Vísir - 05.11.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 05.11.1968, Blaðsíða 9
VlSIR . Þriðjudagur 5. nóvember 1968. VIÐTAL DAGSINS er v/ð Eirík Gröndal ■jEMríkur Gröndal bifvélavirkja- meistari er staddur hér á Hótel Akranes. — Ég sem for- vitinn feröalangur get ekki meö nokkru móti séð manninn í friði og tek hann tali, — og þar sem hann er svo vinsamleg- ur að snúa ekki upp á sig og ganga þegjandi burt, þá tökum við tal saman og ég verð í þessu tilfelli sem flestum öðrum nokkru fróðari eftir en áöur. Lífsþáttur einstaklinganna ofinn úr reynslu langrar starfsævi gef ur jafnan nokkra innsýn í það sem var og vísbendingu um það sem koma skal, kunni menn af því að læra. — Nú langar mig til að fá að vita nokkur deili á þér Ejríkur: — Faöir minn var Benedikt Þorvaldsson Gröndal, sem lengst af var bæjarfógetaskrif- ari í Reykjavik og móðir mín Sigurlaug Guðmundsdóttir ætt- uð úr Ólafsvfk. Sjálfur skrapp ég að Nesi í Norðfirði til að fæðast. Þó ekki samkvæmt eig- in ákvöröun, heldur vegna þess Eiríkur Gröndal. fengið notalegan kaffisopa á hótelinu — og aka svo óþreytt- ur og ánægður af stað eftir að hafa gefið veitingastúlkunni hýrt auga sem þakklætisvott fyrir vinsamlegar viðtökur. — Hef ég ekki meira út úr ferðinni en sem þeim verðmismun svar- ar, sem er á þessu tvennu? — Að minni hyggju tvímælalaust, og þetta er það sem verður að koma. — Akraborg er gott skip og veitir góöa þjónustu, en þaö er of lítiö til að geta annað þessu hlutverki. — Oft munu margir þeir, sem kysu að njóta þessarar þjónustu sitja eftir á bakkanum — bíða ef til vill næstu ferðar eða leggja þá á brattann umhverfis fjörðinn. Svo er annað sem ýmsir athuga ekki, Mismunurinn á því að flytja bílinn yfir sundið eða aka honum umhverfis fjörðinn er alla vega jákvæður þegar lit ið er á vagninn sjálfan og það hnjask sem hann kann að verða fyrir á Hvalfjarðarleiðinni, sem oft er illfær. Mér skilst að þessi mál verði ekki leyst sVo við- unandi sé, nema á tvennan hátt. — Annaðhvort brú yfir fjörðinn eða ferja, sem flutt get ur fólk og bifreiðir f stærri stíl en nú er, — og þessar fram- kvæmdir séu það utarlega í firðinum að augljós vinningur sé að. // Ég er einn hinna venjulegu manna 44 að þar dvaldi móðir mín þegar ég leit dagsins ljós. Þaðan fór ég svo tveggja ára gamall og sá ekki fæðingarsveit mína fyrr en 34 árum seinna og þá sem ferðamaður. Öll þau ár sem ég man fram til 17 ára aldurs var ég í sveit á sumrin. — Hver áhrif heldur þú að það hafi haft á þitt lífsviöhorf? — Ég tel ómetanlegt til betri vegar. Sambandið við hina fjöl- breyttu lifandi náttúru varð mér það mikils virði, að ég tel að ég geti þakkað þvi það sem ég er, enda þótt ég sé bara einn hinna venjulegu manna, sem geng til vinnu minnar að morgni og hvíldar að kvöldi. — Og hvert hefur svo verið ævistarfið? TÁg terði bifvélavirkjun og hef stundað þá iön uppihalds- laust frá 1924 fram til 1958 — og þekki því bæði kosti og galla sem því starfi fylgja. — Margir telja sig nú geta lært þetta fyrirhafnarlítið með því að fikta við bíl náungans? — Þetta kemur illu orði á stéttina og því miður með allt of miklum rétti. Þessi iðn hefur verið og er enn í dag svo ó- endanlega langt á eftir tímanum bæði hvað snertir viðhald og viðgerð bifreiða. En þess ber að gæta að til skamms tíma hef ur varahlutaskorturinn verið þröskuldur á vegi þeirra manna, sem vilja veita góða þjónustu. — Þá ber því ekki að leyna að almennur menntunarskortur er allt of mikill meöal bifvéla- virkja — Þá skortir málakunn- áttu. — Til skamms tíma höfum við haft mikið af bókmenntum á ensku og þýzku þar sem hefur mátt lesa sér til um lausn margra vandamála, en menn geta ekki hagnýttt sér, nema rétt einstaka maður. — Þetta verður að breytast g það mjög bráð- lega. — Tæknimenntun nútím ans getur ekki lengur verið nein sýndarmennska, lítt menntaðra manna. — Þegar kemur hér til lands ins Pontiac með sjálfskiptum gírkassa þá fylgir leiðarvísir fyr ir verkstæðið upp á nærri 500 bls. á ensku. og sennilega hafa þá aðeins verið tveir menn af 14, sem gátu notfært sér þess ar bækur án aðstoöar að nokkru gagni. — Okkar þrautalending var því að senda kassann manni sem við vissum að var starfi sínu vaxinn. ll>ifreiðaiðnaöi í dag er nauð- synleg góð málakunnátta. Miklu betri almenn menntun. — Þar mega ekki vera að verki neinir undirmálsmenn. — Tækni menntun, engu síður hin verk- legu en bóklegu, þarf að læra í fagskóla en ekki sem lærlingur eða vinnandi verkamaður á verk stæði. — Þá hef ég heyrt álit þitt um þína iðn og þær umbætur, sem þú þar telur nauðsynlegar svo veitt veröi fullkomin þjón- usta þvi 'fólk; sem á bifreiðir. — Já, og ég mundi bæta því við, að þessi fullkomna þjónusta er þeim mun nauðsynlegri, sem ég lít svo á, að nú á tímum sé hentugur heimilisbíll engu síður nauðsynlegt tæki fjöl- skyldunni en t.d. þvottavél og ísskápur. —' En nú langar mig til að fá álit þitt á því, á hvern hátt við getum losnað við að aka Hvalfjaröarleiðina á auðveldan og ódýran hátt? — Ég veit ekki, hvort ég er maður til að svara því svo nokkrar raunhæfar niðurstööur megi á því byggja. — En ég tek sem dæmi: Ég á 2—3 lítil böm hef ráð á bíl sem hentar þessari fjölskyldu. Nú hyggst ég fara austur á land eða vestur á firði. Hvað á ég nú að gera? Eyða tveimur tímum í akstur kringum Hvalfjörð eða aka niður að Akraborg og fá allt draslið tek- iö um borð. — Hvíla mig svo eina klukkustund í þessum ró- lega bæ Akranesi eftir að hafa —'Ég tel að opinberir aðilar hafi ekki grandskoðað þessi mál eða gert sér grein fyrir að á ís- landi eru orðnir svo margir bíl- ar, að nauðsynlegt er aö gefa þessu gaum. — Við tejjum okk ur menntaða nútímaþjóð, en það getur þá varla talizt okkur samboðið, að til þess að geta notið eðlilegra lífsþæginda þurfum við aö greiða þau hærra verði hér en í flestum öðrum löndum, sem viö erum að reyna að miöa menningu okkar við, ella vera án þeirra. — — Góð ferja milli Reykjavík- ur og Akraness, eða brú mjög utarlega í firðinum, hlýtur að vera framtíðin. Gott gistihús, sem veitir ferðamönnum nauð- synlega fyrirgreiðslu — skapar í bænum aukinn menningarbrag, sé það vel rekið. — Þá verður Akranes ekki síð- ur eftirsóttur bær en t.d. Akur- eyri. — Hér er hin lifandi nátt- úra rétt utan við bæinn. — bæði f gróandi grængresi og þangi um fjörur og flúð- ir. — Heillandi og þrosk- andi leikvangur náttúrubams- ins — sem sjaldan hefur séð annað en malbik f borg, en á þess nú kost að sjá flest það sem töfrar næman hug þess, sem til þroska vill vaxa. ÞJW. Foreldrar vilja félagsrá ðgjafa í málefnum heyrnardaufra Aðalfundur Foreldra- og styrktarfélags heyrnardaufra var haldinn fyrr í þessum mán uði, og voru mættir til fundar- ins foreldrar heyrnardaufra barna viöa af landinu, en félag ið er landsfélag. Fyrirlestrar voru fluttir og starfað í umræðuhópum auk venjulegra aðalfundarstarfa. Ýmsar ályktanir til stjórnar- valda voru samþykktar í lok fundarins. Þar á meðal mælt- ist fundurinn til þess, að hiö opinbera legði fram fé til að launa félagsráðgjafa til að sinna málefnum heyrnardaufra ein- göngu, og verði hann foreldr- unum til leiðbeiningar um upp eldi barnanna, og fylgist meö framförum heyrnardaufra barna í almennum skólum og aðstoð aði heyrnardaufa á ýmsa lund að skyldunámi loknu. Ennfrem ur skoraði fundurinn á hið op- inbera að auðvelda heyrnar- daufum unglingum leið til frek- ari menntunar, eftir aö hafa hlotið undirbúningsmenntun hérlendis. Og að lokum var það lagt til á fundi þessum, að lögin um heymlevsingjaskóla, sem sam- þykkt voru á Alþingi 1962, verði endurskoðuð sem allra fyrst. te Sffft: HvaÖa útgjaldaliði vflcS- uð þér láta skera niður til að koma geðverndar- málum þjóðarinnar í viðunandi horf? Steingrímur Sigurðsson llst- málari: Mér finnst sjálfsagðast og eölilegast að stuðla að því með öllum ráðum að koma geð- verndarmálum þjóöarinnar í við- unandi horf. Fyrir mitt leyti teldi ég ágæta leið að markinu að skera niöur alla útgjaldaliöi ríkisins, sem stuöla aö hinu gagnstæða, þ. e. a. s. þá, sem ýta undir almenna andlega van- heilsu. Ég teldi heppilegt að ríkið reiknaði með geðverndarmálum sem fyrsta nauðsynlega útgjalda lið samfara listum og menntum og öllum hliðstæðum málum, sem styrkja sálarheill þjóðar- innar. Prófessor Ólafur Bjömsson alþingismaður: Vegna þeirrar ó- vissu, sem ríkir um fjárlagadæm ið nú, treysti ég mér ekki til aö segja til um hvaöa útgjöld eru svo nauðsynleg, að þau beri aö taka inn á fjárlö.g og heldur ekki hvort afla beri slíks fjár meö sköttum eöa að hve miklu leyti með niðurskurði á öðru. Lovísa Norðfjörð húsfrú: Mér er sama hvað væri. Skattarnir eru hvort sem er allt of háir. Benedikt Svavarsson: Lækka risnu ráðherra. Halda Gylfa Þ. Gíslasyni heima við. Leggja rok- háan sérskatt á innflytjendur. Jóhanna Margrét Sveinsdóttir skrifstofumær: Ég vil láta geð- vemdarmál ganga fytír öllu. Reyndar gætum viö byrjað á því að fella niður kirkjugarðsgjaldið. onæ’OucaK'.:. .. '/j*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.