Vísir - 07.11.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 07.11.1968, Blaðsíða 3
VISIR . Flmmtudf r 7. nóvember Richard M. Nixon ásamt fjölskyldu sinni: yngri dóttirin, Julie, Richard Nixon, kona hans, Patricia, og el dri dóttirin, sem heitir Patricia, eins og móðir hennar. Richard M. Nixon Nixon í hópi blökkumanna í Tennessee. Myndin er tekin, þegar hann var á kosnmgaferoalagi um SuCurríkin. styrjöldinni. Nor&ur-Ameríku deildar Bandarikjaþings gegn framboði frú Helen Gahagan Douglas (dem.) Þegar Dwight Eisenhower hlaut útnefningu Repúblíkana fyrir forsetakosningamar 1952, valdi hann Nixon sem varafor- setaefni og saman unnu þeir kosningarnar og voru endur- kjömir 1956. Staöa varaforseta Bandaríkj- anna öölaðist meiri þýöingu meðan Nixon gegndi embættinu, en það mæddi mikið á honum í starfinu vegna veikinda Eisen- howers forseta. 1960 hlaut Nixon útnefningu flokks síns sem frambjóðandi í forsetakosningunum, sem John Kennedy sigraði í með 112.803 atkvæða mun — minnsta at- kvæðamun í forsetakosningum 20. aldarinnar. Nixon sigraði þá í >- 13. síða. 37. forseti Bandarikja JJinn nýkjömi forseti Banda- ríkjanna á æði litrikan fer- il að baki. Richard Milhous Nix- on fæddist 9. janúar 1913 á bú- garði í Yorba Linda í Kalifomiu. Hann er næst elztur fimm sona hjónanna Frank og Hannah Nix- on. Hann var m'u ára gamall, þeg- ar fjölskyldan fluttist til Whitti- er í Kalifomíu, en þar starf- rækti faðir hans nýlenduvöru- verzlun og bensínstöð. Á mennta skóiaárum sínum vann Richard Nixon í verzlun föður síns. Hann lauk prófi við Whittier College með prýði 1934 og þrem árum síöar hlaut hann „bachel- or“-gráðu í Duke University Law School í Durham, Norður- Karólínu. Eftir 5 ára reynslu sem lög- fræðingur í Whittier réðist hann til starfa hjá hinu opinbera 1942, en starfaði ekki nema 8 mán- uði, áður en hann lét skrá sig i ameríska flotann. Gegndi hann herþjónustu á Kyrrahafinu, en brautskráðist úr flotanum í jan. 1946 og hafði þá hlotið nokkum frama. Það sama ár hófst pólitískur feri-11 Richards Nixons, þegar hann vann kosningamar i Kali- fomíu til fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings. 1948 var hann endur- kjörinn. Fyrstu fjögur ár Nixons í stjómmálalífinu voru afar við- burðarík. Hann átti sinn þátt i setningu Taft-Hartleylaganna 1947 og vakti á sér athygli allr- ar bandarísku þjóðarinnar fyrir störf sín í óamerísku nefndinni. 1950 vann Nixon yfirburða- sigur í kosningum til öldunga-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.