Vísir


Vísir - 07.11.1968, Qupperneq 16

Vísir - 07.11.1968, Qupperneq 16
 Épitllli ■ ■...-ÍV . i fe WwwMé VISIR Fimmtudagur 7. nðv. 1968. * » • * sovétsendiráð • Allstór hópur unglinga safnaðist saman i Túngötunni í gær, skammt frá sovézka sendiráðinu, og veifaði fánum og spjöldum, sem á voru rit- uð ýmis mótmæli og vígorð gegn Rússum vegna hernáms þeirra í Tékkóslóvakíu. Sovézki sendiherrann hafði í grar boð inni vegna 51 ár® af- mælis rússnesku byltingarinnar, sem venjulega hefur verið fagn- að 7. nóv. (í dag). Unglingamir komust þó aldr- ei naerri sendiráðsbyggingunni vegna lögreglunnar, sem fjöl- mennti á staðinn og hélt mót- mælendahópnum í skefjum. Stöðvaði lögreglan alla umferð gangandi um Túngötu ofan við Garðastræti og hélt unglingun- um í hæfilegri fjarlægð frá sendiráðsbústaðnum. Mvnduðu lögreglumennimir vegg, sem unglingarnir fengu ekki rofið, þrátt fyrir endurteknar tilraun- ir. Urðu við þetta ýmsar stymp- ingar og þóf, þegar ungling- amir gerðu tilraunir til þess að komast í gegnum raðir lögregl- unnar. Lögregluþjónarnir tfndu til einn og einn mótmælanda, sem þeim virtist hafa sig mest í frammi, og flutti þá á brott. Voru fyrir þær sakir nokkrir unglingar fluttir í fangageymsl- ur, en eins og meðfylgjandi myndir sýna þurfti að beita alls kyns „lögtökum" gegn ungling- unum. Unglingarnir gerðu annað veif ið hróp að íslenzkum gestum, sem sóttu boð rússneska sendi- herrans, en fengu ekki annað að gert. Þegar líða tók aö kvöldi, dreifðist svo skarinn, en lög- regluliðið stóð vörð fram eftir kvöldinu. Einn og einn var tíndur úr hópnum og fiuttur brott. Suma mótmælendur þurfti lög- reglan afi handjárna. Ingvar Jénsson leikur einleik á víólu Á n'æstu tónleikum Sinfóniu- hljómsveitar Islands, sem haldnir verða annað kvöld, verða tveir ein leíkarar. Þetta eru þeir Bjöm Ól- afsson og Ingvar Jónsson, sem leika éinleikinn í Sinfonia Concert ante eftir Mozart. Fáir hafa orðið til að feta í fótspor Mozarts með smíði slíkrar „konsertsinfóníu“ enda er þetta eitt fullkomnasta verk sinnar tegundar. Geta má þess að þetta verður í fyrsta skiptið sem Ingvar Jónsson kemur fram opinberlega sem einleikari á viólu. Stjórnandi verður Sverre Bruland. ístand i miðjum b-riðtt með Kábu — ein umferð eftir á OL-skákmótinu ÍSLENDINGAR báru sigurorð af Mongólíumönrum í næstsíðustu umferð Ólympíuskákmótsins í Lugano í Sviss. Úrslitin í keppni lrndanna urðu þau, að ísland hlaut 21/, vinning og Mongólía 1 y2. Ingi R. Jóhannsson vann Uitju- men. Guðmundur Sigurjónsson, tap aði fyrir Miagmarsuren, Brági Kristjánsson vann Zorigt og Jón Kristinsson gerði jafntefli við Purévjav. Önnur úrslit 12. umferðar í B- riðli: Austurríki—Brasilía, 3:1, Kúba—Spánn 2:2, England — Belgía 3:1, Holland —Finnland 3 l/2:l/2, Svíþjóð — Skotland 2:2, ísrael — j Sviss 2:2. | Fyrir siðustu umferðina er stað- j an í B-riðli þessi: 1. Englánd 31 x/2 v., 2. Holland 31 v., 3. Austurríki 29 v„ 4. ísrael 28j4 v., 5. Spánn 26i/2, 6. Sviss 241/2, 7.-8. ÍSLAND og Kúba 24 v„ 9. Finnland 23i/ v„ 10. Svíþjóð 20i/2, 11. Belgía 19 v., 12. Skotland 181/, v„ 13. Brasilía 18 v. og 14. Mongólía 161/, v. I A-riðli hafa Sovétrikin þegar tryggt sér sigur í níunda sinn í röð. Þar er röð efstu landanna þessi: 1. Sovétríkin .371/ v., 2. Júgóslavía 281/ v., 3. Bandaríkin 28 v., 4.-5. Búlgaría og V-Þýzkaland 26>/ v„ 6. Ungverjaland 26 v. og 7. Arg- entina 24 v. Harkalegur árekstur bifhjóls og jeppa — Góðar batahorfur hins slasaða Margrét: - 40 ára fréttareglur — bréytingar á atómöld — fá mennt starfsllð. • 17 ára piltur á bifhjóli slasað- ist alvariega í árekstri á gatna- mótum Kringiumýrarbrautar og Háaleitisbrautar skömmu eftir há- degi í gær. Hlaut pilturinn inn- vortis meiðsli, svo að hann verður að liggja á sjúkrahúsi. Eftir að pilturinn hafði gengizt undir skurð- aðgerð töldu læknar þó horfumar góðar á því, að hann hlyti bata. • Pilturinn haföi ekið á bifhjóli sínu norður Kringlumýrarbraut, þegar jeppabifreið, sem ekið var austur Háaleitisbraut, var ekið inn á aðalbrautina og í veg fyrir piitinn. Rakst bifhjólið aftarlega á jeppann og skall pilturinn í göt- una. Ökumaður jeppans ber það, að hann hafi stööváð við gatnamótin ekki séð neina umferð og þá hald- ið inn á Kringlumýrarbrautina. Veitti hann ekki bifhjólinu eftirtekt fyrr en um seinan. Biblían í vasautgáfu | • Biblian er örugglega „met- , sölubók metsölubókanna“ ef svo mætti segja. Aldrei sjá 1 menn fyrir endann á öllum þeim (hundruðum þúsunda endurprent , ana, sem gera þarf. Nú er Hið íslenzka biblíufélag að senda út I þessa miklu bók i vasabroti í | þrenns konar bandi. I • Biblian er prentuð eftir let- 1 urplötum frá 1914 í Prenthúsi Hafsteins Guðmundssonar vest I ast á Seltjamamesi. Nýja testa | mentiö er hins vegar prentað i 1 London. Næturrölt í Hljómskálagarðinum Konan slapp þó og kærði atvikið til garðinum, en fann þar engan á lögreglunnar, sem hóf rannsókn íferli. Tvö skip á síld við Ameríkustrendur • Hljómskálagarðurinn hefur \ þótt ein mesta prýði borgarinn- j ar, en virðist nú orðinn einhver j veiðistaður undarlegra manna, sem ekki mega sjá konur ein- samlar á gangi að kvöldlagi, án þess aö sýna þeim áreitni. Kona ein, sem var á gangi um Bjarkargötu, rétt undir miðnætti í nótt, vék af götunni og inn í garð inn, en þar skauzt út úr skuggan- um einhver mannpfsl, sem gerði sig liklega til þess að ráðast á hana. Einar Sigurðsson útgerðarmaður hefur í hyggju að senda tvö af Aðalatriðið að fólk geti áfram treyst fréttunum - segir Margrét Indriðadóttir, nýskipaður fréttastjóri útvarpsins Auðvitað hef ég áhuga á því að við getum okkur meira í fréttafiutningi innan þess ramma, sem okkur er ætiað að starfa, Márgrét Indriðádóttir, sem var skipuð hljóðvarpsdeildar Ríkisútvarpsins deginum í gær að telja, í viðtali við Vísi ! morgun. — Aðalatriðið er þó, að fólk geti áfram treyst fréttum útvarpsins. Útvarpið er eign landsmanna alira og því getum við ekki leyft okkur að vera með fréttir fyrr en við höf- um sannreynt þær. Þess vegna verður stund- um bið á að v|# birtum lréttir. ^—>- 10. síða. skipum sinum vestur að austur- strönd Ameriku til síldveiða og hefur sótt um leyfi til þess að lancía aflanum í amerísk síldar- flutningaskip. — Eru þaö vélskipin Örn og Örfirisey, sem senda á í þessa ferð og eiga þau að veiða síldina skammt undan ströndum Bandarikjanna og Kanada. Einar Sigurðsson sagði i viðtali við Vísi í morgun að hann hefði verið úti í Ameríku ásamt Sævari Brynjólfssyni, skipstióra á Ernin- um, til þess að athuga mögu- k:ka á bessum síldarsölum en Ein- ar var einnig í Ameríku fyrir um það bil mánuði sömu erinda. — Sagði Einar að ómögulegt væri að spá neinu um þessa tilraun að svo komnu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.