanna nema þá helzt leigusalar. Þeir amast oft mjög við því, að börn séu í fjölskyldu, sem hyggst taka hús- næði á leigu. 4.500 lágmark fyrií^', 2ja herbergja ibúð Viö athugun á húsnæðismark aðinum kemur í Ijós, að í Rvík er áberandi hin stöðuga hækk- un húsaleigu undanfarin verð- bólguár og einnig síðustu vik- umar. Hinar títtnefndu tveggja. herbergja íbúðir í sæmilegu hús næði munu þessa dagana vera leigðar nýjum leigjendum á minnst 4.500 krónur á mánuöi og sums staðar mun meira. Margir eru svo lánsamir að hafa leigt sér húsnæði fyrir nokkurn tíma, en þá hækkar húsaleigan tregar en ella. Eitt herbergi fæst naumast undir 1.500 krónum, og 1.800 krónur eru oft nefndar, er sþurzt er fyrir um herbergi. — Blaðadeilur hafa staðið und- anfarið milli Framkvæmdanefnd ar byggingaáætlunar og sam- starfsfélagsins Einhamars og fjalla um kosti og galla fram- kvæmda hins opinbera í Breið- holti. Einhamar nefnir þar verö íbúða í Hraunbæ 18 til 20. Þær eru tilbúnar undir tréverk, öll sameign fullfrágengin og lóö sléttuö. Verðið er þetta: 2ja herb. kr. 550.000 3ja herb. kr. 750.000 4ra herb. kr. 850.000 40 þúsund á ári í þessar greiðsl- ur af um 580 þúsund króna láni, eða um þrjú þúsund á mán- uði. Þessar tölur eru auðvitaö ekki nákvæmar, en þær eiga að sýna samanburð við aö taka íbúð á leigu. Auövitaö lánar Húsnæðismálastjóm ekki fulla fjárhæð byggingarkostnaöar. Menn þurfa aö eiga eitthvert stofnfé, leggi þeir út í slíkt, eins og sést á mismun heildarbygg- ingarkostnaöarins og lánsfjár- hæðinni. Þá koma lán hins op- tekna. Hinir tekjuhærri vilja betra húsnæði en hinum fátæk- ari er unnt að veita sér, ef til vill einbýlishús i staö íbúðar í fjölbýlishúsi. Hinir „ríku“ búa ef til vill í „villum“ i útjaðri borgarinnar. Hér á landi er þó mikill hluti fólks í eigin hús- næði. Það orsakast af almennri velmegun, og þeim óskadraumi hvers dugandi Islendings að eignast þak yfir höfuðið. Eig- andaíbúðir í Reykjavík hafa komizt upp í meira en 60 af hundraði alls íbúðahúsnæðis í borginni, og hefur þaö hlutfall farið stöðugt hækkandi síðustu áratugi. Víða erlendis eiga hins vegar fáir fjársterkir aðilar meginþorra húsnæðis, til dæmis „heilar götur“ og leigja hinum efnaminni. Þetta hefur þó einnig breytzt á Vesturlöndum eftir heimsstyrjöldina með auknum stuðningi opinberra aðila við efnalítið fólk og vaxandi stuðn- Strax um hádegisbilið flykkjast menn í afgreiðslu blaðsins til að missa ekki af „strætis- ,^a^pinipn‘‘, verða fyrstjr til að krækja sér í húsnæði, sem auglýst er. 3snujnre/f,- .-.v, >ne ti . ____ .. , : ' Þá telur Einhamar, að kosta muni um 150 þúsund krónur aö fullgera fjögurra herbergja íbúð, eins og þær gerast í Hraunbæ, svo að þær séu sam- bærilegar við íbúöir Fram- kvæmdanefndar í Breiðholti. Þótt Framkvæmdanefnd beri brigður á þessa útreikninga og telji kostnaðinn meiri, ætti 4ra herbergja íbúö naumast að fara umfram 1.100.000 krónur, sem auövitaö er gífurlegt fé í augum hvers almenns borgara. Heildar- kostnaður við byggingu 2ja og 3ja herbergia íbúöa ætti að vera um 750—950 þúsund, sé miðað við þetta. ______.j... ________0.. Húsnæðismálastjórn veitir Sæmilegar þriggja herbergja í- verúlegar fjárhæðir til lána til búðir eru sjaldan leigðar fyrir húsbygginga_ Munu þau minna en 6.000—7.000 krónur og fjögurra herbergja íbúðir 7.500—8.000 krónur. Þetta eru yfirleitt lágmarksverð. Þegar húsaleiga er orðin þetta há, kem ur mjög til álita, hvort ekki sé hagkvæmara að byggja sjálfur. hæst vera rúmar 580 þúsund krónur. Af hverjum 100 þúsund- um króna í lán þessi þarf lán- takandi að greiöa 6.600 krónur á ári í vextrog afborganir að meðaltali aö viðbættri hálfri vísitölutryggingu. Færu þá um .i~- / ■ w -§'i,!. lGeymsIUpi4ss7TM^*' . óska ég að takn" a fjarvem jht’y>ifreisyft t'í-e‘s' c1*** ■SÍ Vantar -= £ VpP±‘ ' 7Hfl. a a helzt * S ar i.k-r»k 'jfiV Smáauglýsingar Vísis eru aðalvettvangur fólks í húsnæðis- leit og leigusala. inbera ekki í einu lagi, sem kostar húsbyggjendur vaxtatap. Flestir munu eiga kost lána frá öðrum aðilum. Lífeyrissjóðir veita meðlimum sínum lán með góöum kjörum eftir ákveðinn tíma. Sparisjóður Reykjavfkur lánar gegn veöi f fasteignum og margir aðrir aðilar, stofnanir og einstaklingar, koma til greina. Þess ber þó að gæta, að lán frá Húsnæðismálastofnun- inni verða minni, sé um önnur lán að ræða, svo sem úr lífeyr- issjóöi. Oft mun þó ekki full- kunnugt um lánveitendur um- sækjanda, svo að ekki kemur til kasta þessara reglna. Meö því að eignast íbúð hafa menn fest fé sitt í föstum verömæt- um, sem fylgja veröbólgunni upp á við. Þriðjungur tekna í húsnæði. Það fer að verulegu leyti eftir tekjuhæð manna, hversu mikl- um hlut' teknanna þeir verja til að fullnægja ákveðnurrr flokk- um þarfa sinna. Þannig má gera ráð fyrir að öðru jöfnu, að hinir tekjuhærri eyöi minni hluta tekna til fæðiskaupa, þótt þeir kunni að kaupá dýrari teg- undir matar, til dæmis minna af þorski, ýsu og kjöt„farsi“, en meira af kjúklingum og holda- nautakjöti, sé miðað við að- stæður í höfuðborginni. Hinir tekjumeiri ha-fa þá meiri hluta aflögu til annarra hluta, svo sem ferðalaga, veizluhalda og þó umfram allt til aö festa fé beinlínis í atvinnurekstri, eign- ast hluti í fyrirtækjum. Ekki virðist fjarri lagi aö ætla, að fram-færendur hérlendis verji um %—y3 tekna sinna til greiðslu húsnaeðis, annað hvort beinnar húsaleigu eöa afborg- ana og vaxta af lánum til eigin húsbygginga. Þetta hlutfall virð- ist ekki breytast mikið eftir hæð ing einkafyrirtækia við starfs- fólk sitt. Siðast en ekki slzt hefur bættur efnahagur fólks, þar sem hér, valdið fjölgun eig- andaíbúða. Þrátt fyrir hið háa hlutfall eig- in íbúða hér á landi verða margir að taka íbúðir á leigu. Þetta er ekki hvað sízt ungt fólk, sem er að byrja búskap og hefur ekki efni á að byggja yfir sig að svo stöddu. Þetta er sennilega skýring á því, hversu mikil eftirspurn er eftir tveggja herbergja íbúðum, sem nægja efnalitlum hjónum, en sníða þröngan stakk, sé eitt barn í fjölskyldu, þótt ekki sé minnzt á fleiri. „Okurkarlar“? Margir tala um okurkarla, sem þeir segja að hagnist á bágindum annarra. Vissulega ha-fa margir gífurlegar tekjur af því aö leigja út húsnæði. Verð á leiguhúsnæði, það er leigan, er þó mótaö af fram- boöi og eftirspurn á markaðin- um. Það er því ekki við neina einstaklinga að sakast, þótt húsaleigan sé verulegur hluti af útgjöldum fólks. Því veldur umframeftirspurnin, það er skortur á húsnæði. Sé spúrt, hvernig megi bæta úr skák, verður svarið, „að byggja meira“ eða stöðva eftirspumar- þrýstinginn með öðrum hætti. íbúðarbyggingar á firi eru hér tiltölulega meiri en víðast ann- ars staöar. Full þörf er á því. Þær hafa undanfarin ár verið mun meiri en þjóðhagsáætlun fyrir þaö tímabil gerði ráð fyrir. Fjölmargir vinna að húsbygg- ingum í frístundum, nótt og dag. Telji menn engu að síður, að húsaleiga sé of há verður að byggja meira. Séu,menn ekki tilbúnir til þess, verða þeir að búa við þessa húsaleigu. H. H. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.