Vísir - 23.10.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 23.10.1968, Blaðsíða 7
▼ ÍSIR . Miðvikudagur 23. október 1968. 7 morgun útlöild í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd -k Fyrstu ungversku hersveitirn- ar, sem sendar voru til Tékkó- slóvakíu, eru komnar heim. Með frétt ungverska útvarpsins um það í gærkvöldi, er staöfest að brott- flutningur hemámsliösins frá Tékkóslóvakíu er hafinn. ■k í Prag er af ýmsum í Kommún istafiokknum lagt fast að Dub cek og öðrum leiðtogum að taka af- stöðu gegn þeim kommúnistum, sem fylgja sovétleiðtogum af mestu harðfylgi, og krefjast réttar- halda yfir ritstjórum, útvarpsmönn- um og öðrum, sem hafa stutt um- bótastefnuna. k Talsmaður bandaríska utanrík- isráðuneytisins sagði í gær, aó Bandaríkjastjóm vonaði, að af- hending á 14 norður-víetnömskum sjóliðum, sem fram fór í gær.f leiddi til samkomulags mil'li Norð- ur-Víetnams og Bandaríkjanna um skipti á stríðsföngum. Lending Apollo 7. — en mikill kvíði — Afrek þeirra forleikur að þvi, að Bandarikin sendi mannað geimfar til tunglsins fyrir lok , næsta árs • Apollo sjöundi lenti á ætl- unartíma í gær suðaustur af Bermuda, og barst fregn um það rétt áður en blaðið fór í press- una. Lendingin átti sér stað kl. 11.12, en samkvæmt fyrri frétt- um hafði verið gert ráð fyrir lendingu klukkan 11.13. Sam- kvæmt Reauter-frétt kom hinn mjórri endi geimfarsins á sjó -k Tal^maöur í Páfagarði sagði í gær, aö Jacqueline Kennedy hafi vel vitað, að hún var að brjóta lög rómversk-kaþólsku kirkjunnar, er hún giftist Onassis. í blöðum á Ítalíu hefir komið fram gagnrýni á það að hún giftist Onassis,, og var komizt svo að orði í Rómar- blaðinu II Messaggero síðastl. sunnudag, bnlðkaupsdag þeirra: í dag deyr .Tohn F. Kennedy í annað sinn. ■A: Mauno Koivisto forsætisráð- herra Finnlands kemur til Moskvu árdegis í dag til fundar við Alexei Kosygin forsætisráðherra Sovétríkj anna. Kona forsætisráðherrans er með honum í ferðinni og munu þ&u dveljast vikutíma í Sotji á Krím- skaga. Af finnskri hálfu er ferðinni Iýst sem kurteisisheimsókn. ★ Alekos Panagoulos, 30 ára, sem sakaður er um a," háfa gert til- raun til aö myrða á laun George Papadopoulos forsætisráöherra 13. ágúst s.I., verður leiddur fyrir rétt 4. nóvember. Hann var handtekinn skömmu eftir hina misheppnuðu morðtilraun. Af hálfu grísku stjórn- inni er því þaldið fram, að fyrrver- andi grískir stjórnmálamenn séu flæktir í málið, m. a. Andreas Pap- andreoa. -k Með úrsögn ekkju franska kommúnistaleiðtogans Thorez úr miðstjórn kommúnistaflokksins, er augljóst orðið, að klofningur er í stjórn flokksins út af hernámi Tékkóslóvakíu. Wilsón hefir borizt svar Smiths Fimmtiu flokksmenn Wilsons greiddu atkvæði gegn honum • Wilson forsætisráðherra Bret- lands tilkynnti í gær undir umræð- unni um Rhodesíu, að hann hefði fengið formlegt svar Ians Smiths forsætisráðherra Rhodesíustjórn- ar við skilyrðum brezku stjórnar- innar. Hann lét að öðru leyti ekki í té neinar upplýsingar um svarið. Við atkvæðagreiöslu í lok umræðunnar greiddu um 50 þingmenn Verka- mannaflokksins atkvæði gegn til- lögunum, einnig 6 þingmenn Frjáls- lynda flokksins eða allir, sem við- staddir voru. bingmenn íhalds- flokksins sátu hjá við atkvæöa- greiðsluna. Gerist það „kraftaverk" 5. nóv. að Humphrey sigri? Fregt frá New York hermir, að Humphrey haldi áfram að vinna á eftir skoðanakönnunum að dæma, þótt han sé enn á eftir Nixon — og greinilegt sé, að í „herbúðum demokrata séu menn farnir að trúa því, að ef til vill rætist spá Humphrtys, að „kraftaverk“ geris I forsetakosningun- um í nóvember, þ. e. að ' ann verði kjörinn forseti. — Myndin er frá New York, en þar heldur Humphrey hvern fundinn af öðrum. Þaðan fer hann til Texas. tókst giftusamlega ríkti í 20 mínútur niður og torveldaði sambandið við geimfarið. og hafði ekki náðst samband við geimfarana 12 mínútum eftir lendingu, en áður haföi seinast verið sam- band við þá, er geimfarið var í 300 enskra feta hæð. Lendingin átti sér stað 320 km suðaustur af Berniudaeyjum í 25 km fjar- Iægð frá flugvélaskipinu Essex, en þegar geimfarið var búið að „rétta sig“ á sjónum tilkynntu geimfararnir, að allt væri í bezta lagi. Talsmaður geimferðastjórnarinn- ar sagði, að sovézkur togari hefði verið núlægur á þessum slóðum, og hafði hann verið í nánd við Essex dögum saman. í frétt frá Kennedyhöfða var sagt að með hinni vel heppnuðu ellefu daga geimferð sinni hefðU geim- fararnir þrír rutt brautina að því, að Bandaríkin sendu mannað geim- far til tunglsins fyrir lok næsta árá. Var þetta haft eftir Samúel C. Philips, fr&nikvæmdastjóra geim- ferðaáætlunarinnar. Fyrsta læknisskoðun á geimför- unum fór fram þegar eftir að þeir voru komnir um borð í Essex og ýtarleg greinargerö um skoðunina á þeim var boðuð. Yfirmaður hinn- ar læknisfræðilegu deildar geim- ferðastofnunarinnar, Charles Berry læknir, sagði, að hljóðhimnur geim- faranna hefðu ekki beðið neitt tjón af völdum þrýstings þótt þeir hefðu ekki haft hiálmana á hiifðum sér meðan geimfarið fór gegnum gufu- livo'f 'arðar. Mikill kvíði ríkti, þegar sam- bandið við geimfarana rofnaði, er geimfarið var í um 100 metra hæö, og mönnum flaug í hug, að fallhlíf hefði bilað, eða geimfarið brotnað er það kom niöur á hafflötinn. Millj ónir sjónvarpsnotenda voru þátttak endur í áhyggjum þessum og kvíða í nær 20 mínútur, en þegar geim- förunum tókst að koma Apollo á réttan kjöl tilkynntu þeir að allt væri í Iagi. Loftskeytasamband milli þeirra og Essex komst þegar 16 mínútur voru liðnar frá hinum opinbera lendingartíma (11.12). Johnson forseti sendi geimförun- um heillaóska- og þakkarskeyti og vottaði þeim aðdáun sína og banda- rísku þjóðarinnar. Tilkynning hefur verið birt þess efnis, að skoðanir á geimförunum þremur, Schirra, Eisele og Cunn- ingham, hafi leitt í ljós, að heilsufar þeirra sé í bezta lagi eftir geim- ferðina. Nú aðeins 3 of brezku sexbur- unum á líffi Enn einn af scxburunum brezku lézt í gær og eru nú þrír á líf! og heilsast þeim vel. Nýtt sjólfsmorð í Vestur-Þýzkalandi í Bonn var tilkynnt í gærkvöldi, aö embættismaöur í efnahagsráðu- neytinu hefði framið sjálfsmorð. Áður haföi verið tilkynnt, að lík- ur v„ru fyrir, að Liidke sjóliðsfor- ingi, einn þriggja háttsettra liðsfor- ingja, sem aö undanförnu hafa fund izt skotnir, hefði verið njósnari. Norsk-sovézk kvikmynd um Friðþjóf Nanserr Frumsýning var í gær í Moskvu á norsk-sovézku kvikmyndinni „Bare et liv“. sem fjallar um líf Friöþjófs Nansens, hins heimskunna heim- skautafara og mannvinar. Byrjað var að vinna að kvik- myndinni fyrir tveimur árum. Á'horfendur á frumsýningunni voru um 1200 og tóku þeir því með miklum fögnuði, er tilkynnt var að ágóðinn af frumsýningunni yrði látin renna í „Víetnam-sjóðinn“. Kvikmyndin fjallar um Nansen sem vísindamann og heimskauta- fara og hin miklu mannúðarstörf, sem hann vann, m. a. um hjálpar- starfsemi hans í hungursneyðinni í Sovétríkjunum um 1920. Olíuskipsbruninn á Norðursjó — Lestar voru tómar, en vegna gass i þeim var skipið eins og „fljótandi sprengja" íbúum baöstaðarins Eastbourne á Engiandi var tilkynnt í gær að ekki væri frekari hætta af spreng- ingum í norska olíuskipinu, sem eldur kom upp í á Norðursjó s.l. sunnudag eins og getið hefir verið í fréttum, en þrjár sprengingar urðu í hinu brennandi skipi áður en það var dregið til lands skammt frá bænum. Skipið heitir Stitakund og er 24.000 lestir. Þrír af áhöfninni fór- ust en franskir togarar björguðu öðrum skipsmönnum, 32 talsins. Skipið er nú á grunni 1 y2 km. frá Beachy-höfða skammt frá East- bourne. í fyrradag héldu menn, að öll hætta væri hjá liðin, en í gær- morgun vöknuöu íbúar Eastbourne við mikTa sprengingu, og var hún í vélarrúmi skipsins, og kviknaði í út frá henni. Skipið var ekki með olíu í lestunum, en vegna gass í þeim var skipinu líkt við „fljótandi spreivgju".

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.