Vísir - 23.10.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 23.10.1968, Blaðsíða 12
f2 VI S IR . Miðvikudagur 23. oktöber íses. ■am—1.1 .......................................................... ————^———— Hann var staddur i götu þar . sem leikhús voru á báðar hendur. Einhver dauf endurminning vakn- aöi með honum. „Bjalla, bók og ' köttur". Hann gerði enga tilraun til að finná þessari endurminningu stað. Ekki í svipinn ... Hann athugaði auglýsingaspjöld- in viö dvr leikhúsanna. Fann hvergi 'þetta nafn. Hafði hann ef til vill lesið þetta nafn á leikriti einhvers 'staöar þennan morgun? Hann gekk inn í anddyri eins leik hússins. Dökkeygur, holdskarpur ná ungi sat fyrir innan rimlagluggann i miöasöluklefanum. Hann gekk yfir til hans. Þegar hann kinkaði kolli gerði náunginn einungis að hleypa brún um, en hann lét það ekki á sig fá. „Hafiö þér heyrt getiö um leikrit, sem ber titilinn „Bjalla, bók og kött ur?“ spurði hann og hafði fullkom- ið vald yfir röddinni. „Bjalla, bók og köttur“ endurtók maðurinn hrjúfri, undrandi og dá- lítið hæðnislegri röddu. „Á þetta að vera einhver brandari, kunn- ingi?“ „Satt bezt að segja, þá veit ég það ekki fvllilega sjálfur", heyrði hann sig svara. „En ég hefði gaman af að sjá það leikrit. . . .“ „Prýðilegt, ég hef ekkert á móti svolítilli glettni. Hef ekkert fyrir stafni hvort eð er. Ég kann utan að nöfn á öllum þeim leikritum, sem sýnd hafa verið sér við Breiðgötu síðustu þrjátíu árin, jafnvel lengra aftur í tímann. Þetta leikrit, sem þú spyrð um, fjallaði um norn, dé- skotans norn, skal ég segja þér, og meðal leikenda var köttur einn, lifandi, með einkennilegu nafni, sem ég ekki man, en ,Rex Harrison lék aðalhlutverkið — ekki samt kött- inn. Og nú get ég sagt þér-Jrétt- ir, kunningi, þú kemur helzt til seint, ef þú ætlar að kaupa aðgöngu miða að þvi leikriti ... um það bil ellefu árum of seint, því miður.“ Ellefu ár.... og nú var áriö 1963 .... Hann tautaði einhver þakklætis- orð og hélt á brott. Ellefu ár.... 1963. Þrjátíu og sex ára ... Adele Barachois. Og allt I einu tók hann ákvörðun. Hann stöövaði leigubíl á næsta götuhorni, settist inn í hann og sagði bílstjóranum heimilisfangið að Park Avenue. Hann lokaði augunum, en aðeins andartak, því allt i einu varð hon- um ljóst hvað hann hafði hagað sér heimskulega. Fyrst veskið lum- aði á þessum upplýsingum, var ekk ert líklegra en að hann gæti fundið gagnlegan fróðleik í öðrum vösum sínum. í skiptimyntarvasanum á jakka sínum fann hann samanbrot- inn og blautan brautarfarmiða — Éancaster Falls til New York. Dag setningin var ólæsileg þar eð stimp ilblekið hafði blotnað. Lancaster Falls, hann r engu nær. Ef Carl es Bancroft bjó að Shepperton, hvers vegna hafði hann þá farið um borð f lestina að Lancaster Falls? Hafði hann ef til vill tekizt þessa ferð til New York á hend- ur til þess að^hitta þessa konu, Adele Barachois? „Eruð þér ekki vel frískur, höf- uðsmaður?" heyrði hann spurt loö- inni röddu. Hann. sá bílstjórann horfa á sig í framspeglinum, það var góðlegur, miðaldra negri og svip ur hans lýsti nokkurri forvitni. „Mé/ kemur það að sjálfsögðu ekk ert við“, mælti hann afsakandi, „en þér eruð gugginn að ‘sjá .. . mjög svo . . . .“ Hann ákvað að segja þessum góð látlega negra eins og var. Og ef negrinn tryði sögu hans þá var ekki fyrir það að synja að eitthvaö rofaði til í hugarfylgsnum hans. „Þér hafið verið í stríðinu, höf- uðsmaður?" spurði bilstjórinn. „Nei, þér eruð of ungur til þess að hafa tekið þátt í heimsstyrjöldinni.. . en kannski Kóreustríðinu?“ ,Já“, heyrði hann sjálfan sig svara. „í Kóreustríðinu." Og til undrunar fann hann að orðið sjálft vakti eitthvert bergmál hið innra með honum, umfram önnur orð, sem hann hafði heyrt sögð. Og þó mundi hann ekki neitt í því sambandi. „Ég sá bandarískan iiðsforingja í Þýzkalandi, sem hafði fengið meira en nóg . .. þér skiljið hváð ég á við. Það var í orrustunni um Aachen. Og hann hafði einmitt þetta augnaráð . .. afsakið, höfuðs- maður, en það getþr komið fyrir alla einhvern tima á ævinni, að þeir fái meira en nóg . . .“ Hann beygði fvrir götuhorn og tók svo upp þráð inn aftur. „Einmitt þetta augnaráð, skiljið þér Fyrirgefiö að ég kemst þannig að orði, höfuðsmaöur. Kannski greti ég orðið að einhverju liði...“ Hann hristi höfuðið. Hvaða lið- sinni gat þessi maður veitt honum? En svo heyrði hann sjálfan sig spyrja: „Fyrirgefið — en hvenær var Kóreustyrjöldin? Munið þér það? Hvað eru mörg ár síðan?“ „Ég man það ekki með vissu. 1950 eða þvi sem næst... kannski 1951 eða ‘52“. Fyrir ellefu árum ... enn þessi ellefu ár. Samt sem áður var úti- lokað að hann hefði verið þannig á sig kominn allt það tímabil. Öku- skírteinið hans var með ártalinu 1963 ... „Hvemig má það vera að þér munið þetta ekki, höfuðsmaður, fyrst þér tókuð þátt í stríðinu sjálf- ur?“ spurði bílstjórinn. „Það er svo margt, sem ég get ekki með neinu móti munað," sagði hann lágt og hægt — og einhvem veginn vissi hann það, þrátt fyrir allt, að öllu nær sannleikanum gat hann ekki komizt eins og á stóð. Leigubíllinn nam staðar i hliðar- götu við Park Avenue, og þegar hann steig út úr bílnum og greiddi farið, langaði hann til að segja eitt- hvað meir en þakka þér fyrir. Það var eins og þessi blakki bílstjóri hefði ekki einungis gert sér grein fyrir líðan hans, heldur og tekið að einhverju leyti þátt í örvænt- ingu hans og vanda — eini maður- inn, sem sýnt hafði honum ein- hvern samúðarvott þennan jnorgun. En bílstjórinn sagði einungis: „Gætið yðar vel, höfuðsmaður. Þér skiljið það.“ Og hann ók hratt á brott eins og honum gremdist það við sjálfan síg, að hann skyldi ekki hafa getað orðið að frekara liði. Andartak stóð hann og horfði á eftir bílnum. Og enn kom hik á hann, Hvaða erindi átti hann hing- að? Hvað var það, sem hann geröi sér vonir um að uppgötva? Það var rökkurdimmt í anddyr- inu, þykk og mjúk ábreiða á gólfi. Aldurhniginn dyravörður með ein- kennishúfu og í brúnum einkenn- isbúningi kom fram úr skugganum og spurði hæversklega: ,Já, herra minn . .. ?“ „Ungfrú Barachois?" „Býst frú Barachoís við komu yð- ar?“ Leiðréttingin var skýr og skil- merkileg. Það sagði líka sfna sögu, að dyravörðurinn sleppti oröunum „herra minn“, eftir að hafa virt hann betur fyrir sér. „Ég heiti Charles Bancroft," sagði hann og furðaði sig um leið á því hve hans eigin rödd varð allt í einu myndugleg og skipandi. „Ger ið svo vel að segja frú Bárachois að ég sé kominn." Myndugleiki hans hafði sín áhrif á einkennisklæddan' dyravörðinn. „Sjálfsagt, herra minn .. . andartak, herra minn,“ svaraði hann og var horfinn inn í skuggana. Eftir að dyravörðurinn var horf- inn hugsaði hann sem svo, að hann væri varla tíður gestur héma — dyravörðurinn hafði bersýnilega hvorki kannazt við sjálfan hann né nafnið Charles Bancroft. fr--'BIIAUIGAM IMÍL&/3P RAUOARARSTto 31 Sfofll 23022 St. George-skátar: Sameiginlegur fundur verður haldinn f Tjamarbúðí uppi, mið- vikudaginn 23. október kl. 20.30. Takið með ykkur maka og gesti. — Borgargildi. KNATTSPYRNUFÉL. VIKINGUS Handknattleiksdeild Æfingatafla tynr veturinn '68-’69 Réttarholtsskóli: Meistarafl karla mánud. kl. 8.40-10.20 1. og 2. fl. karla sunnud. kl. 1-2.40 3 flokkur karla sunnud. kl 10.45-12 i -'lokkur karla mánud kl. 7.50-8.40 4 r'lokkur karla cunnud kl. 9.30—10.' 4 flokkur karla mánud. kl 7-7.50 Meistara, 1. og 2. fl. kvenna: þriðjud 7.50—9.30 Meistara, 1 og 2. fl. kvennæ laugard kL 2.40-3.30 3 fl. kve na þriðjud. kL 7—7.50 LaugardalshöH: Meistara, 1. og 2. fl. karlæ föstud. Id. 9.20-11 A A K i j i VKA | C » c/t f ••.n'L; í'v T fvi I j I 304 35 Pökuir ir jKkux avers konai aiurr" og sprengivinnu i húsgrunnum og ræs um Leiglum ú* loftDressur >b ribr sleða Vélaleiaa Steindórs Sighvat> ■onai AlfabrekkL vif Suðurland^ araut sim' 1043*1 TÆKIFÆRISKAITP Höfum eyrengií' RQTHO njölbörur, kr 1185—1929, v-þýzk úrvalsvara, einrig úr val at CAR-FA toppgrindum. þ. á m tvö földu burðarbogana vtnsælu á alla oíla Mikið úrval nýkomið aí HEYCO og DURC bíla- og véiaverkfærum, stökum og i sett um, einnig ódýr blöndunarræki, botnventlar og vatnslásar Strok,ám kt 405. — Málningarvörur. — Allar vörur á gamla verðinu. — Póstsendum INGÞÓR HARALDSSON H/F, Grensásvegi 5, slmi 84845. TEKUR ALLS KONAR KLÆÐNINGAR FLJÓT OG VÖNDUÐ VINNA ÚRVAL AF ÁKLÆÐUM LAUOAVEO 02 - SlM110825 HEIMASIMI 83034 ÖLSTBUN Svefnbekkir i úrvali á verkstæðisverði GÍSLI JÓNSSON Akurgerði 31 Smi 35199. Fjölhæt jarðvlnnsluvél ann- ast lóðastandsetningar, gref húsgrunna, hoiræsi o.fl. Hvað gagnar það Dor-Ul-Otho að faðir minn Be-Jub fómi guði okkar- lifandi fóikL Ég lét meira gott af mér leiða, þegar ég mölvaði iíkneski hins illa guðs heldur en hann á allri ævi sinni. Ég er ánægður að hafa drepið það! Haltu áfram, sonur guðs. Dreptu mig. Ég er glaður yfir því að hafa drepið það. Vertu rólegur Ab. Ég heid, að þú hafir ekki gert neitt vitlaust. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.