Vísir - 03.10.1968, Blaðsíða 6

Vísir - 03.10.1968, Blaðsíða 6
6 VlSIR . Fimmtudagur 3. október 1968, I SKUGGA RISANS tmnr ' mm ÆISER • 'FHANK SINATRA Wyul BRYNNER JOHNWAYNE (Cast a Giant Shadow) Heimsfræg og snilldar vel gerð og leikin, ný, amerísk stór- mynd í litum og Panavision Myndin er byggö á sannsögu legum atburðum. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 14 ára. TONABIO ÞJODLEIKHUSIÐ Puntila og Matti eftir Bertolt Brecht Þýöendur: Þorsteinn Þorsteins- son, Þorgeir Þorgeirson, Guð- mundur Sigurðsson. Leikstjóri: Wolfgang Pintzka Leiktjöld og búningar: Manfred Grund Frumsýning föstudag 4. okt. kl. 20 Önnur sýning sunnudag 6. okt. kl. 20 Fyrirheitið Sýning laugardag kl. 20. Næst síðasta sinn. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13.15 fil kl. 20. Sími 11200. jŒYKjAyfioji?! MAÐUR OG KONA í kvöld. Uppselt. LEYNIMELUR 1? föstudag. HEDDA GABLER laugardag. MAÐUR OG KONA laugard. Aðgöngumiðasalan I lönó er op in frá kl. 14. Sími 13191. GAMLA BIO WINNER QF 6 ACADEMV AWARDSI MEIRóGOlDWYNMAyEfi n,um ACAHOPONHFRCOUCnON DAVID LEAN'S FILM OF BORlS RASTERNAKS ÐOCTOR ZHilAGO IN mÉihoccÍor*^0 — íslenzkur texti. — Sýnd kl. 5 og 8.30. Bönnuð innan 12 ára. — Hækkað verð. — STJÖRNUBÍÓ BÆJARBIO Afrika logar Stórmvnd um ævintýralegar mannraunir. — Aðalhlutverk: Anton„ Quayle Silvya Syms Derek Fowlds Bönnuð börnum. — Sýnd kl. 9 Cat Ballou Islenzkur texti. Ný kvikmynd: — Lee Marvin, Jane Fonda. — Sýnd kl. 5, 7 og 9. HAFNARBÍÓ NÝJA BÍÓ Svallarinn (Le Tonnerre de Dieu) Bráðsmellin, frönsk gaman- mynd um franskar ástir. Robert Hossein Michele Mercier Jean Gabin Lilli Palmer Sýnd kl. 5, 7 og 9. Mannrán i Caracas Hörkuspennandi ný Cinema scope litmynd með George Ardisson Pascale Audret. íslenzkur texti, Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. LAUGARÁSBÍÓ Rauða eyðimörkin ítölsk stórmynd í litum. Monica Vitti Richard Harris Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. Danskur texti. HÁSKÓLABÍÓ Yfirgefið hús (Thi property is condemned) Aafar fræg og vel leikin ame- rísk litmynd. Aðalhlutverk: Natlie Wood Robert Redford Islenzkur texti. Sýnd kl. 5 og 9. AUSTURBÆJARBÍÓ I skugga dauðans Hörkuspennandi. ný itölsk kvikmvnd ' litum og Cinema- scope Stephan Forsytb Anne Shermann Bönnuö börnum innan 14 ára Sýnd kl. 5 og 9. isssac#-. mmrn ;.VV.VVV.V.VA\V.,.V.V.V,V.V.V.V.V.V.,.V.V.,.V.,.V.V.V.V.V.,.,.V,.,.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V,V.*..-.Y.V.V.V.V.V, Hafrannsóknaskipið „Argo“, eitt af þeim átta skipum, sem Scripps-stofnunin hefur til umráða, leggur úr höfn i marz 1969 \ með alþjóðlegan vísindaleiðangur um borð. I; Siglt við leiðsögn tölvu og l! gervihnatta — Hafrannsóknaiskipið „Argo" prófar nákvæmni slikrar leiðsögu ■_ \ Gcripps hafrannsóknastofnunin ^ bandaríska, sem í rauninni 1« er ein af deildum Kalifomíu-há- \ skóla, hefur flota átta hafrann- sóknaskipa f þjónustu sinni. [I „Argo “er eitt þeirra. Það er að ■I vísu ekki nýtt af nálinni, þar I- sem það hefur talizt til þessa \ flota Scripps-stofnunarinnar síð I; an 1959 og siglt síðan yfir :■ 534.000 km. samtals í þjónustu ■: hennar. :■ Engu að síður markar „Argo“ \ merkileg tímamót i siglingasögu ■; slíkra skipa, þegar það lætur úr í* höfn í marzmánuði 1969 í haf í rannsóknaleiðangur, sem ráð- I; gert er að taki fullt ár, en áætl |! uð siglingarleið skipsins verður í alls 95.000 km. Það markar tíma mót aö því leyti til, að siglingu "í þess verður stjórnað samkvæmt !; tölvu, sem komiö er fyrir um ;■ borð og stendur í stöðugu mið- ■í unarsambandi við leiðsögu- I; gervihnetti. En auk þess verður ;í tölvan svo notuð til skrásetning «; ar og varðveizlu á þeim vísinda !■ legu upplýsingum, landfræði- ■: og haffræðilegum, sem fram !; koma fyrir rannsóknarstörf leið ;■ angursmanna — en meðal þeirra ■: eru kunnir haffræöingar frá ■J Stóra-Bretlandi, Kanada, Ástral- ■í íu, Kolumbfu, Frakklandi, Hol- ,W.V.V.\W/.V.V.V.\\W,AWW\\\V.\V.V.\V.\\\\\\\V.\V.V.\V.V\\V.V.\\\V.V.\\\V.\V.V.\\V.V.V.WAV: landi, Suöur-Afríku og Banda- ríkjunum svo þetta hlýtur að teljast alþjóölegur vísindaleið- angur. Það liggur í augum uppi hve mikilvægt það hlýtur að vera í sambandi við slíkar rannsóknir aö vita jafnan sem nánasta stað setningu allra gerðra mælinga og athugana, og það er einmitt þess vegna, að þessum nýstár- legu siglingatækjum er komiö fyrir um borð. Tölvan, sem stendur í stööugu miöunarsam- bandi við þrjá bandaríska leið sögu-gervihnetti, sem fara braut sína kringum jöröu frá norðri til suðurs á 80 mínútum gerir stjórnendum skipsins kleift að framkvæma svo nákvæmar stað arákvaröanir á hafinu, hverju sem viörar og hvort sem er á nóttu eða degi, að ekki á að geta skakkað nema tíunda hluta úr sjómílu — eöa sjötta hluta úr kílómetra. En það er meiri ná- kvæmni en unnt er að gera með stjörnumiöunum, meira að segja talsvert meiri nákvæmni en næst með þvf að notfæra sér geisla frá Loran-leiðsöguvitum í landi. Meðal rannsóknarefna leiðang ursins má telja landslag á sjáv arbotni á þeim svæðum, sem siglt er yfir, segulsvæði, hita- streymi, þykkt botnlags á djúp- svæðum og jöðrum landgrunns ins, efnasamsetning þessa botn lags og sjávarins næst þeim, botnberg hafsins og breytingar á segulsvæðum jarðar. Þá verða og gerðar athuganir á Ninetyeat neðansjávarhryggnum, sem er hluti af Miö-Indlandshafshryggn um og einnig á Miö-Atlantshafs- hryggnum. Þessar athuganir munu einkum beinast að berg- lagi þessara neðansjávarhryggja sem liggja eins og miklir fjall- garöar undir yfirboröinu — nema hvað þeir teygja upp úr því hæstu tindana á stöku staö. Þá veröa og mæld og athuguð segulsvæði þessara fjallgarða. í annan stað munu rannsóknir á þeim verða miðaðar viö sérstaka athugun á sannleiksgildi þeirrar kenningar, sem í eina tíð var kennd við dr. Wegener hinn þýzka en var þá yfirleitt hafnað af jarð- og haffræðingum og hef ur svo skotiö upp kollinum aftur á síðustu árum — landrekskenn ingin svokallaða. Með öðrum orð um, að yfirborð jarðar sé á stöð ugri hreyfingu, hafsbotninn „gliðni", ef svo mætti að orði komast, á vissum stööum. Vísindalegar rannsóknir á haf inu — botni þess, botnlögum og hafinu sjálfu og öðrum þess eiginleikum — verða nú stöðugt víðtækari, fjölþættari og ná- kvæmari. Að sumu leyti má telja þær undirbúning að nýju „landnámi", aukinni hagnýtingu á auðæfum hafsins og hafsbotns ins, og má segja að með þeim rannsóknum sé leitazt við aö finna nokkurt svar við þeirri stööugu mannfjölgun, sem á sér stað í heiminum og að sama skapi sívaxandi þörf fyrir aukna hagnýtingu náttúruauðæfa jarö- ar, í sjó og á landi. Þessi vís- indaleiðangur um borð i „Argo“ er aðeins einn þáttur i þeirri víð tæku rannsóknastarfsemi. Og um leið verður sigling skipsins eins konar prófraun á þá nýju aðferð að láta tölvu og gervihnetti um leiðsöguna yfir úthöfin. Reynist sú aðferð eins örugg og nákvæm og siglinga- fræðingar gera sér vonir um, táknar leiðangur „Argo“ gerbylt ingu á því sviði. Þrumubraut (Thunder Alley) Hörkuspennandi og mjög vel gerð ný, amerfsk mynd í litum og Panavision. — íslenzkur texti. Fabian Annette Funicello Sýnd kl. 5.15 og 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. .wwwwwwww

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.