Vísir


Vísir - 02.11.1968, Qupperneq 3

Vísir - 02.11.1968, Qupperneq 3
V1SIR . Latfgardagur 2. nóvember 1968. 3 Á 19. kvöldi námskeiðsins Síðasta hönd lögð á laxréttmn. I»að er ekki dónaleg skreytingin á svínarifjunum, sem hún setur á borðið. Pað er brasað og steikt og loks kemur rétturinn úr ofninum aftur. Tjað er 19. kvöld námskeiðs- ins og nú fara nemendum- ir að sjá árangurinn af erfiðinu og að ekki hefur verið til einsk- is unnið. Dúkað borð svignar undan alls konar krásum, lax, humar, svínasteik, fiskhringir, ábætis- réttir og ótal smáréttir eru þar, aiit fagurlega skreytt, sem sagt fyrsta flokks veizhiborð. Áður hafa nemendumir unnið kapp- samlega viö matreiðslu réttanna undir handleiðslu Aðalfríðar Páisdóttur húsmæðrakennara. Námskeiðið fer fram í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur og er hið fyrsta af kvöldnámskeiðum vetrarins. Alls eru námskeiðin sex og fyrsta innritunardaginn var strax upppantað á þau öll og langur biðlisti kvenna, sem höfðu hug á því að komast á námskeið, ef vera kynni að ein- hver félli úr, af hinum 16, sem komast á hvert námskeið. Á þessu námskeiði eru nem- endumir allir ungir að aldri, en það er ekkert einsdæmi aö eldri konur leiti sér fróðleiks á þessum námskeiðum. Kennar- amir minnast sérstaklega einn- ar úr Grundarfirðinum, sex bama móður, sem fór á eitt námskeiðanna sér til upplyft- ingar — jafnvel konur á sjö- tugsaldri hafa lífgað upp á til- veruna með því að fara á kvöld- námskeiðið. Þá em ótaldar kon- umar, sem koma á námskeiðið, sem er þegar líða tekur á vet- urinn, en þær gera það margar í því augnamiöi að vera betur búnar undir fermingarveizlumar. ....og þær em ekki með nein- ar vangaveltur,“ segir skóla- stýra, Katrín Helgadóttir. Myndsjáin kveður nemend- uma þar sem þær sitja glaðar í bragði yfir kaffibollanum eftir að hafa gætt sér á krásunum, og það er víst, að engin þeirra mun hafa séð eftir þeim kvöld- stundum, sem þær hafa eytt síö- ustu vikumar í Húsmæðraskól- anum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.