Vísir - 03.10.1968, Blaðsíða 8
VIS IR . Fimmtudagur 3. október 1968.
8
VISIR
Otgefandi: Reykjaprent tiJ.
Pramkvæmdastjóri Sveinn R. Byjói/ason
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
AOstoðarritstjóri: AxeJ Thorsteinson
Bréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjómarfulltrúi: Vaidimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson
Auglýsingar; ASalstræti 8. Sbnar 15610 11660 og 15099
Afgreiösla: Aðalstræd 8. Síml 11660
Ritstjórn: Inugavegi 178. Sfmi 11660 (5 Hnur)
Askriftargjald kr. 125.00 á mánuði innanlands
1 lausasölu kr. 10.00 eintakið
Prentsmiðja Vlsis — Edda h.f. ____________
Skólar og aldamóf
m eru ekki nema rúmlega þrír áratugir til næstu
aldamóta. Þá verða þeir, sem nú eru börn að hefja
skólagöngu sína, tæplega fertugir að aldri og enn í
blóma lífsins. Þess vegna er vægast sagt tímabært,
að í skólakerfinu sé hætt að taka mið af síðustu alda-
mótum og snúið sér í þess stað að hinum næstu.
Það á ekki að vera verkefni skólanna að gera börn-
um og unglingum kleift að lifa við aðstæður, sem
ríktu um síðustu aldamót. Hlutverk skólanna núna
er að búa börn og unglinga andlega, félagslega, þekk-
ingarlega og vitsmunalega undir lífið um næstu alda-
mót. Þá verða aðstæður gerbreyttar frá því, sem nú
er, jafnvel þótt ekki sé gert ráð fyrir neinum óþekkt-
um nýjungum, heldur aðeins frekari þróun þeirra nýj-
unga, sem þegar er vitað um.
Skólarnir þurfa að veita nemendum sínum bæði
betra og meira veganesti en þeir gera nú. Hin nauð-
synlega magnaukning kemur sumpart fram í því, að
æ fleiri sitja á skólabekk fram á fullorðinsár. Hins
vegar þarf að nýta tímann betur með nýjum kennslu-
aðferðum og nýrri kennslutækni, eins og margir kenn-
arar og skólastjórar eru nú að reyna.
En það skortir bæði kennara og tækni í þeim grein-
um, sem mest nauðsyn er á að kenna. Þess vegna
minnum við enn og aftur á, að sjónvarpskennslu þarf
að innleiða hið bráðasta í skólakerfið. í sjónvarpi er
hægt að láta úrvalskennara ná samtímis til hundraða
og þúsunda skólanema og gera þessum kennurum
kleift að nýta kvikmyndir, dýr kennslutæki og sýni-
kennslu.
Þetta á ekki sízt við um sviðið, sem íslenzkir skólar
sinna lakast — tækni og vísindi. Eðlis- og efnafræði,
vélfræði og skyldar greinar verða efnahagslegir horn-
steinar í þjóðfélagi næstu aldamóta. Þessar greinar á
að byrja að kenna strax í barnaskólunum. En kenn-
arar eru of fáir og tæki of dýr. Þarna á sjónvarpið
einmitt að koma til skjalanna.
Fjármál eru annað svið, sem íslenzkir skólar sinna
illa. í almennum skólum á að veita fræðslu í reikn-
ingshaldi og fjárhagsáætlunum heimila. Og í sérskól-
unum á að veita fræðslu í verkstjórn og rekstri.
Fræðsluskorturinn á þessu sviði veldur þjóðfélaginu
á hverju ári tjóni, sem telja má í tugmilljónum ef ekki
hundruðum milljóna króna.
Þriðja stóra sviðið, sem skólarnir gleyma, eru þjóð-
félagsvísindin, svo sem stjórnfræði, félagsfræði, þjóð-
hagfræði og fræðsla um byggingu íslenzks þjóðskipu-
lags. Með endurbótum á þessu sviði er hægt að byggja
upp ný þjóðmálaviðhorf og endurbæta stjórnmálin,
en allir telja það nú orðið nauðsynlegt.
Með innreið nýrra kennsluhátta og kennslu á þess-
um þremur sviðum, tækni og vísindum, fjármálum og
þjóðfélagsfræði, höfum við gildar ástæður til að vona,
að íslenzka þjóðfélagið haldi áfram að blómgast um
næstu áratugi. Þess vegna verða skólamenn nú að
vakna.
-X
• Hið fræga og umdeilda
skáld í Sovétríkjunum, Évgení
Évtúsénkó, hefur sent leið-
togum lands síns langt skeyti,
þar sem hann mótmælir og
harmar innrásina í Tékkð-
slóvakíu. f skeytinu segir
hann: „Ég veit ekki, hvernig
ég get horft í augun á tékk-
neskum vinum mínum.“
• Skömmu áður en fréttist
um þessi mðtmæli Évtúsénk-
ós birtist hæðnisleg grein um
hann í júgóslavneska bðk-
menntaritinu „Knísevne Nov-
ine“, þar sem höfð er í flimt-
ingum þögn Évtúsénkós eftir
innrásina í Tékkóslóvakíu.
Þar stendur meðal annars:
„Hvers vegna ert þú nú þög-
ull, þú sem aldrei varst ann-
ars orðvana. Ertu skriðinn í
vetrarhíði — eða ertu í fríi?
Þú hefur gefið út handtöku-
heimild fyrir morðingja Ro-
Évgení Évtúsénkó, þekktasta skáld Sovétríkjanna, hefur sent
leiðtogum landsins mótmæli vegna hernáms Tékkóslóvakíu.
Évtúsénkó fordæmlr innrásina / Tékkóslóvakiu:
„Hvernig get ég horfzt í
augu við tékkneska vini?"
berts Kennedys — þú hefur
frætt okkur um lífskjör am-
erískra negra — en gleymir
þú nú, hvar heimkynni þín
eru?“
Tgvgení Évtúsénkó reis til
fræ05ar á Krústsjoffs-tím-
anum, þegar hann réðist harka-
TÓKÍÓ. Japanskir stúdentar við
náttúrufræðideild Tókíóháskóla
hafa ákveðið að hætta aö sækja
fyrirlestra í óákveöinn tíma til
að fylgja eftir kröfum sínum
um meiri hlutdeild í málum skól
ans.
KAUPMANNAHÖFN: Athyglis
verð grein hefur birzt í tímariti
i Kaupmannahöfn. I henni seg-
ir aö 90% manna fremji ein
hvern tima á ævinni afgiöp, sem
séu refsiverö lögum samkvæmt
þótt þau komist aldrei upp. Aft-
ur á móti eru það 3 tii 4 af hundr
aöi, sem hliöta refsingu fyrir
einhver brot.
iega í ljóðum sínum gegn Stalín-
ismanum og hvatti til mannúðar-
stefnu og frjálsræðis í sovézku
lífi. Þessi yrkisefni og frábært
vald hans á ljóörænni bragar-
gerö hrifu sovézka borgara,
einkum yngri kynslóöina. Hann
er ennþá vinsælasta skáld Ráð-
stjórnarríkjanna, og hefur öðl-
azt heimsfrægð fyrir upplestrar-
ferðir sinar til ýmissa landa
vestantjalds.
Það hefur komið á daginn, að
þessi árás júgóslavneska bók-
menntaritsins á Évtúsénkó var
óverðskulduð, því að 22. ágúst,
daginn eftir innrásina, sendi
hann sovétleiðtogum skeytið,
sem hér um ræðir. Að sjálfsögðu
hafa þeir ekkert látið uppi um
það, en nú hefur þar spurzt út,
þrátt' fyrir að Évtúsénkó neiti
eins og ævinlega aö tala við er-
lenda blaðamenn. Þetta skeyti
er nú eitt helzta umræðuefni
manna á meðal, og fer það hér
á eftir í lauslegri þýðingu:
t'g veit ekki, hvernig ég
fæ sofið. Ég veit ekki,
hvernig ég fæ haldið lífinu á-
fram. Allt og sumt, sem ég veit,
er að mér ber siðferðiieg skylda
til að láta í ljósi við yður, þær
tilfinningar, sem bera mig of-
urliöi.
Þaö er bjargföst sannfæring
mín, að aðgerðir okkar í Tékkó-
slóvakíu séu hörmuleg mistök
og reiðarslag fyrir sovét-
tékkneska vináttu og alheims-
hreyfingu kommúnista.
Þær lítillækka okkur í augum
heimsins og í augum sjálfra
okkar.
Þær eru skref aftur á bak
fyrir öll framfarasinnuð öfl og
fyrir heimsfriðinn og fyrir
drauma mannkynsins um
bræðralag framtíðarinnar.
Þær eru einnig persónulegur
harmleikur fyrir mig, því að ég
á marga einkavini í Tékkósló-
vakíu, o'1 ég veit ekki, hvernig
ég get horft í augu þeirra, ef
ég á nokkru sinni eftir að hitta
þá framar.
Mér virðist einnig, að þær
séu kærkomin gjöf öllum aftur-
haldsöflum í heiminum, og við
getum ekki séð fyrir, hverjar
afleiðingar þessar aðgerðir hafa
f för með sér.
Ég elska land mitt og pjóð
mína, og ég er auðmjúkur arf-
begi rússneskra bókmennta
hefða slíka höfunda sem
Púskíns, Tolstois, Dostoévskís
og Solhenftsíns. Þessar hefðir
hafa kennt mér, að þögnin er
stundum til vansæmdar.
Ég fer þess 3 leit við yður
að þér skrásetjið fyrir þá, sem
eftir koma, álit mitt á þessum
aðgerðum sem álit hreinskiptins
sonar ættiarðarinnar og álit
skáldsins, sem eitt sinn ritað*
ljóðið „Æskja Rússamir
stríðs?“.“