Vísir - 23.10.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 23.10.1968, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Miðvikudagur 23. október 1968. \ VISIR Otgefandi: Reykjaprent h.t Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrtli: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastióri: Bergþór Oifarsson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Slmar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla • Aðalstræti 8. Simi 11660 Ritstjóm: I tugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 125.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vfsis — Edda h.f. Krafan um kosningar j Tfrninn birti s.l. laugardag forustugrein undir sömu ( fyrirsögn og er í Vísi í dag. Vísir hefur þegar fjallað ( um, hve óeðlileg slík krafa er, meðan yfir standa við- / ræður allra stjórnmálaflokka um hugsanlegt sam- > komulag um leiðir í efnahagsmálunum. Að hinu skal nú vikið að athuga sitthvað af því, sem Tíminn styður ' með kröfu sína um kosningar. h Höfuðrökin eru þau, segir Tíminn, „að viðhorfin í V atvinnu- og efnahagsmálum séu miklu augljósari nú, en þegar kosið var seinast, og því auðveldara fyrir ( kjósendur að dæma um málin“. Blaðið segir, að fram- ( sól^narmenn hafi gert sitt bezta til þess að skýra þetta ( fyrir þjóðinni og búa hana undir, að erfiðleikar væru / fyrir höndum, en stjómarflokkarnir hafi reynt að > leyna þessu eftir beztu getu. Framsóknarforustan hef- j ur reynt að halda þessari firru fram til þess að draga ( úr vonbrigðum sínum með kosningaúrslitin. ( Rétt er það, að nú er margt miklu Ijósara um erfið- / leika þjóðarinnar en fyrir kosningarnar 1967. En það / er vegna þess, að ný viðhorf hafa komið til; borið , hefur að garði nýja og óvænta erfiðleika, sem eng- inn gat sagt fyrir um fyrri hluta árs 1967 fyrir kosn- ingamar, ekki Framsóknarflokkurinn frekar en aðr- ir aðilar. Minnist nokkur þess að hafa heyrt framsóknar- frambjóðendur segja fyrir kosningarnar, að engin sumarsíldveiði mundi verða við ísland og síldveiði- flotinn mundi þurfa að berjast við litla og stopula veiði norður í hafsauga 700—800 mílur norðaustur af landinu? Minnist nokkur kjósandi þess að hafa I heyrt þá segja fyrir kosningarnar, að sama sagan mundi endurtaka sig í miklu verri stíl á þessu sumri og að undir þetta ætti þjóðin þá að búa sig? Minnist nokkur þess að hafa heyrt framsóknarframbjóðendur segja það fyrir kosningarnar, að borgarastyrjöld mundi brjótast út í Nígeríu þá um vorið og henni mundi ekki ljúka næstu ár og þar með lokast okkar verðmæti skreiðarmarkaður í Afríku? Minnist nokk- ur kjósandi þess að hafa hpyrt þá segja fyrir kosn- ingar, að verð útflutningsafurðanna mundi halda áfram að falla og skapa okkur meiri vanda en við höfum nokkm sinni áður þurft að glíma við? Auðvitað verður öllum þessum spurningum svarað neitandi eðli málsins samkvæmt. En hví vilja menn láta eir og kjánar og segja eins og Tíminn: „Nú dylj- ast erfiðleikarnir ekki lengur“? Vissulega duldust fyr- ir kosningar erfiðleikar, sem enginn gat séð fyrir, en cru nú því miður fram komnir. Hitt er svo staðreynd, að þjóðin hafði búið vel um sig á viðreisnartímabilinu, og þess vegna stöndum við nú betur að vígi en ella að brjótast gegnum hina í miklu erfiðleika. I Rhodesía — lokaþáttur? • Umrseöumar um Rhodesíu í neðri málstofu brezka þingsins snerust um tillögur Wilsons forsætisráðherra eða öilu heldur þau skilyrði, sem Rhodesía yrði að ganga aö, öllum. 1^0 það kom fljótt í ljós, að eitt skilyrðanna taldi Ian Smith sig ekki geta fallizt á, og eftir stjórnarfund var það talið óað- gengilegt með öllu, en það var skilyrði varðandi áfrýjunarrétt 1 málmrj- hörundsdökkra manna, þ.e. léýndaráðið í London átti áfram að vera æðsti dómstóll um stjómarskrárleg atriði I slíkum rnálurn. í útvarpsávarpi til þjóðarinnar óskaði Smith svo frekari skýringa. Þegar þetta er skrifað er Smith nýbúinn að lýsa yfir, að formlegt svar Rhod esíustjómar við skilyröum Wil- sons sé tilbúið — og er nú eftir að vita- hvort það verður afhent í tæka tíð til að hafa áhrif á um- ræðuna í neðri málstofunni. Noyes Thomas telur mikið við liggja fyrir Wilson að fá mál ið úr sögunni með samkomulagi, Noyes Thomas ræðir við Ian álits síns sem leiðtoga vegna og efnahagsins (sbr. myndatexta á þessari síðu). Árlegt fjárhags- tjón Breta af refsiaðgerðunum nemur upp undir 300 milljónum dollara. Noyes Tomas lýsir eftir litinu við Rhodesíustrendur sem hálfgerðum skrípaleik, því að æ fleiri erlend skip bruni fram hjá hinum brezku eftirlitsskip- um, og þessi erl. skip séu hlaðin vömm til Rhodesíu. Það hlýtur að vera ljóst, segir hann, nema öllum þeim sem þykkasta hafa höfuðskelina, að þótt refisað- gerðimar lami Rhodesíu, dugi þær ekki til að slá hana niður. Sannleikurinn um þetta er vit anlega, að bæöi Rhodesía og Bretland hafa beöið mikið efna hagslegt tjón vegna refsiaðgerð- anna. íhaldsflokkurinn brezki hefur vitanlega notað sér það hvemig Wilson hefir haldið á málunum og gagnrýnt hann fyrir stefnuna ekki aðeins gagnvart Rhodesíu heldur og Suður-Afríku, þar sem til boða stóðu tilboö um við- skipti upp á hundruð milljóna punda, en þeim var hafnað vegna tillitssemi við blakkar samveldisþjóðir, en þær em með al hörðustu gagnrýnenda Wils'- ons gagnvart Rhodesíu. Harðast Smith. ur gagnrýnenda er Kenneth Kaunda, en hann og fleiri hafa æ krafizt vopnaðrar flilutunar Breta til að koma Rhodesíu á kné, en því hefir Wilson neitað. Nú sakar hann Wilson um að leika tveimur skjöldum — kveðst enda sannfærður um aö Wilson muni ekki aðeins semja við Smith heldur senda honum herlið til þess að berjast við blakka baráttumenn frelsis í Rhodesiu (þ.e. hermdaverka- menn sem þjálfaðir em I Kenya til flugumannastarfa I Rhodesíu) Wilson þarf að sætta sam- veldið við gerðir sínar. Hann hef ir ávallt, sem vonlegt er, talið það höfuðatriði að vemda sam-, veldistengslin. Hvort það tekst er með öllu óvist og þau gætu bilað einmitt á Rhodesíu, slaki' hann til. Og innan eigin flokks á Wil- son í erfiðleikum. Yfir 70 þing- menn í flokki hans, Verkalýðs- flokknum hafa sameinazt um á- lyktun, vegna þess að þeim finnst of langt gengið í samninga átt með skilyrðunum f plagginu, sem Wilson afhenti Smith á þiljum beitiskipsins Fearless í Gíbraltar-höfn fyrir nokkmm dögum. Enn þreytn þeir knpphlnupið, Wilson og Smith Sú var tíðin, að Wilson lét sér þau orð um munn fara, að hann mundi koma stjóm Smiths á kné á nokkrum „vikum fremur en mánuðum“ og minnir brezki fréttaritarinn Noyes Thom- as á þetta nú er neðri málstofan ræðir Rhodesíumálið og 70 þing menn hafa lýst sig andvíga sein ustu tillögum Wilsons. — Kapp hlaupið stendur enn milli Wilsons og Smiths. vik- uraar urðu að mánuðum mánuðimir urðu að árum — og enn er dellan óleyst. Enn þreyta þeir kapphlaupið Wilson og Smith, en Noyes Thomas segir, að þaö hafi ekki verið hinn hrokafulli Wilson Tiger-viðræðn . anna, sem hafl rætt við Smith á Fearless, heldur hógvær san-.-= Ingafús Wilson, sem þurftl að bjarga áliti sjálfs sfn og efna- • hag landsins með því að Ieysa málin með samkomulagj.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.