Vísir


Vísir - 22.11.1968, Qupperneq 9

Vísir - 22.11.1968, Qupperneq 9
■ V1SIR . Föstudagur 22. nóvember 1968. ■yið erum vönust því, ef viö horfum á kvikmyndir um njósnir, að hinir andstæðu að- ilar, sem þar eigast við, séu harð skeyttir og snjallir. Sérstaklega er þar gert ráð fyrir þvi, aö allt endi vel að lokum, þar sem skarpgreindir leynilögreglu- menn sjái i gegnum hin vand- lega yfirveguðu ráð njósnar- anna og séu skjótir til að grípa til einhverra snjallræða til að hindra að njósnaramir komi hemaðarleyndarmálunum und- an. Þannig var söguþráðurinn venjulega í Harðjaxlinum okkar sáluga í sjónvarpinu á sínum tíma. Þetta sýnast vera svo skarpgreindir og úrræðagóðir náungar, að áhorfandinn á víst að dást að þeim. Að undanförnu hafa komið upp nokkur njósnamál í Vestur Þýzkalandi, sem em svo lygileg og furöuleg, að þau taka fram hverri skáldsögu. En sá er þó munurinn, að þar er ekki að sjá að lögregluhetjurnar séu nein Hermann Ltidke sjóliðsforingi, sem fyrirfór sér. liðsforingja til yfirheyrslu og var hann spuröur beint út, hvort hann hefði tekiö ákveöin leyniskjöl úr skjalasafni NATO í Casteau í Belgíu. Ltidke -greip til þess ráðs viö yfirheyrsluna, að hann neitaði þessu einfaldloga. Þá stóðu yfirheyrslumenn hersins ráða- lausir gegn honum, þeir höfðu þá ekki i höndunum filmuna, sem geymdi bæði myndir af leyniskjölunum og myndir af Ltidke sjálfum í skemmtiferð, sem hefðj verið fullkomin sönn- un, svo honum hefði ekki þýtt að neita. Eftir yfirheyrsluna var honum því aftur sleppt lausum og hélt hann þá rakleið- is heim til sín, Er þess getið til, að honum hafi þá gefizt nægi- legur tími og tækifæri til að eyðileggja frekari gögn, ef hann hefur haft þau heima hjá sér. í sfðari húsrannsókn fannst ekkert frekara í húsum hans. En nú hafði öryggisstofnun ríkisins ekki hugmynd um, aö Skoplegar njósnarannsóknir sérstök gáfnaljós. Það kemst upp um njósnarann vegna ótrú- legra glappaskota hans og á hinn bóginn voru lögreglu og öryggisyfirvöld ótrúlega lengi að skilja hvað á seyði væri, og mjakast af stað til að kanna málið. Er sú saga ein samhang- andi keðja af mistökum og skiln ingsleysi, svo að almenningur í Þýzkalandi stendur agndofa og spyr nú, hvort yfirhöfuð sé nokkurt gagn í öryggisþjónustu landsins. Er lýsingin á þessum atburðum talin skopsaga af værukærð embættismanna, at- hafnaleysi - g fávizku og er víst, að Harðjaxlinum hefði blöskrað svo eymdarleg frammistaöa. TTpphaf málsins er það, að ljós myndaframkallarí við ljós- myndabúð eina í Bonn var að framkalla filmu sem einhver við skiptamaður haföi lagt inn hjá fyrirtækinu. Þetta var mjófilma og voru myndirnar, sem komu fram af fjölskyldu, sem var í sumarfríi á bíl sínum suður á Spáni og ennfremur nokkrar myndir úr veiðiferð. En auk þeirra höfðu svo slæðzt inn nokkrar myndir af vélrituðum an til annarra rannsóknarlög- reglumanna og yfirhöfuð viröist enginn hafa kippt sér upp viö þetta mál. j reyndinni var mjög auövelt að upplýsa málið. Sá sem haföj lagt filmurnar inn haföi skráð sig nafninu Lúdke. Þá sást skýrt á hinum ljósmyndun um skrásetningarnúmer bifreið- ar, auðveldlega mátti þekkja það fólk, sem var á myncjynuj)} og ennfremyr voru,vskjöUn,6ftm voru á filmunni merkt númér- um. svo mjög einfalt hefði ver- ið aö leggja fyrir NATO fyrir- spurn um þaö, hvers konar skjöl þetta væru. En ekkert af þessu var gert. Þvert á móti munaði stundum mjóu, aö þetta mál væri fellt með öllu niður. Skýrðu rann- sóknarlögreglumenn frá þvi síð- ar, að þeir hefðu ímyndaö sér, að þetta væri ekki svo merki- legt, lfklega hefðu þetta verið einhvem tíma leyniskjöl, en væru það víst ekki lengur, fyrst þau kæmu með þessum hætti fram á filrnu. Loks þegar rannsóknarlögregl an tók að mmska, urðu svo samkeppni og tortryggnj á milli, svo að öll meöferö slíkra mála er losaraleg og er undir tilviljun komið hver þessara stofnana tekur að sér vandamál, sem upp koma. En þaö er slíkum leynistofnunum að sjálfsögöu sameiginlegt, að nöfn þeirra standa ekki í simaskránni. þar með varð enn dráttur á þvi að mál þetta yrðj tekið tilj.jgeðfexðar.. ^ftur var jrumsk- aðáog fundiö .út, hvar væri.hægt að komast í samband við ör- yggislögreglumann, en það gekk þá heldur ekki greitt', sá sem leitað var til kvaðst vera að fara í sumarfrí svo að þessi þýzki „Harðjaxl“ haföi því mið- ur engan tíma til að hugsa um málið. Aftur lagðist málið nið- ur, þangaö til einhverjum kom það snjallræði til hugar, að leita til yfirstjórnar NATO og spyrjast fyrir um það, hvort þetta væru leynileg og alvarleg skjöl. Og það kom í ljós, að þau voru það, hér hafði mikilvæg hemaðarleynd verið rofin, loksins upplýstist það, að þetta var upphaf að hinu al- varlegasta njósnamáli. Þá kippt- skjölum og þegar framköllunar- starfsmanninum varð litið á þær veittj hann því athygli, að þau voru merkt með stimplinum „leyndarmál" og „NATO leynd- armál“. Benti starfsmaðurinn forstjóra Ijósmyndafyrirtækis- ins á þetta, sem aftur fór með myndirnar á fund rannsóknar- lögreglunnar í Bonn og sýndi forstjórinn þannig lofsverða að- gæzlu, en það hafði komið fyrir nokkru áöur, að hann hafði kom ið upp um fjársvikara með myndum sem höfðu borizt til hans á ljósmyndastofuna. Þar með var málið komið í hendur lögreglunnar, en þar var hins vegar ekki að finna sömu árveknina. Sá starfsmaður lög- reglunnar sem fékk málið til at- hugunar var mjög önnum kaf- inn og yfirhöfuð var hann í fyrstu áhugalaus um þetta mál, svo að mvndimar lágu nokkurn tíma hjá honum, flæktust sfð- ýmsir þröskuldir í veginum. Lögreglumennirnir ætluðu þá að setja sig í samband við öryggis þjónustuna, en það reyndist ekkj vera neinn hægðarleikur. Þeir fóru að leita í símaskrám að símanúmeri Öryggislögreglu, en fundu þaö þá hvergi í skránni. Þar með gáfust þeir upp á þvf, enginn virtist hafa hugmynd ur hvert ætti að snúa sér með grunsemdir um njósnir. Nú eru öryggisstofnanir í Þýzkalandi margar. Þar hefur hvert héraö eða sambandsland sína öryggislögreglu og þar að aukj hefur sambandsríkið svo sína aðal-öryggislögreglu og loks hefur herinn, eða réttara sagt landvamaráðuneytiö sína sérstöku öryggislögreglu, en það einkennir þessa starfsemi, að lítið eða ekkert samstarf ér milli þessara einstöku lögreglu stofnanna. Ríkir þar fremur ust embættismennimir loksins við og var nú ráðizt í það af mesta krafti aö koma málinu til öryggislögreglu sambands- ríkisins. Þar hugðust menn fara að öllu með gát, fylgjast með framferði þess manns, sem í hlut átti. líklega í þeim tilgangi að gera hann ekki varan við, heldur átti að kanna við hverja hann ætti skipti, ef ske kynni að þannig kæmist upp um víö- tækari njósnahring. Jgn það fór allt út um þúfur, vegna þess aö öryggis- stofnun hersins hafði nú líka fengið veður af málinu, líklega gegnum NATO og fór upp á eigin spýtur að kanna það, án þess að hafa nokkurt samráð við öryggislögreglu ríkisins. Og fórst hernurn þetta heldur ó- hönduglega, því að þeir höfðu þá aöferð, að kalla hinn gmn- aða mann Hermann Lúdke sjó- öryggisstofnun hersins hafði þegar spillt málinu og stóð það enn um skeið, að gætur voru hafðar á ferðum Lúdkes í þeirri von, aö hann yrði til að koma upp um samskiptamenn sína. En slíkt var náttúrlega fráleitt, þar sem honum var nú full- kunnugt um aö grunur hafði fallið á hann. jþannig <• hélt þessi málsrann- sókn áfram enn um skeið með hverju axarskaftinu á fæt- ur öðru af hendi öryggisyfir- valdanna. En loks lauk því, þeg- ar hringurinn var tekinn aö þrengjast að hinum grunaða og átti að fara aö handtaka hann, með því aö hann ók í bifreið sinni út fyrir borgina, inn í skóg. Þar nam hann staðar og skaut sig. Síðan hefur máliö verið upp- lýst og hefur verið skýrt frá því, að hér hafi verið um að ræða mjög alvarlegt njósna- mál. Lúdke sjóliðsforingi hafði starfað um skeið í höfuðbæki- stöðvum NATO í Casteau i Belgíu i þeirri deild sem annast birgðastöðvar og flutningaleið- ir. Hefur hann haft aðgang og þekkingu á öllu þvi sem þar skipti máli og er talið víst, að hann hafi selt Austur-Þjóðverj- um þessi mikilvægu hemaðar- leyndarmál. Það alvarlegasta við það er, að hann hefur vitað nákvæmlega hvar birgðir kjam- orkuvopna í Vestur-Evrópu vom geymdar og haft undir höndum ýtarlegar upplýsingar um fjölda og staðsetningu eld- flauga. Er sagt að uppljóstrun njósna hans muni hafa það í för með sér, að landvamayfirvöldin og Atlantshafsbandalagið verði að leggja í mjög kostnaðarsam- ar framkvæmdir við að koma upp nýjum birgðastöðvum og flytja til dæmis kjarnorkuvopna birgðir um set til að tryggja að nýju leynd á staðsetningu þess- ara mikilvægu vopna. Um Lúd'æ sjóliðsforingja er það að segja. að ekki er til þess vitað, aö neinar pólitískar hvatir liggi að baki þessum landráðum hans. Einu hvatirnar virðast hafa verið þær. að hann hafi fengið vel greitt fyrir þær upplýsingar, sem hann seldi, svo að lífskjör hans bötnuðu og bann hafði næg'legt fé handa á milli til óhófslifnaðar. Þorsteinn Thorarensen. Sigurður Örlygsson: „Ég er mjög ánægður með veöráttuna." vísm sm: „Kvernig hefur yður lík- að veðráttan að undan- förnu?“ Helgi Sæmundsson: „Tja, ég veit ekki hverju ég á að svara. Mér líkar yfirleitt skammdegið frem- ur illa, en að undanförnu hefur varla verið hægt að kvarta und- an veðrinu. Það hefur verið milt, haustveður.“ Steinunn Sigurbergsdðttir: „Æ, mér finnst veðrið hafa verið leiöinlegt. Mér leiðist að hafa svona mikla rigningu." Einar Sigurösson: „Nú, ég veit. það varla. Og þó — ég hef kunn- að prýðilega við veöurfarið." Bjami Jónsson: „Ég kann ágæt- lega við veðráttuna. Það er betra að hafa svona hlýindaveður heldur en snjó og kulda — og það væri ekki vérra, ef bessi, tíð héldist."

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.