Vísir - 03.10.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 03.10.1968, Blaðsíða 16
1 ■imSKímanm& Fímmtudagur 3. oktðber 1968. Rússneskt neistaflug á Seyðisfirði — Fyrsta dráttarskipið kom þangaá inn i gær með þrjú veiðiskip i eftirdragi Inni á Seyðisfirði heyrast nú aftur hamarshögg rúss- neskra skipasmiða og er það sönnun þess, að síldin er ekki langt undan. Dráttarbátur kom I gær inn til Seyðisfjarð- ar með þrjú veiðiskip í eftir- dragi. Köstuðu skipin akker- um úti á firðinum og í skjóli fyrir stormi og vindum. Síðan mátti sjá frá |>eim eldglær- ingar og neistaflug af rafsuðu og logsuðu um borð í veiði- skipunum, sem liklega hafa skemmzt við að lemjast utan í síðu móðurskips, þegar ver- ið var að losa síld. Þetta er fyrsta rússneska viö- gerðarskipið sem kemur inn til Seyðisfjarðar í haust, en eitt birgðaskip kom þangað um dag inn að sækja flotanum vatn. Nokkri bátar lágu af sér veð- ur inni á Seyðisfirði i gær. Þar var í morgun leiðindaveður slydda og strekkingur. — Fleiri skip leituðu hafnar á Seyðis- firöi en Rússarnir. Þangað kom einnig inn danskur trédallur, hvalfangari gamall, sem nú ar í flutningum milli grænlands og Danmerkur. Fólki hefur fjplgað mjög á Seyðisfirði síðustu dagana og eru síldarbraggamir orðnir troð fullir af fólki, sem bíður eftir að veður lægi, svo það geti far- ið að salta síldina. Veiðisvæðið innan við 200 m.frá landi Hermann skoraði. <S> EINN OG ATTA í LISSABON Enn t>á strekkingur og stórsjór jpar úti Veiðisvæði síldarflotans hefur nú ekki gefiö til veiöa siðustu dagana færzt suður undir 67. breiddarbaug og láta skipin mörg flatreka þar og er innan við 200 milur undan úti í hafinu, en sjómenn biða að- Iandinu. — Veður hefur hins vegar gerðalauslr. Eitthvað var þó kast- --------------------- að i fyrradag, en upp úr krafsinu höfðust ekki nema 150 tonn og • Það fór éins og reikna mátti með, - Benfica-menn unnu stór an sigur á heimavelli sínum i Lissabon gégn Valsliðinu i gær- kvöldi á flóðlýstum velli. Benfica tók leikinn í sinar hend ur í byrjun, lék hratt og ákveðið, bóraði sig hreinlega gegnum vörn Váls, sem var því ekki lengur néin hindrun. í hálfleik var staðan 5 : 0. < í siðari hálfleik skoraði Hermann Gunnarsson eina mark Vals, lék á þrjá varnarleikmenn og skoraði laglega. Tvö siðustu mörk Benfica voru sjálfsmörk. Þar með er lokið þátttöku Vals í Evrópubikarkeppninni í ár, en Val- ur hefur samt hagnazt vel á fyr- irtækinu, lauslega er talið að hagn aður félagsins nemi 6—700 þús. kr. Fiskabók komin út # Fiskabók AB er komin út. Hún er með iíku sniði og Fuglabók AB, sem hefur komið út í tveimur útgáfum hjá Al- menna bókafélaginu. Fiskabókin er upphaflega dönsk bók, en hefur verið þýdd á mörg mál. fslenzku þýðinguna gerði Jón Jónsson fiskifræðingur og hefur hann staðfært bókina fyrir fs- land. Fullur titill bókarinnar er Fiskar m>—y io síða // KRISTNIHALD UNDIR JOKLI — ný bók eftir Laxness 1 44 Ný bók eftir Nóbelsskáldið er komið út. „Kristnihaid undir Jökli“, skáldsaga á fjórða hundr- að síður, útgefandi Helgafell. Fyrsta skáldsaga Laxness i átta ár. Það vakti athygli í fyrra, þeg- ar Halldór Laxness kvaðst vera áð vinna að skáldsögu, sem hann hefði að visu fyrst skrifað sem léikrit. Nú er bókin komin ..Fjögurra stunda stífur lestur. Æðisgéngin bók,“ sagði útgef- andinn Ragnar Jónsson í Smára. Ekki er einfalt að reifa í stuttu máli efni sögunnar. en eins og nafnið bendir til gerist hún að nokkru leyti undir Jökli, en þangaö kemur sendimaður biskups til að athuga, hvort ekki sé allt f velstandi með kristnihaldið. Þær fréttir hafa spurzt til biskupsskrifstofunnar, að presturinn, síra Jón Prímus, hirði lítt um að framkvæma prestv^rk. en sé þeim mun meiri járningamaður og hagleiksmað- ur. Þegar á staðinn kemur mætir biskupserindrekinn margvísleg- um persónum, íslenzkum og er- lendum. Þar er til dæmis dr. Sýngmann, sem boðar nýjar trúar- eða heimspekikenningar, sem ef til vill bera einhvem keim af kennisetningum Nýal- sinna. Að öðru leyti verður þráðurinn vart rakinn, en þessi bók, sem kemur hér út í 5000 eintökum, verður eflaust eins og hinar fyrri bækur skáldsins kærkomið lestrarefni hinum fjölmörgu að- dáendum hans. Ragnar Jónsson forstjóri tjáði blaðinu, að allmörg eintök af bókinni hefðu þegar verið send hugsanlegum þýðendum í öðrum löndum. því að víðar en hér hafa menn áhuga á verkum Laxness. Skafrenningurinn blindaði og bílarnir skullu saman 9 i fljúgandi hálku og skaf- renningi Svo miklum, að vart sást handa skil, rákust tveir bflár saman á veginum vfir Váðlaheiði í gærdag., Bflamir komu hvor úr sinni ittinni, en vegna þess, hve vegur- 'hn var mjór og skyggnið slæmt, urðu ökumennimir ekki hvors annars varir, fyrr en um seinan og skullu bílarnir saman að framan. Þrír voru í hvorum bíl og meirid- ist enginn, e,. miklar skemmdir urðu á bílunum og reyndist annar óökufær á eftir. Nokkur umferð var yfir heiðina um það leyti, sem þetta skeði kl. 10 i gær, og fengu bílstjórarnir far moð næsW bifreið sum skipanna rifu nætur sínar vegna straums og kviku. í morgun voru 6—7 vindstig á miðunum, samkvæmt upplýsingum frá Áma Friðrikssyni. Lítil vinnsia er nú í landi og sárafá skip á land- leið, þar sem þetta erfiða ástand hefur varað mikið til frá þvf fyrir helgi. Þó var saltað á tveimur stöð- um á Seyðisfirði i gær. — Sunnu- ver saltaði 900 tunnur af afla vél- skipsins Gígju, sem kom inn þangað með 150 tonn fr.. því um helgina. Hjá söltunarstööinni Þór voru salt- aðar 300 tunnur úr Helgu RE. Vonast menn til þess að veður lægi á miðunum með kvöldinu, en þar er enn mikill sjór og ókyrrð. „Ætti að vera víti til varnaðar ■ Fyrir skömmu urðu nokk- ur blaðaskrif vegna eldsvoða, sem varð á Kleppsspítalan- um vegna gálevsislegrar með- ferðar á eldfimum efnum, sem notuð eru við dúklagn- ingu. Félag veggfóðrarameistara hefur óskað að koma þeirri at- hugasemd á framfæri, að iðnað- armenn þeir, sem þarna áttu 44 hlut að máli, hafi ekki meist- araréttindi í iðninni og eru ekki félagar í þeirra félagi. „Ætti þetta að verða almenn- ingi og þá ekki siður oppinber- um stofnunum til viðvörunar um að láta ekki aðra menn en þá, sem hafa meistararéttindi, taka að sér iðnaðarstörf á þeirra vegum,“ segir í athugasemd Fé- lags veggfóörarameistara. \ til byggða, til þess að sækja að- stoð. Á meðan hindruðu skemmdu bil- arnir för stærri bifreiða, sem áttu ieið þarna um. þótt minni bílar kæmust fram hjá þeim á veginum. Fliótlega barst svo að-*->ðin og um- ferðin gat gengið sinn eðlilega gang. IpWWF ■ Listaverk er hægt aö setja fram í mismunandi formum og efnum. Þetta listaverk er t. d. kartafla, sem Náttúruiækn- ingahælið fékk úr garði sínum austur í Hveragerði nýlega. Kartaflan vó 320 grömm. ■ Það er sama hvort myndinni er haidið rétt eða k hvolfi, það kemur aútaf út einhver skemmtileg mynd, eins og les- endur geta sjálfir prófað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.