Vísir - 05.11.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 05.11.1968, Blaðsíða 5
V í S IR . Þriðjudagur 5. nóyember 1968. ( Erlendir snyrtisérfræðingar hafa mikið verið hér á ferðinni að undanförnu. Erlendir snyrtisérfræðing- ar og fslenzku konurnar 'Y/rel snyrtar konur eru engin undantekning hér í borg. íslenzkar konur fylgjast furðu- lega vel með snyrtingu og útliti almennt. Einkum á þetta við um konur milli tvítugs og þrí- tugs, sem hafa öðlazt æfinguna við að snyrta sig og eyða ef- laust mestu í snyrtivörur. Hins vegar er ekki þar með sagt, að allar konur kunni að snyrta sig og fyrir sumar vill snyrtingin fara fyrir ofan garð og neðan, þegar þær eru komn- ar með nokkur smábörn í kjöl- farið. Það hressir ótrúlega upp. á sálarlífið að vita sig vel snyrta og um leið að breyta ofurlítið til og reyna nýjar aðferðir og meðul en af .þeim er nóg, það sjá snyrtivörufyrirtækin svo sannarlega um. Allmargir erlendir snyrtisér- fræðingar hafa veriö hér á ferð- inni undanfarin ár. Hafa þeir starfað hjá hinum ýmsu fyrir- tækjum. Auðvitað eru ferðir þeirra yfirleitt söluferðir því að um leið og þeir leiðbeina með snyrtinguna mæla þeir með sín- um fegurðarvörum. Þessi snyrt- ing er ókeypis og með nokkrum fyrirvara er hægt að færa sér hana vel í nyt. Hlustið vel á leiðbeiningarnar og takið eftir, hvort þær eru í samræmi við það, sem þið hafið gert upp við ykkur sjálfar að fari ykkur bezt. Ef til vill kom izt þið að nýjum sannleika varð andi andlitið á ykkur og vitið betur hvað þið eigið að gera næst. Þá kemur að því að snyrti sérfræðingurinn skrifar niöur hjá sér hvers þiö þnrfnizt. Þá kemur til ykkar kasta að vega og meta þær snyrtivörur, sem þiö eigið fyrir. Fáið að sjá hvers konar vörum mælt er með við ykkur og berið saman við þær, sem þið eigið fyrir. Þið komizt kannski hjá því að kaupa allar tegundir og fáið e. t. v. sömu snyrtivörur í öðru merki, sem er miklu ódýrara. í brezku neyt endablaði var því haldiö fram að ódýrari snyrtivörur geta ver ið fullt eins góðar og þær dýru. I sumum tilfellum getur veríð um dýran umbúnað að ræða, sem hækkar verðið. Svo er eitt atriði, sem gott er að taka með í reikninginn ög það er, að betra er að skipta annað veifið um merki á snyrti vörum alveg eins og við sjáum um það að hafa breytilega fæðu til þess að fá sem flest vítamín. Hið sama gildir um hárþvotta- efni o. fl. Gömlu buxurnar niður í stígvélin 'p'ranska tízkublaðið Elle hefur það orð á sér að flytja einna fullkomnasta frásögn af tízkunni og tízkunýjungum allra kvennablaða. Við ættum því að taka mynd- ina, sem fylgir og er úr Elle trúanlega, en þar sést eínmitt. að nú er þaö í hátízkunni að troða buxnaskálmunum niður í stígvélin. Gott ráð fyrir þær, sem vilja fylgja buxnatízkunni og nota til þess gömlu buxum- ar sínar (með þröngu skálm- unum). Ekki sakar að vera í vesti við og síðri peysu. FRAMLEIÐENDUR: TIELSA, VESTUR-ÞÝZK GÆÐAVARA OG JÓN PÉTURSSON HÚSGAGNA' FRAMLEIÐANDI taísíálatstaEBIalaEstiEaíslsIalaEIaBíi IfeJLDHtJS- I EölIsIsIaEsIsIsíslsIsIsIsEsIsIs ífc KAUPIÐ Á FÖSTU VERÐl ífc STAÐLAÐAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR ERU ÓDÝRARI, FALLEGRI OG ÖLL TÆKI FYLGJA % HAGKVÆMlR GREIÐSLUSKILMÁLAR ODDUR HF UMBOE)S- OG HEILDVERZLUN KIRKJUHVOLI SfMI 21718 og 42137 FULLKOMIÐ SÝNINGARELDHÚS í KIRKJUHVOLI ANDRI "H.F-, HAFNARSTRÆTI 19, SÍMl 23955 Verzlunin Vnlvn Álftamýri I og Skólavördustig 8 AUGLÝSIR: Telpna- og drengjapeysur, skyrtur, buxur gjafavörur og fleira. BÍLAKAUP - BÍLASKIPT[ .............. 1 ■ Skoðið bílana, gerið góð kqup — Óveniu glæsilegt lirvol Vel með farnir bílar í rúmgóðum sýningarsal. Umboðssala Við tökum velútlífandi bíla í umboðssölu. Höfum bilana tryggða gegn þjófnaði og bruna. SÝNINGAfíSALURINN SVEINN EGILSSON H.F. LAUGAVEG 105 SlMI 22466

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.