Vísir - 23.10.1968, Blaðsíða 3
Ví SIR . Miðvlkudagur 23. október 1968.
Þessi unga stúlka hefur þann starfa að aðstoða vélina, sem
lokar dósunum, áður en þær fara í suðupottinn.
Verðmætin tí- til
fimmtánfölduð
— Heimsókn i Norðurstj'órnuna / Hafnarfirði
Það var óvenjulíflegt í fiskmóttökunni, enda hefur verksmiðjan tekið á móti á fjórða þús-
und tunnum af sunnanlandssíld í hrotunni að undanförnu.
jþaö er kliður í salnum.
Raddir sextíu kvenna
drukkna næstum í hávaðanum
frá hinum ýmsu vélum, stórum
og smáum. — Það hefur á ýmsu
gengið um rekstur þessa nýstár-
lega fyrirtækis, sem átti að
verða Hafnfirðingum atvinnubót
og skapa milljóna útflutnings-
verðmæti úr síldinni. Seinast
voru vandræði verksmiðjunnar
hráefnisskortur. Úr því var bætt
í vetur leið, þegar nokkrir bátar
fengu undanþágu til síldveiða
hér suðvestan lands, meðal ann
ars til þess að skapa hráefni
til niðursuðuverksmiðjunnar. —
Nú hefur hins vegar rætzt held-
ur betur úr. — Síldin, sem
fannst úti af Reykjanesi, kom
eins og frelsun. Hráefnisbirgða-
geymslur verksmiöjurnar voru
að verða tómar. Þar var aöeins
eftir lágur stabbi af frystum
síldarblokkum. — Nú hefur
verksmiðjan tekið á móti 3500
tunnum á tímabilinu frá 1. til
18. október og birgðageymsl-
umar fara að verða fullar.
lVorðurstjarnan er einhver um
fangsmesta og nýstárleg-
asta niöursuðuvérksmiðja, sem
komizt hefur á fót hér á landi.
— Hingað til hefur verksmiðjan
eingöngu soðið niður síld, reykta
sfld. Hins vegar hafa forráða-
menn verksmiðjunnar látið í
ljós hugmyndir um að færa út
kvíamar.og hefja verkun á öðr-
um fisktegundum, einkum ef
erfitt reynist að ná í nógu mik-
ið magn af síld.
Við hittum stuttlega að máli
Áma Gíslason, verkstjóra, í
þessari heimsókn okkar i Norð-
urstjömuna og hann leiðir okkur
í gegnum vinnusalinn.
í sfldarmóttökunni standa
karlar sveittir með skóflur í
höndum og ausa með þeim
sfldinni að færibandi, sem flytur
hana upp í þvottavél. Þetta er
erfitt verk, einkum ef kasta þarf
síldinni til Iangar leiðir. Einhver
kvartar um að hann hafi ekki
krafta til þess að kasta þessu
svona langt.
— Þú verður bara að éta
meira spínat, gellur þá í verk-
stjóranum. — Þeir em léttlvnd-
ir í Firðinum.
Það er erfitt verk að standa við færibandið og pakka síldinni
i dósir. Þær vinna við þetta samkvæmt „bónuskerfi“, kon-
umar, og hafa komizt upp í tvöfalt tímakaup.
Jgftir þvottinn fer síldin f flök-
unarvélar. Þar fer hún um
hendur kvenna, sem hafa þann
starfa að raða í vélarnar. Síð-
an liggur leið síldarinnar annað
hvort inn í klefa, þar sem hún
er geymd fryst í blokkum, ell-
egar hún heldur áfram bein-
ustu leið á færiband, sem flytur
hana í gegnum reykofn. — Sild-
in er ekki nema örskamma
stund inni í ofninum og kemur
út úr honum rjúkandi heit, og
er nú orðin gulleit á að sjá.
Þannig er henni pakkað í dós-
irnar. — Það þykir mesta upp-
gripavinnan í þessu fyrirtæki,
að pakka flökunum f dósir. Kon-
umar, sem náð hafa mestum
hraða við þetta geta komizt
upp í 2800 dósir á dag, en þau
afköst gefa talsvert meira í
aðra hönd en venjulegt tíma-
kaup. Dæmi eru til þess að kon-
urnar komist upp f tvöfalt tíma-
kaupið við pökkunina, en þá
mega þær líka halda á spöð-
unum.
Það er þreytandi starf að
standa við pökkunina og þykir
varla fært að staöiö sé við það
nema 8 tíma á dag. Ámi verk-
stjóri sagði okkur að reynt væri
að láta konumar skipta um verk
efni, til þess að hvíla þær á
vinnunni við færibandið, þegar
unnið væri lengur en 6 —8 tfma.
Tjegar síldin er komin í dósim-
ar fara þær f gegnum vélar,
s?m loka þeim og þaðan f suðu
pottinn. Þá er ekkert eftir nema
setja á þær miða og gera þær
sölulegar útlits. — Þá eru þær
tilbúnar handa „kúnnanum."
Þessi verksmiðja á að geta
skilað um 50 milljón króna út-
flutningsverðmætum á ári, sagði
Árni okkur, gróft til getið. Er
þá miðað viö að framleiðslan sé
35—40 þúsund dósir á dag að
meðaltali. — Úr svipuðu síldar-
magni fengjust með bræðslu
mjöl og lýsi fyrir 3-5 milljónir
króna. Framleiðslukostnaðurinn
er að vísu meiri við niðursuð-
una, en verðmæti síldarinnar tí-
eða fimmtánfaldast.
Þarna sitja svo eins konar matsmenn, sem skoða dósimar í
krók og kring, hvort þær séu heilar og ogallaðar, síðan er
slegið utan um þær sellófan og skrautlegum umbúðum og
þannig sjá kaupendurnir þær.
I