Vísir - 03.10.1968, Blaðsíða 4
Hin „fullkomnu" hjónaefni
— Julie Nixon og David Eisenhower
-K
Eitt sterkasta háspil Nixons í
bandarísku forsetakosningunum
er hið mjög svo heillavænlega til
hugalff dóttur hans og sonarson
ar Eisenhowers, fyrrverandi for
seta. Virðulegri borgarar þar í
landi telja þau sanna fulltrúa
bandarískrar æsku, eins og hún á
að vera að þeirra áliti. Julie Nixon
og David Eisenhower standa bæði
á tvítugu. Þau eru opinberlega
trúlofuð, og ætla innan skamms
að ganga í það heilaga.
Blað eitt f Bandaríkjunum,
<S>
Erfðaprinsinn Wolfang af Ysenburg á elgsdýraveiðum, en ekki
á höttunum eftir Kristínu Svíaprinsessu.
Haustlitir og
útivera.
Engar þjóðir inimu fagna
sumrl eins innilega og íslend-
ingar gera, enda er sumarið
stutt, svo flestir gera sér far
um að njóta þess sem bezt. Fólk
gerir yíðreist um Iand sitt og
nýtur fagurrar náttúru og sér-
stæðs landslags. En flestum
finnst óhugsandi, að fegurðina
sé að finna nema einungis um
hásumarið, en það er hinn mesti
misskilningur. Þetta kom mér
einmitt í hugann núna, þegar
kunningl minn einn var að segja
mér frá ferð sinni inn i Þórs-
mörk einn d.aginn, og fannst
sem þar hefði aldrei verið feg-
urra um að litast. Þó hafði hann
komið þar áður, en aðeins um
mitt sumar.
Þaö sem (nú vakti gleði og
hrifningu var hið mikla Iita-
fremur íhaldsamt í skoðunum, rit
ar að þau séu eins „amerísk og
eplakakk." „Þau eru einmitt eins
og þið öll ættuð að vilja hafa
bömin ykkar.“ Julie er dökkhærð
og hæglát í fasi. Hún hegðar sér
eins og sæmir þar: blátt áfram
í framkomu og siðlát, en verður
ekki auðveldlega rugluð í ríminu.
Hún talar snyrtilega um væntan-
legt brúðkkup: „Þegar þar að kem
ur, ætti það að vera í kirkju. Mót
taka í Hvíta húsinu væri skemmti
leg.“ Faðir hennar er vongóður,
að þannig verði því háttað og er
bjartsýnn á sigur.
Unnustinn, David Eisenhower,
er jafnhláturmildur og afinn.
Hann kemur líka fram af hæ-
versku og lítillæti. Þótt hann sé
áhugasamur um stjórnmálin, kýs
hann fremur „baseball." Julie og
Tricia, systir hennar, eru báðar
í leyfi til þess að ferðast með föð-
ur sínum um landið. Nærvera
þeirra og David á sviðinu hefur vf ■
irleitt róandi áhrif á æskumenn,
sem koma á fundina til að hafa
í frammi háreysti. Forsetafram-
bjóðandinn Nixon hefur tromp á
hendi.
Julie, dóttir forsetaframbjóðandans, og David sonarsonur fyrrum forseta
„Mannsefni" prinsessunnar
Þýzkalandi er sem kunnugt er
lýöveldi óg keisararíki löngu liðið
undir lok. Kóngafólk á Norður-
löndum hefur þó hingað til sætt
sig viö slíka „prinsa."
Menn voru ekki lengi að leggja
saman tvo og tvo og fá út fimm,
þegar þýzki prinsinn Wolfgang af
Ysenburg kom til Svíþjóðar til
veiða! Þetta væri auðvitað manns
efni Kristínar prinsessu. Ekki dró
það úr reikningshæfni manna, aö
unnusti Birgittu prinsessu haföi
opinberað trúlofun þeirra við kon
unglegar veiðar. Sá nefnist venju-
lega því einfalda nafni „Hansi“
og er einkavinur Wolfgangs. Þeir
félagar komu saman til veiðanna.
Útlendingurinn Wolfgang var
fremur fáorður um nafn sitt og
stöðu, f SVíþjóðarferðinni. Mönn-
um þótti hann þó laglegur og efni
legur eiginmaður. Eftir nokkurn
rugling kom þö f Ijós, að þessi
þrjátíu og tveggja ára veiðimað-
ur var kvæntur og átti fyrir fjöl-
skyldu að sjá heima í Frankfurt
í Vestur-Þýzkalandi. Hvað segir
nú eiginkona hans um þessar
kjaftasögur allar?
Annars má deila um, hvort
þýzkir prinsar séu yfirleitt hæfir
sem konunglegir „ektamgkar." í
Burt Lancaster í fangelsi
Kvikmyndaleikarinn Burt Lan-
caster fékk aldeilis á baukinn um
daginn. Hann varð að dveljast í
fangelsi næturlangt. Orsökin var
sú, að Lancaster neitaði að skrifa
undir skýrslu, er lögreglumaður
einn hafði samið, þess efnis, að
leikarinn hefði ekið með ofsaleg-
um hraða. Gerðist þetta á Malibu-
ströndinni í Kaliforniu. Lögreglan
tilkynnti, að Lancaster hefði náðst
um miðnæturskeið, neitað að
hlýða lögum og verið „stungið
inn.“ Slík yfirlýsing er einungis
formsatriði og jafngildir ekki, að
sakborningur játi sekt sína. Er
hann vaknaði að morgni, var hann
látinn laus, eftir að hann hafði
greitt um átta þúsund krónur
sem tryggingu. Hann á síðan að
koma fyrir rétt.
Burt Lancaster.
leið í Þórsmörk, því vart þarftu
að bregða sér lengra en á Þing-
völl eða jafnvel aðeins upp i
Heiðmörk, þá daga sem vel viðr
jf mörgum finnst óhugsandi að
bregða sér út fyrir borgina,
nema rétt um hásumarið, þegar
sólin er hæst á lofti. En það er
]$tod&}Götu
skrúð, sem allur gróður hafði
tekið á sig. Ef góðs veðurs nýtur
þá eru haustlitirnir gulir og rauð
ir eins og furðulegt ívaf i grænu
jg gráu litina, sem annars eru
ríkjandi.
En það þarf ekki að fara alla
ar. Og fólk á að gera mcira aö
bví að njóta útiverunnar og
góða veðursins, hó að á hausti
sé og andvarinn sé kaldari en
ella.
Kyrrsetan og inniveran er
flestum okkar of kær, og allt
hinn mesti misskilningur, aö
ekki sé fegurð að finna nema
im hásumarið, því hver árstími
setur sinn sérstæða svip á land
ið og ósnortna náttúruna, svo
að alltaf er nýrra svipbrigða að
vænta í landinu sjálfu. Fegurðar
innar er ci'.iaf að leita, þar sem
farið er um óbyggt land og ó-
skert.
Það eru gömul sannindi, aö
góð vísa sé sjaldnast of oft kveð
in, og í krafti þess má gjaman
hvetja sem flesta til að leggja
ekki gönguskóna strax á hill-
una, því ekki er svo áliðið enn,
að ekki sé góðs veðurs von, og
því möguleiki á að bregða sér
enn einn sunnudaginn út fyrir
borgina.
Værukærð og hreyfingaríeysi
r of rikiandi meöal okkar, en
of fáir finna ánæeju og gleði f
að bregða sér á leik, þegar tæki
færin gefast til hressandi úti-
veru. Þetta ættu sem flestír að
taka til íhugunar.
Þrándur í Götu.