Vísir - 23.10.1968, Blaðsíða 13

Vísir - 23.10.1968, Blaðsíða 13
V í SIR . Miðvikudagur 23. október 1968. Flugslys á Islandi vestan hafs og Blaðinu hefur borizt eftirfarandi atbugasemd frá forstöðumanni loftferðaeftirlitsins: „1 Vísi laugardaginn 12. þ. m. er á öftustu síöu birt rammagrein er segir að flugslys hér (á landi) séu margfalt fleiri en erlendis. Að vísu hefur blaðamanni þeim er fregnina skrifaði þótt vissara að ljúka fyrirsögninni með spum- ingarmerki. Tilefni þessara skrifa mun vera það, að fréttamaður blaðsins hringdi til mín undirritaðs og spHirðist fyrir um hve margir hefðu 'látizt í flugslysum hér á land síð- »an árið 1927. Ég tjáði honum að flug hefði ekki byrjaö hér á landi, fyrr en 1928 og að núverandi yfirstjóm flugmála hefði ekki verið sett á fót fyrr en árið 1945. Ég tjáði honum einnig að lrtið . væri hér gert að því að gera alls konar „statistic" um ýmis efni, til þess værum við of fáliðaðir við okkar störf, en öll „statistic" er tímafrek, nema unnin sé með vél- um og þess háttar. Það er alger misskilningur að skrifstofa loftferðaeftirlitsins hafi engar skýrslur tnn flugslys hér á landi sem mark er takandi á. Það hafa verið gerðar skýrslur um öll flugslys (meiri háttar) hér á landi frá árinu 1945. Hitt sagði ég, að ekki væri sanngjamt að birta tölur 1 um flugslys, nema hægt væri um leið að birta tölur um flogna far- i þegakilómetra, þá fyrst kæmi sú rétta hlutfallstala slysa i ljós, sem mark væri takandi á. Sem betur fer hafa dauðaslys í , flugi ekki verið ýkja mörg og til } þess nú að friða að einhverju blaðamann þann, sem reit fyrr- nefnda grein skal ég upplýsa eftir- farandi. , 1 flugslysum í reglubundnu at- ; vinnuflugi hér á landi hafa farizt 48 farþegar á 21 y2 ári. Þar af er ; tala farþega i tveimur flugslysum, annars vegar 21 farþegi og 20 far- þegar. Flugslysin em að tölu fjögur á þessu tímabili. Á sama tíma hafa 5 farþegar látið lífið í öðm at- vinnuflugi, heldur en reglubundnu. Flugslysin eru að tölu tvö. Á þess- um tima hafa 25 nianns látið lífið í kennslu- og æfingaflugi. Flugslys- in eru að tölu þrettán. Það er alveg rétt að við islend- ingar erum 1000 sinnum færri en Bandaríkjamenn. Kemst því blaöa- maóurinn að þeirri furðulegu nið- urstöðu að ef 30 þúsund farþegar hafa látið lífið í flugslysum i Bandaríkjunum, megi ekki fleiri en 30 farþ^gar hafa farizt hér á landi og gerð er úr því æsifregn. Griðnstaður — B>- > 9. síðu. var aðeins að reyna að auka frjálsræði þar, og þar með aö reyna að gera stjómarfarið öfl- ugra. Hann fékk rússneskan her á hálsinn fyrir þessar til- raunir sínar1. Það er ekki hægt að láta sem maður sjái ekki þennan mun. Grundvallarvalið í stjómmálum það sem eftir er af þessari öld er milli þessara tveggja stjórnmálakerfa um skipulagningu lifnaðarhátta í löndunum. Bf aðgerðir Rússa í Tékkóslóvakíu eru vísbend- ing um það, sem þeir hafa í huga fyrir lönd, sem hneigj- ast aö kerfi þeirra — þá er valið ekki erfitt. (Þýtt úr „The Economist"). íslendingar eru meöal fremstu flugþjóöa í heimi, miðað við flogna farþegakílólnetra og fólksfjölda. Tölur og alls konar „statistic" segir ekki ávallt allt, þótt stundum sé mjög skemmtilegt að fást við slikt, sérstaklega ef menn kunna með það að fara. Að lokum: Ég bauð fréttamanni að koma á skrifstofu loftferðaeft- irlitsins og ræða við hann um þessi mál. Stakk ég upp á því að hann skrifaði um þessi annars ekki skemmtilegu mál £ samtals- formi, en það kaus hann ekki og lét sér nægja upplýsingar frá öðrum, sem ekki hafa með þessi mál að gera. Með þökk fyrir birtinguna. F. h. loftferðaeftirlitsins, Sigurður Jónsson.“ Athugasemd við „athugasemd“. í athugasemd Sigurðar Jónsson- ar er margt athugasemdavert. 1. Fyrirsögninni lauk að sjálf- sögðu með spumingarmerki. Ofan- greind frétt var fyrst og fremst vangaveltur um hvort flugslys séu tíðari á íslandi en í Bandaríkjun- um, sem höfð voru til samanburð- ar. Engin „statistik" er til hér á landi til að hrekja það né sanna. 2. Tilefni fréttarinnar var ekki, að undirritaður hringdi í Sigurð, heldur tölur, sem bandaríska flug- máiastjórnin birti nýlega um fjölda látinna í innanlandsflugi í Banda- ríkjunum 1927—’67. Áhugi vakn- aði á því að gera samanburð viö innanlandsflug á íslandi á sama tíma. Tölur um fjölda flugslysa hér á landi voru ekki til hjá loft- ferðaeftirlitinu, að því er Sigurður tjáði undirrituðum, þó að hægt væri að taka þær saman úr hinum einstöku skýrslum um flugslys. Sigurður sagðist þó ekki treysta sér til þess að svo komnu máli vegna annríkis. Hann bauð, að blaðamaður Vísis gæti fengið að kynna sér aðstööu loftferðaeftirlits- ins, en gaf ekkert út á, hvort hægt yrðj að taka saman fiölda látinna í flugslysum hér á landi frá upp- hafi flugs. 3. Skýrslur um tíðni flugslysa eru ekki hið sama og skýrslur um einstök flugslys. í fréttinni var átt við skýrslur um tíðni flugsiysa, þó að viðurkennt skuli, að það hafi verið klaufalega orðað á einum stað í fréttinni. Við lestur fréttar- innar allrar getur enginn hins veg- ar efazt um, hvað við er átt. 4. Sigurður birtir nokkra tölur, sem gefa villandi upplýsingar. Hann var aftur á móti svo vin- gjamlegur að sýna mér lauslega samantekna skýrslu um flugslys frá 1945, sem hann hafði tekið saman síðan við hann var talað upphaflega. Sú skýrsla sýndi, að fjöldi látinna f flugslysum i ís- lenzkum Plugvélum frá 1945 er 104. 5. Það er ekki rétt, að su niöur- staða fáist I fréttinni, að hér megi ekki fleiri en 30 manns hafa farizt til þess að það geti talizt eðlilegt. Hins vegar er sagt að miðað við mannfjölda hér og í Bandaríkjun- um sé 30.000 þar sambærileg við 30 hér. 6. Sigurður segir að íslending- ar séu meðal fremstu flugþjóða i heimi. Það er sjálfsagt rétt. Hitt mun þó vera á allra vitorði, að Bandaríkjamenn eru fremsta flug- þjóð í heimi. I fréttinni er sér- stakiega tekið fram, að ekki sé mark takandi á tölum um flug- slys, nema upplýsingar um far- þegakílómetra fylgi með. Skýrslur um það eru ekki til hér á landi, en hæpið má teljast að saman- burður við. Bandaríkin yrði okkur nokkuð hagstæðari þó að upplýs- ingar þar um lægju fyrir. 7. Rétt er að vekja athygli á því að lokum, að talan um fjölda látinna í Bandaríkjunum nær yfir 40 ára tímabil, en hér aðeins frá 1945. Samanburðurinn fyrir okkur batnar ekki við það. Valdimar H. Jóhannesson. LEIGAN s.f. Vinnuvelar til feígu Litlar Steypuhrœrivélar Múrhamrar m. borum og fleygum Raiknúnir Steinborar Vatnsdœlur (rafmagn, benzín) Jar ðvegsþjöppur Rafsuðutœki Víbratorar Staurabarar Slípirokkar Hitablásarar HDFDATUNU - SIMI 23480 ATVINNA VINNA ÓSKAST 21 árs gamall reglusamur maður óskar eftir vinnu strax, allt mögulegt kemur til greina, hefur bílpróf. Uppl. í síma 20192. FYRIRSÆTA ÓSKAST. Listmálari óskar eftir fyrirsætu. — Ekki yngri en 18 ára. Há laun. — Umsókn sendist blaðinu merkt. „Listmálari 187“. BiFREIÐAVIÐGERÐIR BIFREIÐAEIGENDUR Alsprr itum og blettum bfla. Bilasprautun Skaftahlíð 42. SPRAUTUM BÍLA Alsprautum og blettum ailar gerðir af bflum. Sprautum einnig heimilistæki, isskápa, þvottavélar, frystikistur og fleira f hvaða iit sem er. Vönduð vinna og ódýr. — Stimir st, bflasprautun Dugguvogi - (inng. frá Ksentr- vogi). Sími 33895. 3ÍLAVIÐGERÐIR Geri rið grindur oílum og annast alls konar jámsmíði. Vélsmiðja Sigurðar V Gunnarsscnar. Sæviðarsundi 9. Simi 34816 (Var áður á Hrlsateig’ 5). VISIR I VIKULORIN 700 króna mappa Þeir áskrifendur upphafi i oar til er yfir 700 kr-e- Vísis, sem hafa safnað „Visi i vikulokin“ frá gerða möppu, eiga nú 160 blaðsiðna bók, sem - yirði. Hvert viðbótareintak af „Vísi í vikulokin" er 15 króna virði. — Gætið þess þvi að missa ekki úr töiublrö. Aðeins áskrifendur Visis fá „Visi i vikulokin" Ekki er hægt að fá fylgiblaðið á annan hátt. Það er þvi mikils virði að vera ðskrifandi að Vlsl. Gerizt áskrifendur strax, ef þé» eruð það ekki þegar! ' Dagblaðið VÍSIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.