Vísir - 23.10.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 23.10.1968, Blaðsíða 5
V1SIR . Miðvikudagur 23. október 1968. 5 „Fáar þjóðir óduglegri við að borða síld en einmitt við Islendingar" — segir frú Ragnhildur Konráðsson, sem gefur i , tvær skemmtilegar uppskriftir ab sildarréttum Hér fylgja tveir síldarréttir, sem gætu verið á hvers manns borði." „Tjað er skömm aö því, en við héma lærðum að boröa síld úti í Danmörku", sagði frú Ragnhildur Konráðsson, kona Bjama Konráðssonar læknis, i viðtali við Kvennasíðuna, en frú Ragnhildur kemur með tvær skemmtilegar uppskriftir að sild arréttum á síðunni í dag. Frú Ragnhildur heldur áfram: „Þótt Islendingar séu meöal mestu síldveiðiþjóða í heimi og auðvelt fyrir okkur að hafa ætíð nóg af sild, þá em fáar þjöðir öduglegri við að borða hana, en einmitt íslendingar. Þó hefur síldin um langan aldur veriö ein hver eftirsóttasta fæða margra þjóöa og þær hrósa sér af þvi að á veizluborðum sé íslenzk síld. FrJ. næringarfræðilegu sjónar- miði séð, er síldin kostafæða. Hún er auðug af fullkominni eggjahvítu, hollri fitu og er bæði auðmelt og seðjandi. í henni er auk þess nokkuð af A og D vítamínum. Þá er kannski ekki veigaminnsta atriðið, hversu ó- dýr matur hún er, miðað við næringargildi. Undanfarið hefur vaknað nokkur áhugi á þessari hollu og góðu fæðu. Síldina má matbúa á ýmsan hátt, soðna, steikta, reykta, kryddaða eða saltaða. Fáir munu standa Svíum á sporði I að matbúa síld og státa þeir með réttu af sinni frægu „Smörg&s", en síldarréttir úr „Islandssild" em þar eitt aðal ‘atriðið. STEIKT SÍLD í EDIKSKRYDDLEGI: Veljið 8 stórar nýjar síldar. Sfldin er hreinsuð, hausskor- in, flökuð og roðið skafið vandiega. Hveiti með salti og pipar eft- ir smekk sett á disk og síld arflökunum velt upp úr því. Steikt i smjörlíki á pönnu. Borðað heitt með brúnuðum lauk og kartöflum. Sé afgangur af steiktu síid- inni, er gott að leggja flök in í ediksblöndu sem hér segir: Einn hluti af ediki (t.d. 1 dl.) Tveir hlutar af vatni (t.d. 2 dl) Ein matskeið af sykri, leyst upp í blöndunni. í stað syk urs má nota 5—6 saccihar- ine-töflur eða 5—6 dropa af saccharineupplausn. SHERRYSÍLD: Veljið 8 kryddsíldarflök. Auk þess þarf 1 flöskuaf „Po4o“, 2 dl. af ediki, 2 matsk. af sykri (eöa 8 dropa af sacch arineupplausn), 2 lárviðar- lanf, 4 heil piparkom, 1 y2 tesk. af steyttum svörtum pipar, V/2 tesk. allrahanda, ■ 2 stóra lauka og y2 di. af sherry. -Síldarflökin látin í skál og kalt vatn látiö renna yfir þau, þangað til það verður tært. Vatninu hellt af og flökin látin liggja í „Pok>“ í 4-5 ktet. Sykur, piparkom og lárviðarlauf sett út £ edikið og það hitað upp í suðu, kælt og steytta krydd inu og öðrum niðursneidd- um lauknum bætt í. Þá em flökin þermð, sett í löginn og lótin liggja í honum 12 klst. dægur). Flökin tekin upp úr, raðað á fatogsherry inu hellt yfir þau. Börðið á borð, skreytt með næfur- þunnum laukhringjum, lár- viðarlaufi og fáeinum heil- um piparkornum. Taka má það fram 'í lokin að niöursneidd epli og sneidd- ar sýrðar rauðrófur era með al þess, sem bragðast vel með alls konar sfldarrétt- um. Kvennasíðan þakkar frú Ragn hildi uppskriftirnar og hvetur um leið aðrar konur, sem hafa frá einhverju að segja, hvort sem það eru skemmtilegar upp skriftir, húsráð eða uppástung- ur, aö hafa samband við Kvennasiðuna. ATVINNA Viljum ráða stúlku til starfa í auglýsingadeild vorri. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra blaösins fyrir 26. þ.m. — Upplýsingar ekki gefnar í síma. Dagblaðið VISIR Verzlunin Vnlvn Álftamýri 1 og Skólavörðustig 8 AUGLÝSIR: Telpna- og drengjapeysur, skyrtur, buxur gjafavörur og fleira. FRAMLEIÐENDUR: TIELSA, VESTUR-ÞÝZK GÆÐAVARA OG JÓN PÉTURSSON HÚSGAGNA‘ FRAMLEIÐANDl lalglalajglgjalalaEilaláEalalsilailalsíalaE B1 El B1 B1 BI B1 B1 ELDHÚS- B1 BUalaEalalalálalalaEáEalálaEa ífcKAUPIÐ Á FÖSTU VERÐI % STAÐLAÐAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR ERU ÓDÝRARI, FALLEGRI OG ÖLL TÆKI FYLGJA % HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR m lálálá ODDUR HF. UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN KIRKJUHVOLI SÍM! 21718 og 42137 FULLKOMfÐ SYNINGARELDHUS I KIRKJUHVOLI Skrifstofustarf Ríkisstofnun óskar eftir að ráða skrifstofu- stúlku með stúdentsmenntun eða hliðstæða menntun. Áherzla lögð á kunnáttu í vélritun, íslenzku og meðferð talna. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, próf og fyrri störf sendist blaðinu, merktar „Opinber stofnun“ fyrir 30. þ.m. AUKAFUNDUR SÖLUSAMBANDS ÍSL. FISKFRAMLEIÐ- ENDA verður haldinn í Sigtúni fimmtudag- inn 24. október n.k. kl. 10. f.h. Fundarefni: Ástand og horfur í sölu- og verðlags- málum saltfisks. Stjórn Sölusambands ísl. fiskframleiðenda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.