Vísir - 03.10.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 03.10.1968, Blaðsíða 1
NÝ GÖTUHEITI í REYKJAVÍK Þrjár nýjar EÖtur hafa fengið nöfn í Revkiavfk. Eru það götur við Sundahöfn og nefnast Sunda- garðar, Vatnagarðar og Klettagarð- ar. Sundagarðar er framhald Dal- brautar norðan Kleppsvegar, Vatna- garðar gata úr Sundagörðum, sam- hliða Kleppsvegi og gata suöur úr Vatnagörðum heitir Klettagarðar. Voru þessi götuheiti samþykkt á fundi bvggingamefndar Reykja- víkur. Þar voru ennfremur lagðar fram tillögur að nýjum götuheit- um í Breiðholti III, þar sem vest- ursvæðið héfur endinguna -berg, noröursvæðið endinguna -hólar og austursvæðið endinguna -kambur. Skrifstofustjóri byggingarfulltrúa tjáði blaðinu í morgun að rætt hafi verið um það á fundinum að fram an við endinguna -berg kæmu mannanöfn t.d. Mánaberg, fugla- heiti fyrir framan én<jinguna -hólar t.d. Kriuhólar og sverðsheiti fyrir framan endinguna -kambur t.d. Sverðskambur. 3-400 Heirí á fræðslustigi í vetur er gert ráð fyrir að hátt við nokkrar unglingadeildir, þar f 28 þúsund böm verði í bama- og sem áður voru einungis barnaskól- unglingaskólum landsins i vetur. 1 ar. í A.-Evjafirði verður til dæmis — Nemendafiöldinn á bama- , í vetur tekin upp full fræðslu- fræðslustigi var í fyrra 27.475 og skylda, en þar var áður aöeins er gert ráö fyrir að þeim fjölgi um 3—400 í vetur. — 1 vetur bætast kennt til fullnaðarprófs. Tilraun til þess að ná Surprise út gerð fljótlega Enn vinnur tíu manna flokkur undir stjóm þeirra Péturs Krist- jónssonar og Bergs Lárussonar að þvf að bjarga togaranum Surprise af Landeyjasandi. Vísaði á sprengi- efnið, sem hann ætlaði til ára- mótanna „Ég ætlaði að nota sprengi- efnið um áramótin.“ Þannig var sú skýrin, sem lögreglan fékk hjá þjófnum, sem stal sprengi- efninu og hvellettunum frá Hlað bæ hf. Sú skýring þykir ekki beinlin- is trúleg, en þiófurinn hefur haldið fast við hana við yfir heyrslur. Lögreglan handtók þjófinn á þriðjudag, reyndar vegna rannsóknar á öðru máli, en þá iátaði hann við yfirheyrs) ur, að hafa brotizt inn í vinnu- skúr Hlaðbæjar. Visaði hann lög reglunni til, hvar hann hafði fólgið hýfið fvrir utan bæ. Var það allt fólgið á einum stað og hafði ekkert skemmzt. !0 kg. af snrenpiefni. 540 hvell hettur, tvelr sprengihnallar og leiðslur. Vísir hafði samband við Pétur Kristjónsson í gegnum talstöö í morgun og sagði- hann að hann byggist við að tilraun tll þess að ná skipinu á flot yrði gerö fljótlega, eða þegar veður og aðrar aðstæður leyfðu. Unnið hefur verið að því að hrcinsa vélar skipsins, koma á það taugum og rétta það. Undir- búningur undir björgunina mun nú langt kominn, en hins vegar er ekki hægt að ákveöa það mikið fyrir- fram, hvenær reynt verður að draga skípiö út. Svínakjöt ódýrara en lambakjöt! Svínakjötið er nú orðið ódýr- ara en lambakjötið. Sem dæmi um það, kostar svínakjöt f heil- um og hálfum skrokkum 75 kr. kílóið, en lambakjötlð 79,62 kr. kflóið í heilum skrokkum. Stafar þetta á offramleiöslu á svína- kjöti. Fyrir hálfu öðru til tveim- ur árum lækkaðl svínafóður mjög meöal annars vegna hag- stæðra innkaupa, að því er Vig- fús Tómasson, sölustjóri hjá Sláturfélagi Suöurlands hefur tjáð blaðinu. Fóru menn þá að rækta svín i stórum stil. Óvíst er, hversu lengi svfna- kjötið verður svo ódýrt. Innflutt fóður hefur nú stórhækkað vegna innflutningsgjaldsins. Nýjar matsreglur um gæði kveða á um skrokkþunga og fituþykkt. Nú verða framleiðendur aö halda niðri bæði þunga og þykktinni, eigi þeir að fá gott verð fyrir vöruna. Hinga til hefur islenzkt svínakjöt verið talið of feitt. Lögregluþjónninn liggur þungt haldinn Harður árekstur slökkviliðsb'ils, sjúkrabils og lögreglubils • Harður árekstur varð milli lögreglubifreiðar og dælubíls slökkviliðs og sjúkrabíls annars vegar á gatnamótum Hofsvalla- götu og Hringbrautar í gærdag. Við áreksturinn kastaðist iög- regluþjónn og fangi hans, sem set ið höfðu aftur í lögreglubílnum, út úr bifreiðinni og skullu þeir í göt- una. Mennirnir voru fluttir meðvitund arlausir á slysavarstofuna, komu þeir þar fljótlega aftpr til meðvit- undar. Meiðsli fangans reyndust vera minni háttar, en hins vegar hafði lögregluþjónninn hlotið mik- ið höfuðhögg. Erfiðara er fvrir lækna að sjá fyrir afleiðingar slikra meiðsla, fyrr en einhver tími hefur liðið frá því slík slys verða. Var lögregluþjónninn fremur þungt hald inn I morgunn og með sótthita. Bílarnir voru allir á leið vestur á Seltjarnarnes vegna brunakalls. Kom lögreglubíllinn suður Hofs- vallagötu og rakst aftarlega á dælu bílinn um leið og sá ók vestur yfir gatnamótin. Hélt dælubíllinn áfram ferð sinni á brunastað, en sjúkra- bíllinn, sem hafði fylgt fast á eftir honum, lenti á vinstri hlið lögreglu bifreiðarinnar og varð sá árekstur miklu harðari. Grunaður um ávísanafals Maður nokkur var handtekinn í verzluninni að Laugavegi 105 f gærdag, grunaður um að hafa falsað tékka að upphæð 4000 kr. Við yfir- heyrslur sagðist maðurinn hafa fengið ávísunina hiá drukknum manni á veitingasfað einum i borg- Inni. Málið er * frekari rannsókn KRISTJÁN VAR ENDURKJÖRINN Þingi BSRB lauk kl. 4 Þingi BSRB lauk kl. fjögur í nótt með stjórn- arkjöri. Litlar öreyting- ar urðu á stj^rninni. Kristján Thorlacius var endurkjörinn formaður með 86 atkvæðum, en nótt Björgvin Guðmundsson h’.aut 55 atkvæði. Fyrir tveimur árum var Krist- ián Thorlacius kiörinn með 81 '1*'-'' "-V on *• '^.pircn^r' tekk 41. Hefur bilið milli arm- anna í BSRB minnkað nokkuð. Að öðru levti hafði verið gert samkomulae milli Framsóknar- og Alþýðubandalag.' oianna ann- ars vegar og Sjálfstæðis- og Al- þýðuflokksmanna hins vegar. Voru 5 kiörnir f stiórn frá hvor- um. en stiórnina skipa ellefu menn. Þingið gerði vmsar álvktanir um kiaramálin. Mælt var með uppsögn samninaa og farið fram á fullan samningsrétt. hað er ver'-fallsrétt opinberra starfs- manna c1-!nnlaesmálum var vís- að til milliþinganefndar, en um þau höfðu komið fram róttækar tillögur. t stjórn BSRB eru nú þessir: Kristján Thorlacius, formaður Sigfinnur Sieurðsson. 1. varafor- maður Guðrún Blöndal. Ágúst Geirsson. Einar Glafsson. Guð- ión Baldvinsson, séra Bjarni Jónsson, Guðlaugur Þórarins- son. Kjartan Ólafsson og Valdi- mar Ólafsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.