Vísir - 03.10.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 03.10.1968, Blaðsíða 3
 4vv V} Síldartunnurnar liggja undir skemmdum í næturfrostunum og á mánudag var fallinn hné' Ú'-Ziá ■ Bílar á kafi í snjó framan við lögreglustöðina. Yzt til vinstri sér á nefið á „Svörtu Maríu“ þeirra Siglfirðinga, en hún fer ekki langt í þessu. llia^Síf ...... Gaman, gaman, segja krakkarnir og ösla snjó og hlæja, en uppi við húsvegg hfma kindur í kró, nýkomnar af grasgrænum afréttum. Septemberblíðan varð helzti endaslepp. Fannfergiö lagðist yfir iðjagræn tún og engi. — Afrétturinn, sem gangnamenn smöluðu í sumarblíðu og steikj andi hita fyrir fáum dögum er nú þakinn djúpum snjó og níst- andi hríðin skekur líf úr hverju strái. Bændum þótti góður sumar- aukinn, þessir sólskinsdagar f september. Þeir fengu þurrk á hrakiö heyið. Kartöflumar tóku aftur við sér í görðunum, eftir kalt sumar. — Samt varð vetrar forðanum naumast komið f hús fyrír þetta snemmbæra haust- hret. Norður á Siglufirði liggja síldartunnur í löngum röðum undir skemmdum. Saltendur eiga í erfiðleikum meö aö verja þær frostinu. Og á mánudag máttu þeir moka hnédjúpum snjó af bryggjum sínum. Vegferð var ströng um göt- urnar á Siglufiröi. Bílar sátu fastir í sköflum. Hríöin gægðist á glugga og hlóð upp hrönnum fyrir dyrin. — Varla sér á dökk- an díl í fjöllum og er æöi kulda- legt um aö litast þar nyröra. —1 Uppi á heiðum áttu margir í erfiðleikum meö farartæki sín, enda höfðu fáir búizt til vetrar- ferða, þar sem lagt var af staö í sumarblíðu. Menn muna varla slíkt fannfergi í byrjun október og vona aö veturinn verði ekki allur eftir þessu. V f S TR . Fimmtudagur 3. október 1968. VETUR HEILSAR Trén sveigja sumargrænar greinar sínar undan snjónum og laufin fölna á einni nóttu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.