Vísir - 05.11.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 05.11.1968, Blaðsíða 8
8 V í S IR . Þriðjudagur 5. nóvember 1968. VÍSIR Otgefandi Reykjaprent n.í KTdmkvæmdastjOn svemn R. EyjOlfsson 1 Ritstjóri: Jónas Kristjánsson [I Aðstoðarritstjóri: Axei Thorsteinson 1 Fréttastjóri Jón Birgir Pétursson II Ritstlómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson 1 Auglýsingar : Malstrætj 8. Slmar 15610 11660 og 15090 (I Afgreiðsla- Aðalstræti 8. Sfmi 11660 ) Ritstjóm: Itugavegi 178. Slml 11660 (5 línur) l1 Áskrittargjald kr. 125.00 á mánuði innanlands 1 1 lausasölu kr. 10.00 eintakið _____Prentsmiðja Vlsis — Edda h.f._______________________ Ungir hugsjónamenn XJndanfarin ár hefur mikið verið reist af glæsilegum sjúkrahúsum og skólum hér á landi. En í öllum þess- um framförum hefur eitt svið orðið útundan, — geð- vemdin. Á því sviði höfum við dregizt nokkuð aftur úr. Kemur það m. a. fram í því, að talið er, að um 400 sjúkrarúm vanti fyrir geðveika, og að um 200 van- gefnir fari á mis við sérhæfða kennslu. Um helgina lauk geðheilbrigðisvikunni, sem haldin var til að minna á þessar staðreyndir og reka áróður fyrir umbótum. Margir fyrirlestrar voru haldnir um þessi mál í fyrri viku og sum dagblöðin birtu greinar og viðtöl við sérfræðinga. Það er hópur ungs hugsjónafólks, sem kallar sig Tengla, er stendur að geðheilbrigðisvikunni. Hópur- inn hefur starfað í tæplega þrjú ár. Markmið hans er að örva þjóðfélagsábyrgð einstaklinga með því að i( skipuleggja sjálfboðastarf í þágu þeirra, sem orðið l hafa viðckila í þjóðfélaginu. Til þessa hefur sjálfboða- ), starfið einkum verið unnið á Kleppsspítalanum. . Mjög hefur f jölgað í hópnum síðan honum var kom- ið á laggimar. Fyrir réttu ári störfuðu yfir 200 sjálf- boðaliðar á vegum hans á degi geðverndar. Einkum em það stúdentar og nemendur í mennta- og kennara- skólum, sem taka þátt í starfi Tengla. Allir þeir, sem kunnugir eru þessum málum, segja, að þessi ungi hóp- ur hafi á skömmum tíma unnið ómetanlegt hjálpar- starf. Margir eru undrandi á því, hve mikil þátttaka er í hugsjónastarfi Tengla. Menn hafa jafnvel haldið því fram, að slíkt starf eigi ekki við íslendinga. Ef svo hefur verið, er það að breytast. Þess sjást ýmis fleiri dæmi, að unga fólkið á íslandi er um þessar mundir \ ákveðnara í hugsjónum sínum en margar fyrri kyn- \ slóðir ungs fólks. Það em komnir nýir tímar með nýju siðgæði og nýjum þroska. í geðheilbrigðismálum er við óvenju mikla erfið- leika að etja. Geðveiki hefur til skamms tíma verið álitin óhreinn sjúkdómur héi' á landi eins og víða ann- ars staðar, og ekki er heldur laust við, að sumir telji vangefna einnig vera óhreina. Þennan fordómamúr þarf fyrst að brjóta niður. Þá er ekki heldur nóg að reisa sjúkrahús og skóla fyrir vanheilt fólk á þessum sviðum. Það vantar sér- fræðinga til að starfa við þessar stofnanir. Það vantar geðlækna, sérlærðar hjúkrunarkonur, sálfræðinga, fé- lagsráðgjafa og kennara fyrir vangefna. Og það tekur . langan tíma að bæta úr slíkum skorti. Þegar tekizt hefur að rjúfa skarð í múr fordómanna kringum hina vangefnu og geðveiku, er kominn grundvöllur fyrir því, að mikil fjölgun verði í hópi oeirra, sem fara í sémám á þessum sviðum. Það er ;oks grundvöllur þess, að hægt sé að ráðast skipulega á vandamálið. Geðheilbrigðisvikan var stórt og mikilvægt skref á þessari braut Forsetakjör í dag í Bandaríkjunum Urslitin ein hin tvisýnustu i s'ógu Bandarikjanna Nixon T dag kýs bandaríska þjóöin sér nýjan forseta, en hann tekur ekki viö embætti sfnu fyrr en eftir áramótin, og þaö veröur Johnson forseti, sem ákvarðan- irnar tekur þangaö til, en vafa- laust hefur hann samráö við hinn nýja forseta varðandi ýms- ar ákvaröanir út á við og inn á viö, hvort sem hann heitir Humphrey eöa Nixon. Að undanförnu, einkum und- angenginn hálfan mánuö hefir kosningabaráttan fengið á sig nokkuö annan blæ. Það hafði að vísu vakið athygli áður, að þess sáust ýmis merki, að Humphrey var að sækja sig, en það er ekki langur tími síðan, 2—3 vik ur, er þess fór að verða greini- lega vart, að Nixon var orðinn meira en lítið smeykur við vax- andi fylgi Humphreys. Nixon hafði áöur sólað sig í þeirri björtu von, að hann ætti sigur vísan, en tók hart viðbragð fyr- ir fáum vikum, er hann sá hvert stefndi. Honum var þá ljóst til hvers það hafði leitt að hann hafði neitað að koma fram í sjón varpi með Humphrey, en það var óspart notaö gegn honum, að hann þyrði ekki að mæta Humphrey. Honum var jafnvel líkt við hræddan héra — en Nixon gekk nú hart fram og sjónvarpsnotendur fengu að sjá framan í hann frá hans eigin kerfi, en honum hefir ekki tek- izt aö stöðva fylgisaukninguna Humphrey í vii, en Humphrey var alveg á hælum hans fyrir 4—5 dögum, eins og getið var hér í blaðinu í gær. Fyrir nokkru rakti ég í grein í blaðinu nokkra helztu liði tekjumegin hjá Humhrey, og niðurstaöan varö sú aö ætlá mætti aö Humphrey hefði enn sigurmöguleika m.a. vegna þess aö margir kjósendur, sem hik- andi væru, myndu er þeir hugs uðu málin nánar og yrðu að taka ákvörðun álykta, að Humphrey væri frambærilegasta forseta- efnið og rætt var um heppilegt vai hans á varaforsetaefni o.fl., sem fram hefir komið og títt hefir verið nefnt. Einnig var get- ið helztu atriða úr skeytum sérlegs fréttaritara NTB, til stuðnings þeirri skoðun, að_ Nix- on myndi sigra. Hvorki þá eöa nú er unnt að segja neitt með vissu. Þótt þeir séu að verða svo jafnir Humph- rey og Nixon, aö fulltrúadeild- in kunni að verða að skera úr um forseta að lokum, vitum við til dæmis ekki hvort eða að hve miklu leyti ákvörðun Johnsons forseta að hætta sprengjuárás- um á Víetnam kann að hafa til aukins fylgis við Humphrey. Frá leitt spillir hún fyrir honum, en hvort hún eykur fylgi hans svona á seinustu stundu, skal ósagt látiö. En vitanlega gæti fylgisaukn- ing vegna ákvörðunarinnar um stöðvun sprengjuárásanna riðið baggamuninn og fleytt Humph- rey í höfn. Það er engan veginn hægt að gera lítið úr áhrifum þess á hinn almenna kjósanda, hversu til tókst up val varaforseta, og það kann að vera eitt af því, sem Humphrey græðir á, aö hann valdi vel, en Nixon illa, en sannleikurinn er sá, að Humph- rey hefur verið góður stuðningur að sínum manni, sem fær al- mennings orð og er í miklu áliti, en Agnew hefir oft verið frá- munalega klaufalegur og er þess ekki langt að minnast, að New York Times sagði þennan mann enga hæfileika hafa til þess að gegna forsetaembætti, eins og hann kynni að verða kvaddur til, Wallace — fylgið hefur hrun- ið af honum að undanförnu. ef Nixon félli frá eftir að hafa verið kjörinn forseti. Aðeins viku fyrir kosningar fór heldur en ekki að þjóta í skjánum út af Spiro Agnew, því að þá hótaði Nixon New York Times málshöföun fyrir ærumeiöingar, vegna ásak ana á hendur Agnew, sem fram komu í ritstjórnargrein í blað- inu. Þar stóð, að hann væpi ekki „verðugur að standa aðeins eitt skref frá forsetastólnum. En blaðiö hvikaði ekki frá staðhæf ingum sínum og segir það vera aukaatriði, sem Nixon hengi hatt sinn á, en það sem blaðið sak- aði Agnew um var, að hann hefði sem embættismaður mis- notað aðstöðu sína sér til fjár- hagslegra hagsbóta, og gefið á sínum tíma rangar upplýsingar sakaði N.-Y. Times um rennu- steinsbiaðamennsku. sér til vamar. Ásakanir i þessu efni, ef óhraktar standa, geta reynzt afleiöingaríkar í Banda- ríkjunum, þar sem almennings- álitið gerir strangar kröfur i þessum efnum til opinberra emb ættismanna. 1 sjónvarpsviðtali svaraði Nix- on fyrirspum um þetta — hann var spurður hvað hann heföi að segja um staöhæfingar blaös ins. Hann svaraði meö að hóta málshöfðun. Þetta var fyrra sunnud. Og Nixon kvað kröfurn ar verða bornar fram við blaðið „þegar á mánudag" þ. e. daginn eftir, en það var ekki fyrr en langt var liöið á fyrra mánudag sem umsögn fékkst um það í höfuðstöðvum repúblíkana að „forsetaefni repúblikana stæðu i samkomulagsumleitunum" við New York Times, en engar upp lýsingar komu um hvað væri rangt í því, sem blaðið hafði sagt um Agnew. Agnew var að tala í sjónvarp þegar þetta gerðist og meðan hann var í ræðustólnum fengu þeir vitneskju um það blaðafull trúar Nixons og Agnews hvað sagt var í sjónvarpinu og flýttu sér að senda miða I ræðustólinn til Agnews um það, að hann mætti ekki á þessi mál minnast einu orði (þau, sem New York Times gerði að umtalsefni), en til marks um hve þetta raskaöi „hátíðlegri geðró“ Nixons var, að hann sakaði New York Tim- es, eitt kunnasta og merkasta blað heims, um „rennusfeins- blaðamennsku af versta tagi“, og „þegar krafizt yrði afsökun- ar, yrði hún vafalaust falin milli lífstykkja-auglýsinganna aftast í blaðinu", upplýsingar blaðsins væru „útslitnir gamlir frasar" og upplýsingar rangar í „mikil- vægu tilliti". John B. Oakes ritstjóri rit- stjórnardálka svaraði með að taka fram, að ef Nixon tiltæki hvað rangt væri með farið, yrði það rannsakað, og ef rangt reyndist, sem blaðið hefur haldiö skyldi leiðrétting birtast á leiö- arasíöunni — og Nixon þyrfti þá ekki að leita inn á milli líf- stykkjaauglýsinganna! Humphrey hjá stáliðjumönnum. Glað- og jafnlyndi Humphreys er kjósendum geðfellt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.