Vísir - 05.11.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 05.11.1968, Blaðsíða 4
Monty haföi nærri misst sverðið Montgomery lávarður, sem nú er áttræður, hafði nærri misst sverðið í höfuðið á Elisabetu di^)ttningu. Hann bar sverð rfk- isins, prýtt gimsteinum, við setn- ingu brézka þingsins um daginn. Monty veiktist snögglega og urðu ménn að aðstoða hann. Montgomery marskálkur er kunn striðshetja úr seinni heims- styrjöldinni og hefur síðan vakið heimsathygli fyrir frumleg um- mæli af ýmsu tagi. Hann hafði verið lasinn nú í haust, en var talinn á góðum batavegi. Montgomery með sverðið. Danskt skilti: Ekki æskilegt. Kanadískt: Enginn nennir að veröa heimsmeistari. Danskt: Fagurfræöilega rétt en ekki nothæft. Danskt: Ekki fagurfræðilegt, en áhrifamikið. HARÐI ÁRÓÐURINN GEGN REYK- INGUM BER EKKI ÁRANGUR Harði áróðurinn gegn sígarettu- reykingum er ekki árangursrikur. Hinn mikli fjöldi ógnvekjandi og aðvarandi áróðursskilta, sem tíðk ast víða erlendis, missir yfirleitt marks. Þetta er niðurstaða hóps sér- fræðinga, sem kom nýlega saman i Genf til að ræða krabbameins- rannsóknir. Áróðurstæknina bar þar á góma, Voru ræddar að- ferðir hinna ýmsu ianda við þetta. Margur danskur áróður var hart gagnrýndur, en sum dönsk skilti fengu hrós. Ég dey hvort sem er. Eitt danskt: skilti, samið af landssamtökunum til varnar krabbameini, sýnir rjúkandi vindl ing, og myndar reykurinn haus- kúpu, tákn dauðans. Mönnum leizt Hla á þennan áróður. Einn sérfræðingurinn, prestur sagði: „Ég veit mætavel, að ég mun deyja einhvem tíma, hvort sem ég reyki vindlinga eða ekki. Mér finnst þess vegna, að hætta ætti að nota hrollvekjandi áróður, eins og hauskúpur, krossa og líkkist- ur. Þessi tákn hafa ákveðna merk ingu, sem ekki er unnt að ræða. Fullorðið fólk hefur raunsæja af- stöðu til dauðans, og ungt fólk hugsar líklega alls ekki um hann. Of harður áróður hefur gagnstæð áhrif við þau, sem stefnt er að.“ Auðmýkíng og sektarkennd. Meðal annarra áróðursskilta, sem gagnrýnd voru, var skilti frá Austurríki, sem sýnir bam nokk- urt bak við rimla, sem gerðir eru úr sígarettum, Sérfræðingamir sögðu, að það sýndi skort vilja- styrks til að standast lokkun vindlinganna, og vlli auðmýkingu og sektarkennd. Enginn sérfræð- inganna taldi þetta geta fengið nokkum mann til að hætta að reykja. Danskt skilti, er fékk hrós, sýn ir rjúkandi vindling, og myndar reykurinn orðið „cancer", krabbi. Það var talið fagurfræðilega rétt gert. Hins vegar töldu menn, að það næði ekki árangri, það er enginn hætti að reykja við að horfa á það. Lika hættulegt að reykja úti i guösgrænni náttúrunni. Japanskt skilti sýnir nútíma stórborg með reykplágum og vindlingareyk. Það virtist gefa í skyn, að fólk fengi lungnakrabba af lífi sínu í stórborg og sýndi ekki, að það sé jafnhættulegt heilsu fólks að reykja úti í guðs grænni náttúrunni. Sérfræðingamir voru hrifnir af dönsku skilti, sem sýndi dreng, sem reykir. Tóbakið ræöst á hjarta bamsins eins og slanga. Þetta var ekki talið fagurfræði-' egt, en mjög árangursríkt. Ungur maður í hópnum spurði, hve margar sigarettur mætti reykja, og ákvað að minnka við sig reyk- ingar. Austurrískt: Hefur engin áhrif. íþróttahetjur áhrifalausar. Víða um lönd hefur mikið ver- ið gert til þess að fá fólk til að hætta að reykja, og oft hafa íþróttastjörnur verið leiddar fram og bent á, að ýmsir slíkir kappar reykji ekki. Sérfræðingamir töldu þann áróður ónýtan. Um slíkan áróður segði fólk aðeins: „Við vitum ofurvel, að það er óhollt að reykja, en við ætlum ekki að verða heimsmeistarar í íþróttum. Það getum við hvort eð er alls ekki“. Bandarikjamenn hafa reynt að sýna ljósmyndir af ungu fólki, er reykir. og höfðu kaldhæðnislegan texta undir myndunum á götu- máli. Þessi áróður fékk ekki náð hjá sérfræðingupum. . Enskt: Ekki að hafa dauðatákn. Vindlingar og frami. Skilti hafa yfirleitt jákvæðan boðskap. Þau stefna yfirleitt að sölu einhvers sérstaks. Ungt fólk, sem sér frægt fólk, kvikmynda- stjörnur oj yfirstéttarfrúr í sport bílum reykja sígarettur, hefur tengt reykingamar frama og frægð í lífinu. Þess vegna töldu fræðimenn- imir, að harður áróður missti marks. Hann kallaði' fram sjálfs- vamarviðbrögð. Nú sem stendur virðast reykingamenn vita, að reykingar eru skaðlegar, en á sama tíma vill enginn, sem veit að dauðinn bíður hans einhvern tíma, neita sér um ánægju í til- verunni, að einhverju marki. ! í Andvaraleysi á kjarnorkuöld. Heimsstyrjöld er flestum ís- lendingum næsta fjarstæðu- kennt umhugsunarefni, sem betur fer kannski. — Fóik lítur á hana eins og hverja aðra grýlu, sem litil böm eru hrædd við. — Nú og ef til styrjaldar kæmi, sem væntanlega yrði þá kjamorkustyrjöld, þá hugsar fólk sér ao það yrðu ragnarök þessarar tilvem og þess vegna alger óþarfi að vera að gera sér rellu út af lífinu eftir það. Það er kannski vegna þess, að Islendingar hafa aldrei bein linis dregizt inn í hildarleik heimsstyrjaldar, að þeir em svo Iausir við þessa stríöshrollvekju. í öllum nágrannalöndum okkar er ínilljöröum króna varið til athugana og undirbúnings á hugsanlegum vömum gegn kjamorkustyrjöld og sýklahem- aði. — Hér á landi hefur alls 20 milljónum króna verlð varið til þessara hiuta — á mörgum árum, eða frá þvi starfsemi Al- mannavama hðfst á árinu 1962. — Hins vegar er áætlað að um 600 milljónir þurfi til þess að koma þessum vömum í viðun- andi horf. Víða i nágrannalöndum okk- ar, til dæmis á Norðurlöndum, er við byggingu stórhýsa gert ráð fyrir skýlum, sem hýst gætu alla þá sem að staðaldrí eru í byggingunni. Skýli þessi eru þannig úr garði gerð að þau eiga aö draga að minnsta kosti hundraðfalt úr geislavirkni frá geislavirku úrfalli utan þeirra. — Skýli þessi em birgð upp af vatni og vistum. — Þessl skýli standa að sjálf- sögðu ekki auð daglega. Venju Iega eru þau f kiöllurum hús- anna, oft innréttuð sem sam- komusalir eða til dæmis leik- fimisalir i skólum. Einn salur fyrir leikfimi, annar fyrir samkomur, en enginn griðastaður fyrir geislaryki. íslendingar leggja flestum þjóðum m°ira upp úr traustum og vönduðum húsum. Við byggj um flest okkar hús, stór og smá, úr jámbentrí steinsteypu og kostum til þeirra langtum melru en gerist meðal ná- granna okkar. — Hins vegar gleymum við hreint út sagt í „flottheitum“ okkar að gera ráð fyrir hugsanlegum heimsófriði. Og bó er enginn svo bjartsýnn að halda, að við slyppum ó- skaddaðir úr þeim gráa leik. — Við fyllum upp fjölda hús- 'grunna, sem gætu oröið gagn- legir í þessu tilllti og aö sjálf- sögðu þjónað öðrum þörfum alla iafna. — Við reisum stór og myndarleg íþróttahús við skóla okkar og samkomusali með viðum gluggum. — Þetta hvort tveggja værí hægt að sai? eina í einum voldugum kjallara sal, sem jafnframt væri byrgi fyrir kjarnorkugeislum, ef til styrjaldar kæmi. Það litla, sem gert hefur ver ið í almannavörnum hér á landi er meðal annars, að kanna stein steypta kjallara, sem gætu hugsanlega þjónaö þessu Tjlut- verki, ef til kæmi. Þannig hefur tekizt að finna pláss fyrir 47 þúsund manns. — Þessir staðir þurfa bó ýmissa endurbóta við og ekkert hefur verið hugsað fyrir matarbirgðum og neyzlu- vatni bar. — En hvar eiga svo hinir að vera? — Væri ekki ráð að hugsa til þelrra í opinberum og öllum meiri háttar bygging um næstu árin. Jón Hjartarson. KJALLARAGREININ ( i t j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.