Vísir - 23.10.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 23.10.1968, Blaðsíða 4
Á f ' í ||c' f S ið ci n j 1 Peter SeBlers og Ringó Starr sem faðir og sonur Trommuleikari bítlanna byrjar eftir áramótin að æfa hlutverk sitt í nýrri kvikmynd, sem er ann- að hlutverk- hans f mynd, þar sem bítlamir eru ekki allir með. Kvikmyndin nefnist „The Magic Christian", eða „Kristni töfra- maðurinn." Ringo fer með hlut- verk sonar ríks og valdamikils manns, sem Peter Sellers leikur. Bítijlinn mun veria átta vikum í æfingnr og upptöku. Kvikmyndahandritið gerði Terry nokkur Southem, sem einn- ig geröi kvikmyndina „Candv“ eftir frægri klámsögu. Ringo Starr fór líka meö hlutverk í þeirri mynd, og kom þá fyrst fram sem sjálfstæður leikari. Bítlamir eru nú í leyfi. Paul er í Englandi, Ringo f Suður- Evrópu og George dvelst í Los Angeles með Jackie Lomax. JACKIE á að fá 180 herbergi! Það er mikill munur á því að vera raunveruleg drottning og að vera drottning í heimi milljóna- mæringanna. Þannig hefur Ingrid Danadrottning aðeins um tuttugu þjóna. Jacqueline, fyrrum Kenne- dy, á að hafa 200 þjóna til að stjana í kringum sig. Fyrir sex árum keypti Onassis hina aflöngu ey í Jónahafi úti fyrir vesturströnd Grikklands. Fimm undanfarin ár hefur hann fremst kosið að búa í rauðleitri höll sinni, sem hann lét reisa þar mill iskuggasælla pálma- og ólífu- lunda. Allur fjöldinn af þjónustulið- inu býr í lágreistum húskofum i hæfilegri fjarlægð frá ævintýra- höll Onassis. í höllinni eru þó að- eins tuttugu herbergi. Þetta hefur verið honum þvrnir í auga. Nú nýverið hefur hann látið skera tindinn af litlu fjalli í miðbiki eyjarinnar. Þar hyggst hann reisa höll, sem hæfir betur manni af hans tagi. Þar eiga að vera 180 herbergi, með skrúðgörðum, tenn- isvöllum og sundlaugum, og svo golfvöllur fyrir utan. V Onassis hefur aldrei verið mikið um einveruna gefið. Hann heldur stöðugt veizlur og hefur fjölda gesta. Hann á mikinn fjölda „strandbifreiða'* með seglþökum. í þeim aka gestimir um eyjuna og dást að þessari paradís og hvíta sandinum, sem fluttur var með skipum til eyjarinnar, þvi að upprunalegi sandurinn meiddi On- assis á tánum. Milljönamæringar eiga annríkt. Onassis gcngur þess ekki dulinn. Megi menn ekki vera að þvi að sigla út til eyjarinnar, em þeir fluttir í þyrlum. Hann hefur látið gera mjög merkilegan flugvöll með biðskýlum, eins og gerist á raunverulegum stórflugvöllum. Þarna eru.einnig vegir, sem gefa því bezta sem gerist, ekki eftir. Hin mjög umrædda eyja On- assis nefnist Scorpious, sem er eitrað dýr. Onassis hefur ekki geöjazt alls kostar að því nafni. Hann hefur látið skíra konungs- ríki sitt íþöku, eftir hinum fræga bústað Odyseifs. Jackie og skipakóngurinn um borð í snekkj- unni Christina. 122 þingmenn fjarverandi um ræðu um „hóphjónabönd44 í danska þinginu ■— konurnar bönnuðu þeim ab maeta! Poul Dam, þingmaður vinstri- sósíalista, sem vill breyta hjúskap arlöggjöfinni og gera hana „frjáls ari.“ Það hefur vakið nokkra athygli, að þingmaðurinn Poul Dam hefur á danska þinginu borið fram frum varp, sem gerir ráð fyrir gjör- breytingu á hjúskaparlöggjöf Dana. Hin nýja löggjöf mundi opna leiðina fyrir kynvillinga- hjónabönd og hóphjónabönd, þannig að hópur karla og kvenna búi saman og skipti um maka, eft- ir þvi sem hugurinn girnist. Einn- ig er gert ráð fyrir giftingu syst- kina og föður og dóttur o.fl. o.fl. Er málið kom til umræðu 1 ,þing- inu, sátu 122 þingmenn heima og munu eiginkonur þeirra hafa bann að þeim að láta sjá sig á þingi við slikar umræður, og jafnvel tal ið þá mundu spillast af deilum um þetta mál. Umræðurnar voru forvitnilegar. Fulltrúi jafnaðarmanna, Kjeld 01- sen, ræddi um, að kynvillingar yrðu að eiga kost á aðgangi að fbúðum og herbergjum, eins og i þeir þyrftu. Þingmaður íhalds- manna, frú Hanna Budtz, spjall- aði nokkra stund um mormóna og múhameðstrúarmenn. Önnur frú, Merete Björn Hanssen, taldi áhuga fólks á giftingum hafa vax ið í seinni tíð og vitnaði til talna í því efni. Þá kom Kai Moltke, sem dott- ið hefur út úr ýmsum flokkum. Hann minnti á kynvillu á bökk- um Dónár fyrir allmörgum öld- um. Svo fór þar að fólki fækk- aði, svo að við landauðn lá. Aðrir ræðumenn vitnuðu í Grundtvig og fleiri fræga menn. Flestir töldu frumvarpið, sem til umræðu var, algerlega óframkvæmanlegt og siðferðislega eyðileggjandi fyrir hina dönsku þjóð. Þeir, sem ekki fundu því allt til foráttu, fluttu þokukenndar ræður, sem lítt' skildust. Pannig blæs ekki byrlega fyrir hinn djarfa Poul Dam, enda hef- ur hann naumast vænt þess. Sjónvarpið dauft Nu hafa sjónvarpsáhorfendur fengið smjörþefinn af vetrardag- skránnl, og eru skoðanimar mjög skiptar og fólk misjafn- lega ánægt. Margir em mjög óánægðir yfir að hafa misst af Dýrlingnum og Harðjaxiinum, og telja þeir að þessa þætti hefði mátt sýna, þegar börn væru farin að sofa, svo að þaö sjónarmiö, að þessir þættir heföu slæm áhrif á börn, ætti ekki við rök að styröjast. Hins vegar hafa ýmsir þættir verið teknir upp í vetrardag- skrá sem lofa góðu. Ti! dæmis lofar Saga Forsyte-ættarinnar góðu og einnig framhaldsmynd in Melissa. Hið eina af innlendu efni sem ánægju hefur vakið til viðbótar því sem fyrir var, er þáttur Jóns Múia. Efni af léttara tag- inu sem þessi þáttur, ætti aö geta fest rætur ef alúð verður í lögð. Byrjunin lofar góðu. í heild er dagskráin heldur dauf, og finnst manni að meöan sjónvarpsdagskráin er ekki lengri en hún er, sem kannski er nógu langt, þá eigi þættir eins og um Michelangelo lítið erindi nn i miðia kvölddagskrána. Slíkur báttur getur vart átt er- indi til fjöldans, þó slíkt efni fylli ailar kröfur um menningar- iegt sjónvarpsefni. Menningin verður bara að vera þannig úrí garði gerö, að fók nenni að njóta hennar. Almennt virðist skoðunin vera að meira innlcnt efni vanti. Það vantar meira af íslenzkum þátt- um í ýmsum dúr. Sem dæmi má nefna þáttinn um erlend málefni sem oft er mjög fróð- legur og kryfur ýmis mál líð- andi stundar til mergjar. Væri i ekki hægt aö kryfja til mergjar í á hliðstæðan hátt ýrnis innlend J málefni. Ef vel væri á haldið \ myndi slikt vafalaust verða vin- í sælt. t íþróttafréttir hafa verið mikl- ' ar og góðar að undanförnu, sem J á að nokkru leyti rætur að rekja i til Ólympíuleikanna. Sjálfsagt i er að leegja áherzlu á þetta efni enda á það marga aðdáendur. ^ Aimennt má um sjónvarpið \ segja, að of lítið varð um jákvæð t ar breytingar við tilkomu vetrar- / dagskrár, og er hin vinsæla uppi 1 staða dagskrárinnar einungis I vegna þeirra þátta, sem voru t búnir aö hasla sér völl. / Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.