Vísir - 17.12.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 17.12.1968, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson RitsfJóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Sfmar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 145.00 á mánuöi innanlands 1 lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Kaldara í Kreml Fyrstu vikUrnar eftir innrás Varsjárbandalagsríkj- ) anna í Tékkóslóvakíu var það ríkjandi skoðun á Vest- ) urlöndum, að engin stórvægileg breyting hefði orðið \ á utanríkisstefnu Sovétríkjanna. Innrásin hefði verið ( einangrað fyrirbæri og jafnvel mistök, sem Sovét- / menn dauðsæju nú eftir. Þeir hafa líka reynt að út- ) breiða þessa skoðun á Vesturlöndum. ) Tító Júgóslavíuforseti og Ceausescu, flokksleiðtogi ) í Rúmeníu, voru greinilega sömu skoðunar í fyrstu. / Þeir fordæmdu innrásina óvægilega. En skyndilega ) breyttist afstaða beggja. Þeir og félagar þeirra stein- ) hættu að minnast á Tékkóslóvakíu. Þeir höfðu nefni- ) lega uppgötvað, að Sovétstjórninni var full alvara í ( Tékkóslóvakíu og að röðin gæti fljótlega komið að ( Rúmeníu og Júgóslavíu. í báðum þessum löndum ein- / beita menn sér nú að undirbúningi varna gegn innrás ) frá Sovétríkjunum. ) En hvers vegna voru Sovétmenn ekki fyrir löngu ) búnir að ráðast inn í Rúmeníu og Júgóslavíu? Skýr- ( ingin er sú, að þeir fundu fyrst blóðlyktina við inn- ( rásina í Tékkóslóvakíu. Þar sáu Sovétleiðtogarnir, hve / auðveldan leik þeir áttu. Tékkar stóðu einir, höfðu ) að vísu samúð, en engan hernaðarlegan stuðning frá ) Vesturlöndum. Það er von, að Sovétmenn spyrji nú: ) Ætli Nató geri nokkuð, þótt við hernemum Rúmeníu ( og Júgóslavíu? Og allir vita, að Nató mun halda að / sér höndum, ef til átaka kemur. / „Brezhnevs-kenningin" mótaðist, þegar Sovétleið- ) togarnir fundu blóðlyktina í Tékkóslóvakíu. Kenning- ) in er sú, að allar stjórnmálalegar tilraunir séu bann- ) aðar í samveldi kommúnistaríkjanna og að Sovét- ) stjómin hafi rétt til hernaðaríhlutunar, ef hún telji hana nauðsynlega. Og Sovétleiðtogarnir eru ekki \ lengur neitt hræddir við að básúna þessa kenningu út opinberlega. Eftir innrásina í Tékkóslóvakíu eni þeir reiðubúnir að halda áfram að sýna mátt sinn í i verki. / Það er náttúrlega óþægilegt fyrir okkur Vestur- ) landabúa, að láta Brezhnev, flokksleiðtoga Sovétríkj- ) anna, minna okkur á, hve ójafn er leikur austurs og ) vesturs. Hér vestra eru leikreglurnar þær, að komm- ( únistar geta komizt til valda, ef þeir hafa fylgi til þess. / Eystra em leikreglumar þær, að engin þjóð getur snú- / ið við, ef hún hefur einu sinni ánetjazt kommúnism- ) anum, þótt þorri íbúanna vilji eindregið losna. Þess ) vegna er full ástæða fyrir íslendinga eins og aðra að ) hafa vaxandi gætur á kommúnismanum. ( Innrásin í Tékkóslóvakíu var ekki hliðarstökk. / Tími hlákunnar í viðskiptum austurs og vesturs er / liðinn. Sovétmenn hafa lagt til hliðar Krúsjevs-stefnu ) áranna 1963—1968. Þeir eru að herða þvinguna á ) raenntamönnum og frjálshyggjumönnum sínum. Þeir ) era að þjappa sér saman um leifar hagkerfis síns. Þeir v eru að fara út í nýja lotu í kalda stríðinu. ( V1SIR . Þriðjudagur 17. desember 1968. Ný stjórn í Tékkósióvakíu um áramótin — enn leynd yfir skipan hennar m Ný stjóm á að taka við í Tékköslóvakíu um áramótin en þvi er haldið leyndu eins og stendur, hverjir skipa hana, og er liklegt að leyndin stafi af ískyggilegum horfum í landinu, en eins og kunnugt varð af frétt- um fyrir helgina, hótuðu verka- menn í stærstu verksmiðjunum í Prag allsherjarverkfalli f byrj- un þessarar viku, ef til frekari tilslakana kæmi viö Sovétrikin og ef Dubcek, flokksleiðtogan- um, yrði varpað fyrir borð, og Smirkovski, forseta þjóðþings- ins, frjálslyndasta stuðnings- manni við umbótatlllögur hans frá þvf snemma á þessu ári. Á laugardag, er lokið var fundi kommúnistaflokks Tékkó slóvakiu, var tilkynnt, að á- kvarðanir fundarins yröu ekki birtar fyrr en í blöðum og út- varpi í gærmorgun. Þar með var komið í veg fyrir allsherjarverk- fall eða að minnsta kosti þar til kunnugt væri um ákvarðanir í efnahagsmálum, en í gærmorg- un kemur svo í ljós, þótt nokkuð sé frá því sagt, hverjar þessar tillögur séu, að haldið er leyndu hvemig skipuð verði ný stjórn, sem á að taka við um áramót- in. Verður Cernik áfram forsæt- isráðherra. Og fá starfsmenn sovétleiötoganna, þeir þrír sem nefndir voru í grein á þessari síðu í fyrri viku, sæti í stjórn- inni? Eða aðrir sovétvinir? Og halda þeir embættum sínum Alexander Dubcek, flokksleið- toginn, og Josef Smirkovski, forseti þjóðþingsins? Reyndin sker úr um hver áhrif það hefir á menntamenn. stúd- enta og verkamenn og aðra, sem mótmæla frekari undanslætti, að þessi leynd er látin hvíla yfir þessu áfram. Á sviði efnahagsmála er lof- að sterku átaki gg framtíðar- áætlun og ráðstörunum til að halda verðbólgu í skefjum. Þá var skýrt frá ákvöröunum varð- andi stofnun sjö sambandsrikis ráöuneyta, en ekki hver þau yrðu. Nánara veröur frá þessum ákvörðunum sagt, þegar fyllri upplýsingar um þau verða fyr- ir hendi. 1 grein þeirri, sem áður var vikið að, en í henni var reett um það sem raunverulega gerðist, þegar tékknesku leiðtogamir voru fluttir gegn vilja sínum til Moskvu eftir innrásina, var sagt að Svoboda ríkisforseti hefði hent á borðið heiðurspen- ingum síninn og hótað að skjóta sig, ef hann fengi ekki að tala við ráðherra sfna. Brezhnev var hinn þverasti, en lét að lokum undan. En á næsta fundi hélt hann niðri í sér hrokanum og reyndi að fara örðuvísi að. Hann „predikaði" í 90 mínútur um bræðralag og gagnkvæma að- stoð, og loks var svo komið, aö Svoboda forseti gat ekki á sér setið lengur, stökk á fætur og barði í borðið og krafðist þess, að haldið yrði áfram samkomu- lagsumleitunum. Og þá gerði Brezhnev boð eftir ritara, sem lagðj fyrir fundarmenn hvorki fjeiri né færri en 16 áætlanir um framtfð Tékkóslóvakiu eftir inn rásina. Ekki er kunnugt um nema áætlun nr. 1 i einstökum atriöum. Engin leið var fyrir leiðtogana að athuga þetta, er þeir aöeins höfðu jafnað sig eft ir það áfall, að öllum þessum áætlunum var hrúgað upp, en þeir kynntu sér þegar nokkuð áætlun nr. 1. Samkvæmt þeim var gert ráð fyrir breytingu á forustunni, en Indra átti að taka við henni — eða Kolder — en Dubcek skyldi sakaður um endurskoöunar- stefnu — og Bilak átti að taka við af Smirkovski sem forseti þjóðþingsins. Og nú er eftir að vita, hvort það er þetta sem enn var rætt á Kievfundinum, — og valdiö hefur svo miklum áhyggjum að undanfö.mu? Eiga þessir menn eða aðrir slíkir að taka viö þrátt fyrir allt? Hefir miðstjórnin lát- Það vakti ósmáa athygli fyrir skömmu, er tveir Tékkar, sem áður var litið á sem stalinista og samstarfsmenn Rússa tóku sér fyrir hendur að verja um- bótastefnu Alexanders Dubceks. Annar þeirra er Martin Vasulin, sem veitti forstöðu skipulags- málastofnuninni í forsetatíð ið undan? Og ef þetta kemur í ljós, hvað gerir tékkneska þjóð- in, menntamenn, stúdentar, verkamenn og aðrir, sem krefj- ast umbóta og frelsis? En í Kreml neitaöi Svoboda að semja, og hinir leiðtogamir, Þegar Svoboda hélt áfram að grípa fram í sneri Brezhnev sér aö Cemik, en hann svaraði engu, en Dubcek og Smirkovski litu undan. Eftir á létu tékknesku leiötog amir óþvegin orð falla í garð Brezhnevs. Og það sem næst geröist var svo það, að birt var tilkynning um samkomulag, sem auðsæilegt var öllum heimi, að Tékkar höfðu verið neyddir til að fallast á. Enginn efast um, að alla tíð sfðan hafi kúgunartilraunum verié haldið áfram, og menn ótt- ast, að f Kiev hafi leiðtogamir oröiö að slaka enn frekara til — hafi jafnvel oröið að fallast á nýja forustu. A. Th. Novotny forseta, sem vikið var frá. Hann gagnrýndi innrásina, taldi hana ákveöna f skjótræði og hafa veriö ónauðsynlega. Hann hafnaöi einnig öllum gagn- byltingarásökunum þeim, sem fram komu, er sovézku skriö- drekarnir brunuðu inn í Tékkó- slóvakíu. S.l. vor var honum vikið úr flokksráðinu, • vegna þess að hann var talinn fjand- samlegur umbótastefnu Dub- ceks. . Hinn, Vasil Bilak er var á fyrstu dögum innrásarinnar talinn reka erindi Sovétríkjanna, var nýlega til þess valinn af flokksforust- unni, að gera austur-þýzka am- bassadomum f Prag grein fyrir skoðunum tékknesku stjómar- innar varðaiidi það, sem fram kom á fundi miöstjómar Kntnnv únistaflokks Austur-Þýzkalands' fyrir nokkru. Fyrir skömmu voru 25 ár llðln frá undirritun tékknesk-sovézka vináttusáttmálans, og var þess minnzt með móttöku. Hér sést Alexander Dubcek, leiðtogi Kommúnistaf'okks Tékkóslóvakíu, ræða við Chervonenko ambassador Sovétrikjanna í Prag. I Tveir fyrrverandi stalinistar verja stefnu Dubceks

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.