Vísir - 05.11.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 05.11.1968, Blaðsíða 7
VfeSI R . Þriðjudagur a. nóvember 1968. , BicsfraSið í sókn KEAFRA: Útvarpið í Biatra til- kynnti f gær, að Biafralið hefði gert áhlaup á herlið sambands- stjómar, feilt um 200 hermenn og náð allmiklu af hergögnum á sitt vald. Hergögnin reyndust vera brezk framleiðsla. Mun bæði hafa verið um byssur að ræða og skotfæri. Útvarpið segir, að Nígeríumenn hafi reynt að leyna hve miklu mannfalli þeir hafi orðið fyrir með því að varpa líkum fallinna her- manna í fljót. „Lýðræði? Jó, en ekki eins og danska lýðræðið#/ ★ Brezkur gull- og gjaldeyrisforði minnkaði f fyrra niánuði. um 4 milljónir punda, en greiddar höfðu verið í mánuðinum 52 milljónir punda inn í erlenda banka sem af- borganir af lánum. Knattspyrnufélagið Víkingur Knattspyrnudeild. Æfingatafla fyrir veturinn 68 til’69 Þriðjudaga kl. 6.10 — 7, 5 fl. A Fimmtudaga ki. 6.10 - 7, 5. fl. B Fimmtud. ki. _ — 8.15, meistarafl Fimmtudaga kl. 8,15 — 9.30 2. fl Föstudaga ki. 7.50 — 8.40 4. fl. B Föstudaga kl. .8.40 — 9.30 4. fl. A Föstudaga kl. 9.30 — 11.10 3 fl Sunnud. kl. 2.40—3.30 5. fl. C og D Mætið stundvíslega. — Stjórnin. Myndin er af 4 ungum mönnum frá Biafra, sem allir eru við nám í danska Landbúnaðarháskólanum. Politiken birtir viðtal við þá sem að ofan greinir. FJtt af svörum hinna ungu manna var á þessa leið: Ef við einhvern tíma komum á stofn lýðræði í Afríku verður það að minnsta kosti ekki eins og lýð- ræðið í Danmörku, því aö þetta lýðræði hefir skapað þjóð, sem horfir ósköp rólega á, að framið sé þjóðarmorð í Biafra. Ilvernig getur nokkur gert þaö? I.ýðræðið veröur að vera svo lifandi, að þaö rísj af krafti gegn slíku. Hvað þarf annars að myrða marga, áð- ur en Dani telur vera um þjóðar- morð að ræða? — Og önnur svör voru í sama dúr. — Einn þeirra sagði: — Það er furðulegt að sjá unga Englendinga mótmæla styrj- Víetnam, meðan n'kisstjórn þeirra á í stríði olíunnar vegna við frið- samlegt föik eins og Biafrabúa, j sem ekkí óska neins nema öryggis. — Þegar hinn ungi námsmaður segir á í stríði er það vegna þess, að Bretar selja - sambandshernvir hergögn. Og: Við viljum aldrei framar vera háöir Lagos. Þessi styrjöld getur staðið 20 ár. Það gerist ekki á ökkar tíma, að Biafra tapi. morgun útlöiid í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd Útgöngubann í gervallri JÓRDANÍU Afabiskir skæruliðar og herlið hollt Hussein börðust / gær i Amman • Hussein konungur Jórdaníu fyr irskipaöi í gær útgörtgubann um allt land vegna bardaganna sem brutust út í gær í Amman milli flokks skæruliöa og herliðs, sem hollt er ríkisstiórninni. Margir menn hafa verið hand- teknir og sérstakar nefndir settar á stofn, sem hafa vald til að rann saka kærur og til þess að dæma í málum, og virðist hér vera um skyndidómstóla að ræöa, þótt kall aðar séu rannsóknarnefndir. ísraelsmenn og Jórdanir skutu af fallbyssum yfir Jórdan í gær í fulla klukkustund. — Sprengja sprakk á helgistað í Hebron á her tekna svæðinu og særðust nokkrir menn, en einn beið bana. Viðræður í Moskvu um Víetnam MOSKVU i gær: Kosygin forsæt isráðherra Sovétríkjanna og am- bassador Norður-Víetnam ræddust við í gær. Ekki var annað sagt af opinberri hálfu en að viðræðurnar hafi borið á sér öll einkenni gagnkvæmrar velvildar. Fréttamenn telja að rætt hafi veriö um Víetnam. Svoboda og Dubcek fó friðarverðlaun Svoboda ríkisforseti Tékkósló,- vakíu og Dubcek, flokksleiðtoginnj hafa hlotið hin árlegu friðarverð- laun, sem veitt eru í Tékkóslóvakíu. Verðlaun fengu einnig starfsmenn sjónvarps og útvarps fyrir ágæta þjónustu, er innrásin var gerð. Humphrey kominn 3% fram úr Nixon • Forsetakjör í Bandaríkjunum hefst eftir nokkrar klukku- stundir. Forsetaefnin hafa flutt seinustu ávörp sín í útvarpi og sjónvarpi. í gærkvöldi var sagt, að horfurnar um úrslit væru svo óvissar, að engu yrði spáð, og hefðu kosningaúrslit sjaldan verið óvissari, ekki sízt vegna þess, hve Humphrey vara- forseti, frambjóðandi demókrata, hefur unnið á, og ekki sízt vegna áhrifanna af stöðvun sprengjuárásanna á N-Víet- nam, og áskorunum Johnsons forseta að styðja Humphrey. í gær voru þeir taldir nær jafnir, samkvæmt skoðana- könnunum fyrir 1—2 dögum, Humphrey og Nixon, en eftir seinustu skoðanakönnunum birtum í morgun var Humphrey kominn fram úr Nixon og hafði þrjú af hundraði atkvæða fram yfir hann. Humphrey sagði í gær, að hann væri því fylgjandi, að samkomulagsumleitunum um frið yrði haldið áfram, þótt stjórn Suður-Víetnam hefði neitaö að senda samninganefnd til Parísar. Við höfum gert skyldu okkar, sagði Humphrey, og getum með fullum rétti krafizt þess, að Suður-Víetnamar geri slíkt hið sama. * Sendinefnd jbjóðfreisishreyf- ingarinnar i S-Vietnam komin til Parisar PARÍS í gær: Fáni þjóðfrelsis- hreyfingarinnar í Suður-Víetnam blakti í gær yfir húsi í París, en þangað komu til aöseturs fulltrúar hreyfingarinnar, sem sitja eiga Víetnamráðstéfnuná. Sendinefndin ferðaðist á vega- bréfum frá Norður-Víetnam. Um 100 blaöamenn umkringdu aðalfulltrúann, frú Binh, þegar hún kom inn í farþegasalinn lí Le Bourget-flugstöðinni. Hún ávarpaði þá 0{j kvaðst þakka það sigursælli baráttu 31 milljónar Víetnama, hvað áunnizt hefði. Hún talaði líka um víetnamska iýðveldið og átti við allt Vietnam. Ibúatala beggja ríkjanna er 31 milljón, 15 milljón- ir í SuðurVíetnam og 16 í Norður- Víetnam. Vinnuskúr éskast Upplýsingar í síma 30420. Sí'Sffia'.B

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.