Vísir - 03.10.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 03.10.1968, Blaðsíða 2
UB£S■Iti.xlU,:f'ÁV«. V1SIR . Fimmtudagur 3. október 1968. Islenzkir Ólympiufarar — Óskar Sigurpálsson: ANNAÐ STÓRMÓTIÐ Á ÆViNNI 44 // • Árangur Óskars Sigur- pálssonar lyftingamanns hef- ur ekki vakið svo litla athygli íþróttaunnenda undanfarna mánuði. Óskar hefur ásamt félögum sínum rutt braut nýrri iþróttagrein þrátt fyrir erfiðleika og dómaraleysi. Auk þess hefur Óskar náð ágætum árangri og hefur sí- felit verið að bæta hann. Ósk- ar var valinn til að fara utan með OL-landsliðinu eins og kunnugt er og undirbýr sig nú fyrir keppnina þar. „Þetta veröur eiginlega ann- að virkilega stóra mótið mitt“, sagði Óskar við brottförina, „Balticamótið, sem ég tók þátt I um daginn var þaö fyrsta. Ég: var þar óheppinn og- meiddist, og vonandi kemur ekki til slíks' í Mexíkó“. Óskar kvað það hafa verið sérlega lærdómsríkt aö fylgjast með öllum beztu köppunum í Baltica-keppninni. og eins hefði hann sjálfur lært mikið um þaö hvemig beri að haga sér í keppni sem þessari. „Það er undir mörgu komið með árangurinn í Mexíkó“, sagöi Óskar, „loftslagið þar er öðru vísi en menn eiga almennt að venjast svo að eitthvað sé nefnt. Það er ekki gott að lofa neinu um bættan árangur, en vitskuld reynir maður sitt bezta til að gera vel“. Óskar er aðeins 23 ára og er lögregluþjónn að atvinnu. Hann. byrjaði að lyfta 16 ára gamall og er félagi í Ármanni. Bændaglíma golfnranna Golfmenn hafa árlega mót, sem þeir nefna Bændaglímu. Mót þetta fer fram um næstu helgi og hefst kl. 13.30 f Grafarholti á 12 teigum samtfmis. Er búizt við mikilli þátt- töku. Strax að lokinnl keppni eða um 19.30 verður hóf í golfskálanum fyrir kylfinga og konur þeirra. Þátttaka tilkynnist „bændunum“, þeim Kristni Hallssyni, sími 32444 og Lárusi Amórssyni, sími 13678, fyrir föstudagskvöld. Hjarðvík Suður- nesjameistari Njarðvíkingar urðu hlutskarpast- ir á Suöurnesjamótinu í knatt- spyrnu, þ.e. í elzta aldursflokknum, .1. flokki, unnu þeir Víði frá Garði ;í úrslitum með 2:1, skomöu sigur- markið á síðustu mínútu leiksins. í 3. flokki uröu Reynismenn frá Sandgerði sigurvegarar, unnu Njarðvík með 3:1 í úrslitunum og í 4. flokki unnu Víðismenn Njarðvík 1:0. Ekki var keppt í 2. fiokki eins og fram hefur komið í fréttum, en í ,5. flokki haföi Reynir sigrað. Dóttirin Helga Björk, 3 ára, meö foreldrum sínum, Óskari og Sonju Maríu Carlsen. miiiiiinmiiiii BÍLAR Mikið úrval af notuðum bílum í öllum verð- flokkum. • Lítið inn í sýningarsali okkar, Hringbraut 121. Alltaf eitthvað nýtt. • Enn þá getum við selt nokkra Rambler Ame- rican ‘68 á gamla verð- inu — EF SAMIÐ ER STRAX. • Nú fer að verða lítið eft- ir af Rambler Classic bílunum notuðu, sem við seljum án útborg- unar — gegn skulda- bréfum. • Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt. Rambler- umboðið JQN LQFTSSON HF. Hringbraut 121 — 10600 Höfum viS sigrazt á minmmáttar- kemuHnni gegn Dönum i Leikir HG, sterkasta handknattleiksliðs Dana eru prófsteinn á jbað Þeð hefur löngum verið draum- ur íslenzkra handknattleiksunn- enda að fá að sjá hér leika hið margumtalaða og þekkta danska meistaralið H.G. frá Kaupmanna höfn. Handknattleiksdeild KR sem á haustheimsóknina að þessu sinni, hefur nú tekizt aö fá hingað til lands þetta lið og kemur það með alla sína sterkustu menn (og von- andi veitir ekki af) H. G. hefur margoft verið boöið að koma tii íslands en aldrei getað þegið boð fyrr en nú. Óþarfi ætti að vera að kynna þetta fræga liö fyrir íslenzku handknattleiksfólki og unnendum íþrótta yfirleitt, svo mikið hefur verið rætt og ritað um það. Þó er vert aö geta þess að með liðinu leika fjórir liðsmenn úr hinu fræga silfurliði Dana frá síðustu HM- keppni i Sviþjóð, og þrír af þeim sem leika með HjG. hér, voru með danska iandsliöinu sem tapaði fyrir því íslenzka 10—15 síöastliöið haust en það var raunár einmeftir- minnilegasti landsleikur fslendinga í handknattleik. Meö H.G. leika t.d. Bent Mor- tensen, markvörðurinn heimsfrægi, Vemer Gaard, Gert Andersen, Gunnar Jiirgens og Carsten Lund, en hann var í sumar eini Norður- landabúinn sem valinn var til að ieika i heimsliðinu á móti heims- meisturunum, Tékkóslóvakíu. Sam- anlagður landsleikiafjöldi þessara manna er 200 leikir. Meö H.G. eru einnig nokkrir ung ir og upprennandi handknattleiks- menn sem leikið hafa fjölda ungl- ingalandsliðsleikj a. H.G. hefur 11 sinnum orðið Dan- merkurmeistari í handknattleik karla innanhúss, þar af nú þrjú ár. í röð 1966, 1967 og 1968 og er liðið talið í algjörum sérflokki i heim„Iandi sínu og er þó úr mörgu góðu að velja. Flest ef ekki öll dönsk 1. deildar- liðin hafa i ;ikið hér svo og nokkur 2. deildar liðin en þetta sterka lið hefur aldrei komið hingað fyrr. Mikið er í húfi fyrir íslenzkan handknattleik og vonandi tekst okkar snjöllu handknattleiksmönn- um að sanna í eitt skipti fyrir öli að við erum jafn góðir og Danir (ef ekki betri) í handknattleik og AÐ VIÐ HÖFUr.I SIGRAZT Á DANA- MINNIMÁTTARKENNDINNI í eitt skipti fyrir öll. Þetta lið er tví- mælalaust það bezta sem Danir eiga og um leiö STOLT DANSKÁ HANDKNATTLEIKSINS. Matreiðslukona óskast. Þarf að vera vön að smyrja brauð. Uppl. um aldur og fyrri stcrf sendist augld. Vísis merkt „Ráðskona 2007“. Afgreiðslumaður óskasi Karlmaður vanur kjötafgreiðslu óskast strax. Sími 52212 og 21093 (eftir kl. 8.30). Þetta er HG-liðið, sem hingað kemur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.