Vísir - 03.10.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 03.10.1968, Blaðsíða 9
V1SIR . Fimmtudagur 3. október 1968. VIÐTAL DAGSINS er v/ð Leif Hannesson, byggingaverkfræðing, aðalhvatamann stofnunar verktakasambands □ íslenzkir verktakar hafa nú í hyggju að stofna til landssamtaka. Fundur var nýlega hald- inn um það efni, og boðað mun verða til framhaldsfundar innan skamms. Innlendir verk- takar hafa talið hlut er- lendra aðila of mikinn við ýmsar framkvæmd- ir hér á landi, svo sem ál- verksmiðjuna í Straums- vík og vegagerð. Með hinum nýju samtökum hyggjast þeir geta tekizt á hendur stærri verkefni og notið trausts alþjóða- samtaka, sem lána til framkvæmdanna. Sam- dráttur í atvinnulíf i knýr þá til að hraða stofnun- inni. — Einn helzti hvata maður að stofnun sam- bandsins er Leifur Hann esson, byggingaverk- fræðingur, sem er einn eigenda verktakafélags- ins Miðfell h.f. Blaðið ræddi við hann um til- gang og tildrög samtak- anna. TJTvenær var ákveðið að stofna verktakasamband? — Það hefur verið í undir- búningi í nær tvö ár og á sér enn lengri aðdraganda, þótt mik ið hafi ekki verið aðhafzt fram að þessu. Á síðast liðnu ári var kosin þri0gja manna nefnd til - að undirbúa stofnun sambands. Hún boðaði svo til stofnfundar fyrir nokkru. Upphaflega stóðu milli tíu og fimmtán aðilar að þessum undirbúningi, en nú sóttu um 60 aðilar fundinn, og á ég þar við fulltrúa félaga og menn er starfa sjálfstætt. Meiri hluti fundarmanna voru nýir að- Leifur Hannesson stendur þar sem hinn nýi Vesturlandsvegur „opna“ eigi slíkar framkvæmdir öllum verktökum. wm á að liggja. Hann telur, að Verktakar hraða stofnun samtaka vegna lakara atvinnuástands ilar, og þótti ástæða til að kanna málið betur. Fjölgað var í und- irbúningsnefnd. Þetta eru full- trúar allra helztu greina, er verktakar fjalla um. — Hvenær mundi þá koma til endanlegrar stofnunar? — Stefnt er að því að hraða stofnun, og afráðið, að fram- haldsstofnfundur yrði boðaöur innan eins til tveggja mánaða. — Er ætlunin að samtökin nái til alls landsins? — Þeir aöilar, er fundinn sóttu eru eðlilega helzt af Faxa- flóasvæðinu og Suðumesjum. Ætlunin er, að samtökin nái um allt land og yrðu til dæmis kölluð „Landssamband íslenzkra verktaka". Þau mundu ekki ná tilgangi sínum, ef ekki væri um allt landið að ræöa. — Hvemig stendur á því, Leifur, að verktakar ætla núna að stofna með sér samtök, sem þeir hafa ekki gert áður? — Þetta mál hefur verið í undirbúningi, og er nú taliö tímabært að hefjast handa. At- vinnuástandiö er mikið aö breyt- ast til hins verra og verktök- um lízt illa á veturinn. Leysi erlenda verktaka af hólmi — Finnst íslenzkum verktök- um erlendir aðilar of umsvifa- miklir á markaðinum? — íslenzkir verktakar eiga að sjálfsögðu ýmis sameiginleg hagsmunamál. Samtök þeirra gætu stuðlað að eflingu þeirra aðila, er fyrir eru, og myndaö stærri og sterkari heild. Þannig gætu þeir ráöið viö stærri verk- efni, sem til þessa hafa lent í höndum erlendra aðila. Okkur detta í hug ýmis verkefni viö álverið. Þar virðast vera starf andi tugir ei.endra verktaka. Hlutur innlendra verktaka hefur af einhverjum ástæöum oröið mjög lítill. Það hefur upplýstst, að í Hafnarfiröi hefur verið stofnaö sérstakt félag byggingar verktaka, Hafnfirzkir verktakar h.f., sem bjó sig undir aö geta komið fram sem heild. Á þessu félagssvæði voru stofnuð sam- tök ýmissa manna, en þeir kom- ust ekki að verkframkvæmdun- um. Það skýrðist á fundinum um daginn, að Svissneska ál- félagið haföi spurt þessa aðila, er komu með hagstæð tilboö, hvað þeir gætu lánað mikinn hluta af verksamningi og hve lengi. Þeir treystu sér ekki til að lána nema lítiö og til skamms tíma. Ein orsök þess er, aö íslenzkar lánastofnanir virðast lítið vilia stuðla að því, að is- lenzkir verktakar geti tekið að sér slík verkefni. — Hvaða önnur verkefni eru það helzt, sem innlendir aðilar gætu tekið að sér. Eru þau til dæmis í samgöngumálunum? — Að athugun á samgöngu- málum hér á landi starfa er- lendir verkfræðingar, en ekki verktakar enn sem komið er. Reynslan er þó sú, að oft fylgja erlendir verktakar á^ftir erlend- um verkfræðingum.( — En fslenzkii1 aöalverktak- ar? — Þar er um að ræða íslenzka aðila, sem hafa einkaaöstöðu til verktöku fyrir varnarliöið. Þeir hafa eflzt i skjóli þessarar að- stöðu. Markaður þeirra er flug- völlurinn. Ætli þeir inn á önnur svið, eiga þau að vera öllum opin. Þetta á viö um Vestur- landsveginn. Það þótti eðlileg- ast á fundinum hjá okkur, að verk væru boðin út. Þetta er £ v io síða ÞAÐ VERKLEGA KENNT Á VINNUSTÖÐUM □ Kennsla unglinga á Hvols- velli fer fram í nýju og glæsi- legu skólahúsi. Skólahús þetta stendur norövestan til í þorpinu. í því eru fjórar kennslustofur, og verður mið skóli fyrir fjóra hreppa starf- andi har í vetur. Húsið spratt upp á einu sumri að mestu. — Byggingaframkvæmdimar hófust í maí ’67 og byrjað var að kenna í því eftir áramótin í vetur. 'J'rumann Kristiansen, skóla- stjóri, sagði í viðtali við Vísi nú á dögunum, að sköli þessi væri eins konar millistig milli heimavistarskóla og venju- legs heimangönguskóla. Börnun- um úr nágrannasveitunum, FÍjótshlið, Hvolshreppi og Landeyjahreppunum báðum, er ekið í skólann daglega og heim á kvöldin. í skólanum fá þau heitan mat í hádeginu og þar læra þau einnig Iexíurnar sínar. Þau sem lengst eiga í skólann eru allt að því 50—60 mínútur á liðinni í bíl og Trumann sagði. Rætt við Trumann Kristiansen, skólastjóra á Hvolsvelli Nvia skólahúsið á Hvolsvelli. að það væri alveg á takmörk- unum aö hægt væri að hafa þennan hátt á skólagöngu barn- anna vegna þess hve samgöngur væru erfiðar þar um sveitirnar, ekki sízt á veturna. Á Hvolsvelli hefur verið gerð tilraun meö verklega kennslu í unglingaskóladeildun- um og hefur hún að mestu farið fram utan skólans, hjá fyrir- tækjum í þorpinu. Þannig hafa piltamir lært sitthvað um með- ferð véla í smiðju Kaupfélags Árnesinga og stúlkurnar hafa lært matseld í mötuneyti félags- heimilísins að Hvoli. Sagði Tru- mann að þetta fyrirkomulag hefði gefizt mjög vel. — Og yrði haldið áfram á þessari braut. I vetur væri í deiglunni að gefa piltunum tilsögn f iárn- smíði, logsuöu. rafsuðu og fleiru slíku. — Þessi tilsögn sem pilt- arnir fengju varðandi vélar hefði mælzt mjög vel fyrir hjá bændunum. Eins og búskapar- hættir eru nú orðnir þurfa rændur að kunna talsvert fyrir sér um vélar Áttatíu nemendur verða í Miö- skólanum á Hvolsvelli í vetur. Meiningin er að bætt veröi ann- arri álmu við skólann síðar og þar verði barnaskóli Hvols- hrepps til húsa, en hann er nú i gömlu og óhentugu húsnæði. — Einnig er f framtíðinni áform- að aö bæta náttúrufræöistofu og skólaeldhúsi við skólahúsið. Trumann sagði aö betur hefði gengið aö ráða kennara til skól- anna nú en oft áöur. Hins vegar fengiust yfirleitt ekki réttinda- menn að gagnfræöadeildum. Alls starfa átta kennarar við bessa tvo skóla. Trumann sagöi hins vegar að verr hefði gengiö að fá kennara við Tónlistarskóla Rangæinga, sem starfað hefur að Hvolsvelli um langt skeiö og væri illt til þess að vita. ef starfsemi hans yrði að liggja niðri f vetur. Einnig er i smíðum á Hvols- velli íbúðarhús fyrir skólastjóra, svo að segia má að þeir Hvols- hreppingar séu langt komnir með aö byggja yfir menninguna. — Formaöur skólanefndarinnar er Ölafur Sigfússon bóndi og oddviti ■ Hiaröartúm og vfir- smiður við byggingarfram- kvæmdirnár er Ingvi Ágústsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.